Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hulda LaufeyDavíðsdóttir fæddist í Brúnagerði í Fnjóskadal 26. mars 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Davíð Jónat- ansson, f. 18.6. 1866, d. 3.12. 1944, bóndi í Brúnagerði, og kona hans, Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 17.6. 1867, d. 16.10. 1943. Systkini Huldu voru: Sæunn, f. 26.4. 1897; Guðbjörg, f. 2.10. 1898; Jónatan, f. 31.12. 1899; Halldór, f. 5.4. 1901; Einar, f. 21.12. 1903; og Steingrímur, f. 6.1. 1913, smiður á Akureyri. Hálf- bróðir Huldu samfeðra var Adolf, f. 26.8. 1908. Hinn 24. apríl 1941 giftist Hulda Herbert Róbertssyni, f. 22.11. 1910 á Hallgilsstöðum í Fnjóska- dal, d. 14.12. 1983. Foreldrar hans voru Róbert Bárðdal, f. 7.9. 1872, d. 22.6. 1951, bóndi á Hrappsstöð- um í Bárðardal, Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Lögmannshlíð og Glerá við Akureyri og Sigríðar- stöðum í Ljósavatnsskarði. Börn þeirra voru: 1) Stúlka, f. 28.12. 1937, fædd andvana. 2) Aðal- steinn, f. 25.1. 1940, verkamaður í Reykjavík. Sonur hans, Davíð, f. eiga þau þrjú börn. F) Magnús, f. 18.1. 1974, kona hans er Sigurlína Tryggvadóttir, f. 5.2. 1977. G) Ásta, f. 25.3. 1978, maður hennar er Thorstein Werner, f. 26.7. 1975. 5) Hermann Róbert, f. 20.10. 1945, bóndi á Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði. 6) Guðbjörg, f. 28.6. 1948, fiskverkakona á Grenivík, maður hennar er Svavar Gunn- þórsson, f. 11.7. 1941. Börn Guð- bjargar: A) Óskar Árnason, f. 25.8. 1967. B) Margrét Jónsdóttir, f. 13.5. 1972, maður hennar er Sig- urður Grétar Þorvarðarson, f. 9.10. 1971. C) Hulda Guðný Jóns- dóttir, f. 29.5. 1975, maður hennar er Sigurgeir Benjamínsson, f. 21.3. 1972, og eiga þau tvö börn. D) Brynja Herborg Jónsdóttir, f. 4.12. 1978, maður hennar er Gunn- ar Gunnarsson, f. 21.7. 1964. Brynja á tvö börn. 7) Dóra, f. 20.5. 1955, búsett á Akureyri, maður hennar er Gunnar Kristinsson, f. 28.2. 1956. Börn þeirra eru: A) Ey- rún Kristína, f. 11.3. 1975, maður hennar er Ólafur Rúnar Ólafsson, f. 10.5. 1975, og eiga þau tvö börn. B) Hjalti Steinn, f. 15.4. 1978. Alls eignuðust Hulda og Her- bert sjö börn og tuttugu barna- börn og eru barnabarnabörnin nú nítján talsins. Hulda og Herbert, bjuggu á Sig- ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði 1939–41, Sellandi í Fnjóskadal 1941–43, Brúnagerði í Fnjóskadal 1944–57, Sörlastöðum í Fnjóska- dal 1957–59 og Sigríðarstöðum 1959–74. Útför Huldu verður gerð frá Hálskirkju í Fnjóskadal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 10.12. 1973. 3) Davíð, f. 28.10. 1941, bóndi í Hrísgerði í Fnjóska- dal. Kona hans, Gunn- hildur Arnþórsdóttir, f. 9.6. 1948. Börn þeirra eru: A) Val- geir, f. 20.7. 1969, kona hans er Guðný Björg Bjarnadóttir, f. 22.10. 1973 og eiga þau tvö börn. B) Lauf- ey, f. 30.7. 1971, mað- ur hennar, Starri Hjartarson, f. 7.9. 1963, og eiga þau eitt barn. C) Birna, f. 11.7. 1972, maður hennar, Björn Henry Kristjánsson, f. 31.1. 1973, og eiga þau þrjú börn. D) Teitur, f. 2.7. 1976. E) Þuríður, f. 10.12. 1977. F) Arnlaug, f. 20.1. 1981, maður hennar er Níels Guðmundsson, f. 6.9. 1983. 4) Guðrún, f. 18.8. 1944, húsfreyja á Úlfsbæ í Bárðardal, maður hennar er Skarphéðinn Sigurðsson, f. 13.8. 1939. Börn þeirra: A) Grétar Herbert, f. 28.10. 1965. B) Sigurður, f. 5.10. 1966, kona hans er Áslaug Kristjáns- dóttir, f. 7.6. 1971, og eiga þau eitt barn. C) Kristján, f. 18.10. 1967. D) Líney Hólmfríður, f. 8.4. 1969, maður hennar er Þorvaldur Þór- isson, f. 18.10. 1964, og eiga þau þrjú börn. E) Hulda Elín, f. 13.5. 1972, maður hennar er Ingólfur Víðir Ingólfsson, f. 27.12. 1969, og Þegar ég hugsa 20–30 ár aftur í tímann rifjast upp ýmsar minningar tengdar gamla húsinu á Sigríðar- stöðum. Óljóst minnist ég göngu- ferða eftir tröðinni í fjósinu að hænsnaspilinu með ömmu til að gefa hænunum og tína eggin. Kýrnar voru skoðaðar og sagt frá hvað þær hétu. Kjallarinn var einn ævintýra- heimur en frekar dimmur. Það þýddi ekkert fyrir ömmu að senda okkur ein í sendiferð í hann en með henni var sjálfsagt að fara og þá var ekki nóg að fara í eina geymsluna í kjallaranum heldur allar og allt sem í þessum geymslum var geymt þótti okkur mikill fjársjóður. Stundum fengum við að gista hjá afa og ömmu á Sigríðarstöðum. Ég man hvað okk- ur þótti merkilegt að það voru kopp- ar undir öllum rúmum. Var því alltaf haldið í sér þangað til við vorum komin upp í rúm á kvöldin. Amma kunni ráð við að venja okkur af þess- ari vitleysu, hún lét okkur sjálf losa úr þeim á morgnana. Aldrei minnist ég að það hafi verið eitthvert vesen á okkur við að gista því við bárum virðingu fyrir þessari duglegu og hljóðlátu konu sem var að allan dag- inn. Amma steikti oft kleinur og þá þurftu allar hurðir að vera lokaðar til að sterkjan næði ekki til afa. Stig- inn á Sigríðarstöðum var líka mjög skemmtilegur og þar var mikið rennt sér niður á rassinum, sérstak- lega þegar fleiri barnabörn voru í heimsókn. Einnig var kompa undir stiganum og þar var gott að fela sig í feluleik. Ég minnist einnig ferða í kartöflugarðinn við fjallsrætur, stunda í kálgarðinum ofan við gamla hús, gönguferða um hólana og berja- ferða. Amma gjörþekkti fjallið og vissi alveg hvar flest ber væri að finna hvort sem það voru hrúta-, blá-, aðalblá- eða krækiber. Seinni ár benti hún okkur út um eldhús- gluggann hvert við ættum að fara og svo var haldið af stað. Farið var í kaffi og þá fengum við að vita hvort við vorum á góðum berjastað. Á okkar systkina mælikvarða vor- um við orðin fullorðin þegar við vor- um orðin hærri en amma. Við mát- uðum okkur við hana og spáðum í það að þegar við myndum hittast næst yrðum við kannski orðin full- orðin. Þegar við systkinin vorum í Barnaskólanum í Bárðardal kíktum við í gegnum skráargat til að gá hvort amma hefði ekki örugglega komið með pabba og mömmu á árshátíð. Við skreyttum yfirleitt fyrir jól hjá ömmu eftir að hún var komin í nýja húsið á Sigríðarstöðum. Þá sagði hún okkur sögur tengdar skrautinu og jólunum. Einhvern veginn fór maður ekki að njóta komu jólanna fyrr en búið var að kyssa ömmu gleðileg jól og þeim sið hef ég haldið. Fyrir síðustu jól var ég hálffriðlaus er það var komin 21. des. og ekki búið að kyssa ömmu. Við drifum okkur inneftir um kvöld- ið og færðum henni pakka. Hún reif pakkann strax upp því hana grunaði að í honum væri nammi. Hún hafði mjög gaman af því að sjá hvað krakkarnir mínir gátu borðað það af mikilli lyst. Þegar amma kom í heimsókn í Bárðardalinn minnist maður hennar helst við að leggja kapal við eldhús- borðið. Á vorin labbaði hún milli glugga til að fylgjast með lömbunum kroppa grasið. Hún hafði mikinn áhuga á húsinu okkar og var mjög ánægð þegar garður var kominn í kring og að maður tali nú ekki um litla húsið. Bjargeyju og Eyþóri þótti mjög gaman að sitja ofan á hjólagrindinni hjá henni og láta hana keyra sig, helst bæði í einu. Þau gerðu þetta líka stundum í Kjarnalundi. Hún hafði ekki síður gaman af þessu uppátæki þeirra. Amma hafði mjög gaman af því að sjá krakkana hlaupa. Í næstsíðustu ferð okkar til hennar var hún komin í Hlíð. Hún lét okkur drösla sér fram úr rúminu í hjólastólinn og fram á gang til þess eins að geta séð Ara hlaupa eftir ganginum. Elsku amma. Margar fleiri minn- ingar á ég um þig. Í gegnum ævi mína hefur þú alltaf verið sama litla hljóðláta konan sem hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafni. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að vera ern fram á síðasta dag. Takk fyrir allt. Þín nafna, Hulda Elín. Elsku amma. Þú varst alltaf þol- inmóð við að sinna okkur barnabörn- unum þegar við komum í heimsókn og þegar við fórum stóðst þú alltaf í dyrunum og veifaðir þangað til að við sáum ekki lengur til þín. Allar sögurnar, þulurnar og allar bænirn- ar sem þú sagðir okkur fyrir svefn- inn eru okkur í fersku minni. Þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum í með þér og oft var stoppað og þú sýndir okkur blómin og fuglana. Aldrei varðst þú þreytt á að fræða okkur á því hvað hin og þessi blóm og fuglar hétu. Eins minnumst við þín þegar þú stóðst við eldhúsgluggann og fylgdist með lambfénu niðri á túni. Það verður skrýtið að fara í réttir næsta haust þar sem þig vantar til að telja kind- urnar þegar þær stökkva af bílnum. Margrét saknaði þess að geta ekki verið hjá þér þegar þú hélst upp á 90 ára afmælið en Margrét sagði að hún myndi þá bara koma þegar þú yrðir 100 ára. Þú brostir nú bara þegar Margrét sagði þetta við þig. Annars varstu ekkert mikið fyrir að halda veislur sem voru fyrir þig sjálfa en þú varst mjög spennt yfir níræðisafmælisveislunni þinni og þú hafðir sérstaklega gaman af því þeg- ar langömmubörnin sungu fyrir þig nokkur lög. Þú fylgdist vel með hvað barna- börnin voru að gera og eins fylgdist þú með langömmubörnunum og fannst gaman að sjá þau. Þú vissir alltaf kyn langömmubarnanna áður en þau komu í heiminn og nokkrum sinnum skákaðir þú læknavísindun- um. Þegar Stefanía Daney var veik var beðið um að hún yrði skírð á sjúkrahúsinu og varst þú sannfærð um að hún yrði komin heim innan örfárra daga og gekk það eftir. Núna vitum við að þér líður vel að vera komin til afa og við viljum kveðja þig með einni bæn sem þú kenndir okkur í æsku. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir allt, elsku amma. Megi englar guðs vaka yfir þér. Óskar, Margrét, Hulda Guðný og Brynja Herborg. Þegar ég minnist Huldu ömmu minnar er margt sem kemur í hug- ann. Er ég lít til baka og rifja upp liðna tíma er hún mín fyrsta minn- ing. Ég er þriggja ára og hún komin til Akureyrar að passa mig því ég á von á litlu systkini. Við erum á leið í kjörbúðina, hönd í hönd, og mig langar ofsalega í íspinna. Mikið var litla hnátan glöð þegar ísnum var laumað með við innkaupin. Heim- urinn var fullkominn. Hulda amma var stórkostleg kona sem vann verk sín í hljóði. Hún bjó lengstum á Sigríðarstöðum í Ljósa- vatnsskarði, á stóru heimili þar sem mörgu þurfti að sinna – jafnt innan- dyra sem utan. Ég man því aldrei eftir ömmu öðru vísi en að störfum, í kjól með svuntu. Iðjuleysi átti ekki við hana og ef hún settist niður var gripið til handavinnu þar sem oftar en ekki voru leistar eða vettlingar á prjónunum ætlaðir fjölskyldunni. Hún hafði þó alltaf tíma fyrir ömmu- börnin sem áttu skjól í hlýju fangi hennar þar sem mörg sárin greru við sefandi þulur. Amma kunni ógrynni af vísum og sögum sem vöknuðu til lífsins á vörum hennar. Það voru því dásamlegar stundir þegar ég kom í sveitina sem lítil stelpa og fékk að sofa hjá henni í rúminu hennar þar sem plássið var nóg þó fletið væri lítið. Þá var um margt rætt enda var amma alltaf mjög áhugasöm um hagi manns og hugmyndir. Fyrir svefninn var svo farið með bænirnar áður en hún kyssti mig góða nótt og bíaði mér í svefn. Þegar árin færðust yfir flutti Hulda amma á dvalarheimilið Kjarnalund þar sem öruggara var að taka á móti Elli kerlingu heldur en í sveitinni þar sem hugurinn dvaldi þó svo oft. Úr herberginu sínu hafði hún útsýni yfir í heiði þar sem hún hafði sem ung kona arkað um grundir. Ég fann hversu gott henni þótti að vita af sveitinni svona ná- lægt enda var ósköp gott að sitja við gluggann og horfa út. Hulda amma lifði langan ævidag og oft fór hún lengra á seiglunni en nokkurn gat grunað. Þannig brá hún sér af landi brott í tilefni Áttræð- isafmælis síns og það var ósköp gaman að rifja upp þær stundir. Þá lét hún sig ekki muna um að labba upp brattar tröppur þó hún væri að mestu farin að ganga við göngu- grind og það var sko alger óþarfi að tylla sér á stól á miðri leið, bara betra að drífa þetta af. Amma stund- aði handavinnu af kappi svo lengi sem sjónin leyfði og lét sig hafa það að skipta smám saman yfir í grófari nál og prjóna þó hún vonaði innilega að blessaðir læknarnir gætu nú gert eitthvað fyrir hana svo hún gæti séð betur til. Fram á síðasta dag fylgdist hún svo áhugasöm með ömmubörn- um vaxa úr grasi. Sérstaklega þótti henni þó vænt um öll litlu lang- ömmubörnin sem sungu svo fallega fyrir hana á níræðisafmælinu. Það voru líka skemmtilegustu heimsókn- irnar þegar litlu gullmolarnir mínir komu með til langömmu – ég tala nú ekki um ef Elísabet Ásta söng eða dansaði fyrir ömmu. Þá var hlegið dátt og svo fengum við okkur ríflega af rúsínunum sem alltaf var hægt að ganga að í nammiskálinni góðu. Ég var svo lánsöm að eiga Huldu ömmu að allt fram á fullorðinsár. Hún hefur því alltaf verið mikilvæg- ur hluti af mínu lífi og þau lífsgildi sem ég held í heiðri eru að miklu leyti frá henni komin. Hún kenndi mér svo margt enda hafði hún ákveðnar skoðanir þó hún væri hæg- lát og sækti ekki í athygli annarra. Nú er hins vegar komið að erfiðum kaflaskilum. Ég horfi bjartsýn fram á veginn enda er ég ríkulega búin af því að þekkja elskulega ömmu mína. Þó ég reyni að bera mig vel læðast tárin fram þegar ég lít yfir farinn veg og þakka Huldu ömmu fyrir dýrmæta samfylgd. Ég veit að hún kemst ekki lengra með mér í þessu lífi en leiðir okkar munu liggja sam- an síðar. Þangað til veit ég að hún vakir yfir mér og mínum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Blessuð sé minning Huldu ömmu minnar. Eyrún Kristína Gunnarsdóttir. HULDA LAUFEY DAVÍÐSDÓTTIR Ég minnist Maríu Rósar þegar ég var tólf ára hnáta í sum- arvist hjá systur minni Gullý og eigin- manni hennar Sigga í Stokkhólmi sumarið 1976. María Rós var hálfsystir Sigga og systur hans Lottu sem einnig er búsett í Stokkhólmi. Mikil eftirvænting var í loftinu þennan fagra sumardag og tilhlökkun systkinanna mikil að fá „litlu systur“ í heimsókn í fyrsta sinn. Systurnar Lotta og María Rós voru með eindæmum líkar og gaman var að fá að fylgjast með þeim, sjá hvernig vinátta þeirra þróaðist og hvernig þær léku sér að því að klæðast eins, mála sig eins, naglalakka sig eins. Ég var ein augu og eyru og horfði á þessar prímadonnur með stjörnur í augunum. Í mínum aug- um voru þær tvær kópíur af Sophiu MARÍA RÓS LEIFSDÓTTIR ✝ María Rós Leifs-dóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1953. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 9. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 18. apríl. Loren, leikkonunni frægu. Kátína og gleði einkenndi systraskap þeirra alla tíð og vöktu þær hvarvetna athygli fyrir glæsileik og gleði. Minnist ég þess sérstaklega ári seinna þegar Gullý og Siggi giftu sig heima á Íslandi að þá mættu þær saman í athöfnina og léku á als oddi eins og þeim einum var lagið. Flestir töldu þær vera tvíburasyst- ur, svo líkar voru þær. Lotta systir hennar kom strax til Íslands þegar vitað var hvert stefndi, hún vék ekki frá henni fyrr en yfir lauk og reyndist móður Maríu Rósar, Kristbjörgu, mikill styrkur. Kristbjörg er kona sem býr yfir mikilli reisn og styrk. Þær mæðgur voru líkar, tignarlegar og tryggar konur. Það sýndi sig þegar faðir minn lést fyrir þremur árum. Vissi ég ekki þá að María var í þann mund að veikjast af þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt hana að velli. María var heldur ekki sú týpa sem kveinkaði sér heldur lék ávallt bros um fallegt andlit hennar og lífsgleði skein úr augunum. Kristbjörg sér nú á eftir einkadótt- ur sinni sem hefur verið henni allt og hafa þær mæðgur búið saman alla tíð, tengdar svo sérstökum böndum. Í þessari miklu sorg er því mikill styrkur að vita það að María Rós átti sterka trú á Guð og var fullviss þess að nú væri hún á leiðinni heim. Við sem þekkjum Guð og verk hans erum fullviss um það líka. Öll förum við heim aftur, fyrr eða síðar. Þegar mér var til- kynnt andlát Maríu Rósar varð ég mjög sorgmædd í fyrstu en síðan, eftir að hafa beðið fyrir henni, færðist yfir mig mikil ró. Ég skynj- aði og var fullviss þess að nú væri hún umvafin ljósi almættisins og að henni liði vel. Ég bið Guð að umvefja móður hennar, Kristbjörgu, og systur hennar, Lottu, ljósi og hlýju. Einn- ig bið ég fyrir samúðarkveðju til systkina hennar og aðstandenda. Hvíl í friði, elsku María Rós. Í rökkurró hún sefur með rós í hjartastað; sjá haustið andað hefur í hljóði’ á liljublað. Um ljósa, lukta brána er ljómi’ af djúpum frið, sem meyna dreymi dána við dagmál svanaklið. En blómsál barnsins friður nú býður góðan dag, þó klökkur ljóðakliður hér kveðji sólarlag. (Jóhanna Guðm.) Sigurlaug Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.