Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 61 LÖGÐ hafa verið fram drög að dagskrá stutt- og heimildar- myndahátíðarinnar Reykjavík Shorts and Docs sem fram fer dagana 25.–29. maí í Tjarnarbíói. Opnunarmyndir hátíðarinnar verða tvær; heimsfrumsýning á heimildarmyndinni Róska – saga og hugsjónir 68 kynslóðarinnar eftir Ásthildi Kjartansdóttur og stuttmyndin Slavek the Shit eftir Grím Hákonarson en hún er til- nefnd til Cannes-verðlauna í ár. Verða leikstjórar myndanna við- staddir opnunina. Það er málgagn íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunn- ar, Land og synir, sem greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Á annan tug nýrra íslenskra mynda verða sýndar á hátíðinni. Auk opnunarmyndarinnar verða í boði heimildarmyndirnar Rætur, sem er dramatísk mynd um ís- lenskan dreng sem fer til Argent- ínu í leit að uppruna sínum; Matthew Barney Site Specific; mynd sem veitir innsýn í hug- arheim bandaríska listamannsins Matthews Barneys sem er unnusti Bjarkar Guðmundsdóttur; Rithöf- undur með myndavél, mynd um Guðberg Bergsson sem frumsýnd var á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra; 300 harm- onikkur og Undir stjörnuhimni. Meðal stuttmynda á hátíðinni, auk opnunarmyndarinnar, verða sýndar nýjasta mynd Reynis Lyngdals sem heitir Töframað- urinn; teiknimyndin Jón bóndi; til- raunamyndirnar Ég missti næst- um vitið eftir Bjargey Ólafsdóttur og Red Dead eftir Barða Jóhanns- son sem frumsýnd var í Frakk- landi í vetur á Pompidou-safninu í París; Löglegir krimmar eftir Hjálmar Einarsson; Granny Kickers eftir Hafstein Sigurðsson; Með mann á bakinu eftir Jón Gnarr og Carpe Diem eftir Dögg Mósesdóttur. Óskarskandídat Sigurjóns Þá verður einnig boðið upp á úrval erlendra stutt- og heimild- armynda sem vakið hafa athygli víða um heim en hafa ekki enn verið sýndar hérlendis. Þar á með- al verður bandaríska stuttmyndin Everything in this Country Must sem tilnefnd var til Óskars- verðlauna í ár og var framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Þá verður einnig boðið upp á úrval þeirra stutt- og heimildarmynda sem þóttu standa upp úr á norrænu stutt- og heimildarmyndahátíðinni Nordisk Panorama. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar fyrir hönd Félags kvikmyndagerð- armanna er Hjálmtýr Heiðdal en með honum í stjórn og valnefnd eru Gréta Hlöðversdóttir, Birna Guðnadóttir, Ari Alexander Ergis Magnússon, Hrönn Kristinsdóttir, Helena Stefánsdóttir og Kristín Pálsdóttir. Kvikmyndir | Reykjavík Shorts and Docs 25.–29. maí Mynd um Rósku og keppnis- mynd á Cannes opna hátíðina Úr opnunarmyndinni Slavek the shit eftir Grím Hákonarson. COLDPLAY er fyrsta breska hljómsveitin til að koma lagi beint inn á lista meðal tíu vinsælustu laga í Bandaríkjunum, síðan Bítlarnir afrekuðu það á 7. áratug síðustu aldar. Lagið „Speed of Sound“ fór beint í 8. sætið á nýja vinsældalistanum sem birtur var í gær og er það ein- ungis í annað skiptið sem bresk hljómsveit kemur lagi beint inn á topp tíu. Það gerðist fyrst árið 1968 þegar „Hey Jude“ með Bítlunum fór beint í 10. sæti og því hefur Coldplay í raun skákað sjálfum Bítlunum með því að komast tveim- ur sætum ofar. Ekkert lag hefur heldur stokkið eins hátt í fyrstu viku, síðan Am- erican Idol-sigurvegarinn Fantasia fór beint á toppinn í júlí árið 2004. „Speed of Sound“ verður gefið út í Evrópu á mánudag en það er for- smekkurinn af þriðju plötu Cold- play sem heitir X&Y og kemur út 6. júní. Bestum árangri fram að útgáfu „Speed of Sound“ hafði Coldplay náð með laginu „Clocks“ sem komst í 29. sæti árið 2003. Tónlist | Coldplay nýtur mikilla vinsælda vestanhafs Slær við Bítlunum Reuters Chris Martin, söngvari Coldplay, er orðinn að al- vöru rokk- stjörnu í Bandaríkj- unum. STELPUBRETTAFÉLAGIÐ stendur fyrir dagskrá í hjóla- brettagarðinum við Seljaveg 2, „Loftkast- alaparkinu“, á milli 18 og 21 í dag. Linda Sumarliðadóttir er formaður félagsins, sem var stofnað 16. mars 2004. Félagið lætur til sín taka bæði í snjóbretta- og hjóla- brettaiðkun auk þess sem forsprakkar fé- lagsins stunda fleiri íþróttir á borð við brimreiðar og klifur. „Eftir þetta verður partí á Prikinu fyrir þá sem hafa aldur,“ segir Linda en það byrjar um 22–23. „Það verður leið- beinandi á staðnum fyrir þær sem vilja. Ég fékk einn af strák- unum sem sér um parkið til að vera þarna. Hann er mjög góður og getur kennt þeim sem eru komnar lengra. Fyrir þær sem eru að byrja verðum við stelpurnar líka til taks,“ segir hún. Ennfremur verður happdrætti á staðnum en vinningar eru m.a. geisladiskar frá Skífunni, klipping frá Síðu að aftan og glaðningur frá Nikita. Linda segir mikilvægt að hafa dag sem þennan. „Stelpur eru oft hrædd- ar við að fara að renna sér þegar það eru tuttugu strákar á staðnum og tíu af þeim eru mjög góðir. Okkur lang- aði líka að hóa stelpunum saman til að sjá hverjar eru að stunda þetta. Við vildum hafa skemmtilegan dag fyrir stelpurnar. Ég vona að það eigi eftir að skila sér í því að fleiri stelpur þori að skeita og láta sjá sig og hætti að vera hræddar við að mæta niður í park eða Ingólfstorg,“ segir hún. Markmiðið með stofnun Stelpu- brettafélagsins var einmitt að virkja stelpurnar. „Okkur langaði til að stelpurnar hópuðu sig meira saman til að gera okkur sýnilegri og hafa meira að gera fyrir stelpurnar. Það hvetur mann áfram að stunda þetta með stelpum.“ Stelpubrettafélagið ætlar að halda áfram að standa fyrir ýmsum uppá- komum og námskeiðum og eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með netinu, bigjump.is, og vera vak- andi fyrir auglýsingum. Hjólabretti | Stelpubrettafélagið með dagskrá í dag Linda Sumarliðadóttir er formaður Stelpubretta- félagsins en hún stundar brettaíþróttir af kappi. Stelpurnar virkjaðar Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Stelpur mæta með hjólabretti í hjólabrettagarðinn við Seljaveg 2, „Loftkastalaparkið“, milli kl. 18 og 21 í dag. Um kvöldið heldur fagn- aðurinn áfram á Prikinu. www.bigjump.is Morgunblaðið/Eyþór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.