Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 35 Í MÍNUM huga hefur barátta verkalýðshreyfingarinnar alltaf haft pólitíska vídd. Barátta fyrir mannsæmandi launum og bættum kjörum er samofin baráttu fyrir réttlátu samfélagi, þar sem jafn- rétti og samstaða með þeim sem minna mega sín eru grundvall- aratriði. Það er held- ur ekki óeðlilegt að margir þeirra sem eru í forystuhlutverki í verkalýðshreyfing- unni finni sér samleið í stjórnmálaflokkum sem hefur þessar hugsjónir verkalýðs- hreyfingarinnar að leiðarljósi, hvaða flokkur sem það er. Mér er mætavel ljóst að þessi samleið er ekki alltaf auðveld; stjórnmálaforingjar verða stund- um að gera málamiðlanir og hafa hliðsjón af öðrum viðfangsefnum en þeim sem eru efst á dagskrá launafólks og samtaka þeirra og með sama hætti geta verkalýðs- félögin ekki tekið mið af því í sinni kjarabaráttu hvaða flokkar eiga aðild að ríkisstjórn hverju sinni, svo dæmi sé tekið. En það skiptir öllu máli að milli aðila sé trúnaður og menn geti treyst hverjir öðr- um, viti af grundvallargildunum, virði þau og tali hreint út um þau ágreiningsmál sem upp koma. Orðum Ingibjargar Sólrúnar má treysta Slíkt samstarf áttum við mörg í verkalýðshreyfingunni m.a. við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur meðan hún var borgarstjóri. Við áttum með henni fundi þegar efni stóðu til, álitamál voru rædd hreint út, en hún var alltaf málefnaleg og við gátum treyst orð- um hennar og for- ystuhæfni. Slík sam- skipti milli verkalýðshreyfingar og forystumanna í stjórnmálum eru í mínum huga afar mikilvæg, ekki síst á okkar tímum þegar auðgild- ið virðist sett ofar manngildinu og æ fleiri tala purkunarlaust eins og peningar séu æðsti mælikvarði allra hluta. Grundvallargildi jafnaðarstefn- unnar, til dæmis um jafnan rétt til menntunar og heilbrigðisþjónustu – óháð efnahag, eru að verða feimnismál í opinberri umræðu. Allt samfélagið virðist meira og minna vera í einkavæðingarvímu. Eftirlaunafrumvarpið og Samfylkingin Baráttan fyrir launajafnrétti, fyrir mannsæmandi lágmarks- launum, eðlilegum og jöfnum líf- eyrisréttindum og að lög séu virt á vinnumarkaði skiptir ekki minna máli nú en hún gerði í upphafi síð- ustu aldar. Þetta verða for- ystumenn jafnaðarmanna að skynja ef gagnkvæmt traust á að haldast með þeim og verkalýðs- hreyfingunni. Þeim mun alvarlegra er þegar þeir missa sjónar á grundvall- argildum og láta lokka sig inn í ólýðræðisleg vinnubrögð eins og gerðist við vinnslu eftirlaunafrum- varpsins alræmda á síðasta ári. Ég verð að játa að þá var mér al- gerlega nóg boðið og efaðist jafn- vel um framtíðargrundvöll þessa flokks, þegar núverandi formaður Samfylkingarinnar gat týnt hug- myndafræðilegum grundvelli sín- um svo auðveldlega. Ingibjörgu Sólrúnu er treyst- andi til samráðs og forystu En hver sá sem fylgist með vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar, sem fyrir löngu er farin að virða hagsmuni og óskir launafólks að vettugi, hlýtur að óska þess að í næstu kosningum verði umskipti í stjórnmálum landsins – að ný við- mið og nýjar áherslur jöfnuðar og lýðræðislegra vinnubragða verði ráðandi í ríkisstjórn. Það breytir miklu í mínum huga að Ingibjörg Sólrún skuli gefa kost á sér til for- mennsku í flokknum. Þar fer stjórnmálamaður sem ég treysti til að halda gildi jafnaðarmanna í heiðri, virða af heilindum mik- ilvægi samráðs og samræðu, en hafa um leið til að bera þá fram- sýni og dirfsku sem nýir tímar krefjast. Þess vegna hélt ég áfram í flokknum og hvet alla flokksmenn til að taka þátt í formannskosn- ingum Samfylkingarinnar og veita Ingibjörgu Sólrúnu brautargengi. Í baráttu fyrir betra samfélagi Eftir Gylfa Arnbjörnsson Gylfi Arnbjörnsson ’Ég hvet samfylking-arfólk til að taka þátt í formannskjöri og kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.‘ Höfundur er félagi í Samfylkingunni. an sólarhringinn. Það skipti mig líka miklu máli að vera í návígi við vís- indamennina, sem komu frá öllum löndum við Norður-Atlantshafið, ræða við þá, fylgjast með vinnu þeirra, og skoða það sem þeir tosuðu upp úr djúpunum. Mér var boðið af stjórn verkefnisins að taka þátt í þessum leiðangri. Fyrr á öldum var það ekki óalgengt að lista- maður væri hafður með í langferðir, til að skrásetja og teikna allt mjög ná- kvæmlega. Ég hafði auðvitað frjálsar hendur með það sem ég vildi gera. En það er rétt, að með því að mála hafið í öllum sínum sérkennilegu myndum var ég auðvitað að skrásetja það á minn hátt. Hvort vatnslitamyndirnar mínar af hafinu eru vísindaleg skrásetning á hafinu skal ég ekkert um segja, en þetta var alltént mjög ánægjuleg ferð. Það var ánægjulegt að skiptast á hug- myndum við vísindamenn og komast að því að þeir beita skapandi hugsun á mjög svipaðan hátt og listamaður ger- ir, til að finna lausnir á vandamálum og leiðir til að skapa eitthvað nýtt.“ talað um Ísland, og vinir mínir og ætt- ingjar hafa sumir komið hingað marg- oft, bæði í tengslum við fiskveiðar og annað. Ísland var því alltaf ævintýra- land í mínum huga; – rómantískt æv- intýraland. Mér fannst sú hugmynd hjálpa mér talsvert við að höndla það sem mér fannst eiga að vera íslensk stemmning.“ Hafið er eins og önnur náttúra Fyrr en varir er samtal okkar Opdahls komið út í hafsauga í orðsins fyllstu merkingu, – á því hefur þessi norski rómantíker fest stóra og mikla ást, og dvöl hans á Atlantshafshryggnum á rannsóknarskipi var mikið ævintýri. „Fólk spyr mig hvort það hafi ekki verið ömurlega leiðinlegt og niður- drepandi að vera svo löngum stundum úti á sjó, þar sem ekkert væri að sjá. Í mínum augum var það heillandi, því hafið er eins og önnur náttúra, sí- breytilegt eftir aðstæðum. Birtan, veð- ur og vindar gefa því nýtt svipmót á hverjum degi. Það var útbúin fyrir mig lítil vinnustofa og þar gat ég unnið all- huga mér í langan tíma, og hef vel grundaða og skýra mynd af henni áður en ég hefst handa. Þá kemur annað afl til sögunnar, sem er samtal mitt við verkið, meðan það er að mótast, og það getur tekið á sig ýmsar myndir, þótt hugmyndin í höfði mínu sé skýr.“ Ævintýraland Björns í Brekkukoti Enn höfum við ekki talað um mjög sérstakan hluta sýningar Ørnulfs Op- dahls hér, en það eru myndskreytingar hans við norska útgáfu á Brekkukots- annál Halldórs Laxness í þýðingu Tone Myklebost, sem kom út í Noregi á aldarafmæli skáldsins 2002. „Halldór Laxness er eitt af mínum uppáhalds- skáldum. Þegar Norski bókaklúbb- urinn vildi gefa út nýja vandaða útgáfu af Brekkukotsannálnum á aldarafmæli Halldórs var ég beðinn að mynd- skreyta bókina. Ég hef ekki mynd- skreytt margar bækur um dagana, en var auðvitað himinlifandi að vera beð- inn um þetta. Ég hafði aldrei komið til Íslands, og fannst þetta erfitt þess vegna. En í Vestur-Noregi er mikið ef það héti ekki neitt. Í dag leita landslagsmálarar frekar í það smáa; lýsa nafnlausri náttúru, einfaldri og flókinni í senn. En hvað er landslags- málverk í augum Ørnulfs Opdahls? Hvernig upplifir hann sína kúnst? „Ég mála nánast aldrei úti í nátt- úrunni. Langoftast eru verk mín eins konar endurminning af upplifun, – jafnvel langt aftur í tímann. Ég hef þó alltaf skissubók með mér á ferðum mínum úti í náttúrunni, hvort sem það er á landi eða hafi. Ég geri skissur og skrifa minnispunkta. Þessar skissur gætu síðar meir orðið að verki; – eða ekki. Skissurnar eru bara til að styðja við minnið, því ég mála allt eftir minni. Þegar ég stend frammi fyrir nátt- úrunni sé ég hundruð þúsunda smáat- riða sem trufla mig. En þegar ég hef bæði séð og upplifað þarf ég tíma fyrir þá upplifun til að gerjast með mér, og þá verður hún einbeittari og skarpari. Þannig fer hún frá mér aftur í skýrara formi. Í olíumálverkinu vinn ég hægt, og nota fremur hráa tækni. Í vatnslit- unum er ég hins vegar fljótur. Ég er þá búinn að byggja myndina upp í ríðarlega mikið til að ná málverki. En það gekk g gat hreinlega ekki mál- nn að því árum saman að ð að því að höndla þessa úru. Það var svo ekki fyrr níunda áratugarins að g vera kominn á sporið. mig líka á því, að í raun- ta ekki um það að mála dslagið þarf að hafa sest þess að maður geti mál- n sem ég eyddi í tilraunir smálverk var sá tími sem ti til að búa svo vel um hún kæmi frá mér aftur á m ég var sáttur við og ur.“ landslag álara ga sér langa hefð í lands- nu. Þótt dánarvottorð smálverksins – og reynd- s sjálfs, ef út í það er argoft verið gefið út á íðustu aldar segir Opdahl ina aldrei hafa rofnað í r okkur skiptir auðvitað ns og þið Íslendingar, brotna náttúru. Þetta ndslag hlýtur alltaf að rans á einhvern hátt. ka enn mikla ánægju af nni og landslagsmálverk- skapar, og þegar ég sýni á að lýsa hrifningu sinni upplifunum og sýn á andslagsmálverkið hefur stakkaskiptum frá því og raunsæið í því er ekki áður. Þó finnst mér oft tímavilltur að vera að sem svo margir lista- n mér hafa fengist við, en a bara. Þetta er mitt .“ m um landslagsmálverkið ð hefur þróast í gegnum yrr einkenndist það af vipmóti fjalla, dala, skóga sem auganu var beint að á daga voru orð Tómasar undssonar líka eins konar andslag væri lítils virði Morgunblaðið/Þorkell „Fólk spyr mig hvort það hafi ekki verið ömurlega leiðinlegt að vera svo löngum stundum úti á sjó, þar sem ekkert væri að sjá.“ Ørnulf Opdahl í Norræna húsinu. s Opdahls mig loknu náminu í Frakklandi. Þar sé tekið tillit til ýmissa annarra þátta en einkunna, þar á meðal árang- urs í viðburðum sem þessum. „Þetta er víst mjög gott til dæmis á umsókn til Harvard-há- skóla,“ segir Sigrún, sem útilokar að sjálfsögðu ekki að hún reyni að komast í nám þar í framtíðinni. „Það gæti verið, en ég er ekki viss. Einhvern tíma kannski.“ hönd- rd rðlaun rammi- ningar- ún seg- sér ef skóla- óla að a alþjóðastofnana la NATO Morgunblaðið/Þorkell r, sem stundar nám í París, var verðlaunuð nu ungs fólks á vegum Harvard-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.