Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 49
DAGBÓK
BÍLALEIGAN AKA
Vagnhöfða 25 • 112 Reykjavík • Sími 567 44 55 • Fax 567 44 53
VIÐ HÖFUM
ALLAR
GERÐIR BÍLA
5-9 MANNA
Reyklausi dagurinn er í dag!
Hringdu í 800 6030
Þar færðu ráðgjöf í reykbindindi
Opið í dag frá kl. 10 til 22.
Næstu tvær vikur verða viðburðaríkar íHafnarfirði en þar eru að hefjastBjartir dagar, sem er lista- og menn-ingarhátíð, í þriðja sinn.
Að sögn Marínar Guðrúnar Hrafnsdóttur hef-
ur hátíðin það að markmiði að skemmta bæj-
arbúum og gestum og koma hafnfirskri list og
listamönnum á framfæri. „Eins og fyrri ár er
áhersla lögð á þátttöku sem flestra og þátttöku
barna og unglinga þá sérstaklega,“ segir Marín,
en hún er dagskrárstjóri hátíðarinnar og hefur
séð um undirbúninginn ásamt Þórunni Maríu
Jónsdóttur. Auk þeirra hefur hópur fólks tengd-
ur Gamla bókasafninu, sem er kaffi- og menning-
arhús fyrir ungt fólk, sett saman dagskrá þess
húss.
Margir koma að hátíðinni og taka þátt í sýning-
um og uppákomum. Marín nefnir sérstaklega
þátttöku allra leik- og grunnskóla í bænum. Hún
bendir einnig á hversu fjölbreytt dagskráin er:
„Við náum að hafa allar listgreinar, leiklist, rit-
list, sönglist, danslist og tónlist. Það er alltaf erf-
itt að taka einn viðburð út úr en auðvitað langar
mann meira á suma viðburði, ég mun t.d. ekki
missa af Söngkeppni hinna mörgu tungumála í
umsjá Alþjóðahússins og ekki af tónleikum í til-
efni af 40 ára afmæli Kórs Öldutúnsskóla.“
Allir eru velkomnir í Fjörðinn þessa daga og
hátíðin er öllum opin. „Það verður mikið í boði
fyrir ungt fólk og töluvert um viðburði þar sem
ókeypis er inn þannig að allir ættu að finna eitt-
hvað við sitt hæfi. Þá verða nokkrir útiviðburðir
sem eru alltaf skemmtilegir þegar veður er gott,“
segir Marín.
Hátíðin verður sett á morgun á 97 ára afmæli
Hafnarfjarðarbæjar. Tvær sýningar verða opn-
aðar á morgun. Svava K. Egilsson opnar Hrúta-
sýningu á vinnustofu sinni í Brekkugötu 2 kl. 14.
Í Bókasafni Hafnarfjarðar verður opnuð kl. 16
sýning Guðbjargar Láru Viðarsdóttur á myndum
sem hún hefur unnið fyrir bók sína Svarta ridd-
arann. Setningarhátíð Bjartra daga hefst klukk-
an 18 í Hafnarborg með setningarræðu Lúðvíks
Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Kór
Flensborgarskóla frumflytur tónverk eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur við texta Arnar Arnarsonar.
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar verður útnefnd-
ur og tveir hvatningarstyrkir verða veittir. Um
kvöldið verður frumsýnt nýtt íslenskt leikverk
eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Leikritið sem heit-
ir Móðir mín Dóttir mín verður sýnt í Listaklúbbi
Hafnarfjarðarleikhússins. Í Hafnarfjarðarkirkju
flytja Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson
íslensk ættjarðarlög í nýstárlegum útsetningum
fyrir saxófón og orgel. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Bjartir dagar standa til 16. júní og upplýsingar
um dagskrána er að finna á www.hafnarfjordur.is
og einnig er hægt að hringja í þjónustuver Hafn-
arfjarðar í síma 585 5555. Síðan er fólk alltaf vel-
komið í heimsókn á Skrifstofu menningar- og
ferðamála að Vesturgötu 8.
Hátíð | Lista- og menningarhátíð í Hafnarfirði
Bjartir dagar framundan
Marín Guðrún
Hrafnsdóttir útskrif-
aðist með BA-gráðu í
íslensku frá Háskóla Ís-
lands og MA-gráðu í
enskum bókmenntum
frá Háskólanum í Leeds
á Englandi 1994. Hún
útskrifaðist einnig úr
hagnýtri fjölmiðlun árið
1996. Marín Guðrún er
menningar- og ferða-
málafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Hún er í sam-
búð með Steingrími Ólafssyni og eiga þau
fjögurra ára dóttur auk þess sem Steingrímur
á tvö börn frá fyrri sambúð.
Texta- og auglýsingavarpi
í kvikmyndahúsum
NÚ hafa kvikmyndahús landsins
tekið upp nýjan auglýsinga- og
textavarpa. Að þeirra sögn sparar
þetta úrvinnslu því ekki þarf lengur
að brenna textann inn á filmurnar
sem sýndar eru. Þessu fylgir hins
vegar hræðilegur ókostur og hann
er sá að fyrir miðju mynda er mjög
greinilegur og truflandi kassi. Þetta
er vegna „contrast-hlutfalls“ í varp-
anum, sem ekki er nægilega hátt.
Sum kvikmyndahús reyna að draga
úr þessum kassa með síu en það
bætir ekki og er jafnvel ennþá meira
pirrandi ef eitthvað er, því þá sjást
skilin ekki einungis hægra megin og
vinstra megin heldur einnig ofarlega
fyrir miðju.
Umræddur kassi er greinileg-
astur í dökkum atriðum og því kjörið
að skella sér á Star Wars: Episode
III – The revenge of the Sith ef
áhugi er fyrir því að kíkja á þetta og
láta skemma fyrir sér mynd sem
beðið hefur verið eftir með mikilli
eftirvæntingu í 3 ár.
THX gerir háar kröfur um gæði
kvikmyndahúsa og sendir árlega
mann, ótilkynntan, til landsins til að
kanna hvort Laugarásbíó og Smára-
bíó standist kröfur þeirra. Leyfin
myndu hugsanlega fjúka ef þeir
sæju þetta. Mér er því óskiljanlegt
að kvikmyndahúsin skuli láta minni
úrvinnslu og tímasparnað vega
þyngra en gæði myndar og ánægju
viðskiptavina.
Ég hvet lesendur til að hætta að
fara í bíó á meðan þessu vandamáli
er leyft að ríkja, þar til einhver lausn
finnst eða leitað verður í eldri tækni
sem þrælvirkar – að brenna einfald-
lega textann á filmur.
Óskar Arnarson.
Frábærar moppur
KONAN mín fékk moppu eða
moppuskaft frá Ræstivörum, Stang-
arholti 4. Þetta er alveg meiriháttar
tæki. Þvottalögurinn er settur í
skaftið sjálft sem skammtar vatnið
eða löginn á gólfið. Ég hef sjaldan
eða aldrei verið jafn duglegur að
hjálpa konunni að þrífa eftir að við
fengum þetta undratæki. Settum við
t.d. edik blandað vatni í skaftið og
parketið er eins og nýtt á eftir.
Duglegur húsbóndi.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Á morgun, 1. júní,verður Oddný Jónsdóttir átt-
ræð. Í tilefni þessa tekur hún á móti
ættingjum og vinum á afmælisdaginn
milli kl. 15.30 og 18.30 í Sóltúni 2, 1.
hæð.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Hlutavelta | Þær Fanney, Freyja, Klara Dröfn, Rúna og Birna Ósk söfnuðu kr.
8.153 til styrktar Rauða krossi Íslands.
Morgunblaðið/Golli
HJÁ Máli og menn-
ingu er komin út
Einar Áskell og
Mangi leynivinur
eftir Gunillu Bergs-
tröm í þýðingu Sig-
rúnar Árnadóttur.
Í kynningu segir:
„Einar Áskell og
Mangi leynivinur er ein
af fyrstu bókunum um Einar Áskel –
strákinn sem farið hefur sigurför um
heiminn í fylgd hins hægláta pabba
síns. Hér kemur hún loksins á ís-
lensku í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur.“
Útgefandi er Mál og menning. Þýð-
andi Sigrún Árnadóttir. Verð 1.990 kr.
Barnabók
HJÁ Máli og menn-
ingu er komin út í
kilju Skítadjobb eft-
ir Ævar Örn Jóseps-
son.
„Skítadjobb er
glæpasaga úr ís-
lenskum veruleika
þar sem freistingar,
mannlegur breysk-
leiki og skítaveður setja mark sitt á
glæpamennina og fórnarlömb þeirra
jafnt sem lögreglumannanna sem elt-
ast við þá.“ segir í kynningu.
Bókin er 347 bls. Útgefandi er Mál
og menning. Verð 1.799 kr.
Kilja
TVÆR nýjustu skáldsögur Braga
Ólafssonar, Gæludýrin og Sam-
kvæmisleikir, eru komnar út í kilju hjá
bókaforlaginu Bjarti. Í kynningu frá
útgefanda segir: „Báðar sögurnar
hafa fengið einróma lof gagnrýnenda,
sú fyrri var tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna og Menningar-
verðlauna DV og sú síðari fékk Menn-
ingarverðlaun DV fyrr á þessu ári.“
Gæludýrin er að koma út í Þýska-
landi síðar á þessu ári en bókin hefur
áður komið út í Danmörku.
„Gæludýrin segir frá Emil, ungum
manni sem kemur heim til Reykjavík-
ur eftir stutta dvöl í útlöndum og verð-
ur þá var við að gamall kunningi hans,
Hávarður að nafni, er á höttum eftir
honum. Emil reynir hvað hann getur til
að forðast Hávarð.
Samkvæmisleikir hefst undir morg-
un þegar prentneminn Friðbert hefur
kvatt síðustu gestina í þrítugsafmæl-
isveislu sinni. Þá rekur hann augun í
svarta rúskinnsskó fyrir framan dyrn-
ar á stigapallinum, skó sem hann
kannast ekki við að hafa séð áður.“
Kiljur
ÚT er komið ritið Lögfræðingatal
1995–2004, A-Ö eftir Gunnlaug Har-
aldsson þjóðháttafræðing og rithöf-
und. Bókin er fimmta bindi og fram-
hald eldri útgáfu Lögfræðingatals
sem gefið var út í fjórum bindum á ár-
unum 1993 og 1997. Bókin inniheld-
ur æviágrip alls 496 lögfræðinga sem
brautskráðust frá HÍ 1995 til 2004.
Bókin er 525 bls. Útgefandi er Út-
gáfufélag Lögfræðingatals.
Rit
SAXÓFÓNLEIKARINN Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson organisti halda tón-
leika í Hafnarfjarðarkirkju annað kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá menning-
arhátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnarfirði.
Á tónleikunum flytja Gunnar og Sigurður íslensk ættjarðarlög frá ýmsum tímabilum,
en þeir gáfu út geisladiskinn Draumalandið; Íslensk ættjarðarlög í nýju ljósi, á síðasta
ári. Diskurinn var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna.
Í kynningu um tónleikana segir „Sigurður og Gunnar endurútsetja lögin og er spuni
miðlægur í nálgun þeirra að tónlistinni.“ Leikin verða m.a. sígild lög Sigfúsar Einars-
sonar, Pál Ísólfssonar, Emils Thoroddsen, auk nýrri ættjarðarlaga. Hafnfirska tónskáldið
Friðrik Bjarnason, höfundur „Þú hýri Hafnarfjörður“, kemur við sögu á tónleikunum.
Hægt er að nálgast miða í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Standgötu 6. Miðasala verður
einnig í Kirkjunni klukkustund fyrir tónleika.
Ættjarðarlög og spuni í Hafnarfirði
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn