Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 skjót, 4 skarp- skyggn, 7 öldugangurinn, 8 hefur í hyggju, 9 skyggni, 11 móðgað, 13 kvenkynsfrumu, 14 fugl- ar, 15 vegarspotta, 17 lofa, 20 veitingastaður, 22 gjól- an, 23 munnum, 24 stirð- leiki, 25 kiðlingarnir. Lóðrétt | 1 kjána, 2 nauðar á, 3 fjallstopp, 4 sjór, 5 sterk, 6 greppatrýni, 10 logi, 12 álít, 13 bókstafur, 15 tottar, 16 afdrif, 18 döpur, 19 sáran, 20 neyðir, 21 rykkur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 snurpinót, 8 fínum, 9 kræfa, 10 una, 11 risum, 13 reipi, 15 skerf, 18 skötu, 21 lem, 22 pilta, 23 Iðunn, 24 snöktandi. Lóðrétt | 2 nánös, 3 rómum, 4 iðkar, 5 ólæti, 6 æfur, 7 tapi, 12 urr, 14 eik, 15 sopi, 16 ellin, 17 flakk, 18 smita, 19 öfund, 20 unna. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn finnur til uppreisnargirni og sjálfstæðisþarfar í dag. Gættu þess að lenda samt ekki slysi á göngu eða í akstri, þú ert hluti af þessum efnisheimi þrátt fyrir allt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Allt sem viðkemur fjármunum og reiðufé er í óvissu í dag. Kannski finnur nautið fé, kannski tapar hann peningum. Vertu að minnsta kosti á varðbergi og gættu þess að týna engu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður við foreldra og yfirmenn hafa yfir sér nokkuð tvísýnan blæ í dag. Tví- burinn finnur til mikillar sjálfstæðis- þarfar í dag og vill alls ekki láta segja sér fyrir verkum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn fær hugsanlega óvæntar frétt- ir frá einhverjum í öðru landi eða mikilli fjarlægð. Kannski fær hann nýjar og byltingarkenndar hugmyndir um stjórn- mál eða trúmál. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinir koma ljóninu á óvart og hugsan- lega gerir einn þeirra eitthvað stór- furðulegt. Eða kannski eignast ljónið nýjan og mjög óvenjulegan vin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan þarf að gæta þess að vera sér- staklega háttvís í samtölum við stjórn- endur eða foreldra í dag. Fyrstu við- brögðin eru hugsanlega það að missa stjórn á sér, en það er óráðlegt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Skyndilegar breytingar á ferðaáætlun- um eða málefnum tengdum útgáfu og fjölmiðlun eru líklegri en ekki í dag. Láttu berast með straumnum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óvæntar fréttir tengdar börnum eða eignum annarra vekja áhuga sporðdrek- ans í dag. Óvænt atburðarás hefur áhrif á sameiginlegar eignir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn á að leggja sig fram við að vera samvinnuþýður við maka og vini í dag. Fyrstu viðbrögðin eru þau að vísa því sem þeir segja á bug, en það gæti komið bogmanninum í koll. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Rafmagnsleysi, tölvubilanir og önnur skakkaföll tengd tækjabúnaði verða lík- lega í vinnunni í dag. Kannski verður brunaæfing? Búðu þig undir hið óvænta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn verður hugsanlega ástfang- inn í dag. (Ást við fyrstu sýn er líklegri en ella.) Villtar og skapandi hugmyndir láta líka á sér kræla. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Rifrildi innan veggja heimilisins eru lík- leg í dag. Eitthvað sem kemur róti á heimilislífið gæti líka gerst. Vertu viðbú- inn og ekki gera of mikið úr neinu. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að sannfæra aðra um að þú sért hörð af þér og svöl að eðlisfari. Reyndar ertu manneskja sem kemur sér beint að efninu og kærir sig ekki um að fara í grafgötur með eitt eða neitt. Fólk veit að það getur reitt sig á þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Kjördæmamótið. Norður ♠Á2 ♥K75 ♦ÁDG95 ♣1052 Vestur Austur ♠5 ♠1083 ♥Á864 ♥G932 ♦10862 ♦K74 ♣ÁG96 ♣K73 Suður ♠KDG9764 ♥D10 ♦3 ♣D84 Reykjavík fór með sigur af hólmi í Kjördæmamóti BSÍ, sem spilað var í Kópavogi um helgina. Kjördæmin átta tefldu fram fjórum sveitum hvert og var spiluð einföld umferð af 16 spila leikjum. Reykjavík hlaut 533 stig (af 700 mögulegum), sem gerir 19.03 stig úr leik að jafnaði. Reykjanes varð í öðru sæti með 455 stig (16.25 að meðaltali úr leik), en Vesturland í því þriðja með 441 stig (15.75 úr leik). Spilið að ofan er frá 5. umferð móts- ins. Víðast hvar varð suður sagnhafi í fjórum spöðum eftir opnun á þremur spöðum og hækkun norðurs í fjóra. AV geta greinilega tekið fjóra fyrstu slag- ina – einn á hjartaás og þrjá lauf – en sú vörn fannst almennt ekki. Eftir tíg- ul út (eða tromp) nær sagnhafi að byggja upp tígulslag með trompsvín- ingu og henda niður einu tapspili í laufi. Nokkrir hittu á hjartaásinn út í byrjun, en þá dugir að skipta yfir í smátt lauf til að ná geiminu niður. En mismunandi skilningur á varnar- reglum þvældist fyrir mörgum spil- urum. Hvaða spil á austur að láta í hjartaásinn og hvað þýðir það? Er það kall/frávísun eða hliðarkall? Hin almenna regla í slíkum stöðum er sú að hliðarkall gildi því aðeins að ekkert meira sé að hafa í útspilslitnum (einspil í borði, Kx eða KDx). En hér á blindur Kxx í hjarta og vörnin gæti átt annan slag á hjartadrottningu. Kall/ frávísun er því í gildi og austur ætti að vísa frá (með níunni ef notuð eru lág/ há köll). En ekki voru allir samstiga í þessari túlkun – a.m.k. tveir austurspilarar létu hjartatvistinn undir ásinn í þeirri von að makker tæki það sem beiðni um lauf (hliðarkall), en ekki sem kall í hjarta. Þeim varð ekki að ósk sinni, því vestur spilaði hjarta áfram. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 a6 5. Dc2 e6 6. Rbd2 Rbd7 7. b3 Be7 8. Bb2 0-0 9. Bd3 h6 10. 0-0 c5 11. Had1 b6 12. e4 dxe4 13. Rxe4 Dc7 14. d5 exd5 15. cxd5 Rxd5 16. Bc4 Rb4 Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk fyrir skömmu í Sarajevo í Bosníu. Ann- ar af sigurvegurum mótsins, Viktor Bologan (2.700), hafði hvítt gegn Ser- gei Movsesjan (2.628). 17. Hxd7!! Dxd7 18. Dc3 óvenjulegt stef sem byggist á því að svartur getur ekki varið g7- punktinn með viðunandi móti. 18. – Dg4 19. Rfg5! Dxg5 20. Rxg5 Bf6 21. Df3 Bxb2 22. Rxf7 b5 23. Rxh6+ Kh7 24. Dxf8 bxc4 25. Dxc5 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.-2. Viktor Bologan (2.700) og Ivan Sokolov (2.662) 6½ vinning af 9 mögulegum. 3. Artyom Timofeev (2.622) 5½ v. 4.-5. Alexei Shirov (2.714) og Sergei Movsesjan (2.628) 5 v. 6. Pavel Eljanov (2.641) 4½ v. 7. Borki Predojevic (2.549) 4 v. 8.-9. Emir Dizdarevic (2.521) og Andrei Volokitin (2.679) 3 v. 10. Zdenko Kozul (2.591) 2 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson. Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Dagsbrún, undir Eyjafjöllum | Ragnar Kjartansson. Eden, Hveragerði | Karl Theódór Sæ- mundsson. Elliheimilið Grund | Jeremy Deller. Gallerí Sævars Karls | Jón Sæmundur með myndlistarsýningu. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista, Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Íslands | Dieter Roth. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer. Mokka-Kaffi | Multimania – Helgi Sig. Sjá: www.hugverka.is. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Vestmannaeyjar | Micol Assael. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers Ný og eldri verk. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykja- vík 2005 og er markmið hennar að kynna til sögunnar listamenn sem hægt er að eigna ákveðin listaverk í eigu Þjóðminja- safns Íslands Listasýning Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig Tryggvadóttir, leirlistakona sýnir verk sín í galleríinu Undir stiganum, Ráðhúsi Þor- lákshafnar. Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðn- skóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín í Iðu, Lækjargötu. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir opnar sýningu á raku – brenndum leirverkum. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóðleið- sögn um húsið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Opið frá kl. 10 – 17. Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Mannfagnaður Snarrót | Páll H. Hannesson, alþjóðafulltrúi BSRB, mun flytja erindi um vatn hjá Menn- ingar- og friðarsamtökunum, kl. 18.30–21. Vatn telst til mannréttinda og eignarhald á drykkjarvatni þarf að vera samfélagseign. Hlaðborð. Ágóði af matsölu fer til lagfær- inga á nýrri Snarrót. Fundurinn er öllum opinn. Fréttir Lagadeild Háskóla Íslands | Sesselja Sig- urðardóttir heldur fyrirlestur um efni kandidatsritgerðar til embættisprófs í lög- fræði, 1. júní kl. 16.30–17.15, í stofu 101 í Lögbergi. Ritgerðin ber heitið: Takmörk valdheimilda Öryggisráðs SÞ í ljósi mann- réttinda og hugsanleg úrræði í þeim efn- um. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Lýðheilsustöð | Reyklausi dagurinn er haldinn í 8. sinn í dag. Þema dagsins er heilbrigðisstarfsmenn og tóbaksvarnir. At- hygli heilbrigðisstarfsmanna er vakin á mikilvægu hlutverki þeirra í tóbaksvörnum og athygli almennings á því að heilbrigð- isstarfsmenn geta veitt aðstoð og stuðn- ing við að hætta tóbaksnotkun. Fundir OA-samtökin | OA karladeild alla þriðju- daga klukkan 21 – 22, að Tjarnargötu 20, Gula húsinu, 101 Reykajvík. Fyrirlestrar Umhverfisstofnun | Fyrirlesturinn „Góð ráð við grillið“ verður í dag kl. 15–16, á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24. Fyrirlesarar eru Ingólfur Gissurarson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og Grímur Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. Aðgangur ókeypis. Námskeið Gerðuberg | Skráning í listsmiðjurnar Gagn og gaman er hafin. 6.-10. júní, 6-9 ára, 20.- 24. júní, 10–13 ára. Smiðjustjóri er Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Í TILEFNI af opinberri heimsókn Indlandsforseta til Íslands verður indversk tónlist og dans í Salnum annað kvöld kl. 20. Í fylgd með forsetanum er 14 manna hópur indverskra hljóðfæraleikara og dansara. Hópurinn kynnir klassíska indverska tónlist og danshefð. Salil Bhatt leikur á indverska hljóðfærið Veena og syngur ásamt hljómsveit en Veena er stálstrengjahljóðfæri með 19 strengjum. Sharmistha Mukherjee dansar Kathak ásamt fleiri dönsurum og hljómsveit. „Kathak er hið klassíska dansform norður Indlands, og á uppruna sinn að rekja til einskonar til- beiðslu í hofum. Heitið Kathak kemur af orðinu Katha, sem merkir listin að segja sögur. Seinna meir tóku Mughal kóngarnir dansformið yfir og með tímanum höfðu fágaðir siðir og hefðir Mughal hirðarinnar áhrif á dansinn. Kathak er eina veraldlega afbrigðið af klassískum indverskum dansi,“ segir í fréttatilkynningu um dansinn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Indverskur dans og tónlist í Salnum Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.