Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ var þröng á þingi í neðri mál-
stofu skemmtistaðarins Broadways
á föstudagskvöld. Sá vikudagstími
þykir venjulega vonlítill til tónleika-
halds á „alvarlegri“ listmúsík. En
flenniaðsóknin umrætt kvöld benti
hins vegar ótvírætt til að öðruvísi
horfi við þegar í boði er „alvarleg
skemmtitónlist“, eins og e.t.v. mætti
kalla portúgölsku fado-söngvana.
Fyrir þeirri tóngrein hefur hingað
til sáralítið farið hér á landi, og var
undirritaður þar engu betur settur
en hávaðinn af hlustendum. Á móti
vó öflug markaðssetning Listahátíð-
arnefndar á söngkonunni undir kjör-
orði „endurkomu glæsileikans“, fyr-
ir utan hvað svokölluð heimstónlist
sækir almennt á meðal ekki sízt
yngri hlustenda. Sömuleiðis ger-
umst við mörlandar óðum sigldari en
áður var, einkum til Suður-Evrópu,
þar sem margir Algarvefarar hafa
ugglaust þegar barið fadosöng eyr-
um í Lissabon. Þar að auki mátti
lesa sig til um helztu meginatriði
hinnar framandi tónlistar í stuttri en
greinargóðri samantekt Árna Matt-
híassonar í tónleikaskrá.
Fado [lat. fatum, örlög] sagði þar
suma hafa kallað „portúgalskan
blús“, enda viðfangsefnið oftast tregi
og söknuður. Samlíkingin var einnig
freistandi þar eð fado-söngvarnir ku
upprunnir meðal blakkra afkomenda
afrískra þræla í fyrrum portúgölsku
nýlendunni Brazilíu og þróazt áfram
í fátæklingahverfum móðurlandsins,
þar sem þeir urðu með tímanum
eign allra stétta. Einnig mátti að
vissu marki teygja samlíkinguna yfir
á sjálft músíkformið, er heldur sig
oftast innan ramma einföldustu
hljómasæta dúr- eða mollstigans, þó
að spuni skipti nú minna máli en í
öndverðu.
Í hreinskilni sagt hlaut ég ávæn-
ing af menningarlosti við að kynnast
tónlistarhefð sem ólíkt klassík og
jafnvel djassi bar allt tilfinningalífið
utan á skyrtunni. Framan af var
ekki laust við að maður kreppti nor-
rænu karlmennskutærnar af ein-
skærri feimni gagnvart tjáningar-
krafti sem á köflum jaðraði við
andlegt stripptís. Því jafnvel þótt
maður skildi ekki aukatekið orð í
fjarveru prentaðra lagakynninga og
söngtexta fór ekki á milli mála að
Marizu lá hyldýpi á hjarta, og var
sízt hlátur í hug þótt legði það blóð-
ugt á bjóð – og eflaust fyrir skaplin-
ari hlustendur en hún átti að venj-
ast.
Í því ljósi var merkilegt hvað ungu
söngkonunni tókst
ávallt að viðhalda fullri
tign og virðingu um
leið og ástríðuþrungn-
um tilfinningum ástar,
haturs, saknaðar og ör-
væntingar var gefinn
botnlaus taumur. Það
var mikill þokki og
reisn yfir túlkun Ma-
rizu, er nýtti flest með-
ul, heyranleg sem sýni-
leg, til að hrífa nær-
stadda með sér, og
kvintettinn – ýmist
með eða án sellós og/
eða slagverks – fylgdi
öllum blæbrigðum
hennar eftir á auga-
bragði. Eftirtektarvert
var hvað aðeins tveir
gítarar og gítarbassi
(að vísu uppmagnaðir
og með talsverðum eft-
irhljómi („reverb“))
náðu mikilli fyllingu,
og raunar á mörkum
hins trúverðuga. Það
kom glöggt fram í
óuppmögnuðu loka-
númeri þar sem hinn
upphaflegi „intími“
keimur ómagnaðs
söngs og hljóðfæra við
hæfi lítilla salarkynna
kvaddi sér hljóðs. Eftir
sem áður naut kröftug
en samt furðuþjál og stundum nærri
hvíslandi rödd Marizu óskertum
töframætti sínum, hvort heldur með
eða án rafmagns.
Andrúmsloftið var eftir því raf-
magnað, ef marka má af eldheitum
undirtektum áheyrenda, er ætluðu
aldrei að sleppa listafólkinu af svið-
inu. Listahátíð í Reykjavík fagnaði
hér merkum áfangasigri í æ víð-
feðmari viðfangsöflun, og verður
vonandi haldið áfram að útvíkka tón-
deildarhring landsmanna. T.a.m. úr
Austur-Evrópu, þar sem af ærnu er
að ausa – og meira að segja stundum
samróta fornnorrænum tónlistar-
arfi.
Þokkafull tign og
taumlausar tilfinningar
TÓNLIST
Listahátíð/Broadway
Portúgalskir fado-söngvar. Söngkonan
Mariza ásamt Luis Guerreiro port. gítar,
António Neto gítar, Vasco Sousa raf-
bassi, Paulo Moreira selló og João Pedro
Ruela slagverk. Föstudaginn 27. maí kl.
21:00
Mariza
Morgunblaðið/Golli
„Listahátíð í Reykjavík fagnaði hér merkum
áfangasigri í æ víðfeðmari viðfangsöflun, og
verður vonandi haldið áfram að útvíkka tón-
deildarhring landsmanna.“
Ríkarður Ö. Pálsson
ÉG veit ekki hvort Húmoreska Dvo-
ráks hafi, þrátt fyrir nafnið, nokkru
sinni þótt vera fyndin. Ég man
a.m.k. ekki til þess að ég hafi séð fólk
hlæja þegar verkið hefur verið leik-
ið. Tónlist sem á að vera fyndin er
það alls ekki alltaf, og til þess að hún
verði það þarf að afbaka hana á ein-
hvern hátt, eins og grínistinn Victor
Borge gerði áður fyrr, m.a. hér á Ís-
landi. Fyrsti strengjakvartettinn
eftir ungverska tónskáldið György
Ligeti var þó á engan hátt afbakaður
á tónleikum Pacifica kvartettsins í
Íslensku óperunni á sunnudags-
kvöldið. Samt fór maður að skelli-
hlæja á tímabili. Það var einfaldlega
ekki hægt annað þegar þokkafullur
vals bráðnaði óvænt og lak niður á
gólf.
Á þessum síðari tónleikum Paci-
fica voru tvö verk á efnisskránni,
fyrrnefndur strengjakvartett eftir
Ligeti og Black Angels eftir banda-
ríska tónskáldið George Crumb.
Kvartett Ligetis var ekki bara fynd-
inn, hann var stórfenglegur í vönd-
uðum, kraftmikl-
um leik fjór-
menninganna.
Leikur Simin
Ganatra, á fyrstu
fiðlu, var að vísu
örlítið ónákvæm-
ur alveg í byrjun,
en það er líka hið
eina sem hægt er
að finna að spila-
mennskunni. Al-
mennt talað voru fjórmenningarnir
samtaka og léku hreint, styrkleika-
brigði voru afar vel útfærð og hröð
nótnahlaup voru jöfn og skýr. Túlk-
unin var sérlega sannfærandi, marg-
breytileiki tónlistarinnar – valsinn
kostulegi, innhverf noktúrna, ofsa-
fengin átök og allt mögulegt annað –
skilaði sér fyllilega til áheyrenda.
Músíkin kom stöðugt á óvart og var
ávallt áhugaverð; hvað er hægt að
biðja um meira?
Eins og Sigurbjörn Bernharðsson
fiðluleikari, einn liðsmaður kvart-
ettsins, útskýrði í upphafi tónleik-
anna, þá byggist verkið á lítilli hend-
ingu sem tónskáldið leikur sér með á
allan hugsanlegan hátt. Þessi ein-
faldi efniviður fókuserar tónlistina
þó hún taki sífelldum breytingum,
og því er hún í rauninni afar að-
gengileg þrátt fyrir að einhverjum
kunni að finnast tónmálið tyrfið.
Stemningin er auðfundin, enda er
Ligeti frægur fyrir að skapa áhrif
sem eru engu lík. Það er einmitt
ástæðan fyrir því afhverju Stanley
Kubrik notaði tónlist hans oft í kvik-
myndum sínum.
Síðara verkið á efnisskránni var
eftir Crumb eins og áður kom fram.
Það er kannski ekki hið besta eftir
hann, a.m.k. er það ekki eins þétt og
ýmislegt annað sem hann hefur sam-
ið. Tónsmíðin er fyrir hefðbundinn
strengjakvartett, en einnig fyrir
glasahörpu og nokkur önnur hjálp-
artæki úr slagverksfjölskyldunni og
óneitanlega truflaði það að sjá fjór-
menningana á stöðugri hreyfingu á
milli hljóðfæranna. Hefði ekki verið
betra að láta bara tvo eða þrjá slag-
verksleikara sjá um aukahljóðfærin?
Vissulega gat maður lokað augun-
um, en þar sem hljóðfæraleikararnir
voru á hörðum skósólum og sviðið úr
tré dugði það ekki til. Það heyrðist
of mikið í þeim.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur var
spilamennskan prýðileg í sjálfu sér,
dulúðug blæbrigðin sem einkenna
flest eftir Crumb voru fínleg en samt
merkingarhlaðin, og þannig áttu þau
einmitt að vera. Andrúmsloftið var
magnþrungið, tónlistin var grípandi
og var útkoman skemmtileg burtséð
frá því sem truflaði við flutninginn.
Greinilegt er að Pacifica er framúr-
skarandi strengjakvartett; megi
hann koma hingað aftur og aftur.
Valsinn sem lak niður á gólf
TÓNLIST
Listahátíð í Reykjavík
Íslenska óperan
Pacifica flutti tónsmíðar eftir György
Ligeti og George Crumb, og sem aukalag
hluta úr verki eftir Hindemith.
Sunnudagur 29. maí.
Kammertónleikar
Jónas Sen
Sigurbjörn
Bernharðsson
JÓHANNES Þórðarson arkitekt
hefur verið ráðinn deildarforseti
hönnunar- og arkitektúrdeildar
Listaháskóla Íslands en fráfarandi
deildarforseti, Halldór Gíslason,
heldur nú til starfa í Noregi.
Jóhannes Þórðarson útskrifaðist
með BS-próf frá Duncan of Jordans-
tone College of Art/University of
Dundee í Skotlandi 1979 og með
MA-próf frá Virginia Polytechnic
Institute and State University í
Virginíu í Bandaríkjunum 1983.
Hann hefur verið mjög virkur bæði
sem stjórnandi og arkitekt.
Jóhannes hefur um árabil rekið
ásamt félögum sínum arkitektastof-
una Glámu Kím, og verið fram-
kvæmdastjóri hennar frá 1985. Stof-
an hefur unnið að fjölda verkefna á
sviði arkitektúrs og skipulags og átt
hlut að fjölmörgum byggingum fyrir
einstaklinga, fyr-
irtæki og stofn-
anir. Þá hefur Jó-
hannes unnið
náið með lista-
mönnum við út-
færslu verka
þeirra við op-
inberar bygg-
ingar sem stofan
hefur hannað. Jó-
hannes hefur ver-
ið aðstoðarkennari við Listháskól-
ann og hafði umsjón með greiningu á
húsnæðisþörfum skólans.
Þrettán umsækjendur voru um
starf deildarforseta hönnunar- og
arkitektúrdeildar. Sérstök dóm-
nefnd á vegum skólans mat tólf
þeirra hæfa til að gegna stöðunni,
þar af fimm vel hæfa. Ráðning Jó-
hannesar tekur gildi 1. ágúst nk.
Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ
Jóhannes Þórðarson
ráðinn deildarforseti
Jóhannes
Þórðarson
Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is
Miðasala í síma 568 8000 -
og á netinu: www.borgarleikhus.is
Stóra svi›i›
DÍNAMÍT - Birgir Sigur›sson
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR - H.C. Andersen
fiETTA ER ALLT A‹ KOMA - Hallgrímur Helgason/leikger› Baltasar Kormákur
Smí›averkstæ›i› kl. 20:00
Valaskjálf Egilsstö›um
RAMBÓ 7 - Jón Atli Jónasson
EDITH PIAF Á AUSTURLANDI - Söngdagskrá
Mið. 1/6 kl. 20:00 örfá sæti laus, fim. 2/6 kl. 20:00 örfá sæti laus.
Mi›asala á Bókasafni Héra›sbúa.
Opi› alla virka daga frá kl. 14-19. Sími 471 1546
9. sýn. fös. 3/6 nokkur sæti laus, 10. sýn. lau. 11/6. Síðustu sýningar.
Lau. 4/6 örfá sæti laus, fös. 10/6. Síðustu sýningar.
Sun. 5/6 kl. 14:00 nokkur sæti laus. Síðasta sýningar í vor.
Fös. 3/6 nokkur sæti laus, lau. 4/6 nokkur sæti laus, fös. 10/6.
Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is. Miðasalan er opin
kl. 12:30-18:00 mán. og þri. Aðra daga kl. 12:30-20:00. símapantanir frá kl. 10:00 virka daga
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
ÞÚ VEIST HVERNIG ÞETTA ER
Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Stúdentaleikhúsið.
Í kvöld þri. 31/5 kl. 20:00 uppselt kl. 22:30 örfá sæti laus.
ÞÚ VEIST HVERNIG
ÞETTA ER
TVÆR SÝNINGAR Í KVÖLD!
Hljómsveitarstjóri og einleikari ::: Yuri Bashmet
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Bashmet í
aðalhlutverki
„Yuri Bashmet er án efa einn mesti tónlistarmaður samtímans,“
var fullyrt í The Times um hinn mikla meistara víólunnar.
Benjamin Britten ::: Tvær andlitsmyndir fyrir víólu og strengi
Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía fyrir víólu og strengi
Franz Hofmeister ::: Víólukonsert no 1 í D dúr
Franz Schubert ::: Sinfónía nr. 3
TÓNLEIKAR Í SAMVINNU VIÐ LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 2. JÚNÍ KL. 19.30
Hátíðarsýning
Sólheimaleikhús sýnir
Þumalínu í Borgarleikhúsinu
Af tilefni 75 ára afmæli Sólheima efnir Sólheimaleikhúsið
til hátíðarsýningar á stóra sviði Borgarleikhússins
fimmtudaginn 2. júní kl 20:00.
Sólheimaleikhúsið sýnir ævintýri Þumalínu
byggt á ævintýri H.C.Andersen.
Miðasala hefst í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 30. maí og er miðaverð
500 kr fyrir börn 12 ára og yngri en 1000 kr fyrir fullorðna.