Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR París síðustu sætin í júní frá kr. 12.990 a. l. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður frábært tækifæri í beinu flugi til Parísar í sumar, 16., 23., 27. og 30. júní. París er einstök borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar á einstökum kjörum. kr. 12.990 Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR MAGNÚS Skúlason, forstöðumað- ur húsafriðunarnefndar, telur ekki útilokað að nefndin geti stutt fjár- hagslega endurbyggingu Mjólkur- samlagshússins í Borgarnesi verði eftir því leitað. Magnús Sigurðs- son, formaður stjórnar hins ný- sameinaða MS/MBF, segist lítið hafa kynnt sér málið en ef erindi með ósk um stuðning við varð- veislu berst muni það verða tekið til athugunar. Sturla Böðvarsson, fyrsti þing- maður Norðvesturlands, mælti með því í Morgunblaðinu í gær að húsið yrði varðveitt og setti fram þá hugmynd að mjólkuriðnaðurinn og húsafriðunarnefnd tækju þátt í endurbyggingu hússins. Húsafriðunarnefnd hefur í ár 128 milljónir til ráðstöfunar í styrki og verkefni og segir Magnús Skúlason að fjárhæðin ráðist ann- ars vegar hjá fulltrúum nefndar- innar og hins vegar hjá fjárlaga- nefnd sem oft hafi lagt lið þegar ákveðin verkefni séu annars vegar. Geta má þess að Mjólkursam- salan í Reykjavík, Mjólkursamlag- ið í Búðardal og Mjólkurbú Flóa- manna tóku við framleiðslu á hinum ýmsu mjólkurvörum Mjólk- ursamlagsins þegar það var lagt niður árið 1981. Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi Ekki útilokað að húsafrið- unarnefnd leggi lið SVEINBJÖRN Sig- urðsson bygginga- meistari lést í Reykjavík sl. föstu- dag á 86. aldursári. Sveinbjörn var fædd- ur í Reykjavík 3. október árið 1919 og voru foreldrar hans Sigurður Oddsson og Herdís Jónsdóttir. Sveinbjörn lauk sveinsprófi í húsa- smíði árið 1940 og réðist fyrst til starfa hjá Almenna bygg- ingarfélaginu. Frá árinu 1942 stund- aði hann verktöku í eigin nafni þeg- ar hann stofnaði fyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson ehf. Sveinbjörn sérhæfði sig fyrstu ár- in í smíði hefðbundinna íbúðarhúsa en síðar var áhersla lögð á ýmsar stórbyggingar og mannvirki, opin- berar byggingar, brýr, sundlaugar, menningarstofnanir, m.a. Borgarleikhúsið, og nokk- uð á þriðja tug leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Sveinbjörn rak fyrir- tækið til ársins 1990 þeg- ar synir hans tóku við stjórnartaumunum en þrír þeirra starfa við fyr- irtækið. Þegar heiðra átti Sveinbjörn á sjötugsaf- mælinu og í tilefni starfs- loka afþakkaði hann gjaf- ir og óskaði þess að stofnaður yrði sjóður til skógræktar. Var trjám plantað í ná- grenni Korpúlfsstaða og er þar nú Sveinbjörnslundur. Þá var hann sæmdur riddarakrossi fálkaorðunn- ar fyrir störf að byggingarmálum. Eftirlifandi eiginkona Svein- björns er Helga Kristinsdóttir. Börn þeirra eru fimm, fjórir synir og ein dóttir. Andlát SVEINBJÖRN SIGURÐSSON BJÖRGVIN G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum, fagnar ákvörðun mennta- málaráð- herra um að fresta fyrir- ætlaðri styttingu stúdents- náms. „Ég er ekki á móti markmiðinu en tillögur ráðherra voru fjarri því að vera boðlegar,“ sagði Björg- vin í samtali við Morgunblað- ið. Að mati Björgvins var málatilbúningur ráðuneytis- ins ekki viðunandi grunnur fyrir þessa breytingu á menntakerfinu. Breyting sem þessi yrði að byggjast á sam- þættingu skólastiganna og vera gerð í nánu samráði við skólasamfélagið. En að mati Björgvins fór því fjarri að þessi skilyrði væru uppfyllt í tillögunum eins og þær voru kynntar. Að sögn Björgvins er stytt- ing á námstíma markmið sem stefna eigi að. Að þessum marki séu margar leiðir en aðferð ráðherra beinist fyrst og fremst að skólum með bekkjakerfi. „Eins og tillög- urnar litu út þá var þetta nánast dauðadómur yfir þess- um skólum,“ sagði Björgvin. „Tillögur ráðherra fólu í sér skerðingu, alvarlega gengisfellingu á stúdentspróf- inu og veikingu á framhalds- skólastiginu. En markmiðið hlýtur að vera að styrkja námið og efla það,“ sagði Björgvin ennfremur. Fagnar frestun á styttingu