Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H vað er það í eðli okkar sem krefst þess að við skilgreinum alla hluti; flokkum þá og greinum, og virðumst hafa þörf fyrir að finna þeim bás í þeirri litlu heimsmynd sem í huga okkar býr? Það var engan veginn ætlun mín að fara að sortera málverk Ørnulfs Opdahls í ein- hverja flokka, þar sem ég vokti um sal Norræna hússins, meðan ég beið eftir því að hann lyki við að hengja upp verk fyrir sýninguna sem opnuð verð- ur í dag. Verk hans sóru sig þó svo í það ættarmót sem mér hefur alla tíð þótt einkenna norræna rómantíska málaralist, að ef ég hefði ekki vitað að Ørnulf Opdahl væri Norðmaður hefði ég sennilega slysast til að giska á að verkin væru eftir norrænan málara. Stóra norræna sýningin í Listasafni Íslands um árið kom upp í hugann; jafnvel Skagen-málararnir, – og vissu- lega íslensku rómantíkerarnir í mál- aralistinni fyrr og nú. Það hefði hins vegar orðið erfiðara fyrir óinnvígða í myndlist að skilgreina nákvæmlega hvað það er sem skapar þennan nor- ræna blæ. Það hefur eitthvað með mel- ankólíu og dulúð að gera; – mystík, sem virðist sækja kraft sinn í annan heim; náttúruna og ævintýrin, og leita hlýrrar skímunnar í myrkviðum norð- ursins. Þessi dimma og norræna dulúð málarans er mestmegnis sköpuð með vatnslitum. „Já, ég held að það sé augljóst að ég sverji mig í norræna málaralist,“ segir Ørnulf Opdahl. „Heima í Noregi er ég skilgreindur sem rómantískur málari. Ég er reyndar mjög rómantískur. Ég er fæddur og uppalinn nærri Álasundi við vesturströnd Noregs, þar sem ég bý í dag, á eyju, með fallega náttúru allt í kringum mig. Ég reyni að fanga karakter landslagsins í verkum mínum, því landslagið hefur mikil áhrif á mig – og verkin mín. Ég er líka svolítið mel- ankólískur, og það er ekkert skrýtið að það sjáist í verkum mínum. Það sem ég vil tjá í verkum mínum er sú sér- staka birta sem brýst út úr myrkinu. mig langaði gr tökum á því í bara ekki; – ég að það. Ég van finna mína leið einstöku náttú en undir lok n mér fannst ég Þá áttaði ég m inni snýst þett landslag. Land að í manni til að það. Tíminn með landslags náttúran þurft sig í mér, að h þann hátt sem fannst eðlilegu Dramatískt höfðar til má Norðmenn eig lagsmálverkin bæði landslags ar málverksin farið – hafi ma seinni hluta sí landslagshefði Noregi. „Fyrir máli að við, ei búum við stór dramatíska lan höfða til málar Fólk hefur lík bæði náttúrun inu sem hún s er það gjarnt og deila eigin náttúruna. La tekið miklum sem áður var það sama og á eins og ég sé t glíma við það menn á undan svona er þetta tjáningarform Við spjöllum og hvernig þa tíðina. Áður fy mikilúðlegu sv og vatna, þar því stóra. Í þá skálds Guðmu viðkvæði, að la Þess vegna verð ég að glíma við myrkrið líka, þótt ljósið sé það sem ég vil fanga. Ég hef engan áhuga á björt- um sumardagamyndum, – rökkrið og skíman heilla mig.“ Ég verð að viðurkenna, að ég hef sjaldan séð jafn dökkar og dimmar vatnslitamyndir og Ørnulf Opdahl sýn- ir okkur hér. Vatnslitina tengir maður miklu frekar við gagnsæja birtu og pastelliti. Opdahl segist reyndar mála svipaðar myndir í olíu líka, en vatnslit- ina heldur hann mikið upp á. Þeir eru handhægir og auðvelt að grípa til þeirra í skyndi. Skyndimyndir af Góðrarvonarhöfða Myndefnið í landslagsverkunum sem sýnd eru í Norræna húsinu sækir Op- dahl til Suðurskautslandsins, til heima- slóða sinna í Noregi, og á Norður- Atlantshafshrygginn; – já, út á reg- inhaf, en þar dvaldi hann í mánuð á rannsóknarskipi, þar sem vísindamenn unnu að rannsóknum á magni og út- breiðslu sjávarlífvera. „Vatnslitina getur maður tekið með sér hvert sem er og það er auðvelt að mála myndir í skyndi með þeim, á staðnum. Ég málaði tvær myndir af Góðrarvonarhöfða; – á staðnum. Ég býst varla við því að margir hafi reynt það. En þá kom sér vel að vera með vatnsliti. Veðrið var vont, og ég á skipi að sigla framhjá, en með vatnslitunum er hægt að vinna hratt því þeir þorna fljótt. Og það er rétt, að vatnslitina tengir maður frekar miklu frekar birt- unni, en svona er ég bara stemmdur.“ Ørnulf Opdahl er virtur í sínu heimalandi, og í miklum metum. Um miðjan feril sinn kúventi hann þó í list sinni; hafði fyrst og fremst málað fígúratíf málverk, en steinhætti því, til þess að snúa sér að landslagi og ab- strakt landslagi. Norskir listunnendur kunnu þó ekki síður að meta þá hlið málarans. Ørnulf Opdahl segir okkur hvernig á því stóð að jörðin gleypti fólkið: „Ég bjó í Ósló í tíu ár, en ákvað þá að snúa aftur til upprunans við vest- urströndina. Þetta var árið 1971. Ég sá stórfenglegt landslagið í nýju ljósi, og Sýning á vatnslitamyndum norska málarans Ørnulfs verður opnuð í Norræna húsinu í Reykjavík í dag Rökkrið og skíman heilla m Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TALSVERÐAR breytingar voru gerðar á stofnsáttmála NATO í byrjun apríl þegar Harvard-há- skóli stóð fyrir ráðstefnu ungs fólks úr Evrópu og víðar. Þar settu ungmennin sig í spor stjórn- enda alþjóðlegra stofnana og gerðu þær breytingar sem þeim fannst nauðsynlegar á starfsemi þeirra. Breytingarnar koma að sjálf- sögðu ekki til framkvæmda, held- ur er hér um að ræða verkefni sem ræðulið skóla á menntaskóla- stigi taka þátt í, segir Sigrún Ingi- björg Gísladóttir, 16 ára íslensk stúlka, sem stundar nám í EABJM-skólanum í París. Hún setti sig í spor íslensks ut- anríkisráðherra á ímynduðum fundi NATO. Um 300 ungmenni tóku þátt í ráðstefnunni og settu þau, auk NATO-fundar, á svið þingfund hjá Bandaríkjaþingi, fund hjá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO) o.fl. Alls voru 22 nemendur á NATO-fundinum, og sáu nemend- ur frá Harvard-háskóla um fund- NATO-ríki myndu hin taka um saman um að taka á því. Útilokar ekki Harvar Það eru engin sérstök ver í sjálfu sér fyrir góða fr stöðu, önnur en viðurkenn skjal og heiðurinn, en Sigrú ir að það geti samt hjálpað hún ákveður að sækja um vist í bandarískum háskó arstjórn. Þeir völdu einnig þá ræðumenn sem þóttu standa sig best í hverjum hópi og tóku virk- astan þátt, og var Sigrún ein af þeim þremur sem stóðu sig best í umræðunum á NATO-fundinum. Úreltur í sambandi við hryðjuverk „Við áttum að endurskrifa NATO-sáttmálann. Ég var fulltrúi Íslands, en fólk var ekkert endilega fulltrúar síns lands á fundinum. Þetta var sett upp alveg eins og NATO-þing,“ segir Sigrún. „Stofn- sáttmálinn er orðinn svo úreltur í sambandi við hryðjuverk og annað sem nú er að koma í heiminn, og það hvernig NATO á að taka á 21. öldinni, svo við áttum að skrifa hann upp á nýtt. Hver þátttakandi þurfti að passa upp á hagsmuni síns lands og samtakanna í heild.“ Sigrún segir að hún hafi beitt sér fyrir því að sett væri inn skýrt ákvæði um að eitt NATO-land mætti ekki ráðast á annað, sem hún segir ekki skýrt í sáttmálanum. Einnig ræddi hún þorskastríðið þegar Bretar fóru með herskip inn í íslenska landhelgi, og það ef eitt- hvað ógnaði á einhvern hátt einu Ungt fólk úr Evrópu setti sig í spor stjórnenda Breyttu stofnsáttmál Sigrún Ingibjörg Gísladóttir fyrir þátttöku sína í ráðstefn Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is NÝR LANDSPÍTALI Sú framtíðarsýn, sem fram kem-ur í samkeppnisgögnum vegnahönnunar nýs Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut, bendir til að mikil straumhvörf séu fram undan í þjónustu þessa flagg- skips íslenzka heilbrigðiskerfisins. Gert er ráð fyrir að á nýjum spítala verði allir sjúklingar á einbýlisstofu, þar sem þeim sé sinnt allan tímann, sem þeir liggi á spítalanum. Ekki þurfi að flytja sjúklinginn meðan á legunni stendur. Miðað er við að hægt sé að sinna öllum þörfum við- komandi sjúklings, upp að gjörgæzlu- stigi, í hverju einasta herbergi. Þetta mun þýða mikla breytingu frá því, sem nú er, bæði fyrir sjúk- lingana sjálfa og aðstandendur þeirra. Gert er ráð fyrir að flutningur sjúklinga milli deilda verði nánast úr sögunni og að aðstandendum verði kleift að dveljast á herbergjum með ástvinum sínum, sem er mikil breyt- ing frá því sem nú er og stuðlar án nokkurs vafa að meiri lífsgæðum þeirra, sem þurfa að leggjast inn á spítala. Rannsóknir sýna einnig að með einbýlum megi fækka legudögum og lækka kostnað við innlagnir sjúk- linga, bæta þjónustuna við sjúklinga og fækka verulega mistökum við meðferð. Jafnframt verður við hönnun nýs spítala lagt upp úr því að bæta að- stöðu starfsfólks, takmarka göngur þess um spítalann og gefa því meiri tíma til að sinna sjúklingum. Í Morg- unblaðinu í gær kemur fram að allt að 30% af tíma hjúkrunarfræðinga fari nú í göngur til að sækja hluti. Jóhannes M. Gunnarsson, sem und- anfarið hefur gegnt starfi forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að þessar breytingar muni væntan- lega þýða breytingar á menntun heil- brigðisstarfsmanna. „Með tímanum mun eignarhaldshugsunin, „þetta er deildin mín“ víkja vegna þess að hug- myndin er sú að sjúklingurinn leggist inn á einbýli sem verða þannig útbúin að ekki þarf að flytja meðan á legunni stendur … En það mun taka tíma að innleiða þessa nýju hugsun, það er margra ára vinna,“ segir Jóhannes. Sameining stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur að mörgu leyti verið sársaukafull og útkoman er að sumu leyti fullkomlega bjánaleg; enn er ek- ið með mikið veika sjúklinga á milli borgarhverfa í sjúkrabílum ef þeir þurfa að skipta um deild. Engu að síður var sameiningin auðvitað for- senda þess að hægt væri að reisa nýtt og hagkvæmt hátæknisjúkrahús. Nú ríður mest á að tryggja fjár- mögnun nýs spítala. Eins og Jóhann- es Gunnarsson bendir á í Morgun- blaðinu í gær eru ekki margir augljósir kostir í því efni aðrir en að nýta það fé, sem fæst við sölu Sím- ans. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra velti þeirri hugmynd upp í byrjun ársins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur tekið undir hana. Það er rétt, sem Ingibjörg Pálma- dóttir, fyrrverandi heilbrigðisráð- herra og formaður dómnefndar vegna skipulagssamkeppni spítalans, segir í Morgunblaðinu í gær: „Sem betur fer er búið að koma því þannig fyrir að þjóðin hefur efni á þessu. Það háttar þannig til í þjóðfélaginu að þetta er hægt.“ ÓÖRUGGT SÆTI Í ÖRYGGISRÁÐI Davíð Oddsson utanríkisráðherraupplýsti í umræðum á Alþingi í gær hver væri kostnaðaráætlun utan- ríkisráðuneytisins vegna framboðs Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Að sögn Davíðs hljóðar áætlunin upp á um 600 milljónir króna, vegna bar- áttu Íslands fyrir að ná kjöri og vegna setu í ráðinu. Þessar upplýsingar um kostnað við að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu setja málið óneitanlega í nýtt ljós. Í janúar síðastliðnum hélt Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og varaformaður fjárlaganefndar Al- þingis, því fram að kostnaðurinn yrði á bilinu 800–1.000 milljónir króna. Nú hefur utanríkisráðherra upplýst að kostnaðaráætlunin hljóði upp á 600 milljónir króna. „Gera verður ráð fyrir að þegar líður á kosningabaráttuna auk- ist harkan í henni enn frekar en orðið er og þar með kostnaðurinn,“ sagði Davíð í umræðunum á þingi í gær. Með öðrum orðum gæti kostnaðurinn enn aukizt – og þá verður mat Einars Odds mjög ná- lægt því að vera raunsætt. Davíð Oddsson benti jafnframt á að það væri miður að Vesturlandahópnum svokallaða hefði ekki tekizt að ná sam- stöðu um framboð tveggja ríkja til ör- yggisráðsins. Ísland, Austurríki og Tyrkland bjóða sig nú fram. Bæði síð- arnefndu ríkin geta náttúrlega varið margföldum þeim fjárhæðum, sem Ís- land hefur úr að spila, til að vinna fram- boði sínu fylgi. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, er staða þessa máls breytt eftir að Tyrkland ákvað að bjóða sig fram til öryggisráðsins, auk Austurríkis og Ís- lands. Það þýðir að kostnaður við kosn- ingabaráttu mun óhjákvæmilega vega mun þyngra en ætlað var í upphafi. Og sætið er langt frá því öruggt – raunar er það afar óöruggt. Er réttlætanlegt við þessar aðstæður að verja hundruðum milljóna króna í kosningabaráttu, sem e.t.v ber engan árangur? Markmiðin með framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eru alveg skýr – að gera landið gildandi á al- þjóðlegum vettvangi, að hafa áhrif á ákvarðanir, að láta gott af sér leiða. Er hægt að finna betri not fyrir þá peninga, sem um ræðir og engu að síður ná mark- miðunum? Væri t.d. hægt að verja þess- um fjármunum til friðargæzlu, neyðar- aðstoðar eða annars alþjóðlegs sam- starfs, frekar en að eyða þeim í ferðalög, veizlur og annað það sem nauðsynlegt þykir til að knýja fram mismunandi haldbær loforð um stuðning til setu í ör- yggisráðinu? Það liggur fyrir að Ísland er eitt þeirra iðnríkja, sem einna minnst leggur af mörkum til þróunaraðstoðar. Það er líklegt til að vinna gegn framboð- inu til öryggisráðsins, ekki sízt meðal þróunarlandanna. Eigum við að horfast í augu við að sæti í ráðinu sé of óöruggt í þetta sinn og undirbyggja fremur annað framboð í framtíðinni með því að efla þróunaraðstoð Íslands myndarlega? Líkt og Davíð Oddsson benti á í um- ræðunum í gær, þarf að taka ákvarðanir af þessu tagi fljótlega. Ef halda á fram- boðinu til öryggisráðsins áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosn- ingabaráttuna af fullum krafti. Er það þess virði?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.