Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Friður sé með yður, og yðar álveri, Árni minn. Græn vottorð, semsvo eru nefnd, eruafsprengi lofts- lagsvandamála í heimin- um. Landsvirkjun hefur nú fengið vottorð fyrir allar sínar aflstöðvar sem og einnig Hitaveita Suður- nesja og Orkuveita Reykjavíkur sem hlutu vottun fyrir Svartsengi og Nesjavallavirkjun. Bjarni Bjarnason, fram- kvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar, sagði að fremur stutt væri síðan þau einföldu sannindi urðu mönnum ljós að lofthjúpurinn væri sameiginlegur öllum jarðarbúum, væri hann mengaður á einum stað hefði það áhrif á hann allan. „Þetta sprettur óbeint upp í kjölfar al- þjóðlegs samstarfs um að reyna með öllum tiltækum hætti að draga úr eða koma í veg fyrir hraða aukningu áhrifa mannsins á náttúruna,“ sagði Bjarni. Ramma- samningur Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn loftslagsbreyting- um af manna völdum er frá árinu 1992 en árið 1997 kom Kyoto-bók- unin til sögunnar, viðbót við rammasamninginn. Í henni eru í fyrsta skipti settar magnbundnar kröfur á ríkin. „Aðildarþjóðirnar gangast þar undir beinharðar skuldbindingar, tímasettar og magnbundnar og undan þeim verður ekki vikist,“ sagði Bjarni. Evrópusambandslöndunum, sem nú eru 25 talsins, er ætlað að draga úr losun sem nemur 8% frá því los- un var mæld og reiknuð út árið 1990. „Þetta er mjög erfitt, yfirleitt er útblástur frekar að aukast í þessum aðildarlöndum en hitt. Menn standa því frammi fyrir miklum vanda.“ Um 25% af allri losun gróður- húsalofttegunda í Evrópusam- bandslöndunum er vegna raf- magnsframleiðslu. „Ef menn ætla sér að eiga möguleika á að ná þessu 8% marki Kyoto-bókunar- innar verður að skoða mengunina frá rafmagnsframleiðslunni,“ sagði Bjarni, en árið 2001 gaf ESB út til- skipun sem fjallar um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raf- magnsframleiðslu. Þeir eru vind- orka, sólarorka, vatnsorka og jarð- varmi. „Menn vilja nú auka hlut þeirra orkugjafa sem ekki valda losun,“ sagði Bjarni en rafmagn sem unnið er úr endurnýjanlegum orkugjöfum kallast grænt raf- magn, það sem unnið er með jarð- efnabrennslu má þá kalla svart. Yfirleitt er dýrara að framleiða græna rafmagnið en það svarta. Stöðvarnar teknar út Bjarni sagði ýmsar leiðir færar til að styrkja framleiðslu á grænu rafmagni en það færi eftir löndum hver hefði orðið fyrir valinu. Þjóð- verjar t.d. nota svonefndar inn- mötunargreiðslur, sá sem fram- leiðir grænt rafmagn fær beinar greiðslur úr ríkiskassanum, önnur lönd hafa valið skattaívilnanir eða fjárfestingarstyrki. Fjórða aðferð- in, sem hefur verið til skoðunar að undanförnu, eru grænu vottorðin. Ekki er um að ræða beina styrki frá ríkinu heldur er það orkukaup- andinn sem greiðir. „Þeir sem framleiða grænt rafmagn, eins og t.d. Landsvirkjun eiga rétt á að fá útgefin vottorð fyrir hverja kw stund sem framleidd er. Til að fá vottorðin þarf að sannreyna að stöðvarnar séu í lagi,“ sagði Bjarni, en alþjóðlegt vottunar- fyrirtæki tekur stöðvarnar út. Það gerðist hjá Landsvirkjun nú í byrj- un árs. Landsnet mælir svo með viður- kenndum aðferðum hversu mikið Landsvirkjun framleiðir af raf- magni „og þá getum við beðið um að fá græn vottorð fyrir þessa framleiðslu, eitt vottorð fyrir hverja mw stund. Þessi vottorð eigum við og getum valið hvort við seljum þau öðrum ef við finnum kaupendur,“ sagði Bjarni. Slík sala er óháð rafmagnssölunni, tekjur af sölu þeirra koma henni til viðbótar. Fyrirtæki sem framleiða grænt rafmagn fá þannig tekjur sem er fjárhagslegur stuðningur, ætlaður til að auka og ýta undir framleiðslu á grænu rafmagni. Landsvirkjun gerði á dögunum fyrsta samninginn um sölu á grænu vottorði og var kaupandinn austurrískt fyrirtæki. Samningur- inn hljóðaði upp á 1,3 TWst, en að sögn Bjarna er verðið enn sem komið er frekar lágt. Þessi fyrsta sala á grænum vottorðum frá Landsvirkjun dugði þó fyrir þeim kostnaði sem fólst í vottun stöðva fyrirtækisins. Bjarni sagði að t.d. í Svíþjóð, þar sem bundið er í lög að notendur nýti ákveðið hlutfall orkuþarfar sinnar með grænni framleiðslu væri markaðurinn ekki opinn, Ís- lendingar gætu ekki selt sín vott- orð inn á þann markað. „Hugsan- lega verður einhver