Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 33 UMRÆÐAN NÚVERANDI meirihluti sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ virðist vera að komast út úr þeirri afneit- un sem hann hefur verið í allt of lengi hvað varðar væntanlega stál- pípuverksmiðju sem átti að rísa í Helguvík. Þessu loforði héldu sjálf- stæðismenn á lofti fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar og hafði af- gerandi áhrif á fylgi flokksins. En nú duga engar viljayfirlýs- ingar, þörf er á að fara að spýta í lófana eða draga að sér hendurnar eftir því hvernig á málið er horft þar sem stöðugt gengur á eigið fé bæjarsjóðs. Atvinnuuppbyggingin hér á svæðinu hefur því miður ekki reynst sem skyldi svo hægt væri að tryggja atvinnuöryggi fyrir hundr- uð manna til framtíðar. Það gengur ekki og dugar ekki til lengdar að byggja endalaust íbúðarhúsnæði, án þess að leysa um leið vandann að atvinna þurfi að fylgja hverju húsi. Betra er að hafa einn fugl í hendi en fimm í skógi er sagt einhvers staðar því nú ber nýrra við. Það er komin viljayfirlýsing um að setja álver niður í Helguvík. Hæstvirtur iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, þingmaður Eyfirðinga og Húsvíkinga, vill tryggja að álver verði á öðrum hvorum staðnum. Staðir þessir eiga það sameigin- legt að vera mjög sérstakir: Eyja- fjörðurinn er einn af fallegustu og skjólbestu landbúnaðarsvæðum landsins með höfuðstað norður- lands, Akureyri, á einu glæsilegasta bæjarstæði sem fyrirfinnst hér á landi; Húsavík er einn af aðalferða- mannastöðunum á þessu stóra svæði sem norðausturkjördæmið er og hefur að geyma stórkostlega náttúrufegurð eins langt og augað eygir. Erlendir ferðamenn fyllast lotn- ingu þegar þeir líta fjöllin, lækina, vötnin, árnar, fossana, jöklana og alla okkar íslensku flóru sem er ómetanleg fyrir ferðamanna- og frí- stundaiðnaðinn. Eitt er víst að álver á ekki heima á þessum svæðum fyrir norðan enda sjá það flestir sem vilja horfa á þetta hlutlaust. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra hefur átt það til að verja sig í þess- ari álversumræðu um væntanlega staðsetningu þess að fjárfestar muni eiga um það síðasta orðið. Það er ekki rökrétt hjá henni að hugsa þetta svona því við erum að tala um síðasta álverið sem reist verður hér á landi eins og hún hef- ur stundum komið inn á í um- ræðunni. Því ætti lögmálið að hafa snúist við, iðnjöfrarnir nú í keppni um að ná til sín síðasta bitanum þegar stjórnvöld í samráði við viðkomandi bæjarfélag hafa ákveðið staðsetn- ingu þess. Helguvík er án efa besta staðsetningin fyrir álver því hún hef- ur ekki að veði það samspil hagsmuna og náttúru eins og lýst var hér að ofan. Helguvík er með dýpstu höfnum lands- ins með stórskipahöfn við innhaf. Þar þarf ekki að ótt- ast hinn forna fjanda Norðlendinga, haf- ísinn, né stillur í veðri, vikum sam- an. Sjónmengun er lítil vegna sjálfr- ar byggingarinnar því hún fellur vel að um- hverfinu, t.d. þegar horft er eftir sjón- deildarhringnum í átt- ina að Keflavíkur- flugvelli. Háspennulínur mætti hafa í jörðu meðfram þjóðvegum eins og t.d. meðfram Reykjanesbrautinni og vel út fyrir byggð. Álver í Helguvík yrði álíka langt frá byggð og álverið í Hafnarfirði en þar virðist ríkja mikil sátt. Þetta er síðasta álverið sem reist verður á Íslandi eins og sjá má þegar litið er á Kyoto-bókunina. Samkvæmt útdrætti úr Kyoto- bókuninni og útfærslu hennar gagnvart Íslandi eru útstreymis- heimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal almennt út- streymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, það er innan við 3.100 þúsund tonn kol- tvíoxíðígilda árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koltvíoxíðút- streymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meira en 1.600 þús- und tonn árlega að meðaltali árin 2008 til 2012. Hitaveita Suðurnesja og Orku- veita Reykjavíkur koma til með að leika stórt hlutverk þegar og ef ákveðið verður að reisa álver í Helguvík til að afla orkunnar úr iðrum jarðar á Reykjanesskaganum og mun sú framkvæmd efla enn frekar og styrkja þann þekkingar- iðnað sem býr í mannauði þessara fyrirtækja og vakið hefur heims- athygli eins og við sáum nú síðast í Kínaheimsókn forseta Íslands. Þetta er síðasta álverið Baldvin Nielsen fjallar um at- vinnuuppbyggingu og stóriðju ’Eitt er víst að álver áekki heima á þessum svæðum fyrir norð- an …‘ Baldvin Nielsen Höfundur er bifreiðastjóri í Reykja- nesbæ, situr í stjórn kjördæmisfélags Frjálslynda flokksins í suður- kjördæmi og í stjórn bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið                                     ! " # ! $ %% & ! '''( ( & )*      +   + ,   ,      (     -    ,           .        /         .                .  ,   /&       012 345 ( ,67   $  /   ( 08926:3)2 / &(  ,0;24 <=>>769 / 88?@AAB=6 C41DB82*0   &  &  $ EF F F F E F GF   ,( G/,   /   "    . /    ,',  H            . / &  ,,   +          JKI   -    -   .   - , +  + +  +   ((((     $    $    $ 'E    + J     $     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.