Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 39
MINNINGAR
Árið 1978 sótti hann svo kennara-
námskeið í starfsgrein sinni hjá FAA
í Oklahoma. Sigurjón starfaði bæði í
flugturni og flugstjórnarmiðstöð, við
kennslu flugumferðarstjóra, flug-
gagnaritara og flugradíómanna og
var einnig prófdómari við réttinda-
próf flugumferðarstjóra.
Hann sýndi félagsmálum mikinn
áhuga, sat í stjórn félags flugumferð-
arstjóra 1974–1976 og sótti fagráð-
stefnur erlendis, var um skeið trún-
aðarmaður á vinnustað, í lífeyris-
sjóðsnefnd, launanefnd o.fl.
Sigurjón hætti störfum við flug-
umferðarstjórn árið 1987 og stofnaði
ásamt Önnu, sinni samhentu eigin-
konu, fyrirtækið Tengi ehf. Hann
hefur eflaust starfað sem unglingur
við pípulagnir með föður sínum og
var vel kunnugur þeim málaflokki.
Hann var fullur bjartsýni og eldmóðs
og þó byggt væri frá grunni jukust
umsvifin ótrúlega fljótt og hann varð
vinsæll hjá viðskiptavinum sínum.
Þegar mín fjölskylda byggði sér
sumarbústað á árunum 1994–1997
var sjálfsagt að kaupa hreinlætis-
tækin hjá Tengi og þar var vinum að
mæta. Gott vitni um atorku þeirra
hjóna ber sú glæsilega bygging sem
Tengi er nú að reisa rétt vestan við
nýju brúna yfir Reykjanesbrautina.
Um leið og ég þakka þessum vini
mínum frábæra viðkynningu og sam-
starf votta ég eiginkonu hans og af-
komendum þeirra, svo og öldruðum
foreldrum Sigurjóns og systkinum
hans mína innilegustu samúð.
Megi atorka og dugnaður Sigur-
jóns verða afkomendum hans hvatn-
ing til dáða um ókomin ár.
Valdimar Ólafsson.
Það er með þungum trega sem við
kveðjum okkar góða vin sem fallinn
er nú frá fyrir aldur fram eftir ill-
vígan sjúkdóm. Umhyggjusamur
vinur og fjölskyldufaðir er sárt
syrgður af vinum og fjölskyldu.
Er skammt stórra högga á milli í
fjölskyldunni, þar sem systir hans,
Jóna, varð bráðkvödd nú fyrr í þess-
um mánuði.
Kynni okkar við Sigurjón og Önnu
hófust þegar dóttir þeirra Freyja og
Þórir sonur okkar felldu hugi saman
ung að árum. Hafa þau jafnan reynst
honum sem bestu foreldrar og fyrir
það viljum við þakka sérstaklega.
Synir þeirra þrír sjá nú á bak afa sín-
um sem þeir hændust svo mjög að,
enda voru þeir honum mjög kærir
eins og öll hans barnabörn önnur.
Þau Sigurjón og Anna kunnu öðr-
um betur þá list að taka á móti gest-
um og margar góðar stundir áttum
við í þeirra félagsskap, við einstaka
gestrisni húsbænda og ljúft viðmót,
og er okkur engin launung á að í okk-
ar samskiptum vorum við oftast í
hlutverki þiggjandans.
Viljum við þar meðal annars nefna
einstaka blíðviðrishelgi austur á
Flúðum í júlí 1991 þegar þau vígðu
sinn nýbyggða sumarbústað Svana-
tungu, að viðstöddum sínum nánustu
ásamt vinafjöld, og leið þar fljótt tím-
inn við lifandi tónlist, söng og höfð-
ingsskap húsráðenda.
Einnig er minnisstæð sú glæsilega
veisla sem haldin var í tilefni sex-
tugsafmælis Sigurjóns í september
2003 að viðstöddu fjölmenni. Er til
marks um vinsældir hans og þá virð-
ingu sem fyrir honum var borin að
þar mættu gestir utan úr löndum til
að samfagna honum og fjölskyldunni
á þeim tímamótum.
Sigurjón og Anna bjuggu sér ein-
staklega glæsilegt heimili í Birki-
grundinni í Kópavogi og duldist eng-
um er þangað kom sú einstaka
smekkvísi sem þar réð ríkjum, enda
bæði sannir fagurkerar sem höfðu
yndi af að prýða heimili sitt fögrum
munum.
Meðal stærstu þáttanna í lífs-
hlaupi Sigurjóns var fyrirtæki þeirra
Önnu, Tengi ehf., sem þau stofnuðu
árið 1981. Byrjað var smátt, þar sem
bílskúrinn í Birkigrundinni hýsti lag-
erinn. Eftir því sem umfangið jókst
lét Sigurjón af starfi sínu sem flug-
umferðarstjóri til að geta óskiptur
helgað fyrirtækinu krafta sína. Hef-
ur fyrirtækið vaxið vel og dafnað í
þeirra höndum með stuðningi góðs
starfsfólks og mun í sumar flytja
starfsemina í nýtt og glæsilegt eigið
húsnæði við Skemmuveg í Kópavogi.
Dapurlegt er að Sigurjóni skyldi
ekki endast aldur til að sjá það ræt-
ast, en þó auðnaðist honum að leggja
hornstein að byggingunni 14. maí sl.
Gekk kraftaverki næst að það skyldi
takast, þar sem hann var þá orðinn
mjög þungt haldinn. En óbilandi
viljaþrek, kjarkur og ósérhlífni
drógu þar vagninn ásamt dyggum
stuðningi hans nánustu. Þessi athöfn
verður ljúfsár minning þeim er þar
voru viðstaddir, því engum duldist
hvert stefndi.
Þegar Sigurjón greindist með
krabbamein í nóvember 2004 og erf-
iðir tímar fóru í hönd sagði hann okk-
ur að hann hefði ákveðið að taka með
æðruleysi því sem að höndum bæri,
sem hann sannarlega gerði allt þar
til yfir lauk.
Ekki verður Sigurjóns minnst án
þess að leiða hugann að því hugrekki
og stöðugri umhyggju sem Anna
ásamt fjölskyldu sinni sýndi meðan
hann barðist við sinn erfiða sjúkdóm
sem að lokum varð lífinu yfirsterk-
ari.
Við hjónin viljum minnast Sigur-
jóns með þessum línum þar sem við
vitum að hann var trúaður maður og
myndi vilja sagt hafa:
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran)
Elsku Anna og fjölskylda, megi
æðri máttarvöld gefa ykkur styrk í
sorginni og minning um elskulegan
eiginmann, föður og afa verða sem
ljós á veginum framundan, ásamt
minningunni um gleðina og birtuna
sem honum jafnan fylgdi.
Far þú vinur í Guðs friði.
Sigurgeir og Freyja.
Það er mikill missir í fjölskyldunni
þegar Sigurjón hverfur úr þessum
heimi, fullur af starfsorku og með
mörg járn í eldinum. Sigurjón, eða
Bóri eins og hann var alltaf kallaður,
var giftur móðursystur okkar. Þegar
litið er til baka á kveðjustund sem
þessari koma ótal minningar upp í
hugann. Við erum þakklát fyrir allar
þær hlýju minningar sem við eigum.
Gestrisnin á Birkigrundinni er
minnisstæð og gamlárskvöld þar til
að mynda alltaf sérstök upplifun.
Rausnarskapur fjölskyldunnar á
Birkigrundinni er eftirminnilegur
hvort sem það er magnið af flugeld-
um eða höfðingleg heimboð. Í seinni
tíð, þegar áhuginn á flugeldum
minnkaði, var það hins vegar fjöl-
skyldusamheldnin sem þau hjónin
sköpuðu sem er eftirminnilegust.
Ferðir í Aðalvíkina hafa einnig verið
fastur liður og oftar en ekki dvöldu
fjölskyldur okkar saman í Fjósa-
tungu. Sumarbústaðaferðirnar voru
alltaf ánægjulegar og Sigurjón var
alltaf hlýr og skemmtilegur í viðmóti
sama hvort það var í haugasjó um
borð í Fagranesinu, við veiðar í
Staðavatninu eða í gufunni.
Við bræður áttum því láni að fagna
að vera sumarstarfsmenn hjá Önnu
og Sigurjón í Tengi í nokkur sumur.
Stöðugur vöxtur fyrirtækisins ber
vott um þá natni og elju sem fjöl-
skyldan leggur í fyrirtækið. Um-
hyggja gagnvart okkur starfsmönn-
um var með þeim hætti að það var
tilhlökkun að mæta til vinnu næsta
SJÁ BLS. 40
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Hjallaseli 55,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 29. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Örn Baldursson, Elísabet Weisshappel,
Jóna Þorvaldsdóttir, Guðmundur Gylfason,
Anna Þorvaldsdóttir, Björn Guðmundsson,
Lára Þorvaldsdóttir, Steindór Helgason,
Brynja Þorvaldsdóttir, Jón Björn Hjálmarsson,
Regína Þorvaldsdóttir, Örn Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Hátúni 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu-
daginn 27. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Anna Ívarsdóttir, Olgeir Erlendsson,
Jón Ívarsson,
Hilmar Ívarsson, Edda Kristinsdóttir,
Þorsteinn Gunnarsson, Rut Andersen,
Sigríður Gunnarsdóttir, Ingibergur Jón Georgsson,
Ágúst Gunnarsson, Ingunn M. Hilmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
LÁRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Ási
við Sólvallagötu,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 29. maí.
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Ágúst Sigurðsson,
Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Manuela Loeschmann,
Sigrún V. Ásgeirsdóttir, Pétur Guðgeirsson,
Þórdís Ásgeirsdóttir, Hjörtur Ingólfsson,
Áslaug K. Ásgeirsdóttir.
Elsku sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur,
barnabarn og frændi,
SKARPHÉÐINN KRISTINN SVERRISSON,
Ljósuvík 27,
Reykjavík,
lést af slysförum föstudaginn 27. maí.
Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju mið-
vikudaginn 8. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag
krabbameinssjúkra barna, s. 588 7555.
Sverrir Jónsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir,
Erla Jóna Sverrisdóttir, Andri Ottó Ragnarsson,
Erla Egilsson,
Jón Guðmundsson
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN ÞORLEIFSSON,
Hrauntungu 20,
Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur föstudaginn 27. maí.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 3. júní kl. 13.00.
Arndís Jónasdóttir,
Þorleifur Kristjánsson,
Hlíðar Kristjánsson, Björk Arnardóttir,
Fjóla Kristjánsdóttir, Jón Tryggvi Jóhannsson,
Jónas Sigurðsson, Elísabet Óladóttir,
Stefanía Sigurðardóttir, Snorri Rafn Snorrason,
Kristrún Ásta Sigurðardóttir, Snorri Þórsson,
Bjarni Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.