Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 37 MINNINGAR ✝ Benedikt MárAðalsteinsson fæddist á Akureyri 17. nóvember 1957. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 24. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Aðal- steinn Árni Baldurs- son, f. á Sandhólum á Tjörnesi 29. des- ember 1933, d. 21. október 1959, og Anna B. Sigmunds- dóttir, f. á Vöglum í Hörgárdal 7. janúar 1930. Benedikt kvæntist 1. október 1988 Jóhönnu Davíðsdóttur, f. 21. ágúst 1960. Þau eiga tvær dætur, Írisi f. 5. júní 1989 og Snjólaugu f. 18. nóv. 1996. Úr fyrri sambúð átti hann með Guðlaugu Jóhannesdóttur son- inn Aðalstein Árna f. 16. sept. 1983. Benedikt lauk versl- unarprófi frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst 1977 og stúdentsprófi frá FB 1987. Hóf hann síð- an nám í viðskipta- fræði við HÍ sem hann lauk 1992. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga á árunum 1977–1985 en eftir að hann lauk námi sínu í HÍ starfaði hann við bókhald hjá Reykjavíkurborg. Útför Benedikts fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Á þriðjudagsmorguninn var barst starfsmönnum framkvæmdasviðs andlátsfregn Benedikts Más Aðal- steinssonar. Við vissum öll að Bene- dikt Már barðist hetjulegri baráttu við sjúkdóm sinn, en samt kom and- látsfregnin okkur í opna skjöldu. Því þrátt fyrir erfið veikindi mætti Benedikt til vinnu allt fram undir það síðasta. Á föstudeginum í síð- ustu viku fór hann heim um hádegi og öll vonuðum við að hann kæmi aftur. Svo fór þó ekki. Benedikt var starfsmönnum framkvæmdasviðs afar kær og hann var okkur gott fordæmi í svo mörgu. Æðruleysi hans og öll framkoma gagnvart okk- ur á síðustu mánuðum hefur haft djúp áhrif á okkur. Benedikt hóf störf fyrir Reykja- víkurborg fyrir 13 árum, þá hjá embætti borgarverkfræðings og sinnti hann störfum sínum einstak- lega vel. Starfsvettvangur Bene- dikts var alla tíð bókhald og á ferli sínum tók hann m.a. þátt í innleið- ingu nýs bókhaldskerfis Reykjavík- urborgar og nú undir það síðasta vann hann að endurskipulagningu alls reikningshalds á framkvæmda- sviði og stýrði jafnframt bókhalds- deild sviðsins. Hann vann náið með starfsfólki ráðhússins og á þeim tíma sem ég starfaði með honum heyrði ég mörg hlý orð í hans garð bæði frá þeim og eins starfsfólki framkvæmdasviðs. Hann var áreið- anlegur, nákvæmur og bjó yfir mik- illi reynslu sem nýttist vel í þeim breytingum sem nú standa yfir hjá framkvæmdasviði. Benedikts er sárt saknað af okkur og verður skarð hans vandfyllt. Fyr- ir hönd starfsmanna sviðsins votta ég fjölskyldu Benedikts okkar inni- legustu samúð. Hrólfur Jónsson sviðsstjóri. Kveðja frá Unglingaráði Knattspyrnudeildar Breiðabliks Benni var einn af föstu punkt- unum í stelpuboltanum í Breiða- bliki. Í mörg ár var hann búinn að taka þátt, vera virkur félagi og standa á hliðarlínunni með góðum hópi fólks og fylgja sínum stelpum og öllum hinum. Benni var góður Bliki en öll vissum við að hann var að norðan og líka Þórsari í húð og hár, og hann minnti okkur oft á það. Benni var mikill áhugamaður um framfarir og þróun í starfinu hjá okkur Blikum og sérstaklega er mér minnisstæður mikill áhugi hans og áróður fyrir frambærilegri kennslu í markvörslu og á tíðum brá hann sér sjálfur í kennarahlutverkið. Með Benna er góður og dyggur félagi fallinn frá fyrir aldur fram og söknuðurinn er mikill. Mörg höfum við fylgst með æðrulausri baráttu hans við erfið veikindi, sem nú er lokið. Fyrir hönd Unglingaráðs Knattspyrnudeildar Breiðabliks votta ég Jóhönnu, börnum og öllum aðstandendum innilega samúð okk- ar allra. Ari Skúlason. Þær hörmulegu fregnir bárust okkur á þriðjudaginn var að hann Benni okkar væri dáinn langt fyrir aldur fram. Þetta voru mjög óvænt tíðindi þótt hann hafi verið búinn að berj- ast við mikil veikindi í þó nokkurn tíma. Fyrstu kynni okkar af þessum yndislega manni voru fyrir átta ár- um er Anna hóf störf hjá honum í bókhaldsdeild borgarverkfræðings, en Kristín fylgdi í kjölfarið tveimur árum síðar er hún hóf sumarstörf hjá skrifstofu borgarverkfræðings. Hans sterki karakter og útgeislun hafði mikil áhrif á þann góða starfs- anda sem ríkt hefur hjá okkur. Hann miðlaði þekkingu sinni til okkar og allra sem leituðu til hans og var hjálpsemi hans ómetanleg hvort heldur var faglega eða per- sónulega. Hans stærstu áhugamál voru fótbolti og tónlist og þótt við mæðgur deildum ekki þessum áhugamálum hans þá hreif hann mann með sér, þannig var hann. Hann hafði fjölskyldu sína í fyrir- rúmi og elskaði hana mikið. Hann spjallaði gjarnan um áhuga- mál fjölskyldunnar og finnst okkur mæðgum við þekkja þau öll og fylgdumst meðal annars með hvern- ig garðurinn tók stakkaskiptum þegar Jóhanna var að garðyrkju- störfum, skólagöngu Adda og fót- bolta Írisar og Snjólaugar. Við minnumst þess einnig hversu glaður hann varð yfir því að móðir hans flutti suður því að þá gátu þau umgengist hana oftar. Það verður erfitt að fylla hans skarð því hann var mjög góður mað- ur. Sárt er að kveðja þig Benni okk- ar, við söknum þín mikið, þú ert mikil hetja í okkar augum. Við mun- um aldrei gleyma þér heldur munt þú lifa áfram í hjörtum okkar. Þú varst góður vinur. Elsku Jóhanna, Addi, Íris, Snjó- laug og Anna, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra og megi Guð vera með ykkur. Anna og Kristín. Benedikt Már Aðalsteinsson hef- ur kvatt okkur eftir erfiða baráttu við krabbamein. Benedikt eða Benni eins og hann var alltaf kallaður, var stoð og stytta okkar í knattspyrnu- deild Breiðabliks. Skipti þá engu hvort um var að ræða að sjá um lið í mótum eða vera umsjónarmaður fyrir flokka sem dætur hans æfðu með. Fyrir okkur þjálfarana var Benni hinn fullkomni umsjónarmaður. Hann sinnti flokknum og Breiða- bliki ávallt eins vel og best var á kosið. Hann gerði jákvæðar og sanngjarnar kröfur á dætur sínar, aðra iðkendur og okkur þjálfarana. Eftir ráðleggingar hans stóðum við eftir styrkari fótum en fyrr og ekki síður betri manneskjur og þjálfarar. Benni var vakinn og sofinn yfir velferð dætra sinna innan vallar sem utan. Hann var þeim góð fyr- irmynd og fylgdi áhugamálum þeirra eftir af áhuga. Hann var oft með þær á einkaæfingum og skipti þá engu hvort stofan væri lögð und- ir fótboltavöll eða grasflötin í garð- inum. Áhugi hans var slíkur að hann var með einna bestu mætinguna á æfingar af öllum stelpunum. Þó við vitum að við munum ekki framar fá frá honum góð ráð eða njóta stuðn- ings hans í starfi okkar þá erum við sannfærð um að hann mun örugg- lega fylgjast með okkur á æfingum og í leikjum. Hann verður í huga okkar og hjarta og taka þátt í sigr- um okkar og ósigrum. Um leið og við kveðjum þig, elsku Benni okkar, viljum við þakka þér fyrir skemmtilegar stundir og frá- bært starf þitt fyrir félagið í gegn- um árin. Við sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristrún Lilja Daðadóttir, Erna Þorleifsdóttir, Guðmundur Magnússon, Úlfar Hinriksson og Bjarni Gaukur Þórmundsson. Það kom sem reiðarslag síðastlið- inn þriðjudag þegar þær fréttir bár- ust okkur að hann Benni væri dáinn. Hann var búinn að berjast hetjulega við illvígan sjúkdóm um nokkurn tíma sem sigraði hann að lokum. Við bjuggumst allar við því að hann myndi ná sér, líklega vegna þess hve jákvæður og sterkur hann var og hve vel hann bar sig allan þann tíma sem hann barðist við þennan skaðræðissjúkdóm. Benni var ótæmandi viskubrunnur er kom að bókhaldi, það var alltaf hægt að leita til hans og hann tók sér alltaf tíma til að útskýra og leiðbeina. Hann var mjög hvetjandi karakter og það skil- aði sér til okkar sem unnum með honum. Við höfum lært svo ótal margt af honum. Hann hafði alltaf frá einhverju áhugaverðu að segja, hvort sem það var um tónlist, bækur eða fótbolta. Hann var einnig mikill fjölskyldumaður og ákaflega stoltur af börnunum sínum. Hann var ein- faldlega frábær og það er mikill missir að hann sé farinn úr þessum heimi. Elsku Jóhanna, Íris, Snjólaug, Addi og Anna við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur frá okkur í bókhaldinu. Hvíldu í friði kæri vinur, við söknum þín mikið, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Regína, Linda og Harpa. Benedikt Már eða Benni pabbi hennar Írisar, eins og við nefndum hann alltaf á okkar heimili er dáinn, langt fyrir aldur fram. Við kynnt- umst Benna og fjölskyldu hans fyrst þegar dætur okkar Hlín og Íris byrjuðu saman á leikskólanum Stubbaseli í Kópavogi. Þær voru 2ja ára þá og hafa verið bestu vinkonur síðan. Þær eru núna að klára 10. bekk. Leiðir okkar lágu mest saman í gegnum aðaláhugamál stúlknanna, sem er fótbolti. Þær byrjuðu snemma í Breiðablik og hefur sá tími sem við höfum eytt saman á hliðarlínunni að styðja og hvetja stúlkurnar verið okkur dýrmætur. Það er of langt mál að telja upp alla þá kosti sem Benni hafði. Besta lýs- ing sem við höfum á honum er að hann var svo mikill fjölskyldumað- ur, börnin hans og vinir þeirra, voru umvafin kærleika hans, leiðbeining- um, hvatningum og hlýju. Við fjölskyldan erum þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast svo góð- um manni. Elsku Jóhanna, Aðalsteinn, Íris og Snjólaug, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur Fjölskyldan Kársnesbraut 41. Enginn ræður sínum næturstað. Þessi orð eru búin að vera mér of- arlega í huga síðustu vikuna eftir ótímabært fráfall svila míns. Þó svo að síðustu mánuðina hafi verið ljóst að hverju dró, var þessi síðasta rimma bæði snörp og óvægin. Við sem hjá stöndum erum hljóð og hnípin og eigum ósköp erfitt með að finna huggunarorð við hæfi. Benedikt var óvenju vel gerður drengur, fríður sýnum, vel máli far- inn og bar norðlenskum uppruna sínum fagurt vitni alla tíð. Hann lagði aldrei illt orð til nokkurs manns og reyndi umfram allt að gera gott úr því sem að höndum bar. Á þessa mannkosti reyndi umfram aðra síðasta eitt og hálfa árið. Eftir að dómurinn hafði verið upp kveð- inn, tók hann örlögum sínum með einstöku æðruleysi og hélt sínu striki ótrauður áfram. Hver mán- uður og hver dagur sem hann gat haldið daglega lífinu í föstum skorð- um hjá sér og sínum var óhemju dýrmætur og tíminn nýttur vel í samræmi við það. Það var staðið á meðan stætt var og fram á síðasta dag reyndi hann eftir megni að hlífa öðrum við veikindum sínum. Eftir á að hyggja sér maður hvílíkan ofur- mannlegan kraft og vilja hefur þurft til þess að stunda vinnuna og fjöl- skylduna eins vel og hann gerði, jafn veikur og hann reyndist vera þegar lokarimman dundi yfir. Eng- inn getur verið ósnortinn eftir að hafa orðið vitni að jafn drengilegri baráttu. Missir Jóhönnu og dætranna, Að- alsteins og Önnu er mikill, en eftir lifa minningar um góðan eiginmann, faðir og son sem alltaf var til staðar, hvetjandi og jákvæður og hikaði hvergi ef velferð þeirra var í húfi. Þau geta alla tíð verið þess fullviss að hefði hann fengið að ráða sínum næturstað hefði hann verið hjá þeim. Við Steingrímur og dætur okkar þökkum fyrir samleiðina með Bene- dikt og vottum Jóhönnu, börnunum og Önnu samúð okkar. Hvíli hann í friði. Kristín K. Alexíusdóttir. Þá ertu farinn minn kæri vinur. Þú varst alltaf svo góður við mig. Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa þegar ég þurfti á hjálp að halda. Þau voru mörg sumrin sem þú mættir á æfingar hjá okkur og tókst mig í smáþjálfun. Kenndir mér fyrstu markmannstaktana og alltaf talaðir þú um snerpuna í boltanum, að hún þyrfti að vera 100% þegar í leik kæmi. Þú varst svo ákveðinn í að koma mér út í atvinnumennskuna og í landsliðið. Ég man þú stóðst oft á hliðarlínunni og kallaðir til mín ef ég gerði einhver mistök. Þá gerði ég líka ekki sömu mistökin tvisvar. Þú tókst mér eins og ég var og er ég þér mjög þakklát fyrir það. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég á ávallt eftir að minnast þín. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Eydís Sigurðardóttir, 3. flokki kvenna Breiðabliki. Á þessu bjarta vori hefur Benni í bókhaldinu kvatt okkur. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu góður samstarfsmaður og félagi. Áfram dvelur þó hjá okkur minning um af- bragðs fagmann sem sinnti bókhaldi okkar afar vel. Fyrir honum snerist bókhald ekki bara um reikninga og tölur heldur um verkefnin, fólkið sem vann vinnuna og hvernig mætti bæta árangur. Hann var sérstak- lega vel liðinn hjá starfsfólki Um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar sem hann var sífellt reiðubúinn að veita ráðgjöf og leiðbeina. Ávallt reiðubú- inn og alltaf með bros á vör allavega út í annað. Hans verður sárt saknað. Persónulega á ég eftir að sakna Benna á fótboltavellinum í sumar. Fótbolti var honum mikið hjartans mál og við vorum sammála um gildi þess fyrir börn og unglinga að stunda íþróttir. Um þetta gátum við rætt löngum stundum. Líka þegar við hittumst á vellinum og fylgd- umst með dætrum okkar takast á. Þar, sem annars staðar, var Benni mikið prúðmenni. Engum duldist að hann var mikill Blikari en hann hrósaði líka andstæðingunum þegar þær áttu það skilið. Mér er það sér- staklega minnisstætt þegar dóttir mín og liðskonur hennar í Val töp- uðu fyrir Breiðabliki sl. sumar. Leikurinn átti sér stað á sama tíma og Benni var að ganga í gegnum erf- iða krabbameinsmeðferð og engum duldist að það var mikið álag á hon- um bæði líkamlega og andlega. Dag- inn eftir leikinn hringdi Benni í mig til þess að segja mér að hann vonaði að dóttir mín hefði ekki verið miður sín eftir leikinn og hrósaði frammi- stöðu hennar. Þetta atvik kemur svo oft upp í huga minn þegar ég hugsa um Benna. Mér finnst það segja svo margt um hans persónu. Svo óeig- ingjarn og umhugað um velferð samferðarmanna sinna í gegnum líf- ið. Þar skipaði fjölskylda hans að sjálfsögðu fyrsta sæti en engum gat dulist hvað Benni var hamingjusam- ur og stoltur fjölskyldufaðir. Fyrir hönd starfsfólks Umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar færi ég fjölskyldu Benna einlægar samúðar- kveðjur. Ellý Katrín Guðmundsdóttir. Mig langar með þessum fáu orð- um að minnast Benedikts vinar míns. En við kynntumst í Oddeyr- arskólanum á Akureyri þegar við vorum ungir drengir. Benni var árinu yngri en ég og því hittumst við ekki oft á skólatíma heldur því oftar að skólavetri loknum. Því við Benni áttum það sameiginlegt að sleppa að mestu við það að vera sendir í sveit og gátum því nokkuð óáreittir stundað það sem okkur fannst skemmtilegast, en það var að vera í fótbolta og enn meiri fótbolta. Við Benni vorum sem sagt í hópi þeirra ungu drengja sem á hverju vori lögðu undir sig norðurhluta skólalóðarinnar og breyttu henni í moldarflag er líða tók á sumarið. En leiðir okkar skildu og þá flutti ég suður nokkrum árum seinna. Því segir ekki meira af okkur fyrr en 25 árum seinna er ný fjölskylda flutti inn í húsið handan við götuna þar sem ég bý. Ég tók strax eftir því hvað eiginmaðurinn var duglegur að leika við ungan son sinn á grasbletti þar rétt hjá. Þá fannst mér hreyf- ingar hans og göngulag eitthvað svo kunnuglegt. Nokkrum dögum seinna komst ég svo að því að hér var Benni kominn, en hvítu lokkarnir á annars skol- hærðum kolli hans höfðu bara dofn- að með árunum. Við þessi endurnýjuðu kynni okk- ar hófst vinátta sem við lögðum rækt við. Því við áttum það líka sameiginlegt að hafa gaman af því að hlusta á góða tónlist. Sú ánægju- lega hefð skapaðist því á mínu heim- ili, að Benni leit við og þá gjarnan með nokkra diska í hendi sem renna þurfti í gegnum græjurnar. Stund- um var stiklað á stóru en þess á milli voru eins konar þemakvöld hjá okkur þar sem ákveðnar hljómsveit- ir voru teknar fyrir. Því var Benni ekki bara vinur minn, heldur fjöl- skylduvinur sem sárt verður saknað á okkar heimili. Jóhönnu, dætrum og syni vottum við okkar dýpstu samúð. Atli Hermannsson, Ingibjörg Róbertsdóttir. Kynntist Benna haustið ’75 þegar við byrjuðum í Samvinnuskólanum á Bifröst. Jákvæður og góður strákur sem hlustaði á Genesis og Gentle Giant. Tónlist hefur verið okkar sameig- inlega áhugamál í gegnum tíðina, hann hafði þolinmæði fyrir tormeltri tónlist og tókst endalaust að finna tónlist sem varla nokkur hlustaði á. Oft fylgdu þær leiðbeiningar með því sem maður fékk lánað að það gerðist ekkert fyrr en eftir tíu skipti. Hann sýndi mikinn áhuga á öllu sem hann gerði, hvort sem það var uppeldi barnanna, vinnan eða eitt- hvað annað, alltaf jákvæður og þol- inmóður. Það er aðdáunarvert hvað Benni tók veikindum sínum af mikilli skyn- semi, hann nýtti tímann vel til þess að undirbúa alla fyrir það ef allt færi á versta veg. Hann skynjaði líf- ið miklu sterkar, varð jákvæðari og gjafmildari en nokkru sinni fyrr. Það er gott að vita að svona er hægt að horfast í augu við örlög sín. Kæri vinur þú komst mér veru- lega á óvart, stærri, sterkari og heil- steyptari innst inni en ég hafði gert mér grein fyrir, þú varst Gentle Giant. Elsku Anna, Jóhanna, Addi, Íris og Snjólaug, við Inga sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Oddgeir. BENEDIKT MÁR AÐALSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.