Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 29
26% af heildar fjármunamyndun á Íslandi það ár. Ef litið er á fjár- munamyndun í mannvirkjagerð í heild þá var hún sama ár 118 millj- arðar eða 68% af heildar fjár- munamyndun í landinu. Annar mælikvarði, sem er mik- ilvægur, er fjármunaeign lands- manna í heild. Árið 2003 var hún í íbúðarhúsum 1,1 billjón (þúsund milljarðar) króna og í mannvirkjum í heild um 2,2 billjónir eða 84% af fjár- munaeign Íslendinga. Það eru því greinilega verulegir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi að ending og gæði mannvirkja séu sem best ekki síst, þegar rekstrarkostn- aður bætist við. Ekki er úr vegi að benda á það ósamræmi sem felst í því að fjármunir, sem veitt er til byggingarrannsókna (Rb) á fjár- lögum eru á þessu ári aðeins 91 milljón kr. Að lokum vil ég vekja athygli á því að Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins og Konunglegi tækniháskól- inn í Stokkhólmi halda alþjóðlega ráðstefnu um eðlisfræði bygginga 13.–14. júní en nánari upplýsingar um hana má nálgast á vefsíðunni www.rabygg.is/byggfys2005. Höfundur er forstjóri Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 29 UMRÆÐAN HINN 28. apríl sl. var haldinn fundur um skipulag Vatnsmýrar- innar í Ráðhúsi Reykjavíkur, á veg- um R-listans. Aðalræðumaður var Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, sem kynnti áætlun R-listans um al- þjóðlega hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar, sem haldin verður í haust, að loknum ýmsum rannsóknum og úttektum og auk þess nokkrum samráðsfundum með almenningi. Þessi boðskapur Dags hlaut nokk- uð góðar undirtektir fundarmanna, nema að flestir, sem til máls tóku, bentu Degi á að borgin þyrfti að hafa alveg á hreinu út frá hvaða grundvelli þátttakendur í samkeppninni ættu að skipuleggja svæðið, þ.e.a.s. annað- hvort með hálfum flugvelli með byggð í kring eða byggð án flugvallar. Af viðbrögðum Dags mátti ráða að hann væri þessu ósammála og teldi að unnt væri að fara út í þessa hug- myndasamkeppni án þess að hafa þennan grundvöll á hreinu. Á fundinum talaði einnig Pétur Ár- mannsson arkitekt. Hann sagði m.a. frá vel heppnaðri skipulags- samkeppni um miðbæ Akureyrar auk þess að upplýsa fundarmenn um ýmsar tegundir svona samkeppna og hvernig þær væru framkvæmdar. Hann nefndi tólf mikilsverð atriði sem væru forsenda þess að sam- keppni gæti átt sér stað. Atriði númer tvö var svohljóðandi: „Ekki er góð reynsla af því að fara með deilumál í samkeppni.“ Hvernig getur borgin farið út í svona samkeppni þegar stærsta mál- ið – Reykjavíkurflugvöllur í Vatns- mýrinni – er stórt deilumál? Annað mál en þessu tengt er hvernig eiga ný flugstöð – samgöngu- miðstöð, bensínstöð á LSH-lóðinni, fimm fótboltavellir við Valssvæðið + margir steypukassar á þeirri lóð og nýtt húsnæði fyrir HR (núna hugsað við hlið flugbrautar) eftir að hugnast væntanlegum þátttakendum í sam- keppninni? Lausn verður að finna á þessu áður en langþráð samkeppni fer fram. Stjórn betri byggðar leggur til að gert verði í grófum dráttum skipulag byggðar í kringum „hálfan flugvöll“ annars vegar og byggðar án flug- vallar hins vegar, ásamt ýmsum út- tektum fyrir báða þessa valkosti, þ.á m. þjóðhagslegri arðsemi þeirra beggja. Síðan verði kos- ið sérstaklega milli þessara valkosta í kosn- ingum vorið 2006, sam- hliða borgarstjórnar- kosningum. Forsenda þessara kosninga er þó að báðir valkostirnir verði skyn- samlega og heiðarlega kynntir og þá þykist ég viss um að Reykvík- ingar myndu kjósa með byggð í Vatnsmýri, án flugvallar. Þegar talið hefur verið upp úr kjör- kössum vorið 2006 og fyrir liggur hvorn kostinn borgar- búar hafa valið fyrir Vatnsmýrarbyggðina þá fyrst er tímabært að halda flotta alþjóðlega hugmyndasamkeppni um nánari útfærslu á þeirri lausn. Samkvæmt skýrslu, sem gerð var í Háskóla Íslands 2001, er verð- mæti þess fyrir þjóðar- búið að byggja í Vatns- mýrinni fyrir 42.000 íbúa + störf um 200 milljarðar króna, sem skiptast upp í 90 milljarða vegna nýrra byggingar- lóða, 90 milljarða vegna meðalhækk- unar upp á 15% allra fasteigna frá Kringlumýrarbraut að Hofsvallagötu og 20 milljarða vegna tvínýtingar úti- vistarsvæða í kringum Vatnsmýrina. Á sama hátt má finna út að fyrir- huguð byggð í kringum „hálfan flug- völl“ yrði um 36 milljarða króna virði fyrir þjóðarbúið. Það yrði borgarbúum og lands- mönnum öllum til heilla, að flugvöll- urinn yrði á þennan hátt kosinn í burt úr Vatnsmýrinni. Að lokum auglýsi ég eftir þing- mönnum Reykjavíkur. Reykvíkingar eru munaðarlausir. Enginn berst fyr- ir framtíðarskipulagi borgarinnar á Alþingi. Enginn lét í sér heyra varð- andi nýju Hringbrautina og sá eini mér vitanlega sem hefur minnst á verðmæti Vatnsmýrarinnar er Pétur H. Blöndal. Reykjavíkurflugvöllur – deilumál! Dóra Pálsdóttir fjallar um skipulagsmál ’Lausn verður að finnaá þessu áður en lang- þráð samkeppni fer fram. ‘ Dóra Pálsdóttir Höfundur er kennari og í stjórn Samtaka um betri byggð. Nú er tími til að mála ! Þú nærð góðum árangri með réttum efnum. Við höfum allt sem þú þarfnast. Afsláttur á útimálningu og viðarvörn í verslunum Hörpu Sjafnar 10 ltr. 4.990 kr. 1 0 1 8 7 9 Stórhöfða 44 Skeifan 4 Snorrabraut 56 www.harpasjofn.is Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 www.flugger.com Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Tilboð Flügger 97 Þekjandi alkýðviðarvörn, terpentínuþynnanleg. Flügger 98 Þekjandi akrýl-alkýðviðarvörn, vatnsþynnanleg. Texolín Þekjandi alkýðviðarvörn, terpentínuþynnanleg. Gæðamálning Fagleg ráðgjöf l Frábær hula
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.