Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eyþór
Í lok málþingsins hlóðu ungmennin upp vörðu þar sem þau rituðu á sinn
stein það orð sem þeim fannst standa upp úr eftir daginn.
„VERTU óháður skoðunum annarra
en þó opinn fyrir þeim, stattu á þínu,
láttu samfélagið koma þér við, hugs-
aðu sjálfstætt, styrktu góðgerðar-
samtök og nýttu kosningaréttinn.“
Þessar hugmyndir voru meðal þess
sem ungt fólk hafði fram að færa á
málþingi um borgaravitund og lýð-
ræði sem menntamálaráðuneytið
stóð fyrir í gær, mánudag. Þátttak-
endur í þinginu, sem fram fór í húsa-
kynnum Menntaskólans við Hamra-
hlíð, var ungt fólk úr
framhaldsskólum alls staðar af land-
inu auk nemenda úr efstu bekkjum
grunnskóla og fulltrúum æskulýðs-
og ungmennahreyfinga.
Tilgangurinn með málþinginu var
að skapa vettvang fyrir ungt fólk til
að ræða um „borgaravitund“ (e. de-
mocratic citizenship) og lýðræði frá
eigin sjónarhorni. Sesselja Snævarr,
deildarsérfræðingur í mennta-
málaráðuneytinu, hafði umsjón með
málþinginu og sagði það vera eitt
verkefna ráðuneytisins sem stofnað
er til vegna Evrópuársins 2005 um
borgaravitund og lýðræði í skóla-
starfi en menntun í borgaravitund er
eitt af áhersluverkefnum Evr-
ópuráðsins á sviði menntunar.
Hlustað á ungt fólk?
Líflegt var um að litast í hátíðarsal
MH í gær þegar blaðakonu bar þar
að garði en þá var í gangi hugarflug
um hugtakið „borgaravitund“. Þátt-
takendur sátu þá í minni hópum og
ræddu málið sín á milli og skrifuðu
helstu áherslur sínar á minnismiða
sem lesnir voru upp fyrir alla inn á
milli. Skapaðist meðal annars nokkur
umræða um áhrif ungs fólks í stjórn-
un samfélagsins og hvort yfirhöfuð sé
tekið mark á því sem ungt fólk hefur
fram að færa. Töldu einhverjir að þar
væri brestur á en aðrir bentu til
dæmis á að Ungmennaráð Reykja-
víkur hefði komið ýmsu til leiðar með
samvinnu við borgarráð. Það væri þó
enn ekki nógu þekkt fyrirbæri.
Brynja Huld Óskarsdóttir kom til
málþingsins við annan mann frá
Menntaskólanum á Ísafirði. Hún hef-
ur nám á þriðja ári í skólanum í haust
og starfar í nemendaráði skólans.
Brynja sagði ráðstefnuna líta bara
miklu betur út en hún hefði þorað að
vona. Hún hefði kannski frekar séð
fyrir sér langdregin ræðuhöld og
endalausar glærusýningar en það
væri alls ekki raunin. Öll áhersla væri
lögð á virkni þátttakenda og þannig
væri hópurinn strax farinn að kynn-
ast ágætlega sín á milli.
„Ég hafði reyndar bara ekki hug-
mynd um hvað borgaraleg vitund er
fyrr en núna,“ sagði Brynja og brosti
út í annað. Hún taldi sig þó smám
saman vera að öðlast skilning á hug-
takinu og hvað í því fælist. Meðal ann-
ars væri það að þekkja sín réttindi, að
skilja hvernig lýðræðið virkar, taka
þátt í samfélaginu og segja skoðanir
sínar. Brynja taldi virkni ungs fólks í
umræðu um samfélagið okkar ekki
nógu mikla. „Það þyrfti að vera meira
um vakningu eins og hérna í dag.
Umræðan í dag hefur nú þegar orðið
til þess að ég hugsa með mér að ég
þurfi að taka meiri þátt.“
„Láttu samfélagið
koma þér við“
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á
íbúð við Mánagötu 24 í Reykjavík í
gær þegar eldur kviknaði í eldhúsi
íbúðarinnar. Engan sakaði en móð-
ur ásamt barni sínu sem voru heima
við tókst að forða sér út undir bert
loft í tæka tíð. Tilkynnt var um
eldsvoðann á fjórða tímanum í gær
og voru þrjár slökkvistöðvar ræst-
ar út en ein var látin sinna slökkvi-
starfinu. Talið er að kviknað hafi í
út frá heitri hellu í eldhúsinu. Lög-
reglan í Reykjavík er með málið til
frekari rannsóknar.
Eldsvoði á
Mánagötu
TVEIR erlendir ferðamenn slös-
uðust í bílveltu við Hölkná í Mið-
firði við Bakkaflóa í gær og voru
fluttir með sjúkraflugi til Akur-
eyrar á sjúkrahús eftir að hafa
verið fluttir fyrst til Þórshafnar.
Lögreglan á Egilsstöðum var köll-
uð í slysið en þar sem lögreglu-
menn voru þá stundina að sinna
bílveltu á Kárahnjúkum kölluðu
þeir eftir sjúkrabifreið sem fór í
slysið á undan lögreglunni. Hinir
slösuðu höfðu hlotið háls- og baká-
verka.
Slösuðust í
bílveltu
ÞYRLA og björgunarskip voru
kölluð út í gærmorgun eftir að skip
á Faxaflóa, farþegaþota á leið frá
Ameríku til Evrópu og gervihnettir
höfðu numið hljóðmerki frá neyð-
arsendi. Ekki reyndust neinir í
neyð því sendir reyndist vera um
borð í þýskri skútu í Reykjavíkur-
höfn.
Fljótlega eftir að þyrla Land-
helgisgæslunnar fór á loft í Reykja-
vík hafði henni tekist að miða út
neyðarsendinn sem frá heyrðist og
staðsetja hann í skútu í Reykja-
víkurhöfn.
Að sögn Gæslunnar kom það
skútuverjum í opna skjöldu að
kviknað hefði á neyðarsendinum.
Neyðarmerki
barst frá skútu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Jón Árna Rúnarsson,
fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskól-
ans, í tveggja ára fangelsi fyrir stór-
felld fjársvik. Var hann sakfelldur
fyrir að draga sér á átta ára tímabili
tæplega 28 milljónir króna af gjaldi,
sem átti að renna til endurmennt-
unar innan rafiðnaðarins. Þá var
hann sakfelldur fyrir skjalafals og
fjársvik sem tengdust starfi hans
sem skólastjóri Viðskipta- og tölvu-
skólans.
Héraðsdómur dæmdi upphaflega í
máli Jóns Árna í júlí á síðasta ári en
þá var hann sýknaður af ákæru um
fjárdrátt en fundinn sekur um
skjalafals og fjárdrátt í starfi sínu
sem skólastjóri Viðskipta- og tölvu-
skólans og dæmdur í 3 mánaða skil-
orðsbundið fangelsi. Hæstiréttur
ómerkti síðan héraðsdóminn nú í maí
og vísaði málinu heim í hérað að
nýju.
Í niðurstöðu héraðsdóms nú segir,
að brot ákærða hafi verið trúnaðar-
brot, en honum var falið að leiða og
bera ábyrgð á umtalsverðum endur-
bótum á menntakerfi rafiðnaðarins,
nýjungum því samfara og fjármun-
um sem til þurfti. Brotin hafi verið
skipulögð, hann hafi nýtt sér þá
stöðu að menntakerfið þandist hratt
út á þessum árum. Þá hafi brotin
verið framin með leynd en ákærði
hafi nýtt sér þá stöðu að samferða-
menn hans höfðu ekki þá yfirsýn á
þessum tíma sem til þurfti yfir
hvernig fjármunum væri ráðstafað.
Símon Sigvaldason héraðsdómari
dæmdi málið. Verjandi var Reimar
Pétursson hrl. og sækjandi Guðjón
Magnússon, fulltrúi lögreglustjóra.
Tveggja ára
fangelsi fyrir
fjársvik
BANDARÍKJAMANNA, sem látist
hafa við skyldustörf hér á landi, var
minnst í Fossvogskirkjugarði í gær,
30. maí, á minningardegi Banda-
ríkjanna, Memorial Day. Athöfnin
fór fram með heiðursverði við
bandaríska minnisvarðann.
Ávörp fluttu Robert McCormick,
yfirmaður Varnarliðsins, Gunnar
Snorri Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðuneytisins, og
James I. Gadsden, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi. Biskup Ís-
lands, Karl Sigurbjörnsson, flutti
bæn og athöfninni lauk með heið-
ursflugi F-15 þotna Varnarliðsins
af Keflavíkurflugvelli yfir Fossvog-
inn.
Alls er talið að 239 Bandaríkja-
menn hafi látist við skyldustörf á Ís-
landi í síðari heimsstyrjöldinni og
eru flestir þeirra jarðsettir í Foss-
vogskirkjugarði. Þeim var reistur
minnisvarði árið 2003.
Fallinna Bandaríkja-
manna minnst
Morgunblaðið/Eyþór
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti bæn. Við hlið hans stendur
Dayne Mix, prestur varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli.