Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Félag eldri borgara, Gjábakka
Spilað var á 7 borðum 27. maí og
urðu úrslitin þessi í N/S:
Sigurður Pálss. - Oddur Halldórsson 205
Auðunn Guðms. - Bragi Björnsson 186
Hreggviður Jónss. - Unnst. Unnsteinss. 168
A/V:
Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 202
Magnús Halldórss. - Magnús Oddsson 191
Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 185
Spilað verður á föstudögum í allt
sumar. Stigahæstu spilarar hjá
FEBK í Gjábakka frá áramótum:
Magnús Oddsson 5889
Jón Stefánsson 5816
Oliver Kristófersson 5781
Dregið í bikarkeppninni
Það skráðu 34 sveitir sig til leiks í
bikarinn í sumar og hefst keppnin
með forkeppni. Þar spila sveitir
Bjarnaborgar byggingarf. og Hrafn-
hildar Skúladóttur annars vegar og
Yngri spilara gegn Vinabæ hins veg-
ar. Sigursveitin úr fyrri leiknum spil-
ar svo gegn Hrafnhildi Skúladóttur
og úr hinum leiknum spila sigurveg-
ararnir gegn Búnaðarfélagi Íslands.
Aðrir leikir:
Sparisjóður Vestfjarða - Páll Þórsson
Garðar og vélar ehf. - GSE
Eykt - Guðlaugur Sveinsson
Steini og stelpurnar - Skeljungur
Sparisj. Sigulufj. - Una Ós
Landsbankinn - Grant Thornton
Sparisj. Norðl. - Steinarr Guðmundss.
Esso - Fasteignasalan 101
Dimma - Ingólfur Kristjánsson
ÍAV - Ingvar Páll Jóhannesson
Suðurnesjasveitin - Gylfi Baldursson
Grænmetissveitin - Hermann Friðrikss.
Ferðaskr. Vesturlands - Vírnet
Sparisj.í Keflavík - Ólafur Steinason
Leikjum fyrstu umferðar skal lok-
ið fyrir 19. júní.
Bridsdeild FEB Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ, fimmtud. 26.5. Spilað
var á 10 borðum.
Meðalskor 216 stig. Árangur N-S
Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 256
Sæmundur Björnss. - Oliver Kristóferss. 246
Örn Sigfússon - Sigurður Karlsson 238
Árangur A-V
Magnús Oddsson - Magnús Halldórsson 264
Lilja Kristjánsd. - Halla Ólafsdóttir 235
Ægir Ferdinandsson - Geir Guðms. 232
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Raðauglýsingar 569 1111
Tilkynningar
Gvendur dúllari
Blindur er bóklaus maður
Opið í dag frá kl. 16-19
Gvendur dúllari
- alltaf góður hvar sem er -
Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði,
sími 511 1925.
Félagslíf
Árbók Ferðafélags Íslands er
komin út. Munið eftir að greiða
árgjaldið kr. 3.900 og fáið bók-
ina senda heim. Hjörleifur Gutt-
ormsson skrifar Árbókina 2005
um norðanverða Austfirði.
Raðauglýsingar
sími 569 1100
IÐNSKÓLANUM í Hafnarfirði var
slitið á dögunum. Brautskráður
var 91 nemandi, 49 í löggiltum
iðngreinum og 42 í tækniteiknun,
listnámi og af útstillingabraut. Í
þessum hópi var einn nemandi sem
lauk stúdentsprófi af listnáms-
braut.
Við skólaslitin minntist skóla-
meistari Hallgríms Guðmunds-
sonar kennara sem lést 4. mars sl.
Hallgrímur hafði starfað við skól-
ann frá 1975. Hann var lengst af
deildarstjóri tré- og bygg-
ingadeildar, og átti mjög árang-
ursríkan og farsælan starfsferil í
30 ár.
Verðlaun frá Samtökum iðn-
aðarins komu í hlut Jódísar Ástu
Gísladóttur tækniteiknara og
Huldu Margrétar Eggertsdóttur
hársnyrtinema. Hulda Margrét
fékk einnig verðlaun frá fyrirtæk-
inu ISON. Viðurkenningu hlutu:
Björn Þór Björnsson, Helga Gunn-
arsdóttir, Kristín Lindquist
Bjarnadóttir, Ólafía Zoëga, Sigrún
Gréta Heimisdóttir, Brynjar Berg
Jóhannesson, Friðgerðar Guð-
mundsdóttir og Ágústa Arn-
ardóttir. Verðlaun í hinni árlegu
hönnunarsamkeppni skólans fengu
Erna Lúðvíksdóttir og Hanna
Kristín Birgisdóttir. Viðurkenn-
ingu hlutu einnig Guðrún B. Þórs-
dóttir og Hanna Dís Whitehead.
Brautskráning frá Iðnskólanum í Hafnarfirði
FLENSBORGARSKÓLI í Hafnar-
firði brautskráði nýlega 42 nem-
endur. Alls voru útskrifaðir fimm
sem luku námi á sérsviði fjölmiðl-
unar af upplýsinga- og fjölmiðla-
braut, einn eftir fjögurra ára nám á
starfsbraut og 36 stúdentar.
Þessi hópur er útskrifaður rétt-
um 30 árum eftir að fyrsti hópurinn
var brautskráður 1975. Dúx varð
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, en
semidúx Kristján Tryggvi Mar-
teinsson, sem lýkur námi á þremur
árum.
Viðurkenningar fyrir afburða-
árangur nýnema hlutu: Margrét
Helga Stefánsdóttir, Íris Ósk Egil-
son og Guðfinnur Vilhelm Karlsson.
Athygli vekur að Guðfinnur er al-
blindur og hefur verið frá fæðingu.
Einnig voru kvaddir fimm skipti-
nemar sem hafa verið við skólann í
vetur. Tveir eru frá Brasilíu, og svo
frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og
Sviss, einn frá hverju. Þessir nem-
endur eru nú nánast almæltir á ís-
lensku og sýndu allir mjög góðan
árangur, flestir í hópi efstu 25%
nemenda og einn var hæstur allra
nýnema við skólann.
Brautskráning frá Flensborgarskóla
Ríkissáttasemjari,
ekki saksóknari
Í FRÉTT blaðsins í gær um kjara-
viðræður starfsmanna sveitarfélaga
var ranglega sagt að í viðræðum
Starfsmannafélags Akraness yrði
næst rætt við ríkissaksóknara. Þar
átti að sjálfsögðu að standa „ríkis-
sáttasemjara“ og er beðist velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
ÞINGFLOKKUR Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs, VG, hef-
ur sent frá sér ályktun þar sem farið
er fram á það við formenn stjórn-
arflokkanna, Halldór Ásgrímsson og
Davíð Oddsson, að þeir geri hreint
fyrir sínum dyrum varðandi einka-
væðingu ríkisbankanna.
„Innan þings og utan hafa ítrekað
komið fram ásakanir um ámælisverð
vinnubrögð ríkisstjórnarinnar við
einkavæðingu bankanna og óeðlileg
pólitísk afskipti af söluferlinu. Í ít-
arlegum fréttaskýringum Frétta-
blaðsins, sem birtar hafa verið und-
anfarna daga, kemur fram að
formenn stjórnarflokkanna, for-
sætisráðherra og utanríkisráðherra,
höfðu bein afskipti af sölu bankanna,
Landsbanka og Búnaðarbanka. At-
hygli vekur að hið sama virðist upp á
teningnum nú í tengslum við sölu
Símans. Erlent ráðgjafarfyrirtæki
er fengið til að stýra sölunni fyrir
ærið fé en formenn Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks handsala
síðan söluaðferð sem sniðin er að því
sem þeir hafa náð saman um,“ segir í
tilkynningu þingflokksins.
Bent er á að þingflokkurinn hafi
margsinnis hreyft við þessum mál-
um á Alþingi og haft frumkvæði að
athugunum á ýmsum þáttum einka-
væðingarinnar. Verulega hafi skort
á að opinberir rannsóknaraðilar og
eftirlitsstofnanir hafi svarað slíkum
óskum á fullnægjandi hátt, og for-
sætisráðuneytið hafnað því að sam-
þykkja beiðni um skýrslu um einka-
væðingu á vegum ríkisstjórnarinnar
sem þingflokkar Frjálslynda flokks-
ins og Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs óskuðu eftir á 130.
löggjafarþinginu.
„Þessi mál verður að rannsaka of-
an í kjölinn og hlýtur það að vera
keppikefli þeim aðilum sem ásakaðir
eru um pólitíska spillingu að hreinsa
sig af slíkum áburði,“ segja þing-
menn VG.
Verði rannskað
ofan í kjölinn
Þingflokkur Vinstri grænna ályktar
um sölu ríkisbankanna tveggja
KONUR í Thorvaldsensfélag-
inu halda upp á 104 ára afmæli
Thorvaldsensbazarsins í dag.
Þann 1. júní árið 1901 var
Thorvaldsensbazar opnaður í
Austurstræti 6, en fjórum árum
síðar keypti Thorvaldsens-
félagið Veltusund 3, sem nú er
Austurstræti 4 og flutti versl-
unina þangað. Þar er hún enn í
dag.
Frá fyrstu tíð hafa íslenskar
vörur og þá helst íslenskt hand-
verk verið stolt verslunarinnar
og allur ágóði hennar er gefinn
til líknarmála Ber þar hæst
gjafir til styrktar sjúkum börn-
um.
Í tilefni dagsins bjóða fé-
lagskonur upp á kaffi og pönnu-
kökur í versluninni frá kl. 10-
18.
Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Thorvald-
sensbazar
104 ára í dag
SUNN, Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi, fagna stofnun fólk-
vangs í Krossanesborgum á Akur-
eyri í byrjun árs 2005. SUNN hvetja
í ályktun sinni Akureyrarbæ til að
standa vel að merkingu gangstíga og
uppsetningu upplýsingaskilta á
svæðinu. Einnig telja samtökin rétt
að auglýst verði rækilega áður en
varptími fugla hefst að eggjataka og
hvers kyns truflun á svæðinu sé með
öllu óheimil. SUNN mæla með því að
sett verði á laggirnar staða umsjón-
armanns með friðlýstum svæðum og
útivistarsvæðum innan bæjarmarka
Akureyrar sem eru Krossanesborg-
ir, Glerárdalur og Glerárgil, Kjarna-
skógur og óshólmar Eyjafjarðarár.
Fagna fólkvangi í
Krossanesborgum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111