Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HVER tekur slysa- og dánarbætur
frá slösuðu fólki og eftirlifandi mök-
um og börnum þeirra og gefur
tryggingafélögunum? Löglegar
slysabætur frá
TR og lífeyr-
issjóðum eru
teknar eign-
arnámi handa
tryggingafélög-
unum sem græða
milljarða.
Þetta gerðu
þingmenn með
lögum nr. 50/
1999. Með þess-
um skaðabótalög-
um voru milljónir í örorku og lífeyr-
issjóðsbótum teknar frá tjónþolum
og gefið til tryggingafélaganna.
Hvað á að kalla svona gjörðir, þing-
menn?
Tryggingafélögin sem græða um
10 milljarða á ári og leika sér með
örorku og dánarbætur slasaðra í 50
þúsund milljóna bótasjóðspotti sín-
um fóru í örokumat til þingmanna.
Með lög um eignarupptöku bóta
gerðu þingmenn þau að stærstu og
mestu bótaþegum á Íslandi.
Nú hefur allsherjanefnd Alþingis
viðurkennt mistök („eignarupptök-
una“) er hún lagði fram breytingu á
skaðbótalögunum. En það kemur
ekki til greina að þingið beri fulla og
ótakmarkaða ábyrgð á eignarupp-
tökunni. Nei, þeir sem tekið var af
með lögum fá ekkert til baka. Ekki
krónu. Þingmenn, tryggingafélögin
þurfa ekki á bótunum okkar á að
halda til að leika sér með í 50 millj-
arða bótasjóðunum þeirra. Þar eru
bætur okkar núna og skilið þeim
strax aftur með lögum.
Í breytingum á skaðabótalög-
unum sem lögð voru fram 8.04. 2005
segir í greingerð í Þskj.1037–681.
mál. Þeir sem verða fyrir meira en
50% varanlegri örorku lenda í frá-
dráttarreglum vegna greiðslna
þriðja aðila sem hafa komið hart nið-
ur á alvarlega slösuðu fólki og ekkl-
um og ekkjum. (það vantar börnin
þarna inn, þingmenn, eða er þau
réttindalaus?) Með breytingunni
1999 voru bætur eftirlifandi maka
lækkaðar verulega þannig að nú eru
dregnar frá „ímyndaðar“ greiðslur
sem hinn látni maki fær ekki. Þ.e. ef
hinn látni hefði lifað af slysið.
Að sparka í dáið fólk með því að
taka með ólögum eignarnámi dán-
arbætur þess er eftir lifa og þá einn-
ig að brjóta stjórnarskrána með því
að mismuna slösuðu fólki með eigna-
töku á bótum þeirra sem eru yfir
50% varanlegri örorku og gefa
tryggingafélögunum bæturnar er
Alþingi og tryggingafélögunum til
ævarandi skammar. En að viður-
kenna eignarupptökuna á Alþingi og
ekki borga til baka bæturnar, hvað
segir það um ábyrgð ykkar? Þið seg-
ist bera ábyrgð og því þurfa góð
laun, er það ekki. Þingmenn og fyrr-
um ráðherrar á launum og eftir-
launum yrðuð þið sáttir við lög sem
gerðu árslaun ykkar upptæk og þau
væru síðan gefin tryggingafélög-
unum og þegar þið færuð að mót-
mæla væri bara sagt afsakið þetta
voru bara lagamistök og þið verðið
bara að sætta ykkur við það bóta-
laust?
Nei, ykkur tjónþegum verður ekki
endurgreitt vegna þess að það væri
stjórnarskrárbrot sagði formaður
allsherjarnefndar á Alþingi. Það er
stjórnarskrárbrot að taka bæturnar
og gefa þær tryggingafélögunum.
Ég skammast mín fyrir Alþingi er
kemur svona fram við slasað og dáið
fólk og aðstandendur þess. Þing-
menn borgið okkur hina ólöglegu
eignarupptöku strax með nýjum lög-
um á þessu þingi.
GUÐMUNDUR INGI
KRISTINSSON
Sléttahrauni 28, Hafnarfirði.
Er þetta ekki aumasta
eignarupptaka sögunnar?
Frá Guðmundi Inga Kristinssyni:
Guðmundur Ingi
Kristinsson
VIÐ skrifum þetta vegna slæmrar
reynslu okkar af þjónustu Iceland-
air. Við höfum átt í baráttu við flug-
félagið út af kröfu okkar um bætur
vegna fimm daga tafar í Flórída í
fyrra. Flugfélagið lætur það sig
engu varða.
Í september í fyrra fórum við
með þremur börnum undir tíu ára
aldri og 70 ára móður minni með
flugvél Icelandair til Orlando í Flór-
ída til að dveljast þar í tveggja
vikna fríi. Þrátt fyrir nokkra felli-
bylji fyrir ferðina til Orlando var
flugferðunum ekki aflýst og til að
tapa ekki peningunum þurftum við
að fara til Flórída – áttum einskis
annars úrkosti. Allt gekk vel þar til
við mættum á flugvöllinn til að fara
með flugvél heim tveimur vikum
síðar, komumst að því að enginn
var við innritunarborð Icelandair og
verið var að loka flugvellinum af ör-
yggisástæðum vegna fellibyljarins
Jean sem var yfirvofandi klukkan
tvö næstu nótt. Þetta var klukkan
fjögur eftir hádegi á laugardegi. Við
vorum algerlega yfirgefin þarna við
skelfilegar aðstæður og þurftum að
leigja aftur bíl og innrita okkur á
„öruggt“ hótel. Við fengum engar
leiðbeiningar eða ráð frá Icelandair.
Þegar okkur tókst að lokum að
ná sambandi við flugfélagið nokkr-
um dögum síðar var okkur sagt að
fluginu hefði raunar verið flýtt, vél-
in hefði farið klukkan tíu um laug-
ardagsmorguninn og flugfélagið
hefði ekki getað náð sambandi við
okkur. Erfitt er að trúa þessu
vegna þess að ferðafulltrúi okkar
var með allar nauðsynlegar upplýs-
ingar um hvernig hægt var að hafa
samband við okkur og í húsinu sem
við leigðum var ekki aðeins sími,
heldur einnig símsvari sem var í
sambandi. Þeir höfðu líka tekið
okkur úr tölvukerfinu og við þurft-
um að fara nokkrum sinnum og
hringja ótal sinnum á flugvöllinn og
til Icelandair (á Íslandi og í Banda-
ríkjunum) til að komast í flug
næstu viku. Þótt fulltrúi Icelandair
hefði sagt okkur að við fengjum
bætur fyrir þann tíma sem við töfð-
umst í Flórída ber flugfélagið því
nú við að þetta hafi verið „óviðráð-
anlegt atvik“ („force majeure“).
Þótt ég viðurkenni að flugfélagið
beri ekki ábyrgð á fellibylnum hef-
ur það sýnt skelfilega litla um-
hyggju fyrir viðskiptavinunum með
meðferðinni á okkur þann tíma sem
við töfðumst í Flórída og í sam-
skiptunum við það síðar.
Neytendaráð flugfarþega ráð-
lagði mér að óska eftir afriti af bók-
un minni úr tölvukerfi Icelandair.
Ég hef nú fengið tvær útgáfur –
eina sem ég fékk þegar ég bað fyrst
um afrit og aðra sem kom þegar ég
spurði hvar í gögnunum kæmi fram
að reynt hefði verið að hafa sam-
band við okkur. Svo furðulega vill
til að í fyrri útgáfunni bendir ekk-
ert til þess að reynt hafi verið að
hafa samband við okkur en í seinni
útgáfunni hefur bæst við lína þar
sem fullyrt er að það hafi verið
Um þjónustu Icelandair
Frá Gayle Shotton:
Á LAUGARDAGINN fórum við Kristrún í hús-
dýragarðinn með barnabörnunum. Þar var margt
skemmtilegt að sjá, kýr og svín, seli og fiska, og hann
stóra bola, Parísarhjólið og fugla úti á flötinni og ým-
islegt annað, sem gladdi augað. En svo hrökk ég í kút:
Þar var líka stórt búr, tómlegt, þar sem valurinn sat á
slá, þar sem fjærst var, einmana og hreyfingarlaus.
Hann minnti á styttu eftir Guðmund frá Miðdal, sem
móðir mín átti, nema hann var ekki jafn mikill um
herðarnar. En hann var jafn líflaus og styttan.
Ánægjan af deginum hafði koðnað niður í leiðindi.
Mér hafði fundist að þetta ætti aldrei fyrir mér að
liggja að sjá fálka í búri. Það var stílbrot. Þetta var að
brjóta siðferði náttúrunnar. Í mínum huga er fálkinn
persónugervingur frelsisins og nú höfðu barnabörn mín
séð hann í fyrsta skipti fanga.
Á leiðinni út úr húsdýragarðinum hresstist ég við að
hitta tvíburana frændur mína, Benedikt og Þóri, sem
voru þarna með afa sínum Árna Þórssyni lækni. Þeir
höfðu fundið hagamús og voru að eltast við hana. Ég
hef verið að reyna að gleðja mig við það, en valurinn
einmanalegi kemur alltaf upp í hugann. Og þessi
spurning stríðir á mig: Hvað á þetta eiginlega að þýða?
Svo að ég hringdi í Húsdýragarðinn og elskuleg
kona sagði mér, að fálkinn hefði fundist í Hveragerði
14. apríl, ósjálfbjarga og löðrandi í grút. Nú hefur hann
verið þveginn tvisvar og er óðum að ná sér. Þetta er
karlfugl og á næstu dögum sjáum við á eftir honum út
í sumarið.
HALLDÓR BLÖNDAL,
forseti Alþingis.
Valur í búri
Frá Halldóri Blöndal:
Morgunblaðið/RAX
Valurinn, sem nú dvelur í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum, var ósjálfbjarga og löðrandi í grút þegar hann
fannst.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞAÐ hefur verið fróðlegt að fylgjast
með fréttum af því hvernig Bretar,
með Jamie Oliver í forsvari ætla sér
að bæta mat sem boðið er uppá í
breskum skólum. Ákveðið hefur ver-
ið að veita sem svarar 33 milljörðum
ísl.kr. til verksins og verður fyrst og
fremst horft til aukinna gæða mat-
reiðslunnar með tilliti til næringar-
þáttarins, bragðgæða og útlits mat-
arins.
Á sama tíma eru borgaryfirvöld í
Reykjavík að kynna væntanlegan
gjaldfrjálsan leikskóla. Það bendir
til þess að nú telji borgaryfirvöld að
reksturinn sé kominn í það góðan
farveg að nú sé svigrúm til lækkunar
gjalda. Það má vel vera að svo sé en
hitt veit ég að það er brýn nauðsyn
til að veita umtalsverðu fé til rekst-
urs mötuneyta í grunnskólum og
leikskólum Reykjavíkur.
Það hefur vakið furðu mína að
Reykjavíkurborg skuli ekki sjá
metnað sinn í að gera kröfu um að
þeir sem vinna við að matreiða fyrir
börnin okkar hafi til þess menntun.
Þegar spurst er fyrir um þetta er
jafnan svarað að það sé svo erfitt að
fá menntað fólk í þessi störf. Ástæð-
an er að mínu mati augljós. Launin.
Ef matreiðslumaður óskar eftir
starfi í grunnskóla eða leikskóla hjá
Reykjavíkurborg þá er hann skikk-
aður til að segja sig úr MATVÍS og
skikkaður til að ganga í Starfs-
mannafélag Reykjavíkur eða Efl-
ingu og vinna skv þeirra launatöxt-
um. Þar er boðið uppá laun sem eru
nokkru lægri en lægstu taxtar MAT-
VÍS. M.ö.o., matreiðslumenn og
matreiðslumeistarar eru velkomnir
til starfa hjá leikskólum eða grunn-
skólum Reykjavíkurborgar ef þeir
sætta sig við að vinna skv. lægri
launatöxtum en kollegar þeirra gera
annars staðar.
Ekki hvarlar það að mér að gera
lítið úr öllu þessu duglega fólki sem
sér um matreiðslu á fyrrgreindum
stofnunum án þess að hafa til þess
menntun. Það er margt hvert hörku-
duglegt og skilar góðu verki. Það
hefur hins vegar orðið svo mikil
breyting á síðustu árum á umfangi
þessara stofnana þannig að í dag eru
matarskammtar mjög víða taldir í
hundruðum í hverju hádegi. Þetta er
ekki lengur þannig að það séu
nokkrir pottar á eldavélinni. Tækin
eru orðin miklum mun fullkomnari
og stærri, innkaupin mjög umfangs-
mikil, aukin tíðni á fæðuofnæmi,
auknari kröfur um hollustu. Aukin
þörf fyrir að kunna skil á uppfylling-
arefnum, bindiefnum, rotvarnar-
efnum o.s.frv.
