Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 27 UMRÆÐAN BJÖRN Bjarnason borgar- fulltrúi fær ekki á heilum sér tek- ið vegna tímamótaákvörðunar Há- skólans í Reykjavík að velja sér framtíð- arstað í Vatnsmýr- inni í Reykjavík. Björn skilur ekki hugsunina sem að baki býr, líkir lóðinni við ósnortið hálendi, finnst hratt hafa ver- ið unnið og segir Há- skólann hafa hrapað að niðurstöðunni. All- ur þessi málflutn- ingur er með ólík- indum og einangrast við Björn. Borgarráð stóð einhuga að tilboði um lóðina í Vatnsmýrinni á fundi sínum 14. apríl sl. Staðarvalinu var jafn- framt einróma fagnað á fundi borgarstjórnar fimm dögum síðar. Þá var Björn í Bangkok. Þekkingarþorp í Vatnsmýri Eins og sagði í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík byggðist staðarval skólans á ítarlegri greiningu og framtíðarsýn um að byggja upp alþjóðlega mennta- stofnun sem væri fyllilega sam- bærileg við bestu háskóla erlendis á viðkomandi fagsviðum. Stað- setning í Vatnsmýrinni styður við þá framtíðarsýn. Ástæðan er sú að þar eigum við Íslendingar ein- stakt tækifæri til að mynda þekk- ingar- og nýsköpunarumhverfi á heimsmælikvarða. Gera má ráð fyrir að innan fárra ára geti 20 til 30 þúsund manns verið við nám og störf í þekkingar-, háskóla- og rannsóknarumhverfi á Vatnsmýrarsvæðinu. Samfélags- legt mikilvægi og sameiginlegir hagsmunir atvinnu- lífs, háskóla og stjórnvalda eru svo ríkir í þessu verkefni að það ætti að vera hafið yfir pólitíska flokkadrætti og dægurþras. Í sátt við umhverfi og útivist Svæði Háskólans í Reykjavík er ekki að- eins ætlað að rýma framtíðarstarfsemi skólans heldur einnig þekkingarfyrirtæki, rannsóknar- stofnanir og aðra starfsemi sem styrkt getur þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri. Það er leiðinlegt að Björn borgarfulltrúi reyni með villandi málflutningi að koma því orði á að þessi notkun svæðisins stefni nærliggjandi útivistar- perlum í hættu. Þess var sér- staklega gætt að ganga ekki á útivistarsvæðið í Öskjuhlíð við undirbúning málsins og svæði Nauthólsvíkur var raunar stækk- að verulega. Hefur borgarstjórn þegar ákveðið að efna til sam- keppni meðal barna og unglinga um hvernig afþreyingar- og úti- vistarsvæðið sem þannig skapast verði best þróað til framtíðar. Þótt nágrennið sé viðkvæmt er svæði Háskólans sjálfs að stærst- um hluta framræst tún og móar auk leifa braggabyggðar frá seinna stríði. Augljóst er að á því verður byggt fyrr eða síðar. Eldra skipulag gerði raunar ráð fyrir að þar kæmi vegstæði hrað- brautar um Hlíðarfót og flugstöð ásamt bílastæðum. Ég held að engum sé betur treystandi til að vanda til verks, skapa fallegt og líflegt borgarumhverfi á þessum stað en metnaðarfullum umhverf- isvænum háskóla sem vill skapa framúrskarandi umhverfi fyrir nemendur sína, kennara og borg- arbúa alla. Nauthólsvík gæti ekki eignast betri nágranna. Heiðarleg fýla? Björn Bjarnason kaus því mið- ur að tala sig út í horn í þessu mikilvæga máli áður en hann gaf sér tíma til að kynna sér lykil- gögn, umhverfisþætti og hvernig var að ákvörðun Háskólans í Reykjavík staðið. Það var ólíkt meiri manndómsbragur á bæjar- stjóranum í Garðabæ sem óskaði skólanum til hamingju með ákvörðun sína. Þessi í stað hefur Björn gert sér upp umhverfis- áhuga sem hefur holan hljóm og styðst við fátækleg rök. Erfiðast virðist þó að gera Birni til geðs þegar málshraði er annars vegar. Í byrjun árs, meðan aðrir lögðu nótt við dag við tryggja að Há- skólinn í Reykjavík veldi sér stað í Vatnsmýrinni, sat Björn við tölvu sína og barmaði sér á www.bjorn.is: Garðabær er á fullri ferð við að undirbúa jarð- veginn í orðsins fyllstu merkingu fyrir háskóla- og vísindabyggð á Urriðaholti. Reynsla mín af hæg- ferð og vandræðagangi við töku skipulagsákvarðana á vegum R- listans í Reykjavík segir mér, að verulegar líkur séu á því, að Garðabær verði fyrri til að skapa kjöraðstæður fyrir háskóla- og vísindabyggð en yfirvöld Háskóla Íslands og R-listinn í Reykjavík. Getur verið að Björn sé fyrst og fremst svekktur yfir að hrakspár hans gengu ekki eftir? Hvörfluðu hagsmunir Reykjavíkur, borgar- búa eða þekkingarsamfélagsins aldrei að honum þegar staðarval Háskólans í Reykjavík var annars vegar? Hvernig stendur á því að Birni Bjarnasyni líður alltaf verst þegar best gengur í henni Reykjavík? Háskólinn í Reykjavík og Vatnsmýrin Dagur B. Eggertsson fjallar um borgarmál ’Í Vatnsmýrinni eigumvið Íslendingar einstakt tækifæri til að mynda þekkingar- og nýsköp- unarumhverfi á heims- mælikvarða.‘ Dagur B. Eggertsson Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnis- lög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrir- byggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almenn- ings. Jóhann J. Ólafsson: Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrir- myndar og á að vera það áfram. Pétur Steinn Guðmundsson: Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.