Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁBÆR BÓK M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „Frábær bók, raunar besta bók sem ég hef lesið um langa hríð.“ – Mario Vargas Llosa STRÍÐSMENN SALAMIS EFTIR JAVIER CERCAS ÚRSLITIN Í FRAKKLANDI Stjórnmálaleiðtogar í Evrópu leggja áherslu á að þó að Frakkar hafi hafnað stjórnarskrársáttmála ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu þýði það ekki að áform um nánari sam- runa ESB-ríkja séu úr sögunni. Ljóst er þó að talsverð óvissa ríkir um framhald samrunaferlisins. Nið- urstaðan í Frakklandi er áfall fyrir Jacques Chirac, forseta landsins, sem hefur boðað breytingar á rík- isstjórn sinni. Þjóðaratkvæða- greiðsla verður haldin um stjórn- arskrársáttmálann í Hollandi á morgun. Indlandsforseti kveður Opinberri heimsókn forseta Ind- lands lýkur í kvöld. Í gær heilsaði hann m.a. upp á stúdenta Háskóla Íslands en hann hefur á ferðum sín- um hitt um 600 þúsund námsmenn víðs vegar um heiminn. Arnaldur með milljón bækur Bækur Arnaldar Indriðasonar hafa komist á metsölulista í sex lönd- um. Þær hafa nú selst í ríflega millj- ón eintökum hér heima og á erlendri grund. Napóleonsskjölin hafa m.a. verið í 19 vikur á lista í Þýskalandi. 27 féllu í Írak 27 manns féllu í tveimur sjálfs- morðsárásum í bænum Hillah í Írak í gær. Árásirnar voru gerðar skammt frá hvor annarri með mín- útu millibili. Alcan vill orku frá OR Alcan, sem á álverið í Straumsvík, og Orkuveitan í Reykjavík (OR) standa nú í viðræðum um möguleg kaup á orku vegna stækkunar ál- versins. Alfreð Þorsteinsson stjórn- arformaður segir að OR hafi lýst yfir áhuga á að skoða þessi mál betur. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #        $         %&' ( )***                   FRÁ 1. júní 2005 hækkar áskriftarverð blaðsins úr 2.400 krónum í 2.600 krónur á mánuði. Helgaráskrift, sem er föstu- dagar, laugardagar og sunnu- dagar hækkar úr 1.390 krónum í 1.500 krónur. Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 30 Úr verinu 12 Viðhorf 32 Viðskipti 14 Bréf 34/35 Erlent 16/17 Minningar 36/45 Akureyri 20 Dagbók 48 Höfuðborgin 17 Víkverji 48 Suðurnes 20 Velvakandi 49 Landið 22 Staður og stund 50 Austurland 23 Menning 51/52 Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 58 Listir 26 Veður 59 Umræðan 27/35 Staksteinar 59 * * * EINN fremsti víóluleikari heims, Yuri Bashmet, kom til landsins í gær en hann mun koma fram á tón- leikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík í Háskólabíói á fimmtudag. Bashmet er jafnframt gestur alþjóðlegrar ráðstefnu víóluleikara sem haldin verður í Reykjavík frá fimmtudegi fram á sunnudag. Það var Helga Hauksdóttir, tónleikastjóri Sinfóní- unnar, sem tók á móti Bashmet við komuna á Hótel Sögu í gær. | 26 Morgunblaðið/Sverrir Yuri Bashmet kominn til landsins LANDBÚNAÐARSTOFNUN verð- ur á Selfossi, samkvæmt ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra. Útibú frá stofnuninni verður á höfuðborgarsvæðinu, m.a. til þess að þjónusta einstaklinga í inn- og út- flutningi. Reiknað er með að flestir starfsmenn sem nú starfa á höfuð- borgarsvæðinu muni fylgja stofnun- inni til Selfoss. Í Landbúnaðarstofnun sameinast stofnanir, embætti og verkefni á sviði eftirlits og stjórnsýslu innan landbúnaðarins í eina stjórnsýslu- stofnun sem tekur til starfa 1. janúar 2006. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðni að með þessu sé verið að sameina þjónustu á einn stað, sem efli og bæti þjónustuna og skapi hag- ræðingu. Hin nýja stofnun mun taka við þeim verkefnum sem verið hafa í höndum yfirdýralæknis, veiðimála- stjóra, aðfangaeftirlitsins, kjötmats- formanns og plöntueftirlitsins. Þar að auki mun stofnunin fara með stjórnsýsluverkefni sem Bændasam- tök Íslands hafi farið með tengd framleiðslustýringu í landbúnaði, forðagæslu og eftirliti með aðbúnaði búfjár. 15–20 störf á Selfossi Meirihluti landbúnaðarnefndar Alþingis taldi mikilvægt að stofnunin yrði utan höfuðborgarsvæðisins, ná- lægt þeim sem hana nýta, og ákvað landbúnaðarráðherra að hún yrði á Selfossi, sem er í kjördæmi Guðna. „Ég tel það æskilegt að fyrirtæki sem þjónustar landbúnaðinn séu sem næst honum, og það var niður- staða Alþingis að leggja áherslu á það. Eftir að hafa farið yfir ýmsa val- kosti í þessum efnum finnst mér það eðlilegt að í þessu tilviki verði Sel- foss fyrir valinu, enda stór þjónustu- bær í einu stærsta landbúnaðarhér- aði landsins,“ segir Guðni. Samtals munu um 50 starfsmenn heyra undir Landbúnaðarstofnun, þar af 15–20 í höfuðstöðvunum á Sel- fossi. Mikill hluti starfsfólks hinnar nýju stofnunar vinnur víða um land, og mun gera það áfram. Flestir sem starfa á höfuðborgarsvæðinu munu flytjast með stofnuninni til Selfoss. Landbúnaðarstofnun með aðsetur á Selfossi Meirihluti starfsmanna fylgir stofnuninni Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HAGNAÐUR Haga hf., sem eiga og reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa og olíufélagið Skeljung, var 1.548 milljónir króna fyrir af- skriftir og fjármagnsliði. Að teknu tilliti til afskrifta var hagnaður fé- lagsins fyrir fjármagnsliði og skatta hins vegar 26 milljónir. Fjármagns- liðir voru hins vegar jákvæðir um rúmar 1.500 miljónir króna og því er hagnaður ársins þegar tillit hefur verið tekið til skatta 1.302 milljónir króna. Í tilkynningu félagsins til Kaup- hallarinnar segir að hagnaður félags- ins fyrir fjármagnsliði og afskriftir sé undir væntingum stjórnenda félags- ins. Helstu ástæður þessa séu lakari afkoma á olíumarkaði og verri af- koma hjá félögunum í Skandinavíu, sem hafi verið undir áætlun. Ástæð- una fyrir jákvæðum fjármagnsliðum megi hins vegar fyrst og fremst rekja til sölu félagsins á Lyfju hf. á síðasta ári. Félagið eignaðist allt hlutafé í Lyfju í apríl 2004, en átti fyrir 55% og seldi það til Vátryggingafélags Ís- lands í maímánuði sama ár. Reikningsár félagsins er frá mars- byrjun til febrúarloka ár hvert. Rekstrartekjur á síðasta rekstrarári námu 46,4 milljörðum króna, en rekstrargjöld án afskrifta námu 44,8 milljörðum króna. Eignir námu 34 milljörðum króna í lok rekstrarársins og eigið fé að teknu tilliti til víkjandi láns var 19,5%. Veltufé frá rekstri var 722 milljónir og handbært fé frá rekstri 562 milljónir. Fram kemur að 99% af veltu fé- lagsins kemur nú frá innlendri starf- semi. Hluthafar eru fimm og eiga þrír yfir 10% í félaginu. Baugur Group hf. 47,4%, Fasteignafélagið Stoðir hf. 24,1% og Talden Holding S.A. og Orchides Holding S.A. 27,3%. Hagnaður Haga undir væntingum „ÉG held að þessi stofnun muni sóma sér mjög vel hér og þetta sé prýðisstaðsetning fyrir hana,“ segir Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, um þá ákvörðun Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra að Landbún- aðarstofnun muni hafa höf- uðstöðvar á Selfossi. „Hér eru afar stór matvælafyr- irtæki sem vinna úr hráefni frá bændum, Mjólkurbú Flóamanna og Sláturfélag Suðurlands, þann- ig að hér er mikil miðstöð þjón- ustu við bændur í landinu.“ Reiknað er með að 50 manns vinni hjá stofnuninni, en aðeins hluti þeirra starfa verði á Sel- fossi. „Þetta mun breyta geysi- lega miklu fyrir sveitarfélagið, mér skilst að þarna séu um 15–20 störf sem komi inn í sveitarfélag- ið,“ segir Einar. „Breytir geysilega miklu“ ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp á Kirkjubæjarklaustri um helgina en þar voru um tvö þúsund manns samankomin m.a. til að fylgjast með motocrosskeppninni Offroad challenge. Fyrsta málið kom upp á laug- ardagsmorgun þegar maður var tekinn með fjögur grömm af ætl- uðu amfetamíni á tjaldstæðinu á Klaustri. Aðfaranótt sunnudags voru síð- an tveir menn teknir með hálft gramm af ætluðu amfetamíni og eitt gramm af maríjúana. Stærsta málið kom upp á laugardagskvöld þegar gerð var húsleit á Klaustri þar sem fundust 20 grömm af ætl- uðu amfetamíni eða kókaíni og 11 e-töflur að því talið er. Málið er í rannsókn en fyrri málin eru upp- lýst. Þrjú fíkni- efnamál á Klaustri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.