Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
sumar. Okkur var treyst til allra
verka og fengum að takast á við fjöl-
breytileg verkefni og fengum þannig
skýr skilaboð um að við skiptum
máli. Ávallt hafði Sigurjón áhuga á
áhugamálum okkar og gaf sér tíma
til að spjalla. Sigurjón fylgdist einnig
vel með íþróttaiðkun okkar og
árangri og hvatti okkur ætíð til dáða.
Hvatningu sína sýndi Sigurjón með-
al annars með sveigjanlegum vinnu-
tíma þegar keppnisferðir og æfingar
voru annar vegar. Við bræður verð-
um alltaf þakklátir fyrir það að okkar
fyrsta starfsreynsla hafi verið í
svona góðu og hvetjandi starfsum-
hverfi.
Nú þegar við kveðjum þig, Sigur-
jón, er þakklæti fyrir gestrisni,
traust, rausnarskap og trygga
frændsemi efst í huga. Við vottum
Önnu og fjölskyldunni okkar dýpstu
samúð og vonum að Guð gefi þeim
styrk í sorginni. Far þú á Guðs veg-
um.
Berglind, Jónas Hlynur og
Ásgeir Örn Hallgrímsbörn
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Kæri vinur.
Rás viðburðanna leiddi okkur
saman fyrir vinskap stálpaðra dætra
okkar. Höfðum áður aðeins þekkst
upp á kollkink á götu. Þú varst fyrir
nokkru hættur sem flugumferðar-
stjóri og fyrirtæki ykkar Önnu,
Tengi ehf., slitið barnsskónum og
byrjað að dengja „Moratækjum“ yfir
landslýð.
Lögfræðileg forsjá hefur gefið
mér tækifæri til að fylgjast með æv-
intýralegum vexti þessa fyrirtækis
sem þú hefur lengstum verið kennd-
ur við. Velgengni sem ég hygg að
þrátt fyrir gott starfsfólk og ómet-
anlegt framlag Önnu og Þóris,
tengdasonar ykkar, megi að veru-
legu leyti rekja til þeirra mannkosta
sem ég hef metið hvað mest hjá þér.
Menn eru stundum sagðir vera með
viðskiptavit. Ekki veit ég hvernig
það er almennt skilgreint en í þínu
starfi birtist það í framsýni, heiðar-
leika og lifandi áhuga á mönnum og
málefnum.
Í kjölfar samskipta stofnaðist vin-
átta. Í þeirri samfylgd lærði ég enn
frekar að meta verðleika þína og
trausta vináttu. Vináttu sem skilur
okkur Láru nú eftir með fjölda minn-
inga um ánægjulegar samverustund-
ir með ykkur Önnu og fjölskyldu.
Einlægni og höfðingsskapur hafa
þar ráðið ríkjum hjá ykkur.
Það liðu yfirleitt ekki margir dag-
ar á milli okkar símtala. Þér eðlis-
lægt að varpa fram til umræðu hin-
um ýmsu málum. Oftar ef til vill til að
fá gleggri mynd á hlutina við sjálfa
frásögnina en þörf á viðhorfi mínu.
En þetta var ávallt jafn skemmtilegt.
Síðasta ár kallaði einnig á djarfar
ákvarðanir í tengslum við nýja og
stórbætta aðstöðu fyrirtækisins. Það
var því mikill hugur í þér og fram-
tíðin beið með spennandi viðfangs-
efnum.
En örlaganornirnar breyttu
þessu, eða mannleg mistök. Meinið
illkynjað þegar það greindist. Lík-
lega varst þú stærstur á þeirri
stundu. Ekki skyldi litið til baka en
hugað að fjölskyldu og hugsanlegum
bata. En síminn er þagnaður. Þráður
í ævi minni slitinn. Við Lára kveðjum
þig með ljóðlínum frænda þíns Stef-
áns frá Hvítadal:
Það er eins og þyngi,
þegar ævi hallar,
jörð og himinn hlusti,
hljóðni götur allar.
Ingólfur Hjartarson.
Kveðja frá flugumferðarsviði
Flugmálastjórnar
Sigurjón hóf nám í flugumferðar-
stjórn árið 1965 og starfaði síðan við
það óslitið til ársins 1987 er hann
stofnaði heildverslunina Tengi ehf.
Auk náms á Íslandi fór Sigurjón í
framhaldsnám í flugumferðarstjórn
hjá FAA í Bandaríkjunum og IAL í
London.
