Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 57 ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLF BAKKI HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 HOUSE OF WAX VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HOUSE OF WAX kl. 5.45 - 8 - 9.15 - 10.20 B.i. 16 THE WEDDING DATE kl. 7 - 8 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 6 THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE JACKET kl. 10.30 B.i. 16 SAHARA kl. 6 - 8.15 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 THE PACIFIER kl. 4 HOUSE OF WAX kl. 8 - 10 THE WEDDING DATE kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 8 Star Wars Episode III kl. 8-10.45 HOUSE OF WAX kl. 8 - 10.10  Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu, Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum og Chad Michael Murray úr One Tree Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára. ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum Debra Messing Dermot Mulroney i t l    Hverjir skipa sveitina? Hermann Albert Jónsson og Sig- urvin Sindri Viktorsson gítarleik- arar, Haraldur Gunnar Guðmunds- son bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommari og Hreiðar Már Árnason söngvari. Hver er heimspekin á bakvið hljómsveitina? Heimspekin er eflaust sú að við erum að spila til heiðurs fólkinu sem hefur gefið okkur allt sem við eigum. Við heiðrum foreldra okkar með lögunum okkar, við heiðrum heimahaga okkar með lögunum okkar, við heiðrum ríkisstjórnina okkar með lögunum okkar. En fyrst og fremst heiðrum við Morgun- blaðið með lögunum okkar! Hvenær var hún stofnuð og hvernig at- vikaðist það? Hljómsveitin var stofnuð sumarið 2003 sem dúett og þá spilaði Sigur- vin á gítar og barðist við söng og Hermann á bassa sem og gítar … Hljómsveitin gerði ekkert í hálft ár nema að taka upp í heimastúdíóinu. Hún var orðin leið á að geta ekki spilað á tónleikum svo það var talað við gamlan skólafélaga og honum boðið bassahlutverkið og frænda Sigurvins boðið á trommustólinn. Þá var hljómsveitin komin í smávegis form en það leið ekki á löngu þar til nokkrir ungir drengir fóru að mæta á æfingar hjá bandinu til þess að hlusta, þar á meðal drengur að nafni Hreiðar Már sem tók svo við söngnum í Gay Parad. Hvaða tónlistarmenn eru hetjur ykkar? Við erum allir afskaplega ólíkir hvað varðar tónlistarsmekk og hetjurnar eru afskaplega margar. En auðvitað segir maður Les Claypool sem er bassaleikari bandsins Primus og hefur gert marga aðra góða hluti á ævi sinni. Við skulum bara segja það, annars væri Superman efstur ef hann spilaði á hljóð- færi… Eru einhverjir innlendir áhrifavaldar? Jájá, það er náttúrulega Þeyr sem er bara án efa eitt besta band sem hefur verið í gangi hér á Íslandi. Svo erum við allir miklir Bob-menn, en hægt er að nálgast lög með þeim á rokk.is, en svo dettur mér ekkert í hug á þess- ari stundu … Hvað finnst ykkur um íslenska tónlist í dag? Íslensk tónlist er æði og í frábæru formi. Mjög góðar aðstæður fyrir hljómsveitir til að æfa sig og það er aðalástæðan held ég fyrir því að það er svo margt gott að gerast núna í íslenskri tónlist. Mörg frábær bönd að koma upp og það er ekki til neins að reyna að telja upp eitthvað, það er svo mikið. Er auðvelt að fá að spila á tónleikum? Jájá, við höfum alltaf verið beðnir um það. Er auðvelt að gefa út? Við bara vitum það ekki. Það kem- ur í ljós á næstu mánuðum. Segið eitthvað um lögin sem þið eruð með á Rokk.is. Lagið „I Got Robbed by the Cokemachine“ er saga eins meðlims hljómsveitarinnar. Þetta gerðist í bíóferð að sjálfsali gleypti tvöhundruð krónurnar hans. Hann hélt þó sínu striki áfram næstu vikuna eða svo, svo brotnaði hann niður. Sálfræðingur hans ráðlagði hon- um að sigrast á óttanum með því að skrifa ljóð eða texta um sálarlega missinn. Þetta lag er þó orðið gam- alt og úrelt. „A Lover’s Goodbye“ fjallar um samkyn- hneigt par sem á í vandræðum í sambandinu og er ekki visst um kynhneigð sína, ýmsar sveiflur í gangi. Upprunalega hét það „All Over Goodbye“, en með- limur sveitarinnar kynnti það vitlaust á hljómleikum og það festist bara. Það er líka frekar gamalt lag. Hver er mesti gleðigosinn í sveitinni? Markús (Hreiðar). Hvað er á döfinni hjá ykkur? Við erum að semja efni á disk og förum von bráðar að taka hann upp. Eitthvað að lokum? Já, bara verið glöð, hlustið á góða tónlist og hafið gaman af lífinu. Hermann Albert Jónsson, Sigurvin Sindri Viktorsson, Haraldur Gunnar Guð- mundsson, Gunnar Leó Pálsson og Hreiðar Már Árnason skipa Gay Parad. Hljómsveit Fólksins | Gay Parad Hljómsveit Fólksins þessa vik- una er Gay Parad, en Morgun- blaðið velur Hljómsveit Fólksins á tveggja vikna fresti. Tilgang- urinn er að kynna og styðja við grasrótina í íslenskri tónlist, en sífellt er að verða auðveldara að taka upp tónlist og fjölgar þeim mjög sem það stunda. Um leið er ákveðin hætta á að hæfi- leikaríkir tónlistarmenn týnist í fjöldanum. Hljómsveit Fólksins er í samstarfi við Rás 2 og Rokk.is, en hægt er að lesa við- talið á Fólkinu á mbl.is. Þar eru einnig tenglar á þrjú lög sveit- arinnar sem geymd eru á Rokk- .is. Lag með Gay Parad verður spilað í dag í þætti Ólafs Páls Gunnarssonar, Guðna Más Henningssonar og Freys Eyj- ólfssonar á Rás 2, Popplandi, sem er á dagskrá kl. 12.45–16 virka daga. Morgunblaðið/Þorkell GALLERÍ Humar eða frægð / Smekkleysa Plötubúð í kjall- ara Kjörgarðs á Laugavegi hefur getið sér gott orð sem staður fyrir myndlist og tónlist. Um helgina var opnuð ný sýning á staðnum, sem ber nafnið Coming Soon. Sýningin er samvinnuverkefni myndlistakvennanna Ólafar Nordal og Kelly Parr. „Í þessum fyrsta áfanga viðra þær niður- stöður úr samtölum þeirra á milli varðandi sölu og kaup á ímyndum og hvernig bæði skáldskapur og staðreyndir eru notaðar í auglýsingar og ímyndasköpun, annað hvort af illri nauðsyn eða innri þrá,“ segir í tilkynningu. Til viðbótar var boðið uppá „væg tónlistaratriði“. Myndlist | Coming Soon í Galleríi Humar eða frægð Skáldskapur og staðreyndir Hilmar Grétarsson og Atli Bollason. Morgunblaðið/Þorkell Janus Anus, Stáli Stuð og Big Dick Slim í hljómsveitinni Rass. 28.05. 2005 7 7 1 5 5 1 0 4 9 3 1 21 22 24 28 29 25.05. 2005 2 6 13 20 26 44 7 16 32 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Ætlarðu að grilla í sumar? Verið velkomin á fyrirlesturinn „Góð ráð við grillið“ hjá Umhverfisstofnun í dag þriðjudaginn 31. maí kl. 15-16. Aðgangur ókeypis. Fyrirlesarar eru Ingólfur Gissurarson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og Grímur Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Fyrirlesturinn verður haldinn hjá Umhverfisstofnun að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.