samræmdur markaður í Evrópu í framtíðinni, það eru fleiri lönd að feta sig inn á þessa braut,“ sagði Bjarni, en hann benti einnig á að til staðar væri annar markaður, frjáls markaður, þar sem ekki væri kaupskylda. Þó nokkuð af fyrirtækjum og einstak- lingum í Evrópu sjá sér hag í því að kaupa græna orku og sýna þannig fram á að þau styðji græna fram- leiðslu. Í sumum tilvikum væri um ímyndarmál að ræða. Þannig keypti Ikea hluta af sinni orku með þessum hætti. Fréttaskýring | Græn vottorð afsprengi loftslagsvandamála í heiminum Leið til að minnka losun Landsvirkjun hefur selt fyrstu grænu vottorð sín til fyrirtækis í Austurríki Borhola við Kröflustöð. Verða að auka ákveðið hlutfall grænnar orku  Í Svíþjóð hefur frá 1. maí árið 2003 verið bundið í lög að ákveð- ið hlutfall rafmagns hjá notend- um skuli vera grænt, eða 7,9% og er stefnt að því að það verði kom- ið upp í 15% árið 2010. Notendur þar geta keypt græn vottorð fyr- ir t.d. 15% af því orkumagni sem þeir nota. Þannig sýna þeir fram á að þeir styðji og styrki græna framleiðslu. Þau virka þannig sem fjárhagslegur hvati til að auka framleiðslu á grænu raf- magni. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is ERTU AÐ SAFNA PUNKTUM? BORGARFULLTRÚAR sjálfstæð- ismanna hafa sent frá sér tilkynn- ingu þar sem brugðist er við við- brögðum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra í Reykjavík, við skipulagshugmynd- um Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingunni er haft eftir Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins, að það veki athygli að í stað þess að fulltrúar R-listans fagni einróma hugmyndum og öflugri umræðu um framtíðarþró- un borgarinnar skuli ákveðnir for- svarsmenn hans grípa til varnarbar- áttu sem því miður beri vott um ákveðið metnaðarleysi fyrir hönd Reykvíkinga. Bendir Vilhjálmur í yfirlýsingunni á þrjú atriði í því sambandi: „Það er rangt hjá borgarstjóra og formanni skipulagsráðs að halda því fram að hugmyndir sjálfstæðis- manna um byggð í Örfirisey séu fengnar frá þeim tillögum sem nú eru til vinnslu hjá hafnarstjórn. Hugmyndir sjálfstæðismanna um eyjabyggð hafa verið í þróun og til umræðu innan borgarstjórnar- flokksins á öllu þessu kjörtímabili. Fyrstu teikningar sem sýndu byggð í Örfirisey, Akurey og Engey voru kynntar á fundi borgarstjórnar- flokksins hinn 16. júní 2004 af fjórum arkitektum sem unnu að þessum skipulagshugmyndum. Hugmyndir um byggð á landfyllingum og í eyjum borgarinnar hafa oft áður verið til umræðu. Því má allt eins halda því fram að þær hugmyndir sem nú eru til umræðu í hafnarstjórn, en hafa ekki verið kynntar í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna, séu fengnar annars staðar frá.“ Sjálfstæðismenn segja að ummæli Steinunnar Valdísar um að líklegt sé að lóðaverð hækki vegna vegteng- inga séu algjörlega úr lausu lofti gripnar, enda hafi fáir haldið því fram að Sundabraut og aðrar sam- göngubætur hækki lóðaverð í Reykjavík. Þvert á móti muni mikið framboð af lóðum á áður ónýttum svæðum lækka lóðaverð. „Fullyrða má að lóðaverð á þeim nýju svæðum sem hugmyndir sjálf- stæðismanna ná til verði lægra en á þeim lóðum sem borgin hefur verið að selja byggingarrétt á á undan- förnum árum.“ „Varnarbarátta sem ber vott um metnaðarleysi“ EKKI verður þörf á frekari aðgerð- um til að tryggja öryggi íbúa Súða- víkur á hættusvæðum samkvæmt snjóflóðahættumati í Súðavík sem gefið var út nú í maí. Helstu niðurstöður hættumatsins eru þær að öll byggðin utan Eyrar- dalsár, nema frystihúsið og vararaf- stöðin í Ytri-Súðavík, eru á hættu- svæði C. Hættusvæðum er skipt í A, B, og C. Þannig er minnst hætta á A og mest á C. Frystihúsið og vararafstöð Orkubús Vestfjarða eru á hættu- svæði B. Einungis tvö hús í Innri- Súðavík, innan við Eyrardalsá, eru á hættusvæði A: Eyrardalsbærinn og Eyrardalur 2. Þess er getið að húsið að Eyrardal er hannað og byggt til að standast snjóflóðaáraun. Öll önnur hús eru ut- an hættusvæða. Þar sem Ofanflóðasjóður hefur þegar keypt öll íbúðarhús í Ytri- Súðavík, og selt aftur með kvöðum varðandi viðveru að vetrarlagi, verð- ur ekki þörf á frekari aðgerðum sem fyrr segir. Frekari aðgerða ekki þörf í Súðavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.