Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Laufásvegur - Þingholtin Vandað og virðulegt 324 fm einbýlishús með bílskúr við Lauf- ásveg í Þingholtunum. Húsið er teiknað af Gunnlaugi Halldórs- syni. Húsið, sem er á tveimur hæðum auk kjallara, skiptist m.a. í þrjár stofur og fjögur herbergi. Auk þess er 2ja herb. íbúð með sérinngangi í kjallara (einnig innangegnt). Húsið hefur verið standsett að miklu leyti. Mjög falleg stór lóð til suðurs. Úr borðstofu er gengið út á mjög rúmgóða verönd til suðurs. Glæsileg eign á eftirsóttum stað. Verð 75,0 millj. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861 8511. „HANN er orðinn engill,“ fullyrðir móðir Ásbjörns þegar afi hans deyr. Faðir hans segir hins vegar að eftir að þeir sem deyja eru sett- ir ofan í jörðina taki þeir að breyt- ast í mold og hverfi að lokum (bls. 2–3). Í bók- inni Og svo varð afi draugur er fjallað á hjartnæman en jafnframt gamansaman hátt um hvernig ung- ur drengur tekst á við dauðann og sorgina. Í máli og myndum er því lýst hvernig Ás- björn bregst við láti afa síns, hvernig foreldrar hans reyna að hjálpa honum að sætta sig við frá- fall hans og hvernig Ásbjörn með aðstoð afans öðlast loks hugarró. Ásbjörn á erfitt með að sætta sig við skýringar foreldra sinna á afdrifum afa síns. Hann getur ómögulega séð hann fyrir sér sem engil í hvítum kjól með vængi og enn síður sætt sig við að hann verði að mold. Nótt eina vaknar Ásbjörn við það að afi hans situr þungbúinn á kommóðunni hans og starir út í myrkrið. Ásgrímur sannfærist um að afi hans sé orð- inn draugur vegna þess að hann hafi átt eitthvað ógert í lifanda lífi, hann hafi gleymt einhverju. Sam- an hefjast þeir því handa við að reyna að komast til botns í því hvað það er sem afi gleymdi. Sú leit verður þó Ásbirni til jafnmik- illar sálubótar og afa hans. Máttur sameiginlegra minninga þeirra virðist vera lykillinn að því að Ás- björn og afi hans geti hvor um sig tekist á við og öðlast skilning á líf- inu og dauðanum. Látlausar myndir Myndskreytingar bókarinnar eru fallegar á látlausan hátt og eru þær oft tilfinningaþrungnari en textinn. Örvilnun Ásbjörns sést vel á fyrstu mynd bókarinnar þar sem hann heldur um höfuð sér og horfir á ljósmynd af afa sínum. Dregin er upp átakanleg mynd af afanum. Raunamæddur birtist hann Ásbirni klæddur virðulegum brúnum jakkafötum og rauðu bindi. Augu hans sem gægjast undan þykkum, skásettum auga- brúnum endurspegla skilningsleysi hans og leiða. Líkamsburður hans ber vott um uppgjöf. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að vera hérna en samt ekki vera hérna almenni- lega,“ segir afinn og situr hokinn við hlið Ásbjörns með hendur í skauti og horfir niður fyrir sig (bls. 10). Þeir Ásbjörn eiga samt góðar stundir saman og segja má að afinn sé einhvers konar trag- ískur trúður sem gerir persónu hans enn áhrifameiri. Þrátt fyrir raunir sínar bregður hann á leik og skemmtir Ásbirni með uppá- tækjum sem aðeins eru fær draug- um. Og svo varð afi draugur er fal- leg og skemmtileg saga, en jafn- framt átakanleg. Einhverjir kynnu að vilja hafa vasaklút við höndina við lesturinn. Gott að hafa vasa- klút við höndina BÆKUR Barnasaga Eftir Kim Fupz Aakeson. Þýðandi: Ólöf Eldjárn. Myndskreytingar: Eva Eriksson. 28 bls.Vaka-Helgafell, 2004. OG SVO VARÐ AFI DRAUGUR Sif Sigmarsdóttir Bókaforlagið Bjart- ur hefur gefið út skáldsöguna Stríðsmenn Salamis eftir spænska rithöf- undinn Javier Cercas í þýðingu Jóns Halls Stefáns- sonar. Bókin kem- ur út í neon-flokki Bjarts en hann er helgaður þýðingum á nýjum og nýlegum erlendum bókmenntaverkum sem vak- ið hafa athygli fyrir fegurð og snilld. Í Stríðsmönnum Salamis leitar Javier Cercas svara við því hver óþekkti her- maðurinn hafi verið og hvers vegna hann hafi þyrmt lífi manns sem var al- ræmdasti hugmyndafræðingur falang- ista og átti eftir að verða ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Francos. Mögnuð og margverðlaunuð bók um hlutskipti mannsins á tímum stríðsátaka, lyga og óvænts hetjuskapar. Kápuhönnun: Ásta S. Guðbjarts- dóttir. Prentun: Oddi hf. Verð kr. 1.980. Skáldsaga Bókaforlagið Bjart- ur hefur gefið út Steinsteypu eftir Thomas Bernhard í íslenskri þýðingu Hjálmars Sveins- sonar. Bókin kem- ur út í ritröðinni Svörtu línunni, en í hana rata m.a. bækur sem má út hefðbundnar reglur og markalínur bókmenntagreina. Rúdolf, sögumaður þessarar óvenjulegu bókar, hefur í tíu ár búið sig undir að semja umfangsmikið fræðirit um uppáhaldstónskáldið sitt, Felix Mendelssohn-Bartholdy. Austur- ríkismaðurinn Thomas Bernhard (1931–1989) er af mörgum talinn til merkustu rithöfunda Evrópu á seinni hluta tuttugustu aldar. Hinn sérstaki stíll sem hann varð frægur fyrir ein- kennist af löngum setningum og greinaskilalausum blaðsíðum þar sem þrástefin fléttast saman eins og í tryllingslegu tónverki. Aðdáendur Bernhards í fjölmörgum löndum skemmta sér vel en þeim sem ekki er skemmt telja hann andstyggilegan mannhatara. Síðustu tvo áratugi hefur gengið sannkallað Thomas-Bernhard- æði meðal evrópskra bókmenntaunn- enda. Nú gæti verið komið að Íslandi. Kápuhönnun: Ásta S. Guðbjarts- dóttir. Prentun: Oddi. Verð kr. 1.680. Skáldverk Á MIÐNÆTTI frumsýnir Leikfélag Kópavogs sýninguna Allra kvikinda líki sem byggð er á teikningum í breska teiknimyndablaðinu WIZ. Fyrir ári setti Leikfélag Kópa- vogs upp einþáttunginn Hina gullnu boga hugrekkisins sem gerðist á skyndibitastaðnum Mc- Donalds. „Til að gera langa sögu stutta sló þátturinn í gegn með sinn kolsvarta húmor,“ segir í tilkynn- ingu frá LK. „Leikgerðin var unnin upp úr sögu í breska teiknimynda- blaðinu WIZ en sagan var eftir sama teiknara og skapaði sögurnar um hinn unga Jóa í litla þorpinu Tuðnesi sem nú eru settar á svið. Hinn óþekkti höfundur sagnanna er einkar laginn við að skapa lifandi samtöl og húmorinn er breskur húmor eins og hann gerist beitt- astur. Þess vegna er sýningin ekki ætluð börnum. Hliðstæða fyndni má finna í sjónvarpsþáttunum Skrif- stofunni og Stóra-Bretlandi. Leik- stjórarnir Guðjón Þorsteinn Pálm- arsson og Hrund Ólafsdóttir ætluðu sér fyrst að skipta á milli sín þátt- unum en fundu strax að með öflug- um leikarahópnum yrði skemmti- legast að spinna sýninguna sem heild. Þannig að hópurinn segir sögurnar af Jóa sem einn maður, með hjálp lifandi tónlistar sem er flutt af bræðrunum Bibba og Baldri með hjálp eins leikarans. Bibbi sem- ur lögin fjögur en hljóðmyndina vinnur hann með hópnum.“ Áætlaðar eru fjórar sýningar, í kvöld á miðnætti en 2. sýning mánudaginn 2. maí kl. 20, 3. sýning sunnudaginn 8. maí kl. 20 og 4. sýn- ing sunnudaginn 15. maí kl. 20. Unglingar og ævintýri Framlag Leikfélags Kópavogs til 50 ára afmælishátíðar bæjarins ber yfirskriftina Unglingar og ævin- týri. „Undanfarna tvo mánuði hafa unglingar úr Kópavogi verið á námskeiði hjá okkur og ætla þau að sýna afraksturinn á dagskrá sem þau kalla Unglinga og ævintýri. Leiðbeinandi þeirra er Hrund Ólafsdóttir. Tvær sýningar verða hinn 3. maí, kl. 17 og 19. Leikfélag Kópavogs stendur árlega fyrir námskeiði fyrir unglinga.“ Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu LK, www.kopleik.is. Leiklist | Leikfélag Kópavogs frumsýnir á miðnætti Leikarar í Leikfélagi Kópavogs ætla að bregða á leik með frumsýningu á miðnætti. Leikverk unnið upp úr bresku teiknimyndablaði HAFDÍS Vigfúsdóttir flautuleikari heldur útskriftartónleika sína frá Listaháskóla Íslands í dag kl. 17 í Salnum í Kópavogi. Á efnisskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Olivier Messiaen, Frank Martin, Claude Debussy, Magnús Blöndal Jóhannsson og Sergei Prokofiev. Meðleikari er Richard Simm píanóleikari. Hafdís byrjar á Bach en hin verk- in sem hún flytur eiga það sameigin- legt að vera samin á 20. öld. „Það er skemmtilegt hvað verkin eru ólík. Fjölbreytnin í verkunum endur- speglar umbrotatímann sem þau voru samin á,“ segir Hafdís um efnisskrána. Hafdís tók burtfararpróf í þver- flautuleik frá Tónlistarskóla Kópa- vogs haustið 2002. Eftir það lá leiðin í Listaháskóla Íslands til Martials Nardeau. Hafdís hefur einnig sótt námskeið og einkatíma hjá Áshildi Haraldsdóttur, Hallfríði Ólafsdóttur, Kolbeini Bjarnasyni, Vincent Lucas, Philippe Bernold, Davide Formis- ano, Catherine Cantin og Benoit Fromanger. Vorið 2004 var Hafdís valin framúrskarandi listnemi Kópa- vogs af lista- og menningarráði bæj- arins. Í janúar síðastliðnum kom hún fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, þar sem hún lék flautukonsert eftir Carl Nielsen og Rondo í D-dúr eftir W.A. Mozart. Að lokinni útskrift frá Listaháskólanum hefur Hafdís hug á að halda utan til frekara tónlistarnáms. Útskriftartónleikar LHÍ Skemmtileg og fjölbreytt verk frá 20. öldinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafdís Vigfúsdóttir Flaututónleikar Hafdísar verða í Salnum í dag kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.