Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kristján Björgun Slasaðir farþegar í flakinu fá aðstoð frá slökkvliðsmönnum. UMFANGSMIKIL flugslysaæfing fór fram á Akureyrarflugvelli sl. laugardag. Að æfing- unni komu nálægt 400 manns, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitarfólk, flugvallarstarfsmenn og yfir 50 farþegar, sem ýmist voru „látnir“ eða misjafnlega mikið „slasaðir.“ Kveikt var í bílflökum sem flugvél og farþegarnir lágu á víð og dreif í kringum flugvöllinn. Æfingin teygði sig upp á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hlúð var að „slösuðum“ farþegum vélarinnar. Árni Birgisson æfingastjóri flugslysaæfing- arinnar sagði að heilt yfir hefði æfingin gengið vel en unnið var eftir endurskoðaðri flugslysaáætlun. Hann sagði að þó hefðu komið fram ýmsir hnökrar, m.a. vegna þess að unnið var með nýju fjarskiptakerfi. Árni sagði að æfingin hefði verið mjög umfangs- mikil og að það viðbragðsafl sem til staðar er í Eyjafirði hefði verið nýtt með góðum árangri. Alls tók æfingin um fjórar klukku- stundir en starfið á slysstað tók um 2,5 klukkustundir. Morgunblaðið/Kristján Flugslys Bílflök voru notuð sem flugvél sem hafði farist og log- aði mikill eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Yfir 50 far- þegar ýmist „slasaðir“ eða „látnir“ Umfangsmikil flugslysaæfing á Akureyrarflugvelli 20 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Nýr og girnilegur uppskriftavefur á mbl.is Hráefni: 2 dl hnetusmjör 2 dl vatn 3 msk. tamarisósa eða sojasósa 4-5 döðlur - mjög smátt saxaðar 3 hvítlauksrif, pressuð/smátt söxuð 2-3 msk. sítrónusafi 1/2 búnt ferskt kóríander 1/4 tsk. cayenne pipar - meira ef þú vilt hafa sósuna sterkari smá sjávarsalt Finndu uppáhalds uppskriftina þína á mbl.is Hnetusósa Aðferð: Setjið hnetusmjörið í mat- vinnsluvél og hellið vatninu út í og látið þetta blandast vel saman. Bætið restinni af upp- skriftinni út í og látið blandast vel. Þessi sósa geymist í ís- skáp með þéttu loki. AKUREYRI SUÐURNES Garður | „Ég er Garðmaður og römm er sú taug … Kannski er það líka sú tilfinning sem ég og margir aðrir bera til þessa merka staðar, Útskála,“ segir Hörður Gísla- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Strætós bs. sem kjörinn hefur verið formaður stjórnar Holl- vina Menningarseturs að Útskálum þegar hann er spurður að því hvað hafi orðið til þess að hann tók þetta hlut- verk að sér. Stjórn Menningarseturs að Útskál- um kynnti nýlega hugmyndir sínar um endurbyggingu Útskálahússins og við- byggingu og stofnun Menningarseturs prestssetra í því. Í tengslum við þessi áform hafa nú verið stofnuð hollvina- samtök. Var það gert á fundi fyrr í vik- unni. Þegar hafa 60 til 70 gengið í samtökin. Margir þeirra eru brottfluttir Garðmenn, eins og Hörður Gísla- son. Samkaup voru meðal þeirra sem gerðust hollvinir, lögðu fram 400 þúsund kr. Einnig Frímúrarastúkan Sindri sem veitt hefði félaginu 100 þúsund kr. styrk. Í stjórn Hollvina með Herði eru Örn Erlingsson út- gerðarmaður, Geir R. Andersen blaðamaður, Magnús Gíslason verslunarmaður og Ásgeir Hjálmarsson, for- stöðumaður byggðasafnsins í Garði. Hörður segir að honum og fleirum hafi runnið það til rifja að sjá hvað Útskálahúsinu hefði verið lítill sómi sýnd- ur. Húsið hafi verið óíbúðarhæft um árabil. Segir hann að Útskálar séu afar merkur staður. Þeir komi við sögu frá upphafi byggðar á Íslandi og hafi gegnt miklu hlutverki á Suðurnesjum því Útskálaprestar hafi þjónað stórum hluta Suðurnesja fram yfir miðja síðustu öld. Þá hafi stað- urinn gegnt veigamiklu hlutverki í menningarlífi og at- vinnulífi svæðisins. „Úr því að maður hefur þessar tilfinn- ingar til staðarins og er að nöldra, af hverju ekki að slá til þegar maður er beðinn að taka þetta að sér?“. Í lögum félagsins, sem samþykkt voru á stofnfund- inum, kemur fram að markmið Hollvina eru að auka tengsl almennings við menningarsetrið og efla hag þess. Stjórnin hafði ekki komið saman til að fara yfir verkefnið þegar rætt var við Hörð. „En í sem stystu máli er það að verða stjórn menningarsetursins, sem ber alla byrðina, til liðsinnis á allan þann hátt sem okkur getur komið til hug- ar. Það á eftir að koma í ljós með hvaða hætti það verður,“ segir Hörður. Sjálfur segist hann hafa áhuga á að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni, jafnt stærri styrktaraðilum og almennum íbúum Garðsins og öðrum íbúum landsins. Hollvinir Menningarseturs að Útskálum taka til starfa Ber hlýhug til staðarins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Prestsetur Útskálahúsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og komið þar upp sýningu um prestsetur. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hörður Gíslason „LEIKHÚSIÐ kemur vel undan vetri, við erum afskaplega ánægð með viðtökurnar, sýningarnar hafa verið vel lukkaðar og viðbrögð áhorf- enda hafa líka verið framar björtustu vonum,“ sagði Magnús Geir Þórð- arson, leikhússtjóri Leikfélags Ak- ureyrar. Aðsókn að sýningum vetrarins, sem voru Svik, Ausa og Stólarnir, Óliver! og Pakkið á móti, var ein sú mesta sem sögur fara af. Við bætast svo gestasýningarnar Brim, Hárið og Græna landið. Eldað með Elvis, Svik og Ausa og Stólarnir voru svo sýndar í Reykjavík í samstarfi við aðra. Áhorfendur að leiksýningum á leikárinu voru 16.737 talsins, en til viðbótar bætast um 1.390 gestir á aðra viðburði í leikhúsinu og 6.482 áhorfendur að þremur leiksýningum sem einnig voru sýndar í Reykjavík í samstarfi við aðra. Samtals eru gestir að viðburðum á vegum LA á leik- árinu því 24.609 talsins. Þetta er um- talsvert fleiri gestir en á liðnum ár- um, meðaltal síðustu 6 ára er 6.825 áhorfendur. Flestir sóttu söngleikinn Óliver!, um 7.000 manns, og komust færri að en vildu. Þá var metsala á áskrift- arkortum, 960 kort voru seld. Ef einungis er horft til áhorfenda á Akureyri er aðsóknin nú hin þriðja mesta frá upphafi starfsemi LA. Fyr- ir um 20 árum, leikárið 1983–’84 voru gestir 19.378 og leikárið 1987–’88 voru þeir 18.166. Þegar við bætast áhorfendur að sýningum sem LA tók þátt í syðra er ljóst að aldrei hafa fleiri gestir sótt viðburði á vegum þess. „Þetta leikár hefur gengið vonum framar, en að sjálfsögðu stefnum við að því að gera enn betur á þeim næstu. Okkar markmið er að bjóða upp á leiklist í hæsta gæðaflokki og stefnum við auðvitað að því að sem flestir njóti hennar, “ sagði Magnús Geir. „Það er mjög gaman að starfa í leikhúsi þegar áhorfendur sýna svo mikinn áhuga á því sem við erum að gera.“ Leikárinu lýkur formlega 1. ágúst næstkomandi, en þegar er ljóst að nokkur rekstrarafgangur verður eft- ir leikárið og verður hann að sögn Magnúsar Geirs nýttur til að greiða niður skuldir fyrri ára. Niðurgreiðsla þeirra hófst í upphafi síðastliðins árs og gengur vel, en um helmingur skulda leikfélagsins hefur nú verið greiddur. Stefnt er að því að leik- húsið verði skuldlaust í lok árs 2006. „Áhersla hefur verið á að auka sjálfsaflafé og halda vel utan um reksturinn. Hér er örugg fjár- málastjórn í góðum höndum fram- kvæmdastjórans,“ sagði Magnús Geir en hlutfall sjálfsaflafjár hefur ekki verið hærra á liðnum árum en nú. Magnús Geir sagði ekki tímabært að gefa upp tölur þar sem leikárið væri ekki búið enn, „en við byrjuðum að greiða lánið niður á síðastliðnu ári, erum búin að greiða um helming þess og allt gengur samkvæmt áætlun.“ Aldrei fleiri áhorfendur hjá LA en nú Hagnaður af rekstri nýttur í að greiða niður skuldir Morgunblaðið/Kristján Úr söngleiknum um Óliver Twist. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.