Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Það er gott að
rækta garðinn sinn ...
Glæsilegur blaðauki um garðinn fylgir
Morgunblaðinu föstudaginn 10.júní.
Grænir fingur, blómabörn og grillmeistarar eru á leiðinni út í
garð og nú er lag að minna þau á þig.
Meðal efnis í blaðinu eru nýjungar í blóma- og trjáframboði,
garðhúsgögn, glóðheitar grilluppskriftir, matjurtarækt,
heitir pottar, hitalampar á verandir, pallaefni og margt fleira.
Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 7. júní
Allar nánari upplýsingar
veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is
LANDIÐ
Eftirsótt lóð | Bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar hefur samþykkt sam-
hljóða að úthluta Sigurjóni Sigur-
jónssyni lóðunum 19 og 21 við
Hafnarstræti á Ísafirði. Olíufélagið
ehf. sótti einnig um lóðina númer
21 og hugðist stækka bensínstöð
félagsins sem stendur þar við hlið-
ina. Fram kemur á fréttavefnum
bb.is að reynt var að samræma
hagsmuni beggja aðila en tókst
ekki.
með 43 ær á fóðrum sl. vetur og
undan þeim hefur hann nú fengið
88 lömb. Lömbin verða sprækari
með hverjum degi sem líður og bíð-
ur nú allur fjárhópurin þess að
gróður komi í úthaga svo sleppa
megi safninu.
Til þeirrar stundar að Óttar telur
úthagann nægjanlega gróinn fyrir
fé sitt þarf hann að fóðra ærnar vel
svo þær haldi holdum og mjólki
lömbunum. Hann eyðir því löngum
stundum uppi á Kjalveg við að hlúa
að fénu og fóðra það. Ærnar þekkja
fóstra sinn vel og hópast að honum
þegar hann birtist á staðnum.
Hellissandur | Nokkrir frístunda-
bændur stunda enn búskap í fyrr-
um Neshreppi utan Ennis, það er að
segja á Hellissandi og í Rifi. Um 300
fjár var á fóðrum í vetur hjá þess-
um bændum. Mikið hefur fjölgað
hjá þeim síðustu daga en sauðburð-
ur hefur staðið yfir og er nú víðast
lokið.
Einn af þessum frístundabænd-
um er Óttar Sveinbjörnsson, kaup-
maður í Blómsturvöllum á Hellis-
sandi. Óttar er með sauðfé sitt á
Kjalveg sem var bújörð skammt frá
Hellissandi en hefðbundinn búskap-
ur er þar ekki lengur. Hann var
300 fjár á fóðrum
undir Jökli
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Frístundabúskapur Óttar Sveinbjörnsson umkringdur ám sínum og lömbum. Snæfellsjökull og Búrfell í baksýn.
„ÉG get hiklaust mælt með þessu við hvern
sem er. Við hjónin erum ekki vant fjallafólk
og byrjuðum hægt og rólega. Ég tel að flest
fjöllin séu þannig að hver og einn geti geng-
ið þau á sínum hraða og getu,“ segir Elín-
borg Kristinsdóttir sem á sjötugsaldri tók
upp á því að ganga á fjöll. Hún gekk á 27
fjöll á síðasta ári.
Elínborg vinnur sem ráðskona á véla-
verkstæði Strætó í Reykjavík og Guðni
vinnur á verkstæðinu. Hún verður 64 ára í
sumar og hann sjötugur.
Þau hafa ferðast mikið um landið en ekki
notað tímann til að ganga á fjöll fyrr en á
allra síðustu árum. Fyrir tæpum þremur ár-
um tók Elínborg eftir lítilli bók um göngu-
ferðir á bensínstöð og tók eintak með sér.
Er það leiðabók UMFÍ, Göngum um Ísland,
sem hefur að geyma upplýsingar um ýmsar
merktar gönguleiðir í verkefni UMFÍ sem
nefnist Fjölskyldan á fjallið. Búið er að
setja gestabækur í póstkassa á yfir tuttugu
fjöllum víðsvegar um landið og göngufólk
hvatt til að skrá nöfn sín þar.
Landslagið breytist
Gengu þau hjónin á nokkur fjöll þá um
sumarið og hafa síðan haldið því áfram.
Þegar upp var staðið síðastliðið haust hafði
Elínborg gengið á 27 fjöll þá um sumarið.
Taldi hún sig hafa gengið á öll fjöllin í átaki
UMFÍ nema tvö, Ketillaugarfjall í Horna-
firði og Eldfell í Vestmannaeyjum. Að auki
gekk hún á nokkur fjöll sem ekki voru í
bókinni.
Hún neitar því að markmiðið sé að ganga
á öll fjöllin í átaki UMFÍ, þótt vissulega
hefði það verið gaman. „Við förum ekki af
stað í þeim tilgangi að ganga á fjöll. Það
kemur upp þegar við erum á ferð um landið
og sjáum fjall sem okkur langar að ganga
á.“ Hún segist hafa lesið lýsingar á göngu-
leiðinni upp á Ketillaugarfjall fyrir austan
og hafi ekki kjark til að reyna við það.
Hæsta fjallið sem hún gekk í fyrra er
sjálfsagt Mælifellshnjúkur í Skagafirði en
erfiðasta gangan var á Staðarhnjúk í Eyja-
firði.
„Þetta gefur mér aukna orku og ég sæki
líka í þetta vegna útsýnisins. Það þarf ekki
endilega að fara á hæstu fjöllin. Landslagið
breytist mikið fyrir manni þótt farið sé á
lægri fjöll,“ segir Elínborg. Þá segir hún að
ekki þurfi alltaf að fara langt og nefnir sem
dæmi Reykjaborg í Mosfellssveit. Það fjall
láti ekki mikið yfir sér en útsýnið sé ótrú-
lega mikið.
Elínborg er farin að huga að sumrinu og
ætlar að bæta einhverjum fjöllum við. Hún
ítrekar þó að markmiðið sé ekki endilega að
safna fjöllum.
Elínborg Kristinsdóttir gekk á tuttugu og sjö fjöll á síðasta ári og er byrjuð að undirbúa sumarið
Gefur mér aukna orku
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gestabókin Fjöldi fólks lagði leið sína á Keili um helgina en sleppti því að skrifa í bókina.
Morgunblaðið/Golli
Fjallgöngur Elínborg Kristinsdóttir og Guðni
Sigurjónsson fengu áhuga á fjallgöngum þeg-
ar þeim áskotnaðist gönguhandbók UMFÍ.
VERKEFNI Ungmennafélags Íslands, Fjöl-
skyldan á fjallið, er hluti af stærra verkefni
sem nefnist Göngum um Ísland. Vakin er at-
hygli á tiltölulega auðveldum gönguleiðum á
fjöll og settar gestabækur í póstkassa á
áfangastaðina á fjallstindunum.
Héraðssambönd og ungmennafélög innan
UMFÍ tilnefna fjöll í verkefnið og eru þau
ekki nákvæmlega þau sömu ár frá ári. Verið
er að velja fjöllin um þessar mundir og koma
þau fram í handbókinni sem kemur út eftir
miðjan júnímánuð. Upplýsingarnar verður
einnig hægt að nálgast á vefnum
www.ganga.is. Á síðasta ári voru gestabækur
settar á 24 fjöll. Um sex þúsund göngugarpar
hafa ritað nöfn sín í þau á hverju ári.
Fjölskyldan á fjallið
Franskir dagar | Almennur íbúa-
fundur verður haldinn á fimmtudag-
inn kemur um framkvæmd og skipu-
lagningu Franskra daga 2005, en
hátíðin hefur verið árviss viðburður
á Fáskrúðsfirði mörg undanfarin ár.
Fundurinn hefst kl. 20 í Skrúði, að
því er fram kemur á austurbyggd.is.