Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 21
MINNSTAÐUR
Stökktu til
Rimini
9. júní
frá kr. 29.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini þann 9. júní. Njóttu
fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu.
Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri
sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Aðeins nokkur sæti
Verð kr. 29.990
í viku
Verð kr. 39.990
í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur.
Flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn. Stökktu tilboð 9. júní.
Verð kr. 39.990
í viku
Verð kr. 49.990
í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í
1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 9. júní.
HVERNIG
NOTAR
ÞÚ
PUNKTA?
Grindavík | Ferðamálafélag
Grindavíkur hefur ákveðið að halda
áfram útgáfu rita um merkustu
staði í landi Grindavíkurbæjar.
Þannig verður á næstunni gefið út
rit um Húshólma í Ögmundar-
hrauni.
Ferðamálafélagið gaf út rit um
Selatanga á síðasta ári og er það til
sölu í Saltfisksetri Íslands í Grinda-
vík. Ritið sem nú kemur út hefur að
geyma upplýsingar um sögu Hús-
hólma, að því er fram kemur á
vefnum www.ferlir.is, einnig minj-
arnar sem í honum eru, tengsl við
nálæga minjastaði, aldur minjanna
og Ögmundarhrauns sem umlykja
þær, aðkomu, hugleiðingar um fólk-
ið, verndun, rannsóknir og nýtingu
svæðisins til framtíðar.
Í framhaldinu er stefnt að útgáfu
rita um það sem merkilegt getur
talist í Þórkötlustaðahverfi, Járn-
gerðarstaðahverfi og Staðarhverfi.
Aðalfundur Ferðamálafélagsins
var haldinn fyrir skömmu. Þar var
Arnbjörn Gunnarsson kosinn for-
maður í stað Erlings Einarssonar.
Kemur það fram á vef Grindavík-
urbæjar að nýkjörinn formaður
hyggst halda áfram því góða starfi
sem unnið hefur verið á vegum fé-
lagsins.
Rit um Hús-
hólma tek-
ið saman
Grímsey | Það var aldeilis handa-
gangur í öskjunni þegar eldri börn
grunnskólans stóðu fyrir árlegri
tombólu og kökuuppboði til styrkt-
ar ferðasjóði þeirra. Félagsheimilið
bókstaflega fylltist af góðum stuðn-
ingsmönnum um leið og það opnaði.
Foreldrar og allir Grímseyingar
standa við bakið á sínum börnum.
Einn pabbinn útvegaði milli 100 og
200 vinninga og þá ekki af verri
endanum. 109 bækur fyrir alla ald-
urshópa. Skólabörnin höfðu sjálf,
undir stjórn heimilisfræðikenn-
arans Aðalheiðar, útbúið og skreytt
brauðtertur og komu síðan með
heiman frá sér flottar hnallþórur.
Allt þetta rann út eins og heitar
lummur á fjörmiklu kökuuppboði.
Mikið af peningum safnaðist og
ekki veitir af, því í ár er stefnan
Færeyjar – 11 manns halda utan og
dvelja í þrjá sólarhringa hjá þessari
miklu vinaþjóð okkar.
Tombóla og
kökuuppboð
Morgunblaðið/Helga Mattína