Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING PUNKTAÐU NIÐUR FERÐA- LAGIÐ HJÁLMAR H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, lagði ekki ein- ungis áherslu á húsnæðisvanda skól- ans í ræðu við brautskráningu nem- enda síðastliðinn laugardag, heldur kom einnig með sína tillögu að stað- setningu nýrrar háskólabyggingar. „Sá staður er á reitnum við hlið fyrirhugaðs tónlistarhúss á Austur- höfn, á milli Lækjartorgs og hafn- arsvæðisins. Þar er nægt byggingar- pláss og þar getur sá kraftur sem býr í starfsemi skólans flætt yfir til þeirr- ar starfsemi sem fyrirhugað er að koma fyrir á bakkanum. Listaháskól- inn yrði þarna í hjarta höfuð- borgarinnar og gæti orðið borginni og landinu öllu sú táknmynd sköp- unar og lífsþorsta sem landsmenn og allir utanaðkomandi myndu líta til,“ sagði rektor. Hjálmar sagði nýlega yfirlýsingu menntamálaráðherra, þess efnis að ný bygging háskólans væri forgangs- verkefni menntamálaráðuneytisins, tvímælalaust marka tímamót. Honum finnst umræða um stað- setningu nýrrar háskólabyggingar ekki hafa leitt margt af sér og snúist á köflum frekar um lífs- hætti listafólks en þarfir skólans. Hjálmar sagði húsnæðisvanda leiklistar- og tónlistardeildar hafa verið mjög erfiðan síðastliðinn vetur en að í sumar yrði ráðist í bráða- birgðaaðgerðir til næstu þriggja ára með stuðningi menntamálaráðuneyt- isins. Enda þótt minniháttar aðgerðir séu á dagskrá er heildarvandi skól- ans síður en svo leystur, að mati Hjálmars. „Listaháskólinn er dreifður um alla borg. Nemendur og kennarar þurfa að ferðast þvert og endilangt um borgina ef þeir vilja vinna saman. Verst er þó með hinn huglæga þátt, þ.e. að ávinningurinn sem við sjáum að við getum haft af sambýli list- greinanna er ekki að nýtast okkur nema að litlu leyti. Þessu finnum við mjög mikið fyrir, bæði stjórnendur, starfsmenn og kennarar, en þó ekki síst nemendurnir, sem kalla á þessa samvinnu og bíða tækifæranna sem skapast í óhindruðu flæði á milli list- greinanna.“ Hjálmar er bjartsýnni en áður þegar kemur að byggingu nýs Listaháskóla og segir ástæður þess vera sterka stöðu skólans bæði rekstrar- og ímyndarlega séð, mikla umræðu um hlutverk háskólans í samfélaginu og aukinn skilning sveitarfélaga. „Frumkvæði bæjar- stjórnarinnar í Hafnarfirði á sínum tíma gagnvart Listaháskólanum og nú síðast frá bæjarstjórn Garða- bæjar gagnvart Háskólanum í Reykjavík og Listaháskólanum er sérstaklega eftirtektarvert. Þótt ósk- ir þessara sveitarfélaga hafi ekki gengið eftir er það víst að stóri bróð- ir, Reykjavíkurborg, tók loksins við sér,“ segir Hjálmar. Menntun | Rektor LHÍ fjallar um húsnæðismál skólans Vill byggja á Austurhöfn Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Hjálmar H. Ragnarsson Alþjóðleg ráðstefna víóluleik-ara, kennara, nemenda ogáhugamanna um víóluleik hefst í Reykjavík næstkomandi fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Að ráðstefnunni stendur Víólufélag Íslands sem nýlega varð aðili að Alþjóða Víólusambandinu IVS, International Viola Society. Að sögn Helgu Þórarinsdóttur, leiðara víóluleikara Sinfóníu- hljómsveitarinnar og eins af skipu- leggjendum hátíðarinnar, hefur hún mikla þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, ekki síst víóluleikara, enda er margra og þekktra gesta að vænta á hátíðina. „Þarna verða dregin fram nánast öll íslensk verk sem hafa verið skrifuð fyrir víólu, og íslenskir víóluleikarar eru flestir hverjir að spila á hátíðinni,“ segir hún.    Víólan, eða lágfiðlan, er næst-minnsta hljóðfærið í strengja- hljóðfærafjölskyldunni – aðeins stærri í smíðum en fiðla og stillt fimmund lægra. Að sögn Helgu hef- ur áhugi á hljóðfærinu aukist mjög á undanförnum áratugum. „Þangað til á síðustu öld var víólan hálfgerð ruslakista – þeir sem spiluðu kannski ekki nógu vel á fiðlu lærðu á víólu – þannig að það er mjög lítið til af víólutónlist frá klassíska tíma- bilinu í tónlist. Eitthvað er til frá því rómantíska, en undanfarið hefur hún komið sterkt inn sem einleiks- hljóðfæri og það er mikið skrifað fyrir hana,“ segir hún. Á annað hundrað innlendir og erlendir gestir hafa boðað komu sína á ráðstefnuna, og eru sumir þátttakendur stór nöfn innan víóluheimsins. Má þar nefna