Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 145. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Holl ráð
til kvenna
Rætt við lækni, grasalækni og
hómópata Daglegt líf
Lá hyldýpi
á hjarta
Ríkarður Ö. Pálsson hlýddi á söng
Marizu á Broadway Menning
Íþróttir í dag
Fylkir skellti Skaganum Þrennir tví-
burar í liði Árborgar Spurs er líklegt
til afreka Besti árangur Birgis Leifs
„VIÐ stöndum frammi fyrir mjög al-
varlegum vanda og getum ekki hald-
ið áfram eins og ekkert hafi í skor-
ist,“ sagði Jose Manuel Barroso,
forseti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins (ESB), í gær þegar
franskir fjölmiðlar leituðu eftir við-
brögðum hans í kjölfar þess að
Frakkar höfnuðu stjórnarskrársátt-
mála ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Það er engin varaáætlun uppi. Það
er óskynsamlegt að hugleiða þann
möguleika að gert verði nýtt sam-
komulag,“ sagði Barroso einnig.
Kannanir benda til að Hollend-
ingar segi „nei“ á morgun
Evrópskir stjórnmálaleiðtogar
vildu almennt ekki fella dauðadóm
yfir stjórnarskránni í gær þrátt fyrir
afgerandi niðurstöðu atkvæða-
greiðslunnar í Frakklandi í fyrradag,
þar sem 55% kjósenda sögðu „nei“
en 45% „já“. Í reynd þurfa þó öll að-
ildarríkin 25 að samþykkja sáttmál-
ann til að hann geti tekið gildi.
ákvörðun. „Ferlið heldur áfram og
niðurstaðan [í frönsku atkvæða-
greiðslunni] gefur Hollendingum
enn eina ástæðu til að segja „já“,“
sagði Balkenende. Hollenskir fjöl-
miðlar hæddust hins vegar að stöð-
unni sem komin er upp. „Franska
„nei-ið“ þýðir að Hollendingar eru að
fara að kjósa um eitthvað sem ekki
lengur er til,“ sagði í forystugrein
dagblaðsins Telegraaf. Skoðana-
kannanir í Hollandi benda til þess að
stjórnarskrársáttmálinn verði felld-
ur og mælist andstaðan þar svipuð
og í Frakklandi eða að 55% kjósenda
séu á móti sáttmálanum en 45%
hlynnt.
Breytingar á
frönsku ríkisstjórninni
Í gær boðaði Jacques Chirac, for-
seti Frakklands, breytingar á ríkis-
stjórn sinni, en niðurstaða þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar þykir mikið póli-
tískt áfall fyrir hann. Í dag verður
tilkynnt hverjar breytingarnar á
frönsku ríkisstjórninni verða en talið
er fullvíst að forsætisráðherra lands-
ins, Jean-Pierre Raffarin, víki og
jafnvel fleiri ráðherrar. Líklegt þyk-
ir að næsti forsætisráðherra verði
annaðhvort Dominique de Villepin,
sem nú er innanríkisráðherra, eða
Nicolas Sarkozy, formaður Lýðfylk-
ingarinnar (UMP), flokks Chiracs.
Athyglin beinist nú að Hollandi
þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um
stjórnarskrársáttmálann fer fram á
morgun, miðvikudag. Eftir að niður-
staðan í Frakklandi varð ljós sagði
Jan Peter Balkenende, forsætisráð-
herra Hollands, að Hollendingar
ættu ekki að láta Frakka „leiða sig“ í
málinu heldur taka sjálfstæða
Forseti framkvæmdastjórnar ESB um niðurstöðu atkvæðagreiðslu Frakka
„Engin varaáætlun uppi“
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
bab@mbl.is
ÞAÐ sem af er þessu ári hafa tveir látist af
völdum hermannaveiki hér á landi en alls
hafa fimm manns greinst með sjúkdóminn.
Einn maður liggur nú á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi og er hann sofandi
í öndunarvél. Líðan hans er óbreytt frá því
fyrir helgi, að sögn vakthafandi læknis.
Guðrún Sigmundsdóttir yfirlæknir á sótt-
varnasviði hjá Landlæknisembættinu segir
að árlega greinist 2–3 Íslendingar með her-
mannaveiki. Þó fleiri hafi greinst á þessu ári
en áður, séu engar vísbendingar um far-
aldur og hún segir að ekki séu meiri líkur á
því að smitast nú en endranær. Fjöldi smit-
aðra sé mjög sveiflukenndur. Þau tilfelli
sem komið hafi upp á þessu ári séu ýmist af
innlendum eða erlendum uppruna, fjórir
hafi smitast innanlands en einn utanlands.
Líklegt er að einn þeirra hafi smitast á
sjúkrahúsi hér á landi. Af þeim fjórum sem
smituðust innanlands var bakterían af sama
stofni í tveimur tilfellum.
Fleiri deyja úr inflúensu
Guðrún segir að fólk eigi ekki að óttast
hermannaveiki um of og bendir á að fleiri
látist úr venjulegri inflúensu á ári hverju.
Hún segir mjög erfitt að komast að óyggj-
andi niðurstöðum um uppruna smits nema
þeim mun fleiri smitist á sama tíma.
Á vef Landlæknis segir m.a. að helstu
einkenni veikinnar séu frá öndunarvegi
vegna lungnabólgu sem bakterían veldur.
Hermannaveiki smitist ekki manna á milli.
Fullfrískir ungir einstaklingar geta fengið
bakteríuna í öndunarveg án þess að veikjast
og er hún hættulítil í þeim tilvikum. Sjúk-
dómurinn er á hinn bóginn alvarlegur hjá
eldra fólki og fólki með aðra sjúkdóma.
Tveir látnir
úr hermanna-
veiki á árinu
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
bauð dr. Abdul Kalam, forseta Indlands, og
föruneyti til kvöldverðar í Listasafni Reykjavík-
ur í Hafnarhúsinu í gær. Ekki var annað að sjá
en vel færi á með Kalam og Dorrit Moussaieff
forsetafrú þar sem þau skoðuðu verk Dieters
Roth áður en sest var að borðum.
Dr. Kalam neytir ekki kjöts og var matseðill
kvöldsins miðaður við það. Boðið var upp á
glóðaða tómata með snjóbaunum, rauðlauk og
spírusalati, og því fylgt eftir með eggaldini með
jurta-mozzarella, pestó, klettasalati og engifer-
hvítlaukssósu. Loks var boðið upp á skyrtertu
með rabarbara og blönduðum berjum. | 10–11
Í ávarpi sínu við þetta tækifæri sagði Ólafur
Ragnar mikil tækifæri liggja í áframhaldandi
samstarfi Indlands og Íslands, og sagði löndin
eiga ýmislegt sameiginlegt þó ólík séu. Ólafur
sagði Indland sýna vel fram á það að fólk af öll-
um þjóðernum, uppruna og trúarbrögðum geti
lifað saman í frjálsu og opnu samfélagi.
Morgunblaðið/Sverrir
Hátíðarkvöldverður í listasafni
ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar
í Frakklandi gerir draum margra um
sambandsríki Evrópu að engu. Þetta
er mat Halldórs Ásgrímssonar, for-
sætisráðherra, sem jafnframt telur
að niðurstaðan dragi úr þeim
áherslum sem hafa verið á sameig-
inlega forystu innan sambandsins.
Halldór telur að niðurstaðan muni
hægja á samrunaferlinu.
Davíð Oddsson, utanríkisráðherra,
segir niðurstöðuna mjög merkilega
þar sem allir helstu flokkar, fjölmiðlar, hagsmunasamtök og áróðursmask-
ínur stóðu á einni hlið en fólkið fór yfir á hina hliðina. Úrslitin sýni að þró-
un og samruni Evrópusambandsins eigi ekki að vera í höndum elítu sem
öllu ráði heldur verði að vinna breytingar í samvinnu við fólkið í löndunum.
Sambandsríki úr sögunni?
Davíð
Oddsson
Halldór
Ásgrímsson
Uppreisn gegn | 16
Forysturíki gengur | Miðopna
Moskvu. AP. | Rússar samþykktu í gær
að flytja herlið sitt burt frá þeim
tveimur herstöðvum í Georgíu sem
eftir eru frá tíma
Sovétríkjanna.
Flutningar her-
liðsins hefjast síð-
ar á þessu ári og
er gert ráð fyrir
að þeim ljúki árið
2008, en alls eru
3.000 hermenn við
störf í stöðvunum.
Sergei Lavrov,
utanríkisráðherra
Rússlands, greindi frá þessu eftir
fund þeirra Salome Zurabishvili, ut-
anríkisráðherra Georgíu. Sagði Lavr-
ov aðgerðina verða til að „samskipti
þjóðanna þróist enn frekar“. Zurab-
ishvili sagði samkomulagið „mikil-
vægt og uppbyggilegt skref,“ en tók
fram að í því fælist ekki að þjóðirnar
hefðu „leyst allan vanda“ sín á milli.
Samkomulagið er talinn sigur fyrir
forseta Georgíu, Mikhail Saakashvili,
sem hefur leitast við að draga úr
áhrifum Rússa og auka samskiptin
við Vesturlönd.
Rússar
draga herlið
frá Georgíu
Sergei Lavrov