Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E inmuna veðurblíða ríkti á Bessastöðum í gærmorgun þegar bílalest dr. A.P.J. Ab- duls Kalams, forseta Indlands, rann í hlað, en tveggja daga opinber heimsókn Indlands- forsetans hófst í gær. Tóku Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff á móti Indlands- forseta sem heilsaði fyrst ráðherrum ís- lensku ríkis- stjórnarinnar og því næst hópi grunnskólabarna frá Víðistaða- skóla og Öldu- túnsskóla, sem fögnuðu forset- anum glaðbeitt með því að veifa íslenskum og indverskum fán- um. Á blaða- mannafundi að loknum hálftíma fundi forsetanna sagði Ólafur Ragnar það sér mikla ánægju að taka á móti Ind- landsforseta þar sem heimsóknin veitti einstakt tækifæri til að styrkja vináttusamband landanna tveggja sem og samvinnu á sviði vísinda og tækni. „Heimsóknin er tákn um samvinnu á milli annars vegar stærsta lýðræðisríkis jarðar og hins vegar elsta lýðræðisríkis heims, sem jafnframt er eitt hið minnsta,“ sagði Ólafur Ragnar. Samvinna Íslands og Indlands öðrum þjóðum til hagsbóta Í ávarpi sínu lagði dr. Abdul Kal- am áherslu á að með heimsókn sinni nú vildi hann annars vegar styrkja vináttu landanna og hins vegar þakka íslenskum stjórnvöld- um stuðning þeirra við framboð Indlands til fastasetu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því næst gerði hann samvinnu landanna tveggja að umtalsefni og sagði sam- vinnu Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftavarna og lyfjaþróunar geta orðið stór- kostlegt framlag, ekki bara fyrir löndin tvö heldur einnig aðrar þjóð- ir. „Samvinna þjóðanna tveggja á sviði lyfjaþró- unar- og fram- leiðslu mun ekki einungis koma þeim sjálfum til góða heldur einn- ig öðrum þjóðum. Þá mun hún verða til þess að styrkja vináttu- bönd þjóðanna tveggja,“ sagði Abdul Kalam, en þess má geta að síðdegis í gær heimsótti hann höfuðstöðvar lyfja- fyrirtækisins Actavis í Hafnarfirði og lagði þar hornstein að nýrri byggingu fyrirtækisins. Abdul Kalam ræddi þvínæst um jarðskjálftavarnir og sagði Indverja mikið geta lært af íslenskum vís- indamönnum. Sagði hann jarð- skjálfta ekki einungis vandamál þess lands þar sem jarðskjálftinn ætti upptök sín heldur væri um að ræða sameiginlegt vandamál alls heimsins sökum þeirrar miklu eyði- leggingar sem fylgt geta í kjölfar jarðskjálfta. Sagði hann framfarir á sviði forspár jarðskjálfta gífurlega Styrkir vináttusamband landanna Morgunblaðið/Golli Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar tóku innilega á móti Indlandsforseta á hlaðinu við Bessastaði. Morgunblaðið/Golli Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Dorrit Mo- ussaieff á Bessastöðum í gær. Samvinna Íslands og Indlands á sviði jarðskjálfta- varna og lyfjaþróunar getur orðið stórkostlegt framlag, ekki bara fyrir löndin tvö heldur einnig aðrar þjóðir. Þetta kom fram í máli dr. A.P.J Ab- duls Kalams Indlandsforseta, en opinber heimsókn hans hófst í gær með móttökuathöfn á Bessastöð- um. Silja Björk Huldudóttir var á staðnum. FORSETI Indlands hitti stúdenta í Háskóla Íslands seinnipart dags í gær, og sagði þeim í stuttu máli frá hugmyndum sínum um hvernig þróun indversks samfélags geti orðið í framtíðinni til þess að það markmið náist að enginn verði undir fátæktarmörkum á Indlandi árið 2020. Kalam leggur alltaf mikla áherslu á að ræða við námsmenn á ferðalögum sínum, bæði heima fyrir og erlendis, og telst til að hann hafi hitt um 600 þúsund námsmenn frá því hann tók við embætti í júlílok 2002. Í dag eru um 26% af hinum rúmlega milljarði Indverja undir fátæktarmörkum, og sagði Kalam að vísindi og tækniþróun verði lyk- illinn í því að bæta lífsgæði þessara 260 milljóna Indverja. Leiðir að markmiðinu eru svo t.d. menntun og heilsugæsla, framfarir í land- búnaði og aukin uppbygging raf- orkukerfis fyrir smærri þorp víðs vegar um landið. Eftir erindi Kalam gafst nem- endum tækifæri til þess að spyrja hann spurninga, og var hann m.a. spurður um hvernig hægt væri að auka raforkuframleiðslu Indlands til þess að standa undir aukinni notkun á rafmagni sem framtíð- arsýn hans óhjákvæmilega kallaði á. Forsetinn sagði að áfram yrði notuð kjarnorka, aukin nýting á vetni og sólarorku sé einnig mik- ilvægur þáttur í þessu. Enginn undir fátæktar- mörkum 2020 Morgunblaðið/Þorkell Abdul Kalam leggur mikla áherslu á að ræða við stúdenta í ferðum sínum og er hér í Öskju í gær. „MÁLÞINGIÐ tókst afar vel og var vel sótt. Fyrirlesarar fóru yfir ýmsa samstarfsmöguleika ís- lenskra og indverskra fyrirtækja. Þarna var til dæmis fjallað um lyfjaiðnaðinn, sem og hugsanlegt samstarf á sviði hugbúnaðar og tölvutækni. Af hálfu Össurar hf. kom fram að fyrirtækið er farið að þreifa fyrir sér með starfsemi í Indlandi og Davíð Á. Gunnarsson flutti áhuga- vert erindi um hvernig smáar og stórar þjóðir geta starfað saman innan Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar,“ sagði Björn Aðal- steinsson, formaður íslensk- indverska viðskiptaráðsins og forstöðumaður viðskiptastefnu- mótunar hjá Actavis. Íslensk-indverska viðskiptaráðið, í samvinnu við Actavis, hélt mál- þing í gær þar sem sérstök áhersla var lögð á lyfja- og tæknigeirann. Erlendir og innlendir fyrirlesarar fluttu erindi, en sérstakir gestir voru Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands og Abdul Kalam, for- seti Indlands. Vefnaður, flug og fyrirsætur Félagar í íslensk-indverska við- skiptaráðinu eru t.d. Hagkaup, sem lætur framleiða ýmsa vefnaðarvöru fyrir sig í Indlandi, Sæplast og FL Group. Björn segist vita til að ís- lenskir bankar séu að svipast um eftir viðskiptatækifærum í Indlandi og bendir á að Eskimo Models hafi þegar haslað sér völl í indverska kvikmyndaheiminum, sem daglega kallast Bollywood. Fjölbreytnina skorti því ekki. Viðskiptasambönd við Indland reifuð Morgunblaðið/Þorkell Abdul Kalam lagði hornstein að nýbyggingu Actavis í Hafnarfirði með að- stoð sinna manna sem brugðu yfir hann skjóli fyrir bleytunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.