Garth Knox, skoskan víóluleikara sem frumflytur verk eftir Daníel Bjarnason ásamt víóluleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og nokkrum öðrum hljóðfærum sem samið var sérstaklega fyrir til- efnið. Tónleikarnir fara fram í Ými og verða þar einnig flutt verk eftir Knox sjálfan. Norðmaðurinn Lars Anders Tomter heldur einnig tónleika í tengslum við hátíðina í Salnum í Kópavogi og leikur rómantísk verk fyrir víólu, þar á meðal norræn. Yuri Bashmet, sem af mörgum er talinn fremsti víóluleikari sög- unnar, mun síðan koma fram á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, sem haldnir eru í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Á tón- leikunum, sem haldnir verða á venjulegum tónleikastað og -stund Sinfóníunnar, næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 19.30 í Há- skólabíói, flytur Bashmet verk eftir Britten, Shostakovich, Hofmeister og Schubert, en hann mun stjórna hljómsveitinni ásamt því að leika einleik á víólu. Helga segir það mikinn feng að fá svo stór nöfn innan tónlistarheims- ins til að taka þátt í hátíðinni. „Við erum auðvitað mjög ánægð með að fá þessa frábæru hljóðfæraleikara hingað til lands. Að hætti Íslend- inga var það fyrsta sem okkur datt í hug að fá þann frægasta og flott- asta til að koma, Yuri Bashmet. Sin- fóníuhljómsveit Íslands hafði sam- band við hann og hann sagði já, og ég held að það hafi ráðið úrslitum um að við fengum að hafa hátíðina hér á landi,“ segir Helga, en nokkur lönd sóttust eftir því að halda hátíð- ina í ár.    Á ráðstefnunni, sem skiptist ítónleika, fyrirlestra og kennslu á víólu, auk samspils ráð- stefnugesta, verður íslensk tónlist í öndvegi. Hafa þó nokkur tónverk verið samin af íslenskum tón- skáldum sérstaklega fyrir ráðstefn- una, sem verða frumflutt. Auk ofantalins verks sem Garth Knox flytur má nefna nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson, skrifað fyrir Þórunni Ósk Marínósdóttur, verk fyrir víólurnar í Sinfóníuhljómsveit Íslands, skrifað af Oliver Kentish og útsetningu Ingvars Jónassonar á Ís- lenskum rímnadönsum eftir Jón Leifs fyrir víóluhópinn. Þá mun Helga Þórarinsdóttir spila nýja víólusónötu eftir Þórð Magnússon, Jónína Auður Hilmarsdóttir flytja nýtt verk eftir Karólínu Eiríks- dóttur, Herdís Anna Jónsdóttir mun leika verk eftir Áskel Másson og Svein Lúðvík Björnsson fyrir víólu og slagverk. Stefanía Ólafsdóttir mun leika nýtt verk eftir Ólaf Ax- elsson og verk Finns Torfa Stefáns- sonar fyrir víólu og bassaklarinett verður flutt af erlendum gestum, svo dæmi séu tekin. „Mjög mikill meirihluta verkanna sem verða flutt á hátíðinni eru ís- lensk, og ég held nánast að við séum að spila allt sem íslensk tónskáld hafa samið fyrir víólu,“ segir Helga. Hún segist telja að hátíðin verði mikil lyftistöng fyrir íslenskt tón- listarlíf, ekki síst fyrir víóluleikara. „Það er svo mikill vaxtarbroddur í svona framtaki,“ segir hún. „Við er- um að spila ný verk, hitta víóluleik- ara annars staðar frá og hlusta á þá spila og tala við þá. En hátíðin er að sjálfsögðu opin öllu áhugafólki um tónlist og við vonum að þeir eigi eft- ir að njóta vel.“ Fyrir utan tónleika Yuri Bash- met, sem fara fram í Háskólabíói, Garth Knox, sem fara fram í Ými og Lars Anders Tomter, sem fara fram í Salnum, fara allir tónleikar víólu- hátíðarinnar fram í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Hægt er að nálgast miða á staðnum. Áhugi á víólunni eykst ’Víólan, eða lágfiðlan,er næstminnsta hljóð- færið í strengjahljóð- færafjölskyldunni – aðeins stærri í smíðum en fiðla og stillt fimmund lægra. ‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Jökull Víóluleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands koma fram á alþjóðlegri víóluráðstefnu í Reykjavík um næstu helgi í ýmsum samsetningum, þ. á m. allir saman í einu og sama verkinu. Að ráðstefnunni stendur Víólufélag Íslands. ingamaria@mbl.is Garth Knox frumflytur nýtt verk eftir Daníel Bjarnason ásamt víóluleikurum Sinfóníunnar og fleiri hljóðfærum. Yuri Bashmet ætlar bæði að stjórna og spila einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Lars Andres Tomter heldur tón- leika í Salnum á hátíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.