Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 41
MINNINGAR
✝ Jóhanna ÁsdísJónasdóttir
fæddist á Siglufirði
4. maí 1929. Hún lést
20. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jónas
Guðmundsson tré-
smiður, ættaður frá
Hofsósi, f. 25. maí
1885, d. 31. ágúst
1960, og Guðrún
Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir húsmóðir, ætt-
uð úr Hörgárdal í
Eyjafirði, f. 27. júní
1989, d. 19. apríl
1983. Systkini Ásdísar eru Hauk-
ur, f. 17. júlí 1926, búsettur á
Siglufirði, Sigurður, f. 2. mars
1928, d. 29. ágúst 1977 og upp-
eldissystir Ásdísar, Helga Jónína
Dagbjartsdóttir frá Hofsósi, f. 14.
desember 1917, d. 11. febrúar
2005.
Ásdís giftist 6. október árið 1951
Birgi Jóhanni Jóhannssyni tann-
lækni, f. í Grenivík 27. mars 1929,
ólst upp á Ólafsfirði frá 1937. Börn
þeirra eru: 1) Guðrún fjölmiðla-
1997. Dætur Stellu eru Sólveig
Erna, f. 9. febrúar 1974 og Dís, f. 28.
ágúst 1983. 3) Inga Jóhanna, kenn-
ari og tannfræðingur, f. 17. júní
1957, maki Halldór Úlfarsson, börn
Ásdís, f. 5. nóvember 1979, maki
Guðmundur Finnbogason, og Úlfar
Þór, f. 29. mars 1987. 4) Sigrún
kennari, f. 18. desember 1960, maki
Óskar Baldursson, dætur Sara, f. 7.
október 1980, maki Hermann Val-
garðsson, og Þórdís, f. 1. júní 1987.
5) Haukur markaðsfræðingur, f. 5.
október 1964, maki Áslaug María
Magnúsdóttir, börn Magnús Már, f.
18. júní 1991, Inga María, f. 23. júní
1997, og Daníel Þorri, f. 4. apríl
2003. Sonur Hauks er Bjarni Þór, f.
21. desember 1982.
Ásdís varð gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar árið
1945. Hún lauk námi frá Húsmæðra-
skólanum á Laugalandi í Eyjafirði
og frá Húsmæðraskólanum á Akur-
eyri. Fram að því er Ásdís giftist
vann hún við verslunarstörf og á
skrifstofu bæjarfógetaembættisins á
Siglufirði. Árið 1952 fluttu Ásdís og
Birgir til Reykjavíkur og hófu þar
búskap. Árið 1953 vann Ásdís við
skrifstofustörf á Keflavíkurflug-
velli. Frá 1953 var heimilið aðal-
starfsvettvangur Ásdísar.
Útför Ásdísar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
fræðingur, f. 22. febr-
úar 1952, maki Charl-
es Thomas (Chuck)
Mack, börn Guðrúnar
og Richards Ólafs
Briem eru a) Birgir
Andri, f. 20. janúar
1975, maki Harpa
Guðnadóttir, börn
þeirra eru Klara, f. 29.
mars 1997 og Saga, f.
2. júlí 2000, b) Dag-
rún, f. 1. júlí 1980,
maki Guðjón Gústafs-
son, dóttir þeirra er
Gyða Maja, f. 25. októ-
ber 2001, og c) Unnur
Helga, f. 3. maí 1991. Börn Charles
Thomas eru Clayton, f. 2. mars
1973, d. 11. júlí 2000, Lisa, f. 6. júlí
1978 og William, f. 7. október
1982. 2) Jónas Birgir tannlæknir, f.
25. desember 1953, maki Stella
Guðmundsdóttir, börn þeirra eru
Tinna Ásdís, f. 28. febrúar 1986, og
Jónas Birgir, f. 20. desember 1988.
Dóttir Jónasar er Björk, f. 13.
mars 1972, maki Svavar Jónatan
Hjaltason, synir Bjarkar eru Gest-
ur Egill, f. 1994, og Sævar Már, f.
Móðir okkar var ekki aðeins
mamma, hún var einnig vinkona
okkar. Heimilið og fjölskyldulíf var
henni allt. Á einhven hátt gátu allir
leitað til hennar, bæði stórir og smá-
ir, og þannig hefur það verið á öllum
tímum í lífi okkar. Vandamálin voru
ósjaldan rædd við eldhúsborðið og
hún kenndi okkur það að fólk þarf
ekki alltaf að vera sammála um alla
hluti, þá má ræða og leita lausna við
þeim. Móðir okkar var mjög trúuð,
með mikla kímnigáfu og sérfræð-
ingur í málefnum kóngafólks um
víða veröld og var oft gaman að
leggja fyrir hana ýmsar spurningar
í þeim efnum. Hún var hreinskiptin
og hafði ákveðnar skoðanir á hlut-
unum. Í veikindum sínum sýndi hún
mikið æðruleysi og var áberandi öll-
um hversu þakklát hún var fyrir allt
sem gert var fyrir hana. Við systk-
inin erum þakklát fyrir móður okkar
og fyrir það sem hún kenndi okkur.
Við erum líka þakklát fyrir það að
hún gat verið heima þar til yfir lauk,
á þeim stað sem hún unni mest og
með fjölskyldu sinni.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Guð blessi móður okkar.
Guðrún, Jónas Birgir, Inga
Jóhanna, Sigrún og Haukur.
Tengdamóðir okkar var mikil
dama í orðsins fyllstu merkingu.
Hún hafði fágaða framkomu og
næmt auga fyrir fallegum hlutum.
Hún hafði líka mikla kímnigáfu og
gat hlegið dátt að ærlegu gríni og
glensi. Hún var mikil mamma, bar
ómælda umhyggju fyrir afkomend-
um sínum. Henni var umhugað um
að öllu hennar fólki gengi vel í lífinu.
Kæri Birgir, missir þinn og allra
ástvina er mikill en minningin um
fallega, góða og sterka konu yljar
okkur öllum um hjartarætur. Bless-
uð sé minning tengdamóður okkar.
Halldór Úlfarsson og
Óskar Baldursson.
Þegar ég kom inn í fjölskyldu Ás-
dísar og Birgis fyrir tæpum þremur
árum fann ég strax hversu vel allir
tóku mér. Ásdísi var auðvelt að
kynnast, hún var opin, ljúf og ein-
læg og afskaplega falleg kona. Við
urðum strax vinir. Á heimili hennar
og Birgis var alltaf allt á ferð og
flugi, börn, tengdabörn og barna-
börn annaðhvort á leið inn eða út.
Þannig var það í Ásendanum sem ég
kynntist aðeins og þannig hefur það
haldið áfram í Mánatúni 2.
Veikindum sínum tók Ásdís eins
og hetja, kvartaði aldrei og var afar
þakklát þegar við sem vorum í
kringum hana vildum hjálpa til. Ég
er þakklátur fyrir að hafa náð að
kynnast Ásdísi og þó árin sem ég
náði með henni hafi ekki verið mörg
þá eru þau fyrir mig dýrmæt minn-
ing um einstaka konu.
Charles Thomas (Chuck) Mack.
Nú er hún Ásdís amma farin til
Guðs og okkur langar að minnast
hennar með nokkrum orðum. Þegar
við stelpurnar settumst niður yfir
kaffibolla og rifjuðum upp gamla
tíma, komu ótal margar skemmti-
legar minningar tengdar ömmu upp
í huga okkar.
Amma Ásdís var glæsileg kona,
hress og skemmtileg, og það var
hægt að spjalla við hana um allt
milli himins og jarðar. Hún var ung í
anda og var í einu orði sagt „kúl“
amma.
Okkur stelpunum þótti alltaf
gaman að fá að gramsa í dótinu
hennar, þó sérstaklega skó- og
töskuskápnum, en þar leyndust tug-
ir af skóm og töskum hvaðanæva úr
heiminum. Amma stóð okkur líka
oft að verki, þar sem við stóðum
uppi á bláa stólnum inni á baði,
makandi varalit langt útá kinnar, en
í baðskápnum var fjöldinn allur af
varalitum og alls konar snyrtidóti.
Amma elskaði gott veður og um
leið og sólin gægðist fram úr skýj-
unum var hún snögg að taka stólana
sína út og dekka borð, eða draga
mann í gönguferð eftir hitaveitu-
stokknum og skoða hestana við
hesthúsin hjá Sprengisandi sem var
stutt frá Ásendanum, gamla heim-
ilinu afa og ömmu. Á Skógum í
Flókadal, sveitinni þeirra, fengum
við þríeykið eins og við vorum kall-
aðar, að skottast um á sumrin með
ömmu og afa. Þar var farið í hlöð-
una, í sund á Kleppjárnsreykjum,
siglt á vatninu og sagðar draugasög-
ur af Þórði handalausa á háaloftinu.
Þessar minningar eru okkur afar
dýrmætar.
Amma var mjög trúuð og góð
kona. Hún hefur gefið og kennt okk-
ur margt sem við höfum getað nýtt
okkur í lífinu. Við erum mjög þakk-
látar fyrir þann tíma sem við áttum
með ömmu og vitum að hún vakir
yfir okkur.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni, sitji Guðs
englar saman í hring sænginni yfir
minni.
Ásdís, Dagrún og Sara
Okkur frænkunum þykir sárt að
sjá á eftir ömmu okkar. Við munum
þegar það var svo spennandi að
koma í Ásendann og fá að gista hjá
ömmu og afa. Amma var vön að taka
vel á móti okkur og gerði hún alls
kyns skemmtilega hluti með okkur.
Það er gott að minnast þess þegar
maður trítlaði á kvöldin fram á nátt-
kjólnum með ömmu í silkislopp til
að fá kvöldkaffið. Hún var glæsileg
eins og alltaf. Svo horfðum við vin-
konurnar þrjár saman út um
gluggann og amma með kaffiboll-
ann. Það var spennandi að vakna á
morgnana við ilmandi morgunverð-
arborð afa.
Þetta eru bara lítil brot af minn-
ingum okkar um ömmu en þær eru
svo ótal margar og góðar.
Elsku Guð, þakka þér fyrir að
hafa gefið okkur ekki bara yndislega
og góða ömmu, heldur líka góða vin-
konu sem er fyrirmynd okkar.
Tinna Ásdís og Þórdís.
Ég á margar góðar minningar um
ömmu mína Ásdísi. Það var alltaf
svo þægilegt og gott að vera með
henni, hún var svo mikill félagi
manns. Þegar ég var lítil kom ég oft
til ömmu og afa í Ásendann að gista,
þar var alltaf svo ótrúlega gaman.
Ég labbaði hitaveitustokkinn með
ömmu, við spiluðum ólsen ólsen upp
á peninga og amma kenndi mér að
leggja kapal. Amma og afi voru með
stóran, fallegan garð með alls konar
skemmtilegu í, t.d. rabarbara, kart-
öflum, graslauk og kryddi. Ég fékk
oft að reyta arfa og gera önnur smá-
vægileg verk fyrir 200 krónur eða
svo. Þær voru líka ófáar sjoppuferð-
irnar sem ég fór með ömmu til að
kaupa lindubuff eða kókósbollur, en
það var einmitt uppáhaldsnammið
hennar ömmu. Amma var góð kona,
trúuð, mikill húmoristi og snilldar-
kokkur. Hún stóð sig eins og hetja í
veikindum sínum. Ég þakka Guði
fyrir að hafa gefið mér svona góða
vinkonu. Ljúf minning lifir.
Ég elska þig, Guð geymi þig.
Bæn sem amma kenndi mér:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Unnur Helga.
Við minnumst Jóhönnu Ásdísar
Jónasdóttur með sorg og söknuði,
en hún var burtkvödd úr þessum
heimi 20. maí sl. Ásdís var vönduð
og kjarkmikil kona, einstök móðir
og börnum sínum ætíð stoð og
stytta og hvatti þau mjög til náms.
Kynslóðirnar, sem fæddust um
1930 eru nú óðum að kveðja þetta
jarðlíf. Við, sem fædd erum á þess-
um tíma, verðum sífellt oftar vör við
andlát vina okkar og skyldmenna.
Enginn fær stöðvað þá framvindu.
Ásdís var gift bróður mínum,
Birgi Jóhannssyni. Okkar samskipti
á vegferð okkar voru mikil, gleði-
stundir og ferðalög fjölskyldnanna,
sem unnu náttúru og gróðri. Ásdís
og Birgir náðu miklum árangri á því
sviði.
Ásdís háði harða baráttu við þann
sjúkdóm, sem leiddi hana til dauða,
og hélt reisn sinni til síðustu stund-
ar. Eiginmaðurinn, Birgir, stóð sem
klettur við hlið hennar í sjúkdóms-
baráttunni.
Við veljum okkur ekki þann beð,
sem verður okkur sá síðasti. Það
gerir sá, sem öllu ræður.
Ásýndin hefur breyst, enn er einn
úr fjölskyldunni horfinn yfir móð-
una miklu. Undirritaður og kona
hans, Friðrikka, ásamt systkinum
mínum og þeirra mökum þökkum
Ásdísi samferðina og sendum Birgi
og hans afkomendum samúðar-
kveðjur. Þetta er okkar hinsta
kveðja.
Heimir Brynjúlfur Jóhannsson.
Ár líða hratt yfir himin
og heim, með blæléttum þyt,
það slær á þau gullinni slikju,
það slær á þau silfurlit.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Hún fæddist inn í birtuna í byrjun
maí. Hún var óskabarn foreldra
sinna, falleg stúlka og átti tvo eldri
bræður. Fram undan var langt sum-
ar og bjart. Fram undan biðu
skemmtileg bernskuár. Og fram
undan voru fagrir og heillandi tímar
náms og starfa.
Ég man hana síðan við vorum
smábörn. Við vorum á sama árinu,
faðir minn móðurbróðir hennar, og
mér finnst einhvern veginn nú að
Guðrún, móðir hennar, hafi jafnan
litið á pabba eins og litla bróður sem
hún bæri ábyrgð á. En þó að hún
væri eldri lifði hún hann. Ég minnist
hennar síðast er hún laut að honum
liðnum og kvaddi. Þá var hún hátt á
níræðisaldri en reisnin og mildin
söm við sig. Kannski erfði ég það frá
föður mínum að ég átti alltaf hlýju
og ást að mæta frá Guðrúnu frænku
minni og ekki síður frá manni henn-
ar Jónasi, þeim glaðværa og þel-
hlýja öðlingi.
Við vorum ekki gömul við Ásdís,
sem við kölluðum Diddu, þegar við
stóðum á svölunum fyrir utan eld-
húsgluggann á Jónasarhúsi og
horfðum á gufumekkina úr risastór-
um verksmiðjureykháfunum hnykl-
ast upp í heiðblátt himinhvolfið og
mynda síbreytilegan ævintýraheim.
Kannski vorum við aðeins þriggja
ára og leyndardómarnir og ævintýr-
in alls staðar. Við vorum, er tímar
liðu, í sama bekk í barna- og gagn-
fræðaskóla, nutum leiðsagnar ein-
staklega hæfra kennara og samvista
við skemmtilega félaga, áttum góða
daga og glaðvær ár sem liðu „hratt
yfir himin“.
Eftir örfáa daga eru 60 ár síðan
við komum hingað til Reykjavíkur,
ég að minnsta kosti í fyrsta sinn, í
hópi vinanna traustu í bekknum
okkar. Nú heldur hún brott af sömu
slóðum á sama tíma árs „í könnun
annars heims og nýrra landa“.
Þakkir okkar gömlu bekkjarsystk-
inanna fylgja henni. Hún var glað-
vær og glæsileg, vinsæl og vinmörg.
Hún prýddi hópinn. Og ekki þótti
mér verra að eiga slíka frænku.
Það fór að vonum að slíkur kven-
kostur sem Ásdís var yrði ekki lengi
ein á báti. Ung var hún gefin góðum
dreng, vini okkar hjóna og bekkj-
arbróður úr Menntaskólanum á Ak-
ureyri, Birgi Jóhanni Jóhannssyni.
Þar var ekki tjaldað til einnar næt-
ur. Hjónaband þeirra hefur nú stað-
ið í meira en hálfa öld. Heimili
þeirra var fagur rausnargarður þar
sem gott var að koma og gaman að
vera. Ætíð var fagnaðarfundur er
við hittum þau, hvort heldur var
heima eða heiman. Þau voru hvort
öðru samboðin. Hæfileikar þeirra
kristallast í börnunum fimm sem
eru öll hið ágætasta fólk.
Ár líða hratt en þau búa í hug
okkar og hjarta og „það slær á þau
gullinni slikju, það slær á þau silf-
urlit“.
Enn er vor. Enn flæðir birtan um
landið okkar. Og enn heldur góð og
greind stúlka inn í ljósið bjarta, enn
skærara ljós en það sem brosti við
henni í maímánuði endur fyrir
löngu. Við Björg horfum á eftir
henni, þökkum liðna tíð og biðjum
henni og ástvinum hennar blessunar
Guðs.
Ólafur Haukur Árnason.
Ásdís Jónasdóttir, grannkona
okkar hjónanna til margra ára, er
látin. Ég vissi að hún hafði verið fár-
sjúk og þess vegna varð mér upp á
síðkastið oft hugsað til hinna mörgu
samverustunda okkar, minningarn-
ar verða ljóslifandi. Þegar við flutt-
um í Ásendann, í næsta hús við Ás-
dísi og Birgi, kynntumst við fljótt.
Ekki síst vegna þess að eiginmenn
okkar eru starfsbræður og synir
okkar eru jafnaldrar. Þær voru ófá-
ar stundirnar, sem við eyddum yfir
kaffibollunum í eldhúsinu á öðru
hvoru heimilinu og ræddum lífsins
vandamál, stór og smá. Þannig varð
kunningsskapur að vináttu. Við
hjálpuðumst oftar en ekki að við að
undirbúa fjölskyldu- og vinaboð,
stólar og leirtau gengu á milli
húsanna eftir þörfum. Ásdís var frá-
bær húsmóðir, snillingur í matseld
og móðir, sem bar hag fjölskyldu
sinnar fyrst og fremst fyrir brjósti.
Þær eru ekki fáar mataruppskrift-
irnar í „eldhúskladdanum“ mínum,
sem merktar eru „frá Ásdísi“.
Eftir að við urðum ömmur og fjöl-
skyldurnar stækkuðu hittumst við
þó sjaldnar en fylgdumst þó vel
hvor með annarri. Þegar svo Ásdís
og Birgir seldu, misstum við góða
granna og nú hef ég misst góða og
gamla vinkonu.
Við hjónin vottum Birgi og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð.
Hanna Lára Köhler.
Ásdís, eiginmaður hennar Birgir
J. Jóhannsson, börn þeirra og
tengdabörn voru okkur kær frá
fyrstu kynnum. Náin samskipti við
þessa góðu og stóru fjölskyldu hóf-
ust fyrir 33 árum þegar við eign-
uðumst saman jörðina Skóga í
Flókadal í Borgarfirði. Síðar byggðu
þau hreiður í útjaðri jarðarinnar,
sem í dag ber vott um hvað vilji og
samheldni getur áorkað. Þar hafa
þau unnið þrekvirki á vettvangi
skógræktar. Okkur þótti vænt um
hvað þau hjónin bundu mikilli
tryggð við Flókadalinn, þó svo hann
væri langt frá þeim stað sem þau
slitu barnsskónum, en bæði Ásdís
og Birgir eiga ættir að rekja til
Norðurlands.
Ásdís var mikil móðir. Börnin
hennar bera þess merki hvað hún
lét sig miklu skipta velferð þeirra og
hamingja, enda mátu þau hana mik-
ils og að verðleikum. Þeirra missir
og Birgis er mikill. Við undirrituð
vottum fjölskyldu Ásdísar innilega
samúð og þökkum henni vináttu og
samfylgd.
Ragnheiður og Birgir,
Sigrún og Matthías.
ÁSDÍS
JÓNASDÓTTIR
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista