Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 43 MINNINGAR Oft á tíðum finnst manni lífið ósann- gjarnt, ungt fólk í blóma lífsins hverfur á braut. Það er mikil sorg í hjarta okkar allra, sem kveðjum nú góðan dreng, Ágúst Þórð. Dreng í blóma lífsins, nýbúinn að kaupa sína aðra íbúð, í sambúð og faðir fyrir tæpu ári síðan. Við munum eins og gerst hafi í gær, þegar hann sjálfur kom í heim- inn, fyrir tímann og segja má að líf hans hafi verið í þá veru alla tíð, að flýta sér. Orka Ágústs var óþrjótandi og stríðnispúki gat hann verið svo um munaði. Hlátur hans og bros geym- um við í hjarta okkar og þökkum fyr- ir að hafa fengið að njóta samfylgdar við hann meðan á dvöl hans stóð. Þegar hann flutti úr foreldrahús- um og við hittumst sjaldnar, eins og gengur, fengum við samt fréttir af honum og hans litlu fjölskyldu. Okk- ur var annt um að honum gengi vel og glöddumst yfir allri hans velgengni og sigrum. Mamma hans var svo stolt af honum og óspör á hól í hans garð. Það lýsir honum vel, titillinn sem hann hlaut í þátttöku sinni í hr. Ís- land á síðasta ári, þar sem þátttak- endur sjálfir völdu hann „Vinsælasta strákinn í hópnum“ og segir það mik- ið um hvernig hann var í umgengni. Auðvitað geta menn ekki alltaf ver- ið kátir og stundum dregur ský fyrir sólu. Þannig er lífið. En Ágúst átti samt alltaf til bros handa samferða- mönnum sínum. Maður þarf ekki að vera gamall til að fólk muni eftir manni, þannig er það með Ágúst, við munum geyma minningu um góðan dreng í hjarta okkar og hluti af hon- um lifir áfram í litlu dóttur hans, Nadíu Líf. Þær voru ófár stundirnar sem við áttum saman fjölskyldur okkar hjá Maju, Nonna og strákunum í sum- arbústaðnum í Skorradal og margs að minnast. Dótla minnist þess oft hve skemmtilegur og stríðinn hann var við hana þegar hún gisti í sveitinni, þá bara lítil stelpa. Þetta eru hlýjar minningar sem hún varðveitir með sér alla tíð. Sandra gleymir aldrei gleðinni sem hún varð aðnjótandi, þegar Ágúst arfleiddi hana að hamstrinum Kalla. Alltaf var hann tilbúinn að gleðja og hjálpa og átti leyndan aðdá- endahóp. Við systur og fjölskyldur okkar viljum minnast og þakka fyrir þá gjöf að hafa fengið að kynnast gleðigjaf- anum Ágústi og vottum við aðstand- endum hans öllum okkar dýpstu sam- úð. Far þú í friði, friður Guðs sé með þér. Elín, Inga og fjölskyldur. Ég trúi því ekki að ég sitji hér og skrifi minningargrein um minn kæra vin Gústa. Að þurfa að kveðja þig er eitt það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera og trúi ég því varla enn að þetta sé satt. Við höfum þekkst alveg frá því við vorum litlir og höfum brallað ýmislegt saman. Eitt af því fyrsta var bekkjarblaðið, sem ég þú og Sævar gerðum. Margir voru að gera svona blöð en ekkert varð eins umdeilt og okkar enda var þetta ekta slúðurblað með hreinum lygum um skólafélaga okkar. Við hlógum svo mikið að við pissuðum næstum á okkur þegar við vorum að pikka þetta inn í gömlu macintosh- tölvuna hans Sævars. En eitthvað voru kennarinn og hinir krakkarnir ekki á sama máli og þegar það var farið að fara fram á ritskoðun ÁGÚST ÞÓRÐUR STEFÁNSSON ✝ Ágúst ÞórðurStefánsson fædd- ist í Reykjavík hinn 25. mars 1981. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 22. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 30. maí. ákváðum við bara að hætta á toppnum. Já við skemmtum okkur alltaf vel í Ölduselsskóla og brandararnir flugu um stofurnar allan daginn og stundum fengu kennararnir nú alveg nóg af okkur vinunum. Árin liðu og þegar við byrjuðum í framhalds- skóla misstum við sam- bandið í nokkur ár. En áður en leið á löngu hittumst við aftur og ekkert hafði breyst. Við smullum allir saman aftur og urðum bestu vinir á ný. Þeg- ar við vorum saman í FB var mikið trallað og skipti ekki máli hvaða dag- ur var; pool og öl á péturs var nokkuð sem við fengum ekki nóg af. Svo á sumrin spiluðum við körfu við gamla skólann okkar dag eftir dag. Lífið var ljúft þá eins og við töluðum svo oft um, engar áhyggjur. Þegar þú fórst svo á samning og byrjaðir að vinna við smíðar hugsaðir þú aldeilis vel um mig fátæka námsmanninn enda níska ekki til í þínum orðaforða. Þú varst svo sannarlega góður vinur vina þinna. Fyrir nokkrum árum æxluðust mál þannig að ég fluttist til Akureyrar. Þú gast aldrei skilið hvernig nokkur maður gæti átt heima þarna og þér fannst rosalega gaman að því þegar það var óveður hjá mér en gott veður hjá þér og nerir manni því um nasir endalaust. En þótt ég hefði flutt í burtu misstum við aldrei sambandið og töluðum saman næstum á hverj- um degi í gegnum síma eða msn. Einnig vorum við nokkuð duglegir að heimsækja hvor annan og urðu alltaf fagnaðarfundir. Eins og t.d. núna um síðustu páska þegar þú, Mariam og Nadía komuð og voruð hjá okkur yfir alla páskana. Veðrið lék við okkur og við slöppuðum svo vel af og spjöll- uðum um heima og geima. Dætur okkar léku sér saman og við kynnt- umst öll betur sem heild. Þessi helgi var frábær og munum við aldrei gleyma henni og þú átt ennþá metið í þríhjólajafnvægisleiknum sem við fundum upp síðasta kvöldið ykkar hjá okkur og vakti mikla lukku hjá kon- um okkar. Þegar það kom í ljós að við yrðum í Reykjavík í sumar hoppuðum við báðir hæð okkar af kæti en því miður náðum við ekki að njóta þess saman eins og við höfðum planað. Það er með mikilli sorg sem við Margrét og Sunna Mekkín kveðjum þig kæri vin- ur, minning þín lifir í þeim sem þekktu þig og elskuðu. Vertu sæll og ég vona að þér líði betur núna. Albert. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR FRIÐFINNSDÓTTUR, Kristnibraut 43. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E og göngudeildar krabbameinssjúkra, Hringbraut, Sigurðar Björnssonar læknis og Karlakórsins Stefnis. Stefanía Davíðsdóttir, Sverrir Sigfússon, Guðmundur Davíðsson, Sjöfn Eggertsdóttir, Kristín Davíðsdóttir, Sigfús B. Sverrisson, Vilborg E. Jóhannsdóttir, Stefanía I. Sverrisdóttir, Cary Yaccabucci, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Haukur Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Davíð Guðmundsson, Margrét Sigurðardóttir, Sverrir Sigfússon, Alexandra Sigfúsdóttir, Andri Steinn Hauksson, Torfi Jökull Hauksson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Davíðsson, Viktoría E. Davíðsdóttir. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JAKOBÍNA H. SCHRÖDER, Fannborg 8, áður Birkihlíð við Nýbýlaveg, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. maí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 15.00. Erna María Jóhannsdóttir, Ásvaldur Andrésson, Baldur Schröder, Naomi Herlita og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR GUÐVARÐARSONAR. Guð blessi ykkur öll. Kolbrún Viggósdóttir og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, VIGDÍS BJÖRNSDÓTTIR fv. kennari og forvörður, Grensásvegi 47, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 28. maí. Útförin auglýst síðar. Tómás Helgason frá Hnífsdal. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR, sem andaðist mánudaginn 23. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 1. júní kl. 13.00. Guðjón Ragnarsson, Kolbrún Zophoníasdóttir, Hanna G. Ragnarsdóttir, Jón Kr. Stefánsson, Halldóra G. Ragnarsdóttir, Gunnar Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA ÓLAFSDÓTTIR, Kirkjuvegi 6, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju föstu- daginn 3. júní kl. 14.00. Baldur Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Helga Ingvarsdóttir, Halldór Jóhannesson, Inga Ingvarsdóttir, Jón Þórðarson, ömmubörn og langömmubörn. Móðir mín og amma, INGIBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR (Didda í Síðumúla), Dvergholti 4, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 31. maí. Ingibjörg Eggertsdóttir, Hjalti Stefán Kristjánsson, Andrea Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.