Starfsstöð Sigurjóns hjá Flug-
málastjórn var einkum í flugstjórn-
armiðstöðinni og flugturninum í
Reykjavík. Einnig hafði hann starfs-
réttindi og starfaði við afleysingar á
flugvöllunum á Egilsstöðum, Norð-
firði og í Vestmannaeyjum. Einnig
starfaði hann sem kennari, prófdóm-
ari og eftirlitsmaður fyrir flugum-
ferðarsvið auk fjölda annarra verk-
efna sem hann sinnti fyrir
Flugmálastjórn. Eftir að Sigurjón
lét af störfum hjá Flugmálastjórn
vann hann í nokkur ár á vegum sam-
gönguráðuneytis með rannsóknar-
nefnd flugslysa.
Þó svo að Sigurjón hafi snúið sér
að öðrum starfsvettvangi eftir rúm-
lega 20 ára starf hjá Flugmálastjórn,
hélt hann alla tíð góðu sambandi við
gömlu vinnufélagana.
Ég vil fyrir hönd starfsmanna
flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar
þakka Sigurjóni samfylgdina. Minn-
ingin um góðan dreng lifir meðal
okkar. Fjölskyldu og vinum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Ásgeir Pálsson
framkvæmdastjóri.
Kveðja frá
Rótarýklúbbi Kópavogs
Í dag er kvaddur góður félagi úr
Rótarýklúbbi Kópavogs.
Það er sárt að sjá á bak dyggum
félaga löngu fyrir aldur fram, en við
örlögin fáum við engu ráðið og tökum
því sem að höndum ber í auðmýkt.
Sigurjón G. Sigurjónsson gekk til
liðs við Rótarýklúbb Kópavogs í árs-
byrjun 1995 og reyndist ötull og
áhugasamur um málefni hreyfingar-
innar. Hann var fulltrúi fyrir starfs-
greinina „Flugumferðarstjórn“ og
fræddi okkur félagana ítarlega um
starfssvið sitt.
Við fylgdumst síðar með vaxandi
umsvifum hans á verslunarsviði og
samglöddumst honum með vel-
gengni hans og bjartsýnisviðhorf.
Dagfarsprúðari maður en Sigur-
jón er vandfundinn en undir rólegu
yfirbragði hans reyndist öruggur og
traustur einstaklingur, góður til
átaka hvort heldur var í vörn eða
sókn.
Hann kunni vel að gleðjast með
glöðum og kætast í þrengri hóp,
hjartastór, hlýr, og bóngóður þegar
það átti við og lagði lið einstaklingum
og félögum.
Hann glímdi ótrauður við illvígan
sjúkdóm, en örlög hans urðu sem
grenitrésins sem bognar aldrei en
brotnar í bylnum stóra seinast.
Við þökkum Sigurjóni samfylgd-
ina og biðjum honum blessunar og
góðrar heimkomu á eilífðarstrendur.
Eiginkonu hans Önnu E. Ásgeirs-
dóttur og börnum þeirra og barna-
börnum sendum við samúðarkveðjur
og biðjum þeim huggunar við að
minnast hins góða, sem áður var.
Blessuð sé minning hans.
F.h. Rótarýklúbbs Kópavogs
Hreinn Bergsveinsson
forseti.
Látinn er langt um aldur fram
hinn mæti maður Sigurjón G. Sig-
urjónsson, sem gjarnan var kenndur
við fyrirtæki sitt Tengi.
Eiginleg kynni okkar hófust við
inngöngu mína í Frímúrararegluna,
en þar hafði hann þá starfað lengi.
Ég kannaðist þó við þennan unga
myndarlega mann og vissi ekki betur
en hann gegndi því eftirsótta starfi
að vera flugumferðarstjóri. Það kom
í ljós, að hann hafði heldur betur vent
sínu kvæði í kross, sagt skilið við vel
launað öruggt starf og látið gamlan
draum rætast með stofnun innflutn-
ingsfyrirtækis.
Það þarf kjark og áræði til slíkra
hluta og er ekki heiglum hent, en
Sigurjón stóð ekki einn. Við hlið hans
hefur Anna og hans samhenta fjöl-
skylda staðið og þau hafa gert Tengi
að stóru og öflugu fyrirtæki, sem í
dag er að reisa stórhýsi í Kópavogi,
sem verður verðugur minnisvarði
um góðan dreng, sem auðnaðist ekki
í lifanda lífi að sjá þann draum ræt-
ast að líta þetta hús fullbúið. Það var
í senn hrífandi og átakanlegt að sjá
Sigurjón, tæpri viku fyrir andlát sitt,
taka þátt í athöfn þar sem hornsteinn
var lagður að þessu mikla húsi og fá
að kveðja hann þar í hinzta sinn.
Það duldist fáum sem til þekktu,
að sl. 3–4 ár hafði Sigurjón ekki
gengið heill til skógar. Hann bar
þess ýmis merki og fann sjálfur, að
ekki var allt með felldu. Þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir hans til að fá úr
því skorið, hvað væri að og hamlaði
heilsu hans, þá var það fyrst í lok síð-
asta árs, að mein fannst, svo útbreitt,
að engum vörnum varð við komið.
Það vakna ýmsar spurningar í huga
manns, hvernig má þetta ske?
En nú er hann kvaddur með sökn-
uði og eftirsjá.
Það er skarð fyrir skildi í fjöl-
skyldu hans. Umhyggja hans fyrir
henni var augljós og kom fram í svo
mörgu. Það eru eftirminnilegar
stundir þegar fjölskyldur okkar hitt-
ust hérlendis og erlendis að sjá og
skynja hvílíkir ættarhöfðingjar þau
Anna og Sigurjón voru.
Vöxtur og framgangur fyrirtækis-
ins voru honum jafnan ofarlega í
huga og þá ekki sízt sú hlið sem sneri
að starfsmönnunum, en það leyndi
sér ekki, að hann lét sig velferð
þeirra miklu skipta.
Áhugi hans á störfum Frímúrara-
reglunnar var mikill og stúkan okk-
ar, Mímir, naut starfskrafta hans
meðan þrek hans leyfði.
Fyrir það eru honum færðar beztu
þakkir og minning hans mun lifa
lengi meðal okkar.
Við sendum Önnu, fjölskyldu
þeirra og öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
þeim Guðs blessunar um alla fram-
tíð.
Ólafur G. Karlsson.
Þegar fuglasöngurinn var sem
fegurstur, vorsólin skein og rauðu
túlípanarnir sprungu út dró ský fyrir
sólu. Nágranni okkar og vinur í rúm
30 ár kvaddi þennan heim, umvafinn
sinni góðu fjölskyldu. Hún syrgir nú
heimilisföður sem var svo sannar-
lega umhugað um velferð þeirra og
umhverfi, sem m.a. má sjá af verð-
launagarðinum, sumarbústaðnum og
fjölskyldufyrirtækinu.
Það hefur verið ævintýri líkast að
fylgjast með samvinnu Önnu og Sig-
urjóns við uppbyggingu Tengis. Fyr-
ir rúmri viku vorum við viðstödd er
þau lögðu hornstein að glæsilegri ný-
byggingu. Nú var Sigurjón tilbúinn
að víkja fyrir illvígum sjúkdómi sem
hann hafði barist við undanfarna
mánuði.
Við þökkum samverustundirnar
og kveðjum kæran vin sem við mun-
um sakna.
Elsku Anna, Freyja, Ásgeir, Drífa
og fjölskyldur. Innilegar samúðar-
kveðjur.
Ingunn og Þórir.
Sigurjón, nágranni okkar og vinur,
er dáinn.
Leiðir okkar lágu saman árið 1974,
á árinu þegar við fögnuðum land-
námi Íslands. Við vorum landnemar
á litlu lóðunum okkar í Birkigrund í
Kópavogi.
Betri nágranna en þau Önnu og
Sigurjón er ekki hægt að eignast. Til
þeirra hjóna var gott að leita og góð
ráð að þiggja. Það tókst góð sam-
vinna með okkur og áttum við saman
sláttuvél og til urðu sláttuvélar-
félagsboð, haldin einu sinni á ári. Það
lýsir nágrönnum þegar þeir taka sig
saman úr þremur einbýlishúsum og
kaupa sláttuvél.
Við hjónin kveðjum góðan vin og
nágranna og sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til Önnu og fjölskyld-
unnar.
Blessuð sé minning Sigurjóns G.
Sigurjónssonar
Ólöf S. Eysteinsdóttir og
Tómas Helgason.
Fyrstu kynni okkar hjóna af
Sigurjóni og Önnu konu hans, voru
þegar dóttir þeirra og tengdasonur
urðu nágrannar okkar í Fagrahjall-
anum í Kópavogi.
Við hjónin og stelpurnar okkar
tvær fengum það strax á tilfinn-
inguna að hinir nýfluttu nágrannar
ættu mjög samrýmda og góða fjöl-
skyldu.
Það kom síðar á daginn að þessi
tilfinning okkar reyndist rétt, því
þær eru ófáar samveru- og gleði-
stundir bæði hér heima og erlendis
sem við höfum átt með stórfjölskyld-
unni.
Sigurjón var bæði framsýnn og
hugmyndaríkur. Einn af þessum
frumherjum sem fékk ekki bara
snjallar hugmyndir heldur vann
hann ötullega að framgangi þeirra og
sá drauma sína rætast. Slíkir menn
eru vandfundnir! Okkur hjónum er
efst í huga þakklæti fyrir vináttu
þessa heillandi og góða samferðar-
manns og erum þess fullviss að hug-
sjónum hans verði haldið hátt á lofti
um ókomin ár.
Elsku Anna, sendum þér, börnum
þínum, tengdabörnum og barna-
börnum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn og Stefanía.
Okkur hjónin langar með nokkr-
um orðum að minnast vinar okkar og
fyrrverandi nágranna Sigurjóns G,
Sigurjónssonar. Við hjónin festum
kaup á húsinu númer 49 við Birki-
grund og fluttum inn í það í byrjun
árs 1988 og urðum þá andbýlingar
Sigurjóns og Önnu við Birkigrund-
ina. Við kynntumst fljótlega Sigur-
jóni og hans fjölskyldu og tengdumst
vinaböndum, sem haldist hafa áfram,
en við fluttumst burtu úr götunni
haustið 2002. Við höfum fylgst með
dugnaði og samheldni þeirra hjóna,
ekki síst séð hve vel þau hafa staðið
að uppbyggingu fyrirtækis síns
Tengis, allt frá því fyrirtækið var í
kjallaranum í Birkigrundinni, á Ný-
býlaveginum, á Smiðjuveginum og til
þess nú á næstunni að flytja í stórt og
nýtt húsnæði, sem Sigurjóni auðnað-
ist að leggja hornstein að nokkru fyr-
ir andlát sitt.
Sigurjón var í eðli sínu mjög góð-
viljaður og ræktarsamur, vildi hvers
manns vanda leysa og hélt vel utan
um stórfjölskylduna. Saman áttum
við Sigurjón margar ánægjustundir
bæði innan Frímúrarareglunnar og
eins í Rótarýklúbbi Kópavogs. Sig-
urjón var glæsilegur maður, afar
heilsteyptur og vandaður persónu-
leiki, sem gott var að eiga sem vin.
Framtíðin virtist björt, en skyndi-
lega dregur ský fyrir sólu, þegar Sig-
urjón greinist með illkynja mein,
sem ekki tókst að ráða við og kippir
honum burtu í blóma lífsins á ör-
skotsstundu. Hvers vegna? er spurt
– en ekkert svar. Vegir Guðs eru
órannsakanlegir og enginn veit fyr-
irfram hvenær kallið kemur.
Við hjónin þökkum Sigurjóni sam-
fylgdina í gegnum árin og biðjum
góðan Guð að blessa minningu hans,
sem við munum geyma í brjóstum
okkar. Önnu, börnunum og fjölskyld-
um þeirra sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Guð veri með ykk-
ur.
Kristófer Þorleifsson
og Sigríður Magnúsdóttir
Kveðja frá Félagi íslenskra
flugumferðarstjóra
Sigurjón Guðbjörn Sigurjónsson
starfaði sem flugumferðarstjóri frá
árinu 1968 til ársins 1987. Sigurjón
lét til sín taka og lagði sitt af mörkum
til fag- og stéttabaráttu flugumferð-
arstjóra á þessum árum. Hann sat í
stjórn FÍF, var formaður nema-
nefndar og tækninefndar og sótti
þing erlendis fyrir hönd félagsins.
Hann var trúnaðarmaður, sat í
launa-, lífeyrissjóðs- og trygginga-
málanefndum. Flugumferðarstjórar
urðu reglulegir viðskiptavinir Sigur-
jóns eftir að hann lét af störfum sem
flugumferðarstjóri og stofnaði Tengi
ehf. Hann tók ætíð vel á móti göml-
um starfsfélögum og ekki síður okk-
ur hinum sem hófu störf eftir að
hann sneri sér að verslunarrekstr-
inum.
Flugumferðarstjórar minnast
góðs starfsfélaga, fyrir hönd FÍF
votta ég fjölskyldu Sigurjóns ein-
læga samúð.
Hlín Hólm.
SIGURJÓN G.
SIGURJÓNSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
JÓN R.M. SIGURÐSSON,
Lönguhlíð 17,
Akureyri,
lést mánudaginn 23. maí.
Hann verður jarðsunginn frá Glerárkirkju
fimmtudaginn 2. júní kl.13:00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Akureyri.
Kristín Sigurðardóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Helgi Friðfinnsson,
Unnur Jónsdóttir,
Katrín Jónsdóttir, Valtýr Hreiðarsson,
Heiðrún Jónsdóttir, Jón Kr. Kristjánsson,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
ÞÓRÐUR ANNAS JÓNSSON
frá Gestsstöðum,
áður til heimilis
í Markholti 7,
Mosfellsbæ,
andaðist á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund
laugardaginn 28. maí.
Útförin auglýst síðar.
Sæberg Þórðarson, Magný Kristinsdóttir,
Guðbjörg Þórðardóttir, Stefán Magnús Jónsson,
Guðmundur Vignir Þórðarson, María Kristjánsdóttir,
Bergþóra Þórðardóttir, Viggo Jensson,
Brynjar Viggósson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.