Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLIST
Erlendar plötur
Oasis – Don’t Believe The Truth
NÚ hlusta ég á lítið annað en nýju
Oasisplötuna – þótt ótrúlegt sé.
Ótrúlegt, því að maður var eigin-
lega búinn að afskrifa þessa hljóm-
sveit, sem fyrir
ekki svo mörgum
árum var lang-
stærsta sveit
heims.
Það er eiginlega
eins og Oasis séu
búnir að læða sér inn aftur bak-
dyramegin. Don’t Believe The
Truth er lágstemmd plata og hrá,
með einhverjum undirliggjandi „æ
skítt með það, rokkum bara“-þræði
sem gerir hana heillandi. Lögin
hérna eru ekkert merkileg, þannig
séð, en þannig hefur það alltaf ver-
ið með Oasis. Það sem hefur skipt
öllu máli er að gæða smíðarnar lífi
og sjarma og þá skiptir það ekki
máli þó að hvert og eitt lag minni
þig á þrjú önnur. Fyrstu tvær plöt-
ur sveitarinnar eru ófrumlegri en
ansk. en algjörar snilldarplötur fyr-
ir það. T.d. eru lögin hans Liam á
þessari plötu næstum því of einföld
en þau virka. Kinks, Bítlarnir og
önnur hver sýrokksgrúppa frá sjö-
undaáratungum eru þá úti um allt
á plötunni og það er bara fínt.
Mjög fínt meira að segja. Andy
Bell, gamli Ride-hundurinn, á hér
stórgott inngangslag og einnig eitt
það besta, „Keep The Dream
Alive“, þar sem Liam „Liam“-ar yf-
ir sig. Þetta kærkomna kæruleysi
og blátt áfram trukk fer Oasis vel –
alveg eins og það gerði í blábyrj-
uninni.
Það er kannski ekki rétt að
hlaupa upp til handa og fóta og
básúna að Oasis séu „komnir aft-
ur“. En þetta er hiklaust það besta
sem þeir hafa gert síðan What’s
The Story. Og nú langar mig á
Oasistónleika.
Arnar Eggert Thoroddsen
Halló aftur
EMILÍANA Torr-
ini ætlar að fagna
útgáfu smáskíf-
unnar „Heartstopp-
er“ með því að spila
á ókeypis tónleikum
í Tate Britain-
galleríinu í London
á föstudaginn.
„Heartstopper“ er
ætlað að fylgja eftir
laginu „Sunny
Road“, sem hefur
m.a. notið vinsælda
á ensku útvarps-
stöðinni Xfm. Að-
gangur er sem fyrr
segir ókeypis, en
hún mun spila í ein-
um sýningarsal safnsins og því er
ekki pláss fyrir mikinn fjölda
gesta.
Aðdáendur Emilíönu geta náð í
lagið og myndbandið
„Heartstopper“ á roughtradere-
cords.com, en myndbandið er í
leikstjórn Davids Lea, sem unnið
hefur með Radiohead og Offspr-
ing. Söngkonan mun koma fram á
ýmsum tónlistarhátíðum og við-
burðum í sumar, eða sem hér seg-
ir:
Tate Britain-galleríinu í Lond-
on – 3. júní.
Glastonbury-hátíðinni, Guardi-
an-tjaldinu – 25. júní.
Belladrum Tartan Heart-
hátíðinni, aðalsviði – 12. ágúst.
Summer Sundae Weekend,
innisviðinu – 13. ágúst.
V-hátíðinni, JJB-höllinni, Hyl-
and Park – 20. ágúst.
V-hátíðinni, JJB-sviðinu,
Weston Park, Stafford – 21.
ágúst.
Greenbelt-hátíðinni, aðalsviði –
26. ágúst.
Bestival, aðalsviði 11. sept-
ember.
Tónlist | Ný smáskífa frá
Emilíönu Torrini í næstu viku
Emilíana hefur nóg að gera við kynningu á
plötunni sinni, Fisherman’s Woman.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Spilar í Tate-
galleríinu á föstudaginn
Heimildar- og stuttmyndahátíð-
inni Shorts & docs lauk á sunnu-
daginn með verðlaunaafhendingu.
Hátíðin sem stóð dagana 25.–29.
maí, var haldin í fimmta sinn.
Heimildarmynd Helgu Brekkan,
Rithöfundur með myndavél sem
fjallar um einka-kvikmyndir rit-
höfundarins Guðbergs Bergs-
sonar, hlaut verðlaun í flokki
heimildarmynda. Hrönn Sigurðar-
dóttir framleiðandi myndarinnar,
veitti verðlaununum viðtöku í
fjarveru leikstjórans. Stuttmynd
Gríms Hákonarsonar, Slavek the
Shit, sem fjallar um ástamál kló-
settvarða, hlaut verðlaun sem
besta stuttmyndin. Grímur er ný-
kominn frá Cannes þar sem stutt-
mynd hans vakti verðskuldaða at-
hygli.
Það voru Ninna Hafliðadóttir
frá 66 gráðum norður og Birna
Gunnlaugsdóttir frá Íslandsbanka
sem afhentu sigurvegurunum
verðlaunin.
Á hátíðinni voru sýndar hátt í
fjörutíu stutt- og heimildarmyndir
á aðeins fimm dögum.
Verðlaun
veitt á
Shorts
& docs
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Ninna Hafliðadóttir frá 66° N veitir
Hrönn Kristinsdóttur verðlaun fyr-
ir bestu heimildarmyndina Rithöf-
undur með myndavél. Með þeim er
Margrét Jónasdóttir formaður
dómnefndar.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Birna Einarsdóttir frá Íslands-
banka veitir Grími Hákonarsyni
verðlaun fyrir stuttmynd hans,
Slavek the Shit.
SÖNGLEIKURINN
Múlan Rús var frum-
sýndur í Loftkastalan-
um síðastliðinn föstu-
dag. Hann var raunar
áður frumsýndur fyrr á
árinu, en þá í Fjöl-
brautaskólanum í
Garðabæ. Sýningin sló
eftirminnilega í gegn,
gekk svo vel og þótti
takast svo vel til að
ástæða væri til að flytja
hana í Loftkastalann.
Það er leikkonan
Björk Jakobsdóttir sem
samdi leikgerð og leik-
stýrir en í sýningunni
taka þátt um fjörutíu
manns frá FG, þar af
fimmtán dansarar.
Sagði Björk í samtali við
Morgunblaðið á föstu-
dag að hún hefði dottið
niður á mikið af hæfi-
leikafólki, sem hefði átt
þátt í velgengni sýning-
arinnar.
Fjöldi sýninga er tak-
markaður og eru aðeins
áætlaðar fimm sýningar
í júní, helgina 3. og 4.
júní og 10., 11. og 12.
júní. Sýningar hefjast kl.
20.
Morgunblaðið/Golli
Unga hæfileikafólkinu úr FG var klappað lof í lófa eftir frumsýninguna.
Jóhann Már Helgason og
Daníel Þór Bjarnason.Leikhópurinn fagnaði að vonum ákaft baksviðs.
Leikhúsið Loftkastalinn
verður Rauða myllan
ROLLING STONE
ROGER EBERT
Voksne Mennesker kl. 6 - 8.10 og 10.10
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.20 b.i. 16
The Hitchhiker´s ... kl. 5-45 - 8 og 10.20
The Jacket kl. 5.45 - 8 og 10.20 b.i. 16
The Motorcycle Diaries kl.10
Maria Full og Grace kl. 8 b.i. 14
Vera Drake kl. 5,40
Í hraða lífsins kemur að því að
við rekumst á hvert annað
lí i í
i
Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul
Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og
ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma.
ROGER EBERT
ROLLING STONE
FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI
ALHEIMSINS HEFST
ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR
Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað
S.K. DV.
FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI
ALHEIMSINS HEFST
ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR
Fyrsta stórmynd sumarsins
DV
MBL
Capone XFM
Capone XFM
S.K. DV.
H.L. MBL.
H.L. MBL.
Fyrsta stórmynd sumarsins
MBL DV