Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 23 ERLENT Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku bifreiðar í vinninga Ford Mustang 10 Kauptu miða núna! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 27 49 9 4 /2 00 5 3 milljónir í skottið að auki ef þú átt tvöfaldan miða APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri Búast má við því að „sedrus-viðarbyltingin“ í Líbanon,sem hratt af stað brottförsýrlenska hernámsliðsins, muni hafa áhrif á innanlandsstjórn- mál í Sýrlandi. Svo gæti farið að næsta einræðisstjórnin sem fellur í Miðausturlöndum yrði klíka Bashars Assads í Damaskus. Sumir fullyrða þó að Assad muni takast að höfða til þjóðerniskenndar og þjappa lands- mönnum saman með því að benda á utanaðkomandi ógnir. Hann muni brýna fyrir landsmönnum að standa saman gegn hugsanlegri árás Banda- ríkjamanna. Baath-flokkurinn, sem einokar völdin í Sýrlandi, heldur landsfund í júní og hafa ráðamenn látið í það skína að þar verði samþykktar um- bætur, jafnvel frjálsar kosningar og umbætur í mannréttindamálum. Hugveitan ICG, sem starfar í Bruss- el og rannsakar alþjóðamál, segir að stjórn Baathista sé nú orðin einangr- aðri en nokkru sinni. Frakkar, sem réðu yfir Sýrlandi og Líbanon á ár- unum milli heimsstyrjaldanna tveggja, eru fullir efasemda um um- bótavilja Baath-manna og ICG spurði franskan embættismann álits. „Þetta er spillt, úrelt stjórn sem hagar sér eins og glæpaflokkur og hún getur ekki gert umbætur á sjálfri sér,“ svaraði maðurinn. „Þetta er eina ríkið á svæðinu þar sem ekki hefur verið stigið eitt einasta skref í átt til nútímavæðingar stjórn- málakerfisins.“ Veikburða stjórnarandstaða lýðræðissinna En heimildarmenn eru hins vegar sammála um að stjórnarandstaða lýðræðissinna sé svo veikburða og njóti svo lítils álits meðal almennings í Sýrlandi að hún ógni ekki Assad. Engu breytir þótt talið sé víst að þorri almennings vilji lýðræð- isumbætur, frelsi og aukin mannrétt- indi auk þess sem spilling verði upp- rætt og kjörin bætt. Þess vegna er ekki hægt að slá því föstu að umskipti séu í nánd þótt teiknin virðist vera á lofti. Leiðtoginn í Damaskus heitir að vísu Assad (ljón) eins og faðirinn slungni og grimmi, Hafez Assad, sem lést árið 2000. En sonurinn hefur hvorki reynst vera ljón né refur og reynsluleysi hans er sagt hafa orðið ríkinu dýrkeypt. Hinn ungi Assad er sagður bera ábyrgð á því að Sýrlendingar hrundu af stað örlagaríkri atburðarás í Líb- anon í fyrra með því að misnota völd sín til að framlengja kjörtímabil hins kristna lepps síns í forsetaembætt- inu, Emile Lahouds. Þá sagði for- sætisráðherrann, Rafik Hariri, af sér, snerist nú gegn Sýrlendingum en var myrtur í febrúar sl. að margra áliti að undirlagi Sýrlendinga. Líb- anar höfðu fengið sína þjóðhetju og þorri þjóðarinnar sameinaðist um að hylla hann látinn. Sýrlendingar voru búnir að láta hrekja sig út í horn. Assad er einnig kennt um að Sýr- lendingar reyndu blekkingaspil gagnvart Bandaríkjastjórn. Þeir leyfðu hermdarverkamönnum ísl- amista frá ýmsum arabalöndum að fara um Sýrland inn í Írak til að berj- ast þar gegn bandarískum hermönn- um í von um að Bandaríkjamenn gæfust upp og yfirgæfu Írak með sneypulegum hætti. Þannig yrði best komið í veg fyrir að Bush forseti og stjórn hans reyndi næst að koma á stjórnarskiptum í Sýrlandi. En jafn- framt var reynt að blíðka Banda- ríkjamenn með því að afhenda þeim upplýsingar um alræmda al-Qaeda liða. Hrynur veldi alavíta? Ef til vill verður niðurstaðan að Assad verði fórnað, fleygt fyrir lýð- inn en Baath-flokknum tekst að hanga á völdunum. Assad-fjöl- skyldan er úr röðum minnihlutahóps alavíta, sértrúarhóps sem flestir múslímar líta á sem villutrúarmenn, og merki eru um að forsetinn sé nú að reyna að efla enn hlut hennar í æðstu embættum. Þeir sem sjá fyrir sér að niðurlagið í Líbanon geti graf- ið undan Assad segja að súnnítar, mikill meirihluti þjóðarinnar, líti á alavíta sem valdaræningja og séu óþreyjufullir að rétta hlut sinn. Valdakerfi Sýrlands er afar flókið, sambland af stalínisma og ætt- bálkaveldi þar sem leiðtoganum út á við er hampað af miklum móð með myndum og persónudýrkun, eins og stjórnmálafræðingurinn Fouad Ajami bendir á í grein sinni í tímarit- inu Foreign Affairs. Það er mjög ógegnsætt eins og í fleiri einræð- isríkjum araba og því segja sérfræð- ingar snúið að átta sig á því á hvaða sviðum forsetinn hefur raunveruleg völd og hvar hann er viljalaus leik- brúða annarra. Oft hefur verið talað um að Assad, sem er um fertugt og menntaður í Bretlandi, vilji framfarir en aðrir sem til þekkja fullyrða að hann hafi fyrst og fremst í huga að tryggja völd sín og sinna manna. Umbótavilji Assads sé ekki annað en fögur orð sem hann flíki í von um að umbótasinnar og vestræn lýðræðisríki hiki við að grafa undan honum. Hitt er staðreynd að borgararnir hafa síðustu mánuði ver- ið hvattir til þess að koma með um- bótatillögur og ýtt hefur verið undir stofnun allmargra hópa sem hafa varfærnislega sett fram hugmyndir um opnara og lýðræðislegra sam- félag. Oft er þó eins og vinstri höndin viti ekki alveg hvað sú hægri er að gera. Ýmist er beðið um gagnrýni og pólitískum föngum sleppt eða settar eru hömlur við gagnrýni og útifundir mótmælenda leystir upp með mikilli hörku. Stjórnvöld í Sýrlandi höfðu síðan um 1990 stýrt að mestu grönnum sín- um í Líbanon, að vísu „með fjarstýr- ingu“ eins og það var orðað, inn- lendum leppum, en haft upp úr krafsinu bæði pólitísk áhrif og ekki síst, peninga. Ekki veitti af. Efna- hagur Sýrlands hefur áratugum sam- an verið meira eða minna lamaður vegna framtaksleysis og spillingar. Líbanskir bankar hafa að miklu leyti séð um fjármálastarfsemina. Sýr- lendingar hafa haft umtalsverðar tekjur af olíuvinnslu en talið er að innan fárra ára hætti þeir að vera sjálfum sér nógir á því sviði, lindirnar fara þverrandi. Horfurnar eru því ekki bjartar til langs tíma í hinu steinrunna sam- félagi Assad en hvað tekur við næstu mánuði? Stjórnmálaskýrendur egypska vikuritsins Al-Ahram Weekly segja að eitt af áhyggjuefn- um ráðamanna í arabalöndunum sé að líklega viti menn ekki sitt rjúkandi ráð í Damaskus og því sé ekki hægt að treysta neinu sem þaðan komi. Stefnan geti tekið kúvendingum frá degi til dags. Senn mun koma í ljós hvort stjórn- völdum í Damaskus tekst að standa af sér storminn sem þeirra eigin mis- tök og herská stefna Bandaríkja- manna, krafan um lýðræðisumbætur, hafa í sameiningu vakið. En enginn vafi er á því að Assad forseti hefur ekki efni á að gera mörg mistök í við- bót. Fréttaskýring | Talið er að staða Bashars Assads Sýrlandsforseta hafi veikst við brottför sýrlenska hersins frá Líbanon. Kristján Jónsson kynnti sér skrif sérfræðinga um málefni Sýrlands Hvorki ljón né refur Reuters Sýrlendingar veifa þjóðfánum og mynd af Bashar Assad forseta á útifundi í Damaskus fyrir skömmu. Hann varð samt sem áður að láta undan alþjóð- legum þrýstingi og kalla herlið sitt heim frá Líbanon. kjon@mbl.is ’Umbótavilji Assads séekki annað en fögur orð sem hann flíki í von um að umbótasinnar og vestræn lýðræðisríki hiki við að grafa undan honum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.