Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.04.2005, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÖGULEGUR FUNDUR Leiðtogi Kuomintangs, flokks þjóðernissinna á Taívan, ræddi við Hu Jintao, forseta Kína, í Peking í gær og þeir samþykktu að vinna saman að því að draga úr spennunni milli Kína og Taívans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur kínverska kommúnistaflokksins og Kuomint- angs í 60 ár. Sami kostnaður í fimm ár Rekstrarkostnaður við rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur staðið í stað á föstu verðlagi frá sameiningu spítalanna árið 2000. Á sama tíma fjölgaði aðgerðum, bið- listar styttust og þjóðinni fjölgaði. Yfir 30 féllu í Írak Að minnsta kosti 31 maður féll í fjölmörgum árásum í Írak í gær, þar af meira en 20 í tíu bílsprengingum í Bagdad og nágrenni. Ný verkefni í Afganistan Í haust verða tveir átta manna hópar íslenskra friðargæsluliða sendir til Afganistan þar sem þeir verða við störf í norður- og vest- urhluta landsins. Þeir taka m.a. með sér fjóra fjallajeppa til að þeir kom- ist leiðar sinnar á vegleysum. Verk- efnið kostar um 300 milljónir króna. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 40/41 Úr verinu 14 Bréf 40 Viðskipti 20 Skák 41 Erlent 22/23 Kirkjustarf 42/43 Minn staður 26 Minningar 44/49 Akureyri 27 Dagbók 54/57 Árborg 28 Víkverji 54 Landið 29 Velvakandi 55 Menning 30/31 Staður og stund 56 Ferðalög 32/33 Menning 58/64 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 Daglegt líf 36/38 Staksteinar 67 Úr vesturheimi 39 Veður 67 * * * Kynningar - Morgunblaðinu fylgir kynningarblaðið Innanhúss arkitekt- úr í fimmtíu ár. Útgefandi: Félag hús- gagna- og innanhússarkitekta FHI. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                          !  "    # $  % & '      (            )*+  ,---                          HREINSUNARÁTAKI Reykjavíkurborgar, „Tökum til hendinni“, var hrint af stað í gær þegar Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri hóf fegrunarátak í kring- um Ráðhúsið ásamt samstarfsmönnum sínum í Ráðhús- inu. Þannig vildi starfsfólk borgarinnar ganga fram með góðu fordæmi um leið og borgarbúar eru hvattir til að gera átak í kringum sig í góða veðrinu. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár staðið fyrir átaki undir heitinu Vorhreinsun, þar sem borgarbúar hafa verið hvattir til að hreinsa og fegra lóðir sínar. Hafa starfsmenn borgarinnar þá hirt garðaúrgang íbú- um að kostnaðarlausu. Í júní á síðasta ári hrinti Þór- ólfur Árnason, þáverandi borgarstjóri, af stað átakinu „Tökum til hendinni“, þar sem markmiðið var að fá íbúa Reykjavíkur til að ganga vel um borgina og sýna samstöðu í að halda henni hreinni. Nú er ætlunin að taka til hendinni á ný og fegra ásýnd borgarinnar dag- ana 29. apríl til 7. maí. Samfara hreinsunarátakinu býður borgin upp á ókeypis plastpoka t.d. á sundstöðum og ýmsa aðstoð við að taka til í sínu nánasta umhverfi með þeim hætti sem hver vill. Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri leiddi fríðan hóp borgarstarfsmanna í tiltekt í kringum Ráðhúsið þegar hreinsunarátak borgarinnar hófst í gær. Margt furðulegt var fiskað upp úr Reykjavíkurtjörn við Ráðhúsið. Borgarstjóri tekur til hendinni Egilsstaðir | Bæjarráð Fljótsdalshér- aðs hefur samþykkt að ganga til samninga við Ferðaskrifstofu Aust- urlands um að sveitarfélagið tryggi sölu á allt að 100 farmiðum í beinu flugi milli Egilsstaða og Kaupmanna- hafnar á þessu ári. Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic á Akureyri stendur að verkefninu, en Ferðaskrifstofa Austurlands mun, ef af verður, annast bókanir og sölu miða á Austurlandi. Arngrímur Viðar Ásgrímsson, hjá Ferðaskrifstofu Austurlands, segir að þegar Trans- Atlantic hafi sín mál á hreinu verði hans fyrirtæki tilbúið að ábyrgjast 500 sæti í fluginu. Ákvörðun Fljóts- dalshéraðs hafi verið lykilatriði í verkefninu eystra og þegar búið sé að ganga frá ákvörðun um flugið af hálfu Trans-Atlantic verði hafist handa um að fá einstaklinga, stofnanir og fyr- irtæki á Austurlandi til að ábyrgjast hluta af sætunum 500. Flogið allt árið Stefnt er að vikulegu flugi milli Eg- ilsstaða og Kaupmannahafnar í sum- ar og síðan á tveggja vikna fresti næsta vetur og gert ráð fyrir að fyrsta ferðin verði í kringum 20. maí. Ómar Banine hjá Trans-Atlantic á Akureyri segist telja allar líkur á að flugið verði að veruleika. „Það eru tæknileg atriði, m.a. varðandi tíma- setningar, sem eftir er að skoða.“ Óm- ar segir að verið sé að leita hófanna hjá evrópsku flugfélagi með 120–140 sæta vélar. Þau 500 sæti sem Ferða- skrifstofa Austurlands er tilbúin að ábyrgjast séu þung á metunum en málið sé þó miklu stærra. „Við viljum vinna þetta með heimamönnum og verðum í samstarfi við þá. Svæðið kringum Akureyri er stórt og mun styttra að fara héðan til Egilsstaða heldur en Keflavíkur til að komast ut- an og við munum kynna þetta hér líka. Það hefur komið til tals að þessar vélar gætu haft viðkomu á Akureyri, en við erum með annað dæmi sem verið er að vinna að.“ Þýska flugfélagið LTU flaug á veg- um ferðaskrifstofunnar Terra Nova til Egilsstaða í tvö sumur með við- komu í Keflavík en flugið bar sig ekki, þrátt fyrir að heimamenn hefðu ábyrgst tiltekinn fjölda flugsæta. „Þetta er allt annað dæmi en LTU var,“ segir Ómar. „Mistökin þar voru að leyfa fólki að utan að fljúga til Keflavíkur gegnum Egilsstaði. Fólk frá Egilsstöðum fékk ekki sæti út, því að farþegar að utan héldu sætunum uppteknum til Keflavíkur. LTU hefði átt að fljúga eingöngu á Egilsstaði þannig að fólk færi út þar. Okkar verkefni er á ársgrundvelli og við er- um að tala um stærra markaðssvæði og meiri fólksfjölda.“ Búist er við nið- urstöðu um hvort af fluginu verður um miðja næstu viku. Trans-Atlantic á Akureyri undirbýr millilandaflug Flogið milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn @mbl.is HREINTUNGUSINNAR eru ekki helstu óvinir smárra tungumála að mati Vigdísar Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta Íslands. Hún svaraði fullyrðingu breska tungumála- sérfræðingsins David Crystals þess efnis í erindi sem hún flutti á 50 ára afmæli dönsku málnefndarinnar í gær, og sagði að tungumálið væri líf- lína Íslendinga við sjálfsmynd þeirra og menningu. Crystal hélt erindi á ráðstefnu til heiðurs Vigdísi á 75 ára afmæli hennar á dögunum, þar sem hann ræddi vanda smárra tungumála. Hann sagði þar að svokölluð hrein- tungustefna væri versti óvinur smárra tungu- mála þar sem með hreintungu- stefnunni væri verið að draga fólk í dilka eftir því hvort þeir tala tungumálið vel eða illa. Það fylli þá sem ekki tala hið „hreina“ mál af minnimáttar- kennd gagnvart tungumálinu og pirringi út í hreintungusinnana. Vig- dís sagði í erindi sínu í gær að þrátt fyrir að Crystal sé virtur fræðimað- ur geti hún ekki verið sammála þess- ari niðurstöðu hans, í það minnsta ekki þegar kemur að íslenskunni. Hún sagðist hafa fundið til stolts fyr- ir hönd landa sinna þegar hvert les- endabréfið á fætur öðru í dagblöðum mótmælti Crystal í kjölfar frétta af erindi hans, enda sé tungumálið líf- lína Íslendinga við menningu þeirra og sjálfsmynd. Veita ungu fólki ábyrgðina Hún lagði að því loknu fram eigin sýn á hvernig sé best að viðhalda ís- lenskri tungu til framtíðarinnar. „Það er nú svo að ungt fólk vill gjarnan fá meiri ábyrgð, það vex þegar við sýnum þeim að við trúum á þau. Þess vegna er það svo óendanlega mikilvægt að okkar kynslóð sendi þennan boðskap eins skýrt og hægt er til ungs fólks. Að við segjum þeim aftur og aftur að það eru þau sem bera þá stóru ábyrgð að tungumál okkar og sameiginleg sjálfsmynd nái inn í framtíð hnattvæðingarinnar – og að þau taki á móti þessari ábyrgð með ánægju og líti ekki á hana sem byrði.“ Íslenskan líflína við sjálfsmynd Íslendinga Vigdís Finnbogadóttir NÝR hópur fjárfesta, sem ekki hefur starfað saman áður, hyggst gera til- boð í Símann, og er reiknað með að boðið verði í fyrirtækið í heild sinni, þó samstarf við aðra hópa sé ekki útilokað. Í hópnum er Atorka Group hf., auk fjögurra athafnamanna. Þeir eru Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Op- inna kerfa, Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvikur og fráfarandi for- stjóri BYKO, og Jón og Sturla Snorrasynir, fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar. „Þetta eru aðilar sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á rekstri fyrirtækja, og á því að reka þau vel,“ segir Gunnlaugur Jónsson, fjármálaráðgjafi hópsins. „Þeir telja að þeir geti starfað sam- an að því að reka Símann vel, öllum til hagsbóta.“ Hópurinn vonast til þess að einka- væðingarferlið verði gagnsætt, svo allir geti setið við sama borð, tekið þátt og haft traust á ferlinu. Þó hópurinn geti boðið í 100% hlut í Símanum, útilokar hann ekki sam- starf við aðra hópa að sögn Gunn- laugs, sem segir viðræður þegar hafa farið fram við nokkra aðila sem ekki sé tímabært að nefna. Nýr hópur lýsir áhuga á Símanum Á MÁLÞINGI um bólusetningar í dag verður m.a. fjallað um viðbrögð heilbrigðiskerfisins við fuglaflensu- faraldri, verði hann einhvern tímann að veruleika . Ráðast þau að miklu leyti af því hversu langt þróun á bóluefni við sjúkdómnum verður komin og hversu auðvelt verður að tryggja nægar birgðir til að bólu- setja Íslendinga. Þó eru aðrir þættir, eins og lyf og faraldsfræðilegar að- gerðir, sem hægt væri að beita þótt bóluefni sé ekki til staðar. Bóluefnið er nú í þróun, en ef nægar birgðir eru til af góðu bólu- efni má bólusetja alla Íslendinga á nokkrum dögum ef þörf krefur, seg- ir Ólafur Guðlaugsson, smit- sjúkdómalæknir á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Hann mun fjalla um varnir gegn fuglaflensu á málþingi sem haldið er á degi ónæmisfræð- innar. Þingið hefst í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar kl. 13 og er öllum opið. Auk hugmynda um bólusetningu er unnið að samþættri viðbragðs- áætlun heilbrigðiskerfisins og víðar um það hvað skuli taka til bragðs ef faraldur verður að veruleika. Ólafur segir að sú vinna sé hafin á LSH og ljóst að verkefnið sé mjög stórt og því ljúki ekki á einni nóttu. „Þetta er uppákoma sem mjög erfitt verður að halda utan um, ef allt fer á versta veg. Ég á von á því að við náum að útbúa þetta kerfi eins og við viljum hafa það á næstu mánuðum til þess að ná sem bestum árangri í að sigr- ast á þessum vanda.“ Hægt að bólusetja alla Íslendinga á nokkrum dögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.