Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 24
 HÓMÓPATINN Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir, hómópati íHeilsuhvoli, segir að hómópatísk meðferð sévalmöguleiki fyrir þær konur sem vilja upp- lifa breytingaskeiðið sem eðlilegan hluta lífs síns. Hún segir að konur nýti sér hómópatíuna í mjög vaxandi mæli í þessu skyni. „Hómópatía er heildræn einstaklingsmeðferð, sem byrjar á ítarlegu viðtali, þar sem farið er yfir heilsufarssögu viðkomandi og öll einkenni: hug- læg, tilfinningaleg og líkamleg, í þeim tilgangi að finna réttu remedíuna. Remedía er alþjóðlegt orð yfir efnin, sem hómópatar nota í meðferðinni og gefa til inntöku. Þær eru búnar til úr öllum mögu- legum efnum úr jurta-, dýra- og steinaríkinu, en efnin eru það mikið þynnt að réttara er að tala um hvata en efni. Remedían hvetur líkama og sál til jafnvægis. Breytingaskeiðinu fylgir bæði tilfinn- ingalegt og líkamlegt uppgjör og miklu skiptir að koma jafnvægi á tilfinningarnar og styrkja líkam- ann, þ.á m. innkirtlakerfið, til að komast í gegnum breytingarnar. Engar tvær konur eins Margar remedíur eiga við einkenni kvenna á breytingaskeiðinu en þar sem engar tvær konur upplifa það nákvæmlega eins eiga sömu remedíurn- ar ekki við þær allar. Hómópatían lítur svo á að mestar líkur séu á vandamálum þegar líkaminn er að glíma við eðlilegar breytingar, en skortir kraft til þess að keyra þær áfram. Þetta getur átt jafnt við um bráða- sjúkdóma svo sem kvef og flensu og flóknari þætti eins og breyt- ingaskeiðið,“ segir Jóna Ágústa. „Hollt mataræði, jákvæð hugs- Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir segir konur á breyt- ingaskeiði nýta sér hómópatíu í vaxandi mæli. un, hreyfing og hvíld eru konum á breytingaskeið- inu nauðsynleg. Það hefur því gríðarlega mikið að segja um líðanina hvað við látum ofan í okkur. Í náttúrunni má finna mat, sem inniheldur estrógen og prógesteron, sem getur komið að gagni á meðan líkaminn er að venjast minnkandi hormónamagni. Með breytingaskeiðinu eru konur að sigla inn í haust lífsins og ef þær ganga ekki í gegnum það með sem eðlilegustum hætti hvernig eiga þær þá að takast á við veturinn?“ Svitakóf, svefntruflanir, pirringur og depurð Öllum að óvörum og viðólíklegustu aðstæðurroðna þær upp, svitinnsprettur út úr líkamanum og límist við fötin. Þær sofa ekki lengur eins og englar á næturnar heldur vill svefninn verða stopull með hitakófum og svitaköstum af og til. Þær finna líka til pirrings og depurðar og skilja ekki neitt í neinu. Þetta eru meðal þeirra einkenna, sem konur á svokölluðu breyt- ingaskeiði geta fundið fyrir, en breytingaskeiðið er sá tími í lífi hverrar konu þegar starfsemi eggjastokka fer hratt minnkandi og styrkur kvenhormónanna estrógens og prógesterons í blóði sömuleiðis. Þetta tímabil stendur í flestum til- fellum yfir í nokkur ár. Þegar lík- amleg og andleg einkenni þessa „óumflýjanlega“ skeiðs eru orðin það mikil að konur telja sig ekki njóta sjálfsagðra lífsgæða er kom- inn tími til að gera eitthvað í mál- unum. Skiptar skoðanir eru hins vegar um úrræðin enda eru konur, sem betur fer, misjafnar að upplagi og það, sem kann að gagnast einni, þarf ekki endilega að gagnast þeirri næstu. Talið er að tveir þriðju kvenna fái einhver tíðahvarfaeinkenni og hjá þriðjungi kvenna eru ein- kennin það mikil að þau kalla á meðferð. Blæðingatrufl- anir eru algengasti fylgi- kvilli tíðahvarfa og einnig eru stoðkerfisverkir algengir. Breytingaskeiðið byrjar oft með óljósum óþægindum, sem versna smám saman og dvína svo á ný þegar kemur að lokum þess. Oft getur reynst erfitt að tíma- setja upphaf breyt- ingaskeiðs og lok þess þótt tíðahvörfin sjálf séu yfirleitt nokkuð ljós. Með- alaldur kvenna við tíðahvörf er um 52 ára aldur og má segja að meðalaldur kvenna á breyt- ingaskeiði sé frá 45 til 52 ára. Þó eru dæmi um að slokknað geti á eggja- og hormónafram- leiðslu kvenna um tvítugt og dæmi eru í hinn endann um að konur á níræðisaldri séu enn á hormónum vegna óþæginda af völdum breyt- ingaskeiðsins. Til að draga úr óþægindum kvenna á breytingaskeiði þótti hér á árum áður liggja beinast við að dæla hormónum í konur enda var almennt talið að hormónar bættu ekki aðeins líðan kvenna, held- ur hefðu þeir í ofanálag jákvæð áhrif á heilsu þeirra. En ný sann- indi hafa verið að koma fram á sjónarsviðið á undanförnum tveim- ur til þremur árum eftir að birtar voru niðurstöður úr tveimur viða- miklum rannsóknum í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Þær staðfestu að þrátt fyrir ýmsan ábata af hormónagjöf svo sem bætta líðan og minni hættu á beinþynningu, beinbrotum og ristilkrabbameini fylgdu hormónagjöfinni, ólíkt því sem áður var talið, ýmsir gallar svo sem aukin hætta á brjósta- krabbameini, kransæðastíflu, heila- blóðfalli og blóðtappa í lungum. Breytt viðhorf til hormóna „Viðhorf lækna til hormónagjafa hafa í ljósi þessa verið að breytast mjög mikið á síðustu tveimur til þremur árum eftir að niðurstöður rannsóknanna voru birtar,“ segja hjónin og kvensjúkdómalæknarnir Berglind Steffensen og Kristján Oddsson. „Áður fyrr héldu menn að já- kvæð áhrif hormóna, til dæmis á hjarta- og æðakerfið, væru mun meiri en raunin reynist nú. Þvert á móti bentu rannsóknirnar til auk- innar áhættu við hormónainntöku. Í reynd er orðið mjög erfitt að vega og meta ávinning á móti áhættu. Þegar við fáum konur á breytingaskeiði í viðtal til okkar upplýsum við þær um áhættu og ávinning af hormónainntöku og lát- um þær síðan sjálfar velja, en per- sónulega teljum við að hormónagjöf sé aðeins réttlætanleg þegar óþæg- indin eru orðin það mikil að þau eru farin að skerða lífsgæði kvenna verulega og þær hafa ekki ætt- arsögu um ákveðna sjúkdóma. Það þarf þá að byrja með litla skammta og endurmeta síðan ástandið ár- lega. Mun fleiri konur fóru á horm- óna en á þurftu að halda enda voru læknar mjög örlátir á þá þar sem þeir voru taldir hafa almennt góð áhrif á heilsufar kvenna á breyt- ingaskeiði. Það má í raun segja að þessar niðurstöður hafi sett allt á hvolf og hrætt konur. Margar hverjar hentu hormónunum í ruslið og ákváðu að þrauka með óþægind- unum.“ Þau Kristján og Berglind segja að hormónar séu nú aðeins réttlæt- anlegir til að slá á mikla líkamlega og andlega vanlíðan. Þeir séu ekki lengur gefnir við beinþynningu,  HEILSA|Hormónagjöf aðeins réttlætanleg þegar lífsgæðin eru orðin verulega skert Á meðan sumar konur sigla án teljandi vandræða í gegnum breytingaskeiðið leggst það mun þyngra á aðrar konur. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði kven- sjúkdómalækna, grasalækni og hómópata út í holl ráð til að lifa af þetta óumflýjanlega skeið, sem er eðlilegur þáttur í ævi hverrar konu. Morgunblaðið/Sverrir Kvensjúkdómalæknarnir Berglind Steffensen og Kristján Oddsson segja að viðhorf lækna til hormónagjafar fyrir konur á breytingaskeiði hafa breyst mikið á undanförnum tveimur til þremur árum. 24 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Hvað virkar?  Líkamsrækt, gönguferðir og slökun er inni í daglegri rútínu fjölda kvenna á breytingaskeiði og dregur úr óþægindum hjá sumum.  Kalk og D-vítamín eru talin nauð- synleg konum á þessu skeiði.  Fæðubótar- og náttúruvörur af ýmsu tagi eru nú orðnar áberandi í hillum verslana, en standa ekki allt- af undir þeim loforðum, sem gefin eru. Margar af þessum vörum eru ætlaðar konum á breytingaskeiði og innihalda jurtaefni með væga kvenhormónaverkun og það sama gildir um sojavörur. Þótt vörur þessar kunni að gagnast ein- hverjum konum hafa ekki verið færðar sönnur á að vörurnar ótví- rætt hjálpi konum eða séu skað- lausar. Að sama skapi hefur heldur ekki verið sýnt fram á gagnsemi vara, sem innihalda E-vítamín, gin- seng, dong quai eða vorrósarolíu. Hómópatían á svar við einkennunum Morgunblaðið/Árni Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.