Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 25
eins og áður, því allt önnur lyf séu til gegn henni. „Algengt er að kon- ur, sem fara á hormóna, hætti töku þeirra innan fimm ára, en lifi kon- an í fimm ár eftir það er hún á ný komin í sama áhættuhóp og þær konur, sem aldrei hafa tekið inn hormóna. Konum, sem fengið hafa brjóstakrabbamein, er síður ráðlagt að taka hormóna, en þeim er frek- ar gefið blóðþrýstingslyfið cata- presan til að stemma stigu við ein- kennum breytingaskeiðsins, segja kvensjúdómalæknarnir og bæta við að ekkert nýtt sé í sjónmáli sem bætt geti þjáningar kvenna á breytingaskeiðinu. „Sumar konur leita í óhefð- bundnar lækningar og ýmsar heilsuvörur til að bæta líðan sína. Það er auðvitað hið besta mál ef konunum líður betur og ekki er verið að plata þær. Margar jurta- blöndur innihalda estrógenlík efni þótt styrkleikinn sé ekki í þeim mæli sem við læknar erum að gefa í töfluformi, en fólk ræður sér sjálft og auðvitað eru allir frjálsir að því að leita sér hjálpar á einn eða annan hátt.“ join@mbl.is Leiðin liggur í HÁSKÓLA ÍSLANDS MESTA NÁMSFRAMBOÐ LANDSINSGAGNRÝNIN HUGSUN HÁSKÓLI ÍSLANDS ATHYGLISVERÐUR STAÐUR SÖKKTU ÞÉR Í HÁSKÓLANÁMIÐTAKTU UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN VÍKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN E N N E M M / S ÍA / N M 16 3 8 0 www.hi.is Háskóli Íslands er fjölbreytt og lifandi samfélag sem hefur það að höfuðmarkmiði að veita nemendum sínum bestu menntun sem völ er á í sem flestum fræðigreinum. Þar er lögð áhersla á fjölbreytni námsins, eflingu alþjóðlegra samskipta og góð starfsskilyrði nemenda og starfsfólks. Umsóknarfrestur um nám við HÍ rennur út 5. júní TRAUST UNDIRSTAÐA LIFANDI SAMFÉLAG MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF Jurtirnar veikari en virka samt Kolbrún Björnsdóttir grasa-læknir segist gefa konum ábreytingaskeiðinu jurtir, sem innihaldi prógesteron- og estrogenlíka hormóna. „Eina jurt- in, sem inniheldur prógesteronlíka hormóna er Wild Yam. Síðan er til fullt af jurtum með estrogenlíka hormóna eins og til dæmis kínversk hvönn, maríustakkur, rauðsmári, lakkrísrót og salvía. Konur þurfa mjög misjafnlega mikið af horm- ónum. Ef þær drekka kaffi og nota mikinn sykur, þurfa þær meira af hormónum, en ég ráðlegg þeim allt- af að draga eins mikið úr koffíni og mögulegt er. Það hjálpar líka að gefa róandi jurtir því breyt- ingaskeiðið framkallar ofvirkni í líkamskerfinu. Einnig er oft gott að gefa vökvalosandi jurtir. Svo er gott að nota lifrarstyrkjandi jurtir því lifrin tekur við að vinna hormón þegar eggjastokkarnir eru farnir að segja til sín og verða þreyttir. Ennfremur er mikilvægt að nýrna- hetturnar séu óþreyttar og til að styrkja þær er gott að nota jurt, sem heitir hjólkróna. Það tekur þrjár vikur fyrir jurtahormón að byrja að vinna. Jurtirnar eru hins- vegar hundrað sinnum veikari en venjuleg hormón, en virka samt,“ segir Kolbrún, sem selur í búðinni sinni, Jurtaapótekinu, sérstaka jurtablöndu fyrir breytingaskeiðið sem heitir Embla. Kolbrún Björnsdóttir segir konur þurfa mismikið af hormónum. Morgunblaðið/Eyþór  GRASALÆKNIRINN REYKLAUSI dagurinn er í dag og eflaust margir sem nota tilefnið til að reyna að slökkva í síðustu sígarett- unni. Einn þeirra sem hafa á und- anförnum árum aðstoðað hundruð Íslendinga sem reyna að hætta að reykja er Guðjón Bergmann, sem verður með námskeið á Hótel Loft- leiðum dagana 3. og 4. júní nk. „Ég er búinn að vera að þróa nám- skeiðið frá 1997,“ segir Guðjón og er nýja námskeiðið nokkuð ólíkt þeim fyrri. Notkun nikótínlyfja er þannig nú heimil fyrir þá sem það kjósa og eins sér Guðjón um að fylgja þátt- takendum og árangri þeirra eftir með símtölum eftir viku, mánuð, þrjá mán- uði, sex mánuði og svo ár. „Samkvæmt stöðl- um Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) telst enginn reyklaus fyrr en hann er búinn að vera reyklaus í 12 mánuði. Fólki kann nefnilega að ganga vel fyrstu þrjá mánuðina en það segir í raun ekkert fyrr en árið er liðið. Þá hefur maður gengið í gegnum árshátíðir, jól, ára- mót og aðra veika punkta sem geta komið upp,“ segir Guðjón. „Þess vegna hringi ég eftir fyrstu vikuna til að stað- festa, eftir mánuðinn til að ýta vel á eftir og svo reglulega eftir það til að fylgjast með og spjalla.“ Nikótínlyfjameðferðin einnig nýjung. „Það er fullt af fólki sem notar nikótínlyf vitlaust og fær fyrir vikið ekkert út úr notkuninni, en er e.t.v. háð lyfjunum í lengri tíma. Enginn ætti hins vegar að nota lyfin lengur en að hámarki sex mánuði til ár.“ Guðjón er sjálfur fyrrverandi reykingamaður og veit því hvað við er að fást. „Fólk segir oft: Ég hætti bara að reykja, það er ekkert mál. Það sem flestir átta sig hins vegar á eftir 2–3 daga er að það að hætta að reykja hefur áhrif á allt lífið. Maður þarf þess vegna að vera vel und- irbúinn fyrir allar mögulegar uppá- komur og sjá jákvæðan tilgang með því að hætta, enda hætta á vissu þunglyndi þegar svo stór hluti lífs manns hverfur. Og ef ekki er einhver jákvæð stefna framundan er ólíklegt að manni takist að hætta, jafnvel þó allt sé gert rétt þar fyrir utan.“  REYKINGAR Þarf góðan undirbúning til að hætta www.vertureyklaus.is Guðjón Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.