Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 35
reynt án árangurs. Þegar ég benti
flugfélaginu á þetta og óskaði skýr-
ingar kaus það að gefa engan gaum
að þessu.
Margir aðrir hljóta að hafa lent í
sömu vandræðum og við – að flug-
félagið þeirra hlaupist frá þeim við
hættulegar aðstæður og skilji þá
eftir án peninga, virðist kæra sig
kollótt um öryggi og velferð farþeg-
anna.
GAYLE SHOTTON
3 The Lindens,
Bothwell, Skotland.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 35
UMRÆÐAN
Þegar keypt eru ný
Sólgler* með styrkleika
er kaupauki með öllum
nýjum gleraugum.
Við pöntun fylgir frítt par
af sólglerjum í þínum
fjærstyrkleika í eigin
umgjörð eða við bjóðum
þér nýja á hagstæðu
verði.
* Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00,
sjónskekkja til 1.00.
FRÍ
VORTILBOÐ
SÓLGLER!
GLERAUGU
www.opticalstudio.is
Á NÁMSÁRUM mínum í París
eftir síðari heimsstyrjöldina var
mér sagt frá draumi, sem Kjarval
dreymdi þar í heimsborginni í
gamla daga. Árum saman þóttist
ég vita það með fullkominni vissu
hver hefði gert það, en komst svo
að því síðar mér til mikillar furðu
að hér var um fullkomið misminni
að ræða hjá mér, en áður en ég
lýk þessari grein hyggst ég skýra
lesendum frá því hver maðurinn
var.
Nú held ég sé best að koma að
efni sjálfs draumsins, þó með smá
formála.
Í gamla daga dvaldi Jóhannes
Kjarval í París til að forframast í
listgrein sinni, en undi sér engan
veginn í þessu framandi landi,
mállaus og haldinn skelfilegri
heimþrá, en það sem gerði illt
verra, dreymdi hann nótt eftir
nótt sama ljóta drauminn sem var
martröð líkastur. Nánar tiltekið
dreymdi hann að hann væri að-
alsmaður uppi á dögum frönsku
stjórnarbyltingarinnar og þurfti
því að fara huldu höfði. Honum
berast áríðandi boð frá nákomnum
ættingjum sem kváðust vera í
mikilli hættu staddir og báðu hann
að koma sér til hjálpar. Hann
áræðir því að fara út á götu, en
hann var ekki búinn að vera þar
lengi þegar byltingarmenn komu
auga á hann, enda leyndi sér ekki
aðalsmannslegt fas hans og klæða-
burður. Þeir hugðust taka hann
höndum samstundis. Hann tekur
því til fótanna og snýr heim á leið
og þeir á eftir honum. Hann
kemst með naumindum heim með
óða byltingarmennina á hælunum.
Hann hleypur upp stigann eins og
fætur toga og þeir alltaf rétt á eft-
ir uns hann er kominn upp á
fimmtu hæð, en þeir komast ekki
nema upp á fjórðu hæð hvernig
sem þeir reyna og hann sér þá
eins og í gegnum gler þarna í
stigaganginum og þannig lýkur
draumi Kjarvals.
Lesendum til nauðsynlegrar
skýringar er rétt að geta þess að
húsið sem hann bjó í var byggt
fyrir frönsku stjórnarbyltinguna,
allt nema fimmta hæðin sem var
síðari tíma viðbót. Þannig má með
sanni segja að tíminn hafi bjargað
lífi hans í þessum furðulega
draumi.
Nú er komið að því að greina
frá því hver ég hélt að heimildar-
maður minn hefði verið. Fyrir
langa löngu fór ég einu sinni sem
oftar að heimsækja gamla vininn
minn, Kristján Albertsson, sem
var þá orðinn vistmaður á Drop-
laugarstöðum. Þegar upp á aðra
hæð var komið varð á vegi mínum
kona sem sat í hjólastól og vildi
hún endilega fá að vita hvern ég
ætlaði að heimsækja. Án þess að
svara því sagðist ég heita Halldór
Þorsteinsson og hafa hitt hana og
mann hennar, Þórberg Þórðarson,
í París 1948 þar sem við Hörður
Ágústsson höfðum verið hálfgerðir
leiðsögumenn þeirra þar í borg.
Þá varð frúnni þetta að orði:
„Mikið ertu breyttur“ og með
þeim orðum lauk samtali okkar.
Kristján tók vel á móti mér að
vanda. Hann lá alklæddur uppi í
rúmi og reykti vindil. Hann var
orðinn nokkuð sjóndapur, en ann-
ars hress í anda, stálminnugur og
í einu orði sagt allra manna ern-
astur. Við rifjuðum upp margt
gamalt og gott frá liðnum og
ljúfum stundum í París og þá gat
ég þess m.a. að ég hefði aldrei
getað gleymt daumnum hans
Kjarvals sem hann hefði sagt mér
frá, en þá kom ég alveg að lok-
uðum dyrum hjá Kristjáni ef svo
má að orði komast. Hann var þá
alls ekki heimildarmaðurinn minn.
Nýlega datt mér í hug að Pétur
heitinn Benediktsson, sá ágæt-
ismaður, hefði ef til vill sagt mér
þetta og hringdi í Guðrúnu dóttur
hans, en hún hafði aldrei heyrt
slíkt.
Nú spyr ég að lokum, man
nokkur eftir því að hafa heyrt frá-
sagnir af þessum furðulega
draumi? Eitt er víst að ég bjó
hann ekki til. Það get ég svarið
fyrir, til þess skortir mig ímynd-
unarafl.
HALLDÓR ÞORSTEINSSON,
Rauðalæk 7, Reykjavík.
Í leit að heimildarmanni varðandi
draumfarir Jóhannesar Kjarvals
Frá Halldóri Þorsteinssyni, skóla-
stjóra Málaskóla Halldórs:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is