Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNING
Fyrir nokkrum árum
lá leið mín í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Ég
fór á skrifstofu skólans
og ætlaði að fá að tala
við einhvern um valið
mitt fyrir önnina. Mér
var bent á að tala við Gísla Torfason.
Ég pantaði tíma hjá honum og fyrir
viðtalið kveið ég svolítið fyrir að hitta
þennan mann, ég veit ekki af hverju.
Ég gekk inn á skrifstofuna hjá hon-
um og byrjaði að spjalla við hann.
Fljótlega komst ég að því að hann
væri gull af manni. Eftir þennan fund
urðu heimsóknirnar á skrifstofu hans
margar.
Það skipti ekki máli hvort ég þurfti
að tala við hann um skólann eða eitt-
hvað allt annað því alltaf var hann
tilbúinn til þess að hlusta á það sem
ég hafði að segja og gefa mér ráð þeg-
ar ég þurfti á þeim að halda. Oftast
var það þannig að ég ætlaði aðeins að
spjalla við hann og sat ég þá inni hjá
honum í klukkutíma og spjölluðum
við þá um allt milli himins og jarðar.
Ég á eftir að sakna þessara samtala
mikið. Eftir samtölin sagði hann svo
alltaf: „Komdu með litla puttann,“ og
svo krækti hann sínum putta í minn.
Þannig kvaddi hann alltaf.
Elsku Gísli, núna rétti ég þér litla
puttann minn og kveð þig í síðasta
sinn. Ég mun sakna þín mikið og erf-
itt verður að koma í skólann aftur og
þú ekki þar því enginn getur komið í
staðinn fyrir þig. En ég veit að þú
kemur til með að fylgjast með okkur
áfram þótt þú sért farinn. Takk fyrir
alla hjálpina.
Elsku Rósa og fjölskylda og aðrir
aðstandendur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill.
Íris Ósk Jóhannsdóttir.
Að mynda tengsl ungur að árum og
áhyggjulaus er auðvelt, en við gerum
okkur ekki grein fyrir að slík vináttu-
bönd verða ekki endurtekin. Það veit
maður seinna. Það er þessi hjarta-
staður, óskilgreindur, þar sem við
eignumst smápart hvert í öðru án
þess að vita af því. Á þessum árum er-
um við að þroskast, læra hvert af
öðru, gott eða slæmt, reka okkur á,
fikra okkur skref fyrir skref inn í full-
orðinsárin. Þótt árin líði erum við
gagnvart hvert öðru alltaf bara strák-
arnir og stelpurnar.
Gísli Torfason var einstakur félagi
og vinur, sannkölluð fyrirmynd, hafði
hlýja nærveru, létta lund og metnað í
hverju því sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann var góður íþróttamað-
ur og nám var honum leikur einn.
Alltaf hógvær, yfirvegaður og reyndi
að draga athygli frá sér þar sem hann
skaraði fram úr. Hjálpsemi og þörf til
að miðla öðrum var honum í blóð bor-
in. Flóknir hlutir urðu einfaldir þegar
hann útskýrði þá. Gísli var næmur
fyrir umhverfinu og líðan þeirra sem
GÍSLI
TORFASON
✝ Gísli Torfasonfæddist 10. júlí
1954. Hann lést í
Keflavík í Reykja-
nesbæ laugardaginn
21. maí síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Keflavíkur-
kirkju 27. maí.
hann umgekkst. Hann
flíkaði ekki tilfinningum
sínum en gaf sig allan
gagnvart börnum. Það
þekkja dætur okkar vel,
þær áttu sér heim með
Gísla sem var okkur
hinum óviðkomandi
Fram í hugann
streymir ómetanlegur
sjóður minninga um
góðan dreng og
skemmtilegar samveru-
stundir, ferðalög, tafl og
spil. Alltaf gaman.
Elsku Rósa, hugur-
inn er hjá ykkur Torfa
Sigurbirni og fjölskyldum ykkar.
Góður Guð styrki ykkur í sorginni.
Sigurbjörg og Hallgrímur
(Sibba og Halli).
Gísli Torfason hefur kvatt þennan
heim allt of fljótt. Með honum er far-
inn einn besti kennari sem ég hef
nokkru sinni verið hjá, og það er mikil
eftirsjá í því að fleiri nemendur geti
ekki notið hans frábæru kennsluhæfi-
leika.
Það eru að verða 13 ár frá því ég út-
skrifaðist frá FS og ég hef kynnst
mörgum kennurum frá þeim tíma, en
Gísli verður alltaf uppáhaldskennar-
inn minn. Hann er einn af þeim kenn-
urum sem eru í starfi sínu af köllun
og sýndi nemendum sínum virðingu
og áhuga. Stærðfræðin var uppá-
haldsfagið mitt í skóla og ég held að
stór hluti af því að mér fannst stærð-
fræðin svo skemmtileg hafi verið að
Gísli gerði hana bæði spennandi og
heillandi. Hann setti dæmin fram á
skipulegan og aðgengilegan hátt,
þannig að ég get ekki ímyndað mér
annað en að allir hafi skilið. Það var
gott að leita til Gísla í stoðtímum því
hann aðstoðaði ekki aðeins við að
leysa dæmið sem flæktist fyrir
manni, heldur gekk hann úr skugga
um að maður þekkti þann stærð-
fræðilega grunn sem viðkomandi
dæmi byggðist á.
Hann bar mikla umhyggju fyrir
nemendum sínum. Ég man eftir því
þegar hann var umsjónarkennarinn
minn og fannst ég ætla að taka of
mörg fög í einu til þess að klára nám-
ið. Þá benti hann mér á að ég mætti
ekki gleyma því að njóta þess að vera
til, því lífið væri meira en bara skól-
inn. Þetta lýsir Gísla vel, því hann var
ekki aðeins kennarinn okkar heldur
líka félagi og vinur.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðar,
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi,
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burtu úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Ég votta Rósu, Torfa, Magnúsi og
öllum ástvinum Gísla mína dýpstu
samúð. Megi trú ykkar og minningar
um góðan dreng veita ykkur styrk á
erfiðum stundum. Guð blessi ykkur
öll.
Bryndís María Leifsdóttir.
Við stöndum höggdofa gagnvart
hörmulegri frétt um skyndilegt lát
Gísla Torfasonar. Fátt er til varnar í
svona stöðu, þegar vinur manns er
hrifinn brott í blóma lífsins. Þó viljum
við líta um öxl og minnast þessa góða
drengs.
Gísli Torfa var afburðamaður alls
staðar þar sem hann reyndi fyrir sér,
bæði andlega og líkamlega – í knatt-
spyrnu, handbolta, skák, bridge,
golfi, námi og kennslu. Hann náði
undrafljótt tökum á öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur. Í Menntaskól-
anum í Hamrahlíð, þar sem hann var
bekkjarbróðir tveggja okkar, Þorláks
og Hallgríms, ákvað hann „einvígis-
árið 1972“ að fara að tefla fyrir al-
vöru. Þar atti hann kappi við okkur
sem höfðum „stúderað“ skák í mörg
ár. Innan skamms stóð hann okkur
þó jafnfætis og svo jafnan framar eft-
ir það, og keppti síðan í einni skák-
sveit skólans á útskriftarári okkar. Á
sama tíma var hann landsliðsmaður í
knattspyrnu, keppnismaður í hand-
bolta og dúxaði svo á stúdentsprófinu
í þokkabót.
Sá þriðji okkar, Björgvin, var nem-
andi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á
þeim tíma sem Gísli hafði þá nýhafið
þar kennslu. Sat ég reyndar aldrei í
tímum hjá Gísla, en kynntist hins
vegar frábærum kennsluhæfileikum
hans er ég naut leiðsagnar hans við
undirbúning fyrir stærðfræðipróf.
Kynni okkar hófust er við vorum
saman í skáksveit er skólinn sendi í
stofnanakeppni Flugleiða. Næsta ár-
ið eða tvö tefldum við nánast hverjar
einustu frímínútur í skólanum, og
komum við okkur upp aðstöðu fyrir
„einvígin“ í geymsluherbergi sem
lengi hafði staðið ónotað. Einu skipti
man ég þó eftir þar sem við höfðum
misst herbergiskompuna þann dag-
inn og fundum ekki önnur ráð en að
flytja taflið inn í kennslustofuna. Að
sjálfsögðu var reglan ávallt sú, að
þegar skólabjallan hringdi voru skák-
irnar settar umsvifalaust í bið fram í
næstu frímínútur, en þarna stóð svo á
að er bjallan hringdi hafði Gísli fórn-
að miklu liði fyrir hættulega sókn, og
staðan á borðinu svo spennandi að
ekki varð því við komið að stöðva
skákina. Nemendur Gísla voru mætt-
ir inn í kennslustofuna, en þar sem
Gísli naut ómældrar virðingar þeirra
og vinsælda settust þeir hljóðir allir
sem einn í sín sæti og fylgdust með
framgangi skákarinnar, þrátt fyrir að
líklega hafi margir þeirra vart kunn-
að meira en mannganginn. Skákin
hélt áfram góða stund, en að lokum
lauk sókninni með þráskák. Er skák-
inni lauk leit Gísli síðan yfir bekkinn
og sagði: „Ja, það er mikið að þið
mætið.“
Við fjórir hittumst með reglulegu
millibili og tefldum saman í fjölda-
mörg ár. Því miður höfum við ekki
hist til að tefla nú hin síðustu.
Margs er að minnast sem ekki er
rúm fyrir hér, margt sem snerist um
dýptina í frábærri kímnigáfu Gísla og
snarpa hugsun hans, er hvort tveggja
birti upp tilveru allra sem hann
þekktu.
Við sendum Rósu, Torfa Sigurbirni
og öðrum nákomnum innilegar sam-
úðarkveðjur á þessari erfiðu stundu.
Vertu sæll að sinni, góði vinur.
Þorlákur Karlsson,
Hallgrímur Sigurðsson,
Björgvin Jónsson.
Kær vinur er látinn. Ég kynntist
Gísla þegar ég var að byrja að spila í
bridgefélaginu í Keflavík. Hann var
einn af þeim, sem tóku á móti mér, og
fékk ég góðar og hlýjar móttökur hjá
honum og félögum hans, sem síðar
þróaðist í góða og trausta vináttu.
Gísli var vinmargur og vinur vina
sinna og sinnti þeim vel. Því fékk ég
að kynnast þegar ég gekk í gegnum
erfitt tímabil í ævi minni en þá var
hann mér stoð og stytta, sem ég gat
leitað til hvenær sem var. Það var
gott að tala við hann og fá hjá honum
ráð. Hann gat alltaf fengið mann til
að sjá björtu hliðarnar á öllum málum
og hann fékk mann til að sjá hlutina í
víðara samhengi og frá fleiri sjónar-
hornum. Einhverju sinni, þegar ég
var að þusa um spilamakker við Gísla,
svaraði hann: „Svala mín, vertu bara
fegin að þessi tiltekni makker vilji
sitja á móti þér heilt kvöld eða fleiri
því það er ekki sjálfgefið að allir vilji
það.“ Þetta lýsir Gísla mjög vel og
viðhorfi hans til mannlegra sam-
skipta.
Elsku Gísli, ég þakka þér vináttu
þína og þann tíma, sem ég fékk að
verða þér samferða í þessum heimi.
Ég veit að þér verður vel tekið hinum
megin.
Elsku Rósa, Torfi og fjölskylda,
megi guð vera með ykkur og styrkja í
sorg ykkar.
Þín vinkona
Svala.
Gísli Torfason er látinn langt fyrir
aldur fram. Fréttin er áfall fyrir alla
sem þekktu Gísla.
Ég kynntist Gísla fyrir 25 árum
þegar hann var að byrja að kenna í
FS, ég þá nemandi hans.
Gísli Torfason var mjög hæfileika-
ríkur maður og með marga eigin-
leika, frábær kennari, knattspyrnu-
maður í hæsta gæðaflokki,
hörkubridsspilari og þannig má
áfram telja.
Einn mannkost hafði Gísli sem
gerði hann í raun einstakan mann að
mínu viti. Gísli var svo mikill mann-
vinur, hann lét sér svo annt um
náungann, hann sýndi öllum sem
hann umgekkst svo mikla virðingu og
svo mikinn áhuga, að það eru sérstök
forréttindi að hafa kynnst og um-
gengist Gísla Torfason og geta kallað
hann vin.
Elsku Rósa, ég sendi þér og Torfa
heilshugar samúðarkveðjur. Megi
guð styrkja ykkur í sorg ykkar og
missi, því víst er að Keflavík hefur
misst einn af sínum mætustu sonum.
Jóhannes Ellertsson.
Það verður tómlegt á pöllunum
næsta vetur þar sem einn af aðal-
stuðningsmönnum okkar er fallinn
frá allt of fljótt, krullótti maðurinn
með gleraugun sem kom alltaf inn
með kaffibollann eins og ein úr liðinu
orðaði það.
Ég er alveg orðlaus yfir þessu,
hvernig má þetta vera að Gísli skuli
vera kallaður burt úr þessum heimi
aðeins 51 árs að aldri.
Ég man þegar ég var að velta fyrir
mér framtíðarplönum þegar ég var í
FS þá var Gísli alltaf til staðar til að
ráðleggja manni. „Anna mín, af
hverju verður þú ekki kennari, þú
gætir orðið góður kennari, þetta er
svo þægileg vinna og svo ertu alltaf í
fríi á sumrin.“ Það er spurning hvort
ég eigi það eftir, hver veit. Það er
ekki nokkur vafi á því að Gísli var frá-
bær kennari, alltaf svo rólegur og
yfirvegaður, hann tók öllum bara eins
og þeir voru.
Orð Rósu þegar ég hitti hana um
daginn fyrir utan húsið þeirra glöddu
mig meira en orð fá sagt, þau verða
vel varðveitt í minningabankanum
mínum.
Elsku Rósa, Torfi og aðrir aðstand-
endur, megi Guð veita ykkur styrk í
þessari miklu sorg. Innilegustu sam-
úðarkveðjur frá stelpunum í liðinu.
Anna María Sveinsdóttir.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur
misst mikið, nemendur Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja hafa misst mikið.
Skarð Gísla Torfasonar verður vart
fyllt. Hann var kennari af Guðs náð
og það eru aðeins örfáir sem hafa þá
meðfæddu hæfileika.
Þegar við fengum upphringingu
laugardaginn örlagaríka var sem kalt
vatn rynni milli skinns og hörunds,
„Gísli Torfa er dáinn“, var sagt. Það
gat ekki verið. Af öllum mönnum, ein-
hvern veginn ekki Gísli Torfa. Hann
bar með sér heilsuhreysti og atgervi.
Eftir á var hugsað: „Hvar misstum
við úr? Þetta stenst ekki, hann er
öruggleg veikur, ekki dáinn.“ En
raunveruleikinn er samur við sig og
oft ískaldur.
Fundum okkar Gísla Torfasonar
bar fyrst saman á árunum 1986–87,
er við ákváðum að spreyta okkur á
stærðfræði í öldungadeild Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Sjálfs-
traustið var ekki mikið til að byrja
með, eftir langt hlé á skólagöngu, og
má segja að við höfum hálflæðst með
veggjum. Einn af þeim sem áttu eftir
að breyta því var Gísli Torfa, eins og
hann var alltaf kallaður. Það var ótrú-
legt hvað honum tókst að kenna okk-
ur, jafnvel atriði sem engan veginn
var hægt að læra. Gísla Torfa tókst að
koma því inn í höfuðið á okkur, með
einstakri þolinmæði. Þegar örvænt-
ingin var hvað mest og við vissar um
að þetta gætum við ekki lært fyrir
próf sagði Gísli með sinni alkunnu ró:
„Hver segir að þið þurfið að vera búin
að læra þetta fyrir vorið? Við höfum
allan þann tíma sem við viljum og
þurfum. Þið þurfið ekkert að taka
prófið í vor, við getum verið fram á
sumar ef með þarf og við tökum þann
tíma sem þarf. Þið takið bara prófið í
haust.“ Það var eins og við manninn
mælt, við urðum rólegri og afslapp-
aðri og einhvern veginn fór stærð-
fræðin að renna inn, sínus og kósínus,
kvaðratrót og veldi, líkindareikning-
ur og liðun, sem gekk undir nafninu
permanent hjá okkur. Þetta sýnir
hvað Gísli var mikill sálfræðingur í
sér.
Þegar sjálfstraustið fór að aukast
fór að verða verulega gaman í tímum
hjá Gísla, í hinum fjölmörgu stærð-
fræðiáföngum sem við tókum hjá
honum, að ekki sé talað um lögfræði-
áfangann, sem var sá alskemmtileg-
asti. Það var oft mikið fjör í tímum og
grunar okkur að við höfum stundum
ekki hagað okkur betur en dagskóla-
nemarnir, jafnvel verr, enda kom fyr-
ir að Gísli sagði: „Það er ómögulegt
að hafa ykkur hér á fremsta bekk.“
Þá brostum við út að eyrum, en við
sátum alltaf fremst, til að ekkert færi
framhjá okkur sem tekið var á töflu.
Svo gaman var í öldungadeildinni á
þessum árum, að við mættum veikar í
skólann frekar en ekki. Þegar svo
kom að því að Gísli kenndi okkur síð-
asta áfangann í stærðfæði vorum við
komnar með samviskubit yfir því
hvernig við höfðum látið, harðfull-
orðnar manneskjurnar, og fórum því
á hans fund og reyndum að bæta fyrir
strákapör okkar. Gísli brosti og tók
okkur með sömu ljúfmennskunni og
alltaf, sem sýnir best hvaða mann
hann hafði að geyma.
Árin í öldungadeildinni eru með
skemmtilegustu árum skólagöngu
okkar. Það er meðal annarra Gísla
Torfasyni að þakka, sem af stakri
ljúfmennsku og þolgæði greiddi götu
okkar í náminu, hvenær sem þess var
þörf. Viljum við þakka fyrir ánægju-
legar samverustundir með Gísla
Torfasyni og tölum við örugglega fyr-
ir munn allra öldungadeildarnema
þess tíma. Rósu og fjölskyldu vottum
við okkar dýpstu samúð.
Ásta og Guðrún.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast gamals kennara míns, Gísla
Torfasonar. Leiðir okkar Gísla lágu
saman veturinn 1986–1987 á mínu
fyrsta ári til stúdentsprófs við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Fyrir
áhugasaman nemanda var kennari
eins og Gísli himnasending. Hann var
náttúrutalent í stærðfræði og hafði
einnig þann hæfileika að geta miðlað
af innsæi sínu. Meðhöndlun hans á
efninu var meðhöndlun þess sem skil-
ur, ekki bara þess sem veit. Við fórum
saman í gegnum undraheima al-
gebrunnar og eftir þennan vetur
fannst mér ég búa að einhverju
merkilegu, skilningi á því efni er Gísli
hafði kennt mér og einnig sjálfs-
trausti til að feta kræklóttari stigu
stærðfræðinnar.
Maður með þá hæfileika er Gísli
hafði hefði getað valið sér nánast
hvaða starf sem var. Hann valdi að
kenna ungu fólki, erfitt starf þar sem
oft er fetað einstigi milli þakklætis og
vanþakklætis. En þegar menn sinna
sínu starfi eins og Gísli gerði er það
þakklætið eitt sem ríkir. Kennarar
eins og hann eru jákvæðir áhrifavald-
ar í lífi margs ungs fólks. Uppskera
þeirra er virðing nemenda sinna sem
endist löngu eftir að leiðir skiljast.
Á þessari sorgarstundu lýt ég höfði
í djúpri virðingu fyrir Gísla Torfasyni
um leið og ég votta fjölskyldu hans
mína dýpstu samúð.
Ólafur Örn Jónsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt
á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minn-
ingar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í
Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án
þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn.
Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar
og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan út-
förin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar