Morgunblaðið - 31.05.2005, Side 27

Morgunblaðið - 31.05.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 27 UMRÆÐAN BJÖRN Bjarnason borgar- fulltrúi fær ekki á heilum sér tek- ið vegna tímamótaákvörðunar Há- skólans í Reykjavík að velja sér framtíð- arstað í Vatnsmýr- inni í Reykjavík. Björn skilur ekki hugsunina sem að baki býr, líkir lóðinni við ósnortið hálendi, finnst hratt hafa ver- ið unnið og segir Há- skólann hafa hrapað að niðurstöðunni. All- ur þessi málflutn- ingur er með ólík- indum og einangrast við Björn. Borgarráð stóð einhuga að tilboði um lóðina í Vatnsmýrinni á fundi sínum 14. apríl sl. Staðarvalinu var jafn- framt einróma fagnað á fundi borgarstjórnar fimm dögum síðar. Þá var Björn í Bangkok. Þekkingarþorp í Vatnsmýri Eins og sagði í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík byggðist staðarval skólans á ítarlegri greiningu og framtíðarsýn um að byggja upp alþjóðlega mennta- stofnun sem væri fyllilega sam- bærileg við bestu háskóla erlendis á viðkomandi fagsviðum. Stað- setning í Vatnsmýrinni styður við þá framtíðarsýn. Ástæðan er sú að þar eigum við Íslendingar ein- stakt tækifæri til að mynda þekk- ingar- og nýsköpunarumhverfi á heimsmælikvarða. Gera má ráð fyrir að innan fárra ára geti 20 til 30 þúsund manns verið við nám og störf í þekkingar-, háskóla- og rannsóknarumhverfi á Vatnsmýrarsvæðinu. Samfélags- legt mikilvægi og sameiginlegir hagsmunir atvinnu- lífs, háskóla og stjórnvalda eru svo ríkir í þessu verkefni að það ætti að vera hafið yfir pólitíska flokkadrætti og dægurþras. Í sátt við umhverfi og útivist Svæði Háskólans í Reykjavík er ekki að- eins ætlað að rýma framtíðarstarfsemi skólans heldur einnig þekkingarfyrirtæki, rannsóknar- stofnanir og aðra starfsemi sem styrkt getur þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri. Það er leiðinlegt að Björn borgarfulltrúi reyni með villandi málflutningi að koma því orði á að þessi notkun svæðisins stefni nærliggjandi útivistar- perlum í hættu. Þess var sér- staklega gætt að ganga ekki á útivistarsvæðið í Öskjuhlíð við undirbúning málsins og svæði Nauthólsvíkur var raunar stækk- að verulega. Hefur borgarstjórn þegar ákveðið að efna til sam- keppni meðal barna og unglinga um hvernig afþreyingar- og úti- vistarsvæðið sem þannig skapast verði best þróað til framtíðar. Þótt nágrennið sé viðkvæmt er svæði Háskólans sjálfs að stærst- um hluta framræst tún og móar auk leifa braggabyggðar frá seinna stríði. Augljóst er að á því verður byggt fyrr eða síðar. Eldra skipulag gerði raunar ráð fyrir að þar kæmi vegstæði hrað- brautar um Hlíðarfót og flugstöð ásamt bílastæðum. Ég held að engum sé betur treystandi til að vanda til verks, skapa fallegt og líflegt borgarumhverfi á þessum stað en metnaðarfullum umhverf- isvænum háskóla sem vill skapa framúrskarandi umhverfi fyrir nemendur sína, kennara og borg- arbúa alla. Nauthólsvík gæti ekki eignast betri nágranna. Heiðarleg fýla? Björn Bjarnason kaus því mið- ur að tala sig út í horn í þessu mikilvæga máli áður en hann gaf sér tíma til að kynna sér lykil- gögn, umhverfisþætti og hvernig var að ákvörðun Háskólans í Reykjavík staðið. Það var ólíkt meiri manndómsbragur á bæjar- stjóranum í Garðabæ sem óskaði skólanum til hamingju með ákvörðun sína. Þessi í stað hefur Björn gert sér upp umhverfis- áhuga sem hefur holan hljóm og styðst við fátækleg rök. Erfiðast virðist þó að gera Birni til geðs þegar málshraði er annars vegar. Í byrjun árs, meðan aðrir lögðu nótt við dag við tryggja að Há- skólinn í Reykjavík veldi sér stað í Vatnsmýrinni, sat Björn við tölvu sína og barmaði sér á www.bjorn.is: Garðabær er á fullri ferð við að undirbúa jarð- veginn í orðsins fyllstu merkingu fyrir háskóla- og vísindabyggð á Urriðaholti. Reynsla mín af hæg- ferð og vandræðagangi við töku skipulagsákvarðana á vegum R- listans í Reykjavík segir mér, að verulegar líkur séu á því, að Garðabær verði fyrri til að skapa kjöraðstæður fyrir háskóla- og vísindabyggð en yfirvöld Háskóla Íslands og R-listinn í Reykjavík. Getur verið að Björn sé fyrst og fremst svekktur yfir að hrakspár hans gengu ekki eftir? Hvörfluðu hagsmunir Reykjavíkur, borgar- búa eða þekkingarsamfélagsins aldrei að honum þegar staðarval Háskólans í Reykjavík var annars vegar? Hvernig stendur á því að Birni Bjarnasyni líður alltaf verst þegar best gengur í henni Reykjavík? Háskólinn í Reykjavík og Vatnsmýrin Dagur B. Eggertsson fjallar um borgarmál ’Í Vatnsmýrinni eigumvið Íslendingar einstakt tækifæri til að mynda þekkingar- og nýsköp- unarumhverfi á heims- mælikvarða.‘ Dagur B. Eggertsson Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnis- lög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrir- byggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almenn- ings. Jóhann J. Ólafsson: Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrir- myndar og á að vera það áfram. Pétur Steinn Guðmundsson: Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar LJÓSMYNDIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.