Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félag eldri borgara, Gjábakka Spilað var á 7 borðum 27. maí og urðu úrslitin þessi í N/S: Sigurður Pálss. - Oddur Halldórsson 205 Auðunn Guðms. - Bragi Björnsson 186 Hreggviður Jónss. - Unnst. Unnsteinss. 168 A/V: Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 202 Magnús Halldórss. - Magnús Oddsson 191 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 185 Spilað verður á föstudögum í allt sumar. Stigahæstu spilarar hjá FEBK í Gjábakka frá áramótum: Magnús Oddsson 5889 Jón Stefánsson 5816 Oliver Kristófersson 5781 Dregið í bikarkeppninni Það skráðu 34 sveitir sig til leiks í bikarinn í sumar og hefst keppnin með forkeppni. Þar spila sveitir Bjarnaborgar byggingarf. og Hrafn- hildar Skúladóttur annars vegar og Yngri spilara gegn Vinabæ hins veg- ar. Sigursveitin úr fyrri leiknum spil- ar svo gegn Hrafnhildi Skúladóttur og úr hinum leiknum spila sigurveg- ararnir gegn Búnaðarfélagi Íslands. Aðrir leikir: Sparisjóður Vestfjarða - Páll Þórsson Garðar og vélar ehf. - GSE Eykt - Guðlaugur Sveinsson Steini og stelpurnar - Skeljungur Sparisj. Sigulufj. - Una Ós Landsbankinn - Grant Thornton Sparisj. Norðl. - Steinarr Guðmundss. Esso - Fasteignasalan 101 Dimma - Ingólfur Kristjánsson ÍAV - Ingvar Páll Jóhannesson Suðurnesjasveitin - Gylfi Baldursson Grænmetissveitin - Hermann Friðrikss. Ferðaskr. Vesturlands - Vírnet Sparisj.í Keflavík - Ólafur Steinason Leikjum fyrstu umferðar skal lok- ið fyrir 19. júní. Bridsdeild FEB Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ, fimmtud. 26.5. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 256 Sæmundur Björnss. - Oliver Kristóferss. 246 Örn Sigfússon - Sigurður Karlsson 238 Árangur A-V Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 264 Lilja Kristjánsd. - Halla Ólafsdóttir 235 Ægir Ferdinandsson - Geir Guðms. 232 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Raðauglýsingar 569 1111 Tilkynningar Gvendur dúllari Blindur er bóklaus maður Opið í dag frá kl. 16-19 Gvendur dúllari - alltaf góður hvar sem er - Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði, sími 511 1925. Félagslíf Árbók Ferðafélags Íslands er komin út. Munið eftir að greiða árgjaldið kr. 3.900 og fáið bók- ina senda heim. Hjörleifur Gutt- ormsson skrifar Árbókina 2005 um norðanverða Austfirði. Raðauglýsingar sími 569 1100 IÐNSKÓLANUM í Hafnarfirði var slitið á dögunum. Brautskráður var 91 nemandi, 49 í löggiltum iðngreinum og 42 í tækniteiknun, listnámi og af útstillingabraut. Í þessum hópi var einn nemandi sem lauk stúdentsprófi af listnáms- braut. Við skólaslitin minntist skóla- meistari Hallgríms Guðmunds- sonar kennara sem lést 4. mars sl. Hallgrímur hafði starfað við skól- ann frá 1975. Hann var lengst af deildarstjóri tré- og bygg- ingadeildar, og átti mjög árang- ursríkan og farsælan starfsferil í 30 ár. Verðlaun frá Samtökum iðn- aðarins komu í hlut Jódísar Ástu Gísladóttur tækniteiknara og Huldu Margrétar Eggertsdóttur hársnyrtinema. Hulda Margrét fékk einnig verðlaun frá fyrirtæk- inu ISON. Viðurkenningu hlutu: Björn Þór Björnsson, Helga Gunn- arsdóttir, Kristín Lindquist Bjarnadóttir, Ólafía Zoëga, Sigrún Gréta Heimisdóttir, Brynjar Berg Jóhannesson, Friðgerðar Guð- mundsdóttir og Ágústa Arn- ardóttir. Verðlaun í hinni árlegu hönnunarsamkeppni skólans fengu Erna Lúðvíksdóttir og Hanna Kristín Birgisdóttir. Viðurkenn- ingu hlutu einnig Guðrún B. Þórs- dóttir og Hanna Dís Whitehead. Brautskráning frá Iðnskólanum í Hafnarfirði FLENSBORGARSKÓLI í Hafnar- firði brautskráði nýlega 42 nem- endur. Alls voru útskrifaðir fimm sem luku námi á sérsviði fjölmiðl- unar af upplýsinga- og fjölmiðla- braut, einn eftir fjögurra ára nám á starfsbraut og 36 stúdentar. Þessi hópur er útskrifaður rétt- um 30 árum eftir að fyrsti hópurinn var brautskráður 1975. Dúx varð Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, en semidúx Kristján Tryggvi Mar- teinsson, sem lýkur námi á þremur árum. Viðurkenningar fyrir afburða- árangur nýnema hlutu: Margrét Helga Stefánsdóttir, Íris Ósk Egil- son og Guðfinnur Vilhelm Karlsson. Athygli vekur að Guðfinnur er al- blindur og hefur verið frá fæðingu. Einnig voru kvaddir fimm skipti- nemar sem hafa verið við skólann í vetur. Tveir eru frá Brasilíu, og svo frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss, einn frá hverju. Þessir nem- endur eru nú nánast almæltir á ís- lensku og sýndu allir mjög góðan árangur, flestir í hópi efstu 25% nemenda og einn var hæstur allra nýnema við skólann. Brautskráning frá Flensborgarskóla Ríkissáttasemjari, ekki saksóknari Í FRÉTT blaðsins í gær um kjara- viðræður starfsmanna sveitarfélaga var ranglega sagt að í viðræðum Starfsmannafélags Akraness yrði næst rætt við ríkissaksóknara. Þar átti að sjálfsögðu að standa „ríkis- sáttasemjara“ og er beðist velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ÞINGFLOKKUR Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, VG, hef- ur sent frá sér ályktun þar sem farið er fram á það við formenn stjórn- arflokkanna, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi einka- væðingu ríkisbankanna. „Innan þings og utan hafa ítrekað komið fram ásakanir um ámælisverð vinnubrögð ríkisstjórnarinnar við einkavæðingu bankanna og óeðlileg pólitísk afskipti af söluferlinu. Í ít- arlegum fréttaskýringum Frétta- blaðsins, sem birtar hafa verið und- anfarna daga, kemur fram að formenn stjórnarflokkanna, for- sætisráðherra og utanríkisráðherra, höfðu bein afskipti af sölu bankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka. At- hygli vekur að hið sama virðist upp á teningnum nú í tengslum við sölu Símans. Erlent ráðgjafarfyrirtæki er fengið til að stýra sölunni fyrir ærið fé en formenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks handsala síðan söluaðferð sem sniðin er að því sem þeir hafa náð saman um,“ segir í tilkynningu þingflokksins. Bent er á að þingflokkurinn hafi margsinnis hreyft við þessum mál- um á Alþingi og haft frumkvæði að athugunum á ýmsum þáttum einka- væðingarinnar. Verulega hafi skort á að opinberir rannsóknaraðilar og eftirlitsstofnanir hafi svarað slíkum óskum á fullnægjandi hátt, og for- sætisráðuneytið hafnað því að sam- þykkja beiðni um skýrslu um einka- væðingu á vegum ríkisstjórnarinnar sem þingflokkar Frjálslynda flokks- ins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs óskuðu eftir á 130. löggjafarþinginu. „Þessi mál verður að rannsaka of- an í kjölinn og hlýtur það að vera keppikefli þeim aðilum sem ásakaðir eru um pólitíska spillingu að hreinsa sig af slíkum áburði,“ segja þing- menn VG. Verði rannskað ofan í kjölinn Þingflokkur Vinstri grænna ályktar um sölu ríkisbankanna tveggja KONUR í Thorvaldsensfélag- inu halda upp á 104 ára afmæli Thorvaldsensbazarsins í dag. Þann 1. júní árið 1901 var Thorvaldsensbazar opnaður í Austurstræti 6, en fjórum árum síðar keypti Thorvaldsens- félagið Veltusund 3, sem nú er Austurstræti 4 og flutti versl- unina þangað. Þar er hún enn í dag. Frá fyrstu tíð hafa íslenskar vörur og þá helst íslenskt hand- verk verið stolt verslunarinnar og allur ágóði hennar er gefinn til líknarmála Ber þar hæst gjafir til styrktar sjúkum börn- um. Í tilefni dagsins bjóða fé- lagskonur upp á kaffi og pönnu- kökur í versluninni frá kl. 10- 18. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Thorvald- sensbazar 104 ára í dag SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, fagna stofnun fólk- vangs í Krossanesborgum á Akur- eyri í byrjun árs 2005. SUNN hvetja í ályktun sinni Akureyrarbæ til að standa vel að merkingu gangstíga og uppsetningu upplýsingaskilta á svæðinu. Einnig telja samtökin rétt að auglýst verði rækilega áður en varptími fugla hefst að eggjataka og hvers kyns truflun á svæðinu sé með öllu óheimil. SUNN mæla með því að sett verði á laggirnar staða umsjón- armanns með friðlýstum svæðum og útivistarsvæðum innan bæjarmarka Akureyrar sem eru Krossanesborg- ir, Glerárdalur og Glerárgil, Kjarna- skógur og óshólmar Eyjafjarðarár. Fagna fólkvangi í Krossanesborgum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.