náms Björgvin G. Sigurðsson sinni. Í kjölfarið var leitað til Blaða- mannafélags Íslands sem tók vel í hugmyndina en ekkert hefur heyrst frá Félagi fréttamanna um málið en einnig var leitað til þeirra, að sögn Björns. Þá hafi ýmsir blaða- og frétta- menn lýst yfir efasemdum um hug- myndina. „Við fengum mikið af athugasemd- um frá blaða- og fréttamönnum, vegna þess að þeir töldu fundina ekki henta íslenskum aðstæðum,“ segir ÁSTÆÐA þess að reglulegir blaða- mannafundir á vegum forsætisráðu- neytisins hafa enn ekki farið af stað eru misjöfn viðbrögð blaða- og frétta- manna við hugmyndinni um slíka fundi, að sögn Björns Inga Hrafns- sonar, aðstoðarmanns forsætisráð- herra. Fyrr í vetur var því lýst yfir að for- sætisráðuneytið hygðist standa fyrir reglulegum blaðamannafundum um þau mál sem efst væru á baugi hverju Björn. Áhyggjurnar sneru að því að erfiðara yrði að ná í forsætisráðherra og að samskipti við fjölmiðla myndu færast alfarið yfir á blaðamannafund- ina. Áhyggjurnar misskilningur Björn segir þessar áhyggjur á mis- skilningi byggðar og tilgangurinn með hugmyndinni hafi ekki verið sá að draga úr samskiptum við fjölmiðla. „Við viljum gera þetta í samvinnu við aðila en ekki til þess að draga úr upplýsingaflæði. Þetta átti frekar að vera til þess að auka það.“ Hann segir að fyrsti blaðamanna- fundurinn hafi reyndar verið haldinn, en það var sameiginlegur blaða- mannafundur með utanríkisráðherra vegna 10 ára afmælis ríkisstjórnar- innar. Enn standi til að koma á reglu- legum fundum, eins og talað hafi ver- ið um og slíkir fundir gætu farið af stað á næstunni. Reglulegir blaðamannafundir forsætisráðuneytis eru enn ekki byrjaðir Blaða- og fréttamenn hafa tekið misvel í hugmyndina REYKJAVÍKURMARAÞON og Ís- landsbanki hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning. Markmið samningsins er að efla áhuga á hlaupinu og stuðla að auk- inni hreyfingu meðal almennings. Hlaupið fer fram laugardaginn 20. ágúst næstkomandi og því ekki seinna vænna fyrir áhugasama að koma sér í form. Á myndinni hlaupa þeir í mark við Kirkjusand í Reykjavík í gær, Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Knútur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurmara- þonsins. Morgunblaðið/Þorkell Íslandsbanki styrkir Reykjavíkurmaraþonið FERÐAFÉLAG Íslands er að láta gera barmmerki með mynd af Lauf- skörðum, milli Móskarðahnúka og Esjunnar, og geta allir þeir sem ganga í skörðin vitjað þeirra á skrifstofu félagsins. Merkin verða tilbúin í lok vikunnar. Útgáfa merkis- ins er liður í því að vekja athygli á þessari skemmti- legu en fáförnu leið. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hefur Ferðafélagið lagt nýjan göngustíg um skörðin og eftir þær umbætur er gönguleiðin flestum fær en áður þótti hún varasöm og nánast eingöngu fyr- ir vana göngumenn. Í greininni kom fram að Laufskörð eru á milli Mó- skarðahnúka og Hátinds Esjunnar. Ekki áttuðu allir sig á þessari lýsingu og því skal hér bætt um betur. Þegar spurt er um staðsetningu Laufskarð- anna hefur Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, sem hefur verið í for- svari umbótamanna í Laufskörðum, gjarnan sagt að þau séu á mótum Esjufjallgarðsins og Móskarða- hnúka og skerist ofan í brúnir fjallanna eins og tvöfalt vaff. Móskarðahnúkar eru austan við Esjufjallgarðinn og vegna þess að þeir eru úr líp- aríti virðist gjarnan sem þar njóti sólar betur og lengur en annars staðar í nágrenni höfuð- borgarinnar. Á vef Ferðafélagsins er lýsing á því hvernig komast má í skörðin: Ekinn er Þingvallavegur. Nokkru ofan Gljúfrasteins er beygt til vinstri inn á veg merktum Hrafnhólum. Sá vegur er ekinn og farið yfir Leirvogsá og þar er beygt til vinstri. Nokkru síðar er vegur á hægri hönd sem lokað er með hliði. Beygt er inn á þann veg og að brúnni yfir Skarðsá. Þar hefst gangan. Gengið er sömu leið til baka.                                                                                            !"  #          $                     #   Fá merki ef þeir ganga í Laufskörðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.