Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 11
FRÉTTIR
mikilvæga fyrir alla heimsbyggð-
ina.
Kraftur unga fólksins
mikilvæg auðlind
Á blaðamannafundinum ræddi
Ólafur Ragnar hrifningu sína á
Indlandi og indversku þjóðinni,
sem hann kynntist fyrst fyrir rúm-
um tveimur áratugum og fannst þá
strax mikið til koma. Þegar fjöl-
miðlafólki gafst tækifæri til að
varpa fram spurningum lék einum
indverskum blaðamanni sérstök
forvitni á að vita hvað hefði heillað
Ólaf Ragnar mest. „Ég heillaðist
sérstaklega að lífskraftinum, hinu
mannlega leikhúsi og fjölbreytileika
menningarinnar sem ég varð vitni
að hvert sem ég fór,“ svaraði Ólaf-
ur Ragnar og tók fram að í síðustu
ferð sinni til Indlands í febrúar sl.
hafi hann hins vegar upplifað það
sem nefnt hefur verið nýtt Indland.
„Hér var komið land sem einkennd-
ist af mun meira öryggi, styrk og
meðvitund um alþjóðavæðingu, þar
sem ný kynslóð menntafólks vinnur
að örum framförum hvað varðar
t.d. tækni- og lyfjaþróun.“ Abdul
Kalam tók undir með Ólafi Ragnari
og sagði auðlindina sem felist í
krafti unga fólksins ekki síður
mikilvægt afl en náttúruauðlindir.
Indverskum blaðamönnum lék
forvitni á að vita hvort Indverjar
gætu lært eitthvað af Íslendingum
varðandi djúpsjávarveiðar og játti
Indlandsforseti því. Ólafur Ragnar
minnti á að auðlegð íslensku þjóð-
arinnar byggðist á fiskveiðum.
„Indland býr einnig yfir gjöfulum
fiskimiðum,“ sagði Ólafur Ragnar
og rifjaði upp að hér á árum áður
hafi íslenskir fræði- og athafna-
menn í sjávarútveginum sýnt því
mikinn áhuga að fara í samstarf við
Indland. „Ég er sannfærður um að
sá áhugi er enn fyrir hendi. Hins
vegar þarf að skapa ramma utan
um slíkt samstarf á sviði fiskveiða
og -vinnslu auk markaðssetningar.“
Morgunblaðið/Golli
Stór hópur nemenda úr Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla fögnuðu forsetunum með fánum þjóðanna á lofti.
Morgunblaðið/Þorkell
Forseti Indlands hreifst af starfsemi og öryggiskerfi björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð.
silja@mbl.is
STÉTTASKIPTING og uppgangur í
indversku efnahagslífi voru meðal
umræðuefna þegar íslenskir þing-
menn funduðu með tveimur ind-
verskum þingmönnum í gær. Þing-
mennirnir eru hér á landi í tengslum
við opinbera heimsókn forseta Ind-
lands en annar þeirra, Shri Milind
Murli Deora, er í neðri deild ind-
verska þingsins en hinn, Smt. N.P.
Durga, í efri deild.
Sólveig Pétursdóttir, formaður ut-
anríkismálanefndar, stýrði fundinum
en auk hennar sátu Kolbrún Hall-
dórsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna og Ágúst Ólafur Ágústsson,
þingmaður Samfylkingarinnar, fund-
inn.
Durga er að heimsækja Ísland í
fyrsta sinn en að sögn Sólveigar hef-
ur hinn ungi þingmaður Deora heim-
sótt Ísland tvisvar sinnum áður.
Sólveig segir að íslensku þing-
mennirnir hafi útskýrt stöðu stjórn-
mála hér í landi og starfsemi Alþingis
í grófum dráttum. „Indversku þing-
mennirnir lögðu mikla áherslu á auk-
ið samstarf Íslands og Indlands, bæði
á hinu viðskiptalega og hinu pólitíska
sviði. Þótt augu okkar Íslendinga hafi
einkum beinst að Kína þá er ekki síð-
ur uppgangur í Indlandi og mikil við-
skiptatækifæri þar,“ segir Sólveig og
tekur nýleg kaup Actavis á indversku
lyfjafyrirtæki sem dæmi.
Sólveig segir að íslensku þing-
mennirnir hafi spurt út í hina ströngu
stéttaskiptingu sem er á Indlandi.
„Það vekur auðvitað eftirtekt að slíkt
kerfi sé við lýði í stærsta lýðræðisríki
heims.
Við tókum það upp á fundinum
hvernig þetta fer saman við frelsi og
borgaraleg réttindi sem óhjákvæmi-
lega tengist lýðræðislegum stjórn-
arháttum.“ Að sögn Sólveigar töldu
indversku þingmennirnir
stéttaskiptinguna vera á undanhaldi
með auknum flutningum til borga.
Unga fólkið væri almennt ekki upp-
tekið af stéttaskiptingu.
Staða kvenna var einnig rædd en
að sögn Sólveigar eru 10% þing-
manna á Indlandi konur. „Gestir
okkar bentu á að nú sé laga-
frumvarp til skoðunar í þinginu sem
myndi taka frá um 33% þingsæta
fyrir konur.“
Ræddu stéttaskiptingu
og efnahagslíf
Morgunblaðið/Golli
Durga, t.v., og Deora ásamt Sólveigu Pétursdóttur, formanni utanrík-
ismálanefndar og Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ágústi Ólafi Ágústssyni.
MIÐSTÝRING í menntakerfinu er
tilkomin vegna ótta við valddreif-
ingu sem varð í skólamálum á síð-
asta áratug. Nú er tími
aðlögunar hins vegar lið-
inn og valddreifingin hef-
ur heppnast. Þetta kom
fram í máli Ásdísar Höllu
Bragadóttur, forstjóra
Byko og fv. bæjarstjóra í
Garðabæ, á ráðstefnu
Sjálfstæðisflokksins um
menntamál sl. laugardag.
Á fundinum var mikið
rætt um hlutverk ríkis-
valdsins í menntun og
ýmsir fundarmenn gagn-
rýndu núverandi fyrir-
komulag, m.a. samræmd
próf.
Ásdís Halla sagði það
ekki vera hlutverk ríkis-
valdsins að ákveða hve-
nær menntun hefst eða
hvar hún fer fram. „Hinu
opinbera kemur ekkert
við hvort barnið er 4 ára,
5 ára eða 6 ára þegar það
hefur grunnskólanám. Við
eigum bara að segja að
fimm ára barn eigi að fá
tiltekna menntun og að
henni fylgi ákveðið fram-
lag.“
Að mati Ásdísar Höllu
njörvar Aðalnámskrá
grunnskóla skólastarfið
niður með viðmiðunar-
stundaskrá sem meira að
segja tiltekur fjölda leik-
fimitíma á viku. „Það er hægt að
gera hlutina á svo marga máta en
við gerum það ekki með því að búa
til eina, þykka, miðstýrða bók,“
sagði Ásdís Halla og bætti við að
það eigi að vera val nemenda hvort
þeir taki samræmd próf eða ekki
og hvort þeir útskrifist úr grunn-
skóla t.d. eftir níunda eða tíunda
bekk svo lengi sem námsárangri
sé náð.
Sölvi Sveinsson, verðandi skóla-
stjóri Verslunarskóla Íslands, og
Jón Már Héðinsson, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, lýstu
yfir áhyggjum af hlutverki
samræmdra prófa í
kennslu. „Á Íslandi er sjálf-
stæði grunn- og framhalds-
skóla harla lítið og sam-
ræmd próf í 10. bekk
tröllríða grunnskólastarfi
til ærins skaða. Þau eru
orðin svo miðlæg í öllu
skólastarfi að þegar þeim
lýkur þarf að drífa alla
unglinga í 10. bekk í
Reykjavík upp í rútur og
aka með þá út á land,“
sagði Sölvi.
Jón sagði miðstýringu
samræmdra prófa koma
því inn hjá kennurum að
þeir væru ófærir um að
meta skólastarf. „Sam-
ræmd próf eru aukakostn-
aður og segja ekki neitt
umfram það sem skólapróf-
in segja,“ sagði Jón og
gagnrýndi harðlega áætl-
anir um samræmd próf í
framhaldsskólum. „Þau eru
vantraust á skólana og
jafnframt eru þau tilræði
við fagmennsku þeirra.“
Jón benti á að eftirlit væri
byggt inn í kerfið. Ef leik-
skóli stæði sig ekki bitnaði
það á börnunum þegar þau
kæmu í grunnskóla og ef
grunnskóli stæði sig ekki
bitnaði það á nemendum í
framhaldsskóla.
Jón lagði áherslu á að frjálsræði
í menntamálum væri ekki það
sama og einkavæðing skólakerf-
isins. „Enda sjá allir að ef fram-
haldsskólarnir yrðu einkavæddir
yrði innan fimm ára eitt rekstr-
arfélag komið með þá skóla sem
eru arðbærir undir sinn hatt.“
Miðstýring
menntakerf-
isins óþörf
Áhyggjum lýst af hlutverki
samræmdra prófa á ráðstefnu
um menntamál
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
Jón Már
Héðinsson.
Sölvi
Sveinsson.
Ásdís Halla
Bragadóttir.
FORRÁÐAMENN Alcan í
Straumsvík hafa ákveðið að stofna
sérstakan sjóð til að styrkja og
styðja ýmis samfélagsmálefni á
sviði mennta og menningar, heilsu
og hreyfingar og öryggis- og um-
hverfismála.
Sjóðurinn hefur hlotið nafnið
Samfélagssjóður Alcan og verður 20
milljónum króna árlega úthlutað úr
sjóðnum til verkefna sem endur-
spegla gildi félagsins, að því er fram
kom á blaðamannafundi sem félagið
boðaði til í gær í álverinu í Straums-
vík. Þriggja manna sjóðstjórn tekur
afstöðu til umsókna og er um-
sóknarfrestur vegna fyrstu úthlut-
unar til 10. júní næstkomandi.
Fram kom að félagið vilji leggja
sitt af mörkum til samfélagsins svo
að metnaðarfullt starf á ýmsum
sviðum geti blómstrað, en félagið
hafi átt samstarf við fjölda aðila í
þessum efnum á undanförnum ár-
um, en vilji skerpa á áherslum hvað
þetta snertir með stofnun sjóðsins.
Rúmlega þrettán mánuðir eru
síðan vinnuslys sem leiddi til fjar-
veru frá vinnu varð í álverinu í
Straumsvík. Síðasta vinnuslys af
þessu tagi varð um miðjan apríl í
fyrra og hafa síðan verið unnar
meira en milljón vinnustundir hjá
fyrirtækinu án þess að orðið hafi
slys sem leitt hefur til fjarveru
starfsmanns frá vinnu.
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á
Íslandi, sagði að þetta væri merki-
legasti áfanginn á sviði öryggismála
sem nokkru sinni hefði náðst í ál-
verinu í Straumsvík og endurspegl-
aði róttæka breytingu sem orðið
hefði í þessum efnum á undanförn-
um árum.
„Þetta er mesti árangur sem við
höfum nokkurn tíma náð í öryggis-
málum frá stofnun félagsins 1969.
Það hefur aldrei verið um neinn við-
líka árangur að ræða,“ sagði Rann-
veig.
20 milljónir úr
samfélagssjóði
Alcan