Það er mjög verðugt verkefni að
matreiða fyrir börn. Þau hafa mjög
ákveðnar skoðanir á því sem boðið
er uppá og láta þær umbúðalaust í
ljós, mörg þeirra hafa alist upp við
einhæft fæði og það er sjáanlegur
munur á hegðun barna eftir því hvað
þau borða. Mistök eða handvömm
við matreiðslu getur haft mjög al-
varlegar afleiðingar í för með sér.
Það var metnaðarfullt skref þegar
ákveðið var að bjóða uppá heitan há-
degisverð í ölllum skólum og ég
skora á borgaryfirvöld að ljúka því
verki með sóma.
J. TRAUSTI MAGNÚSSON,
matreiðslumeistari,
Erluási 20, Hafnarfirði.
Skólamáltíðir
Frá J. Trausta Magnússyni:
NÚ ER lokið eldhúsdagsumræðum
þessa árs og fylgdist ég spenntur
með og eins og venjulega lofuðu
stjórnarliðar gjörðir sínar á liðnum
árum og sáu ekkert annað en góðæri
framundan en stjórnarandstaðan sá
ekkert annað en
svartnætti fram-
undan. Það verð-
ur þó að teljast
rétt hjá báðum
aðilum því í heild-
ina hefur þjóðar-
búskapurinn
gengið vel en það
er þó á kostnað
margra staða úti
á landi, þar sem
hefur orðið gríðarleg fólksfækkun,
atvinnulíf einhæft, allt of hár húshit-
unarkostnaður, um 60% hærri á
íbúðarhúsum og allt að 300% hærri á
atvinnuhúsnæði svo sem verslunar
og iðnaðarhúsnæði, tekjur lágar,
slæmar samgöngur og húseignir
nánast verðlausar.
Ekkert kom fram sem vakti vonir
okkar um að stjórnvöld ætluðu að
grípa til einhverra úrræða til handa
þessum stöðum og til þess að kóróna
vitleysuna þá mun greiðslubyrði
húsnæðislána hækka verulega nú í
hækkandi verðbólgu þrátt fyrir
verðlausar eignir, hækka vegna
þenslu og góðæris annars staðar á
landinu, aðallega vegna hækkunar á
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það
er nú orðið endanlega sannað að það
er ríkisábyrgð á atvinnu og eigum
manna á suðvesturhorninu. Fólki úti
á landi er talin trú um að þetta sé
bara eðlilegt ástand hjá því og fólk
heldur að þetta eigi bara að vera
svona það þýði ekkert að kvarta.
En það er ekki rétt því að á sama
hátt og þeir Halldór og Davíð halda
því fram að lög um eftirlaun alþing-
ismanna og ráðherra séu stjórn-
arskrárvarin þá hlýtur það að stang-
ast á við eignarréttarákvæði
stjórnarskrárinnar að stjórnvöld
með ákvörðunum sínum eða að-
gerðaleysi geti svipt okkur lífstíð-
arsparnaði okkar sem er íbúðar-
húsnæðið okkar.Við krefjumst
réttlætis, við krefjumst aðgerða og
svara um framtíðaráform stjórn-
valda um stöðu þessara staða og ég
auglýsi eftir góðum lögmanni sem
vill láta reyna á eignarrétt okkar
fyrir dómstólum.
Það eru oft ótrúleg skrif og um-
ræða bæði lærðra og leikra um það
að það þýði ekki að sporna við þess-
ari byggðaþróun og undantekn-
ingalaust eru þetta menn sem eiga
heima fyrir sunnan í bullandi góð-
æri. Ætli þeir væru sama sinnis ef
þeir ættu heima úti á landi í verð-
litlum eða jafnvel verðlausum eign-
um sem þeir hafa eytt ævinni í að
borga? Stjórnvöld verða að fara
skilja og hugsa útfyrir borgar-
mörkin að það býr ein þjóð í þessu
landi allsnægta og tími til kominn að
koma eins fram við alla þegna þessa
lands.
VÍÐIR BENEDIKTSSON
Völusteinsstræti 12
415 Bolungarvík
Eldhúsdags-
umræðurnar
Frá Víði Benediktssyni:
Víðir Benediktsson
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg