Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðríður Stef-anía Vilmunds- dóttir fæddist í Sjó- lyst í Grindavík 19. desember 1935. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu í Víðihlíð í Grindavík 22. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Vil- mundur Stefánsson, f. 12. september 1902, d. 11. nóvem- ber 1989, og Marín Margrét Jónsdóttir, f. 22. febrúar 1905, d. 29. desember 1973. Systkini Guðríðar eru Sæbjörg María, f. 10. apríl 1940, Sigurður Jón, f. 19. mars 1945 og Björgvin, f. 7. júní 1947. Hinn 29. september 1956 giftist Guðríður Jóni S. Þórðarsyni bif- vélavirkja, f. á Hellisandi á Snæ- fellsnesi 20. maí 1934. Þau eiga þrjár dætur, þær eru: 1) Marín Margrét skrifstofumaður, f. 4. júlí 1957, gift Óla Kristni Hrafnssyni verkstjóra, f. 12. ágúst 1956. Börn þeirra eru Sigrún Erna, f. 29. október 1978, og Sigurður Stefán, nemi, f. 3. september 1987. 2) Sig- ríður Dagbjört sjúkraliði, f. 21. febrúar 1961, gift Ein- ari Ólafi Steinssyni vélstjóra, f. 22. nóvem- ber 1960. Börn þeirra eru Hildur iðnaðar- tæknifræðingur, f. 17. október 1980, Jón nemi, f. 6. febrúar 1986, Haukur, f. 8. maí 1990, og Elísabet, f. 23. október 1995. 3) Rut hagfræðingur, f. 6. ágúst 1966, gift Ágústi Jóhanni Gunn- arssyni tannlækni, f. 3. júní 1963. Börn þeirra eru Gunnar Egill, f. 1. september 1993, Marín Lilja, f. 10. febrúar 1996 og Kári Hrafn, f. 2. mars 1998. Guðríður ólst upp í Grindavík. Árið 1955 lá leið hennar til Ísafjarð- ar og lauk hún námi frá Húsmæðra- skólanum á Ísafirði ári síðar. Guð- ríður og Jón hófu búskap í Njarðvík árið 1956. Guðríður vann lengst af í byggingavöruversluninni VP í Keflavík en síðustu ár starfsævinn- ar í þvottahúsi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Útför Guðríðar verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í minningu bernskunnar var mamma aldrei veik. Við áttum því erfitt með að skilja og átta okkur á að mamma væri raunverulega veik. Mamma sætti sig seint við að vera sjúklingur, beit á jaxlinn og sinnti sinni vinnu. Mamma var skapgóð og umburð- arlynd við okkur systurnar sem loddum lengi við pilsfaldinn. Hún var glaðlynd, blátt áfram, gerði grín og hló mikið. Með glensi sínu hefur hún stuðað marga í gegnum tíðina en alveg óvart. Hún gerði mikið grín að sjálfri sér og okkur systrum. Það góða við mistök og smáslys er hve hollt er að læra af þeim og oft hægt að hlæja að þeim. Það sem þið getið hlegið sagði vinkona Rutar eitt skiptið og er minnisstætt því það eiga víst ekki allir svona auðvelt með að taka lífinu svona létt eins og mamma. Mamma vann lengst af í bygg- ingavöruverslun VP í Keflavík og seldi þar pípulagnir. Hóf störf um það leyti sem verið var að leggja hitaveituna. Hún hafði lítið sem ekk- ert vit á pípulögnum og var dálítið smeyk við starfið í upphafi en var fljót að læra og naut sín lengi og vel í starfinu. Okkur systrum fannst af- ar þægilegt að geta hringt í mömmu ef þurfti að laga leka, ofn sem ekki hitnaði eða þvottavélina. Mömmu var afar annt um heimili sitt. Lagði mikinn metnað í að fara vel með alla hluti og hafa allt skín- andi hreint. Vandvirk með eindæm- um. Ef hún saumaði flík var frá- gangur á röngunni eins fínn og á réttunni. Þegar Rut var svona 10 ára saumaði mamma á hana nýtísku buxur, svakalega flottar. Fyrsta skiptið sem hún fer í buxurnar rek- ur hún tána í, fleytir kerlingar niður útitröppurnar og hnéð úr buxunum. Mamma umburðarlynd að venju, engar skammir aðeins langt and- varp, Ruuuut, og síðan fór hún að finna út hvernig væri hægt að stoppa í gatið svo hægt væri að nota buxurnar áfram. Og það sem er búið að hlæja oft og mikið að þessu atviki síðan. Við vonum heitt og innilega að mamma hafi nú fengið lausn frá þjáningu sinni. Njóti nú samvista mömmu sinnar sem var eflaust hennar besta vinkona og fyrirmynd. Marín Margrét, Sigríður Dagbjört og Rut. Elsku systir. Nú ertu horfin og komin til nýrra heimkinna, æðri heima, laus við þjáningu og þrautir jarðnesks lífs. Veikindi sem þú þurftir að heyja baráttu við árum saman. Af einstakri ró og hugrekki sem þér var einni líkt. Aldrei var kvartað, enginn uppgjafartónn. Hver dagur hafði sinn gang voru þín einkunnarorð. Við systurnar vorum alla tíð mjög góðir vinir. Ég leit allt- af upp til stóru systur og margs er að minnast frá æskuárunum sem aldrei gleymist. Gauja systir var vel gefin kona og átti mjög gott með að læra bæði í barna- og unglingaskóla. Og ung fór hún í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Hún var óhrædd að hleypa heimdraganum þótt ung væri sem sýnir áræði og sjálfstæði hennar sem var hennar einkenni fram á lokastund. Dugnaður hennar kom snemma í ljós. Sem unglingur byrjaði hún að vinna í fiski sem var eina vinnan á þeim tíma. Mér er alltaf minnistætt þegar stóra systir fór fyrst í að salta síld á bryggjunni í Grindavík var ég þá 10 eða 11 ára gömul og fékk að hjálpa við að raða síld í tunnurnar. En af einhverjum ástæðum var ég í sparikápunni minni og var hún ekki beint sparileg eftir þær aðfarir. Já, margs er að minnast og þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman, elsku systir mín. Og heimsóknir til Gauju og Jóns í Njarðvíkunum voru alltaf góðar. Við náðum svo vel saman. Nokkru sinnum fórum við saman til útlanda. Þá var gaman og mikið hlegið því ekki vantaði húmorinn. Elsku systir mín. Ég veit að nú líður þér vel og þakka þér fyrir allt. Sofðu systir kær, svefni vært og rótt. Sumar blíður blær, bærist, allt er hljótt. (S.M.V.) Minning þín lifir, guð þig geymir. Þín systir, Dæda. Kveðju stundin er ávallt sár, þó svo að maður viti innst inni að hverju stefni. Það var vonin um bata og trúin á lífið. En örlögunum fær víst enginn ráðið nema almættið sem öllu ræður. Elsku systir, kallið er komið og öll þín þjáning að baki. Ég veit þér líður vel. Ég mun ævin- lega vera þakklátur og aldrei gleyma þeim góða tíma sem ég átti hjá ykkur hjónum það 5 ára tímabil sem ég var að læra skipasmíði í Njarðvík og hefur það samband ætíð haldist síðan. Þar sem 10 ára aldursmunur er mikill í æsku var þessi tími mér svo dýrmætur að kynnast þér betur systir góð. Þú fórst svo ung og sjálfstæð út í lífið. Framtíðin var þín og mjög skipu- lögð. Minningin er ljúf og góð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku systir mín, þinn bróðir, Siggi. Litli bróðir var svo ungur þegar stóra systir fór að heiman að búa með sínum manni. En ég var svo lánsamur að fá að vera hjá systu í mánuð í litla húsinu í Njarðvíkum. Þetta var mitt fyrsta sumarfrí. Þá var svo miklu lengra frá Grindavík til Njarðvíkur en í dag. Langt ferða- lag fyrir lítinn snáða og gaman að vera hjá Gauju og Jóni og skoða nýjan heim. Gauja systir eins og við sögðum alla tíð var stórasystir sem við systkinin litum upp til. Enda sjálfskipaður foringi þar sem hún var elst. Og aldrei var deilt um það hlutverk því hún hafði alla þá hæfi- leika að bera fram á lokastund. Það er sárt að nú skuli vera komin kveðjustundin, systir góð. En eng- inn ræður sínum næturstað. Guð tekur þig í faðm sinn elsku systir. Þinn, Böggi bróðir. Eiginmanni dætrum, tengdason- um og barnabörnum óskum við guðs blessunar og biðjum hann um styrk í sorginni, ykkur til handa. Sæbjörg Vilmundsdóttir og fjölskylda, Sigurður Vilmundsson og fjölskylda, Björgvin Vilmundsson og fjölskylda. Árið 1998 flutti ég til Gauju ömmu og Jóns afa, á Hraunsveg 17. í Njarðvík, þegar ég stundaði nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það höfðu margir átt heima frami í litla herberginu, eins og amma kallaði það alltaf, á undan mér. Þegar ég flutti inn var herbergið meira notað sem geymsla og ég hafði fyrir því að koma öllu þannig fyrir að ég gæti búið þarna. Amma og afi gáfu mér einnig leyfi til þess að mála og ekki nóg með það þá málaði ég hálfa stof- una rauðbrúna og hálfa bláa. And- dyrið var alveg rautt og grænt þar sem rúmið var. Það fékkst ekki strax einróma samþykki fyrir þessu litum en ég fékk það í gegn. Með því fyrsta sem ég þurfti að læra, þegar ég hafði flutt inn, var að slökkva ljósin þegar ég var ekki nota þau og loka dyrunum á eftir mér. Amma Gauja þvoði alltaf allan þvott af mér og einnig pressaði amma fötin mín. Einu sinni spurði íþróttakennarinn minn mig að því hvort ég straujaði íþróttabolina mína sjálf og ég svaraði Ha, nei amma gerir það. Það vakti athygli annarra hvað ég var í vel pressuðum bolum. Frammi í litla herbergi voru hald- in ófá teitin og var mjög hentugt að hafa partí á Hraunsveginum áður en við fórum á fjölbrautaskólaböll í Stapanum. Það eru margar minn- ingar sem lifa af Hraunsvegi 17 hjá ömmu og afa. Amma og afi komu alltaf heim úr vinnu kl 17:05, matur kl 18:30 og alltaf var gengið frá strax eftir matinn og svo var horft á báða fréttatímana. Amma sendi okkur barnabörnin stundum út í Valgeirsbakari eða í Fíabúð til að kaupa með kaffinu eða eftir ein- hverjum smáhlutum. Þá vorum við alltaf send með svörtu peninga- budduna sem var alltaf full af klinki og stundum var settur einn og einn seðill í budduna. Ég vil þakka Gauju ömmu minni fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Öll barnaafmælin og mat- arboðin á jóladag, þegar öll fjöl- skyldan mætti í hangikjöt á Hrauns- veginn. Innilegar kveðjur til þín, amma, Hildur Einarsdóttir. Látin er svilkona mín, Guðríður Vilmundsdóttir, og vil ég minnast hennar með fáeinum orðum. Gauja var mikil atorkukona. Ákveðin, ófeimin og trygglynd. Okkar vin- skapur einkenndist af gagnkvæmri virðingu og þótti mér ávallt vænt um það. Aldrei fáum við Doddý full- þakkað þeim Jóni og Gauju þeirra ómetanlegu hjálp er við vorum í húsnæðisleit og flutningum milli heimsálfa. Þar var trygglyndið ekki skorið við nögl. Eftir langa og stranga baráttu við óvininn, sem víða herjar, er þessu nú lokið. Bless- un fylgi Guðríði. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Við Doddý sameinumst í því að senda Jóni, dætrum þeirra og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar Oddur Sigurðsson. GUÐRÍÐUR STEFANÍA VILMUNDSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR, Asparfelli 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 1. júní kl. 15.00. Kristinn Björnsson, Jenný Lind Grétudóttir, Vilborg Grétarsdóttir, George D. Fawondu, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG J. PÁLSDÓTTIR, síðast til heimilis í Fannborg 8, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík aðfaranótt laugardagsins 28. maí. Helga S. Elimarsdóttir, Gerður S. Elimarsdóttir, Kristján Ágústsson, Heiðar Elimarsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Halla Elimarsdóttir, Friðfinnur Friðfinnsson, Auður Elimarsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Margrét Elimarsdóttir, Jón Björn Vilhjálmsson, Rut Jónsdóttir, Guðmundur Ósvaldsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS NIKULÁSSON fyrrv. yfirverkstjóri, Snorrabraut 56, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mið- vikudaginn 25. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 15.00. Elín Þorsteinsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guðni R. Ragnarsson, Þóra Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Lára Snæbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar og afi, RAGNAR GUÐMUNDSSON, lést á heimili sínu sunnudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júní kl. 13.00. Sigríður Heiða Ragnarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Benedikt Steinþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.