Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 51
MENNING
HARRINGTON
R A F S T Ö Ð VA R
með HONDA mótor
Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070
EINNIG ÚRVAL
VEBA
RAFSTÖÐVA
Með benzín eða
dieselmótorum
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Nýju sláttutraktorarnir frá
eru komnir
Atvinnumenn, garðeigendur,
verktakar, bæjarfélög
og sumarbústaðaeigendur:
Nýja KUBOTA GR-línan er
fyrir þá sem gera kröfur.
Nánari upplýsingar
veita sölumenn.
ÞÓR HF | Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað-
gerðir.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11
samverustund, kl. 11.15–12.15 matur,
kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30
kaffi.
Félag Breiðfirskra kvenna | Farið
verður í hina árlegu vorferð laugar-
daginn 4. júní frá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 9. Farið verður á Blönduós.
Gestir velkomnir með. Tilkynna þarf
þátttöku fyrir 1. júní hjá Gunnhildi í
síma 564 5365 eða hjá Ellu í síma
566 6447.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist spiluð í kvöld í Gullsmára kl.
20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Námskeið í stafgöngu hefst í dag kl.
10. Leiðbeinandi Halldór Hreinsson.
Uppl. skrifstofu FEB s. 588 2111. Skák
kl. 13. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar
ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10.
Eigum laus sæti í Vestfjarðaferð 1.–6.
júlí, uppl. og skráning á skrifstofu
FEB í síma 588 2111.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Karlaleikfimi kl. 13. Opið hús í safn-
aðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl.
13. Lokað í Garðabergi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Frá hádegi spila-
salur opinn. Veitingar í hádegi og
kaffitíma í Kaffi Bergi.
Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Kl.
9 postulínsmálun, glerskurður og
hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15
Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi.
Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við
böðun. Kl. 13 spilamennska.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl 9.
Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30.
Brids og gler kl. 13. Pútt á Hrafnistu-
vellinum kl. 14–16.
Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9.30–
10.30. Hádegisverður. Helgistund kl.
13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhanns-
sonar. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir s. 588 2320. Hár-
greiðsla s. 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja
kl. 9–16. Leikfimi kl. 10. Bónus 12.40.
Bókabíll 14.15–15. Hárgreiðslustofa
568 3139. Hverfið okkar: Aðalbjörg
Traustadóttir og Árni R. Stefánsson
kynna nýja hverfaskipan borgarinnar.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9
smíði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl.
10 boccia, kl. 13–16.30 postulíns-
málun, kl. 14 leikfimi.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9
smíði, kl. 9 opin vinnustofa, kl. 10
boccia, kl. 13–16.30 postulínsmálun,
kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl.
10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há-
degisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl.
13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 leshring-
ur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45. Handmennt almenn kl. 9–16.
Leikfimi kl. 10. Félagsvist kl. 14. Sum-
argleði verður haldin fimmtudaginn
2. júní kl. 18, matur, söngur, upplestur,
gleði og gaman. Skráning og uppl. í
síma 561 0300. Allir velkomnir.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl.
9.
Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í
dag. Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12.
Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir
velkomnir.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta alla þriðjudaga kl. 18.30.
Digraneskirkja | Kirkjustarf aldraðra.
Almenn sumarguðsþjónusta kirkju-
starfs er í Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 1. júní kl. 14. Kirkjukaffi á eftir.
Garðasókn | Opið hús í sumar í
Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðju-
dögum kl. 13 til 16. Spilaður lomber,
vist og brids. Röbbum saman og njót-
um samverunnar. Kaffi á könnunni.
Vettvangsferðir mánaðarlega, aug-
lýstar hverju sinni. Akstur fyrir þá
sem vilja, upplýsingar í síma
895 0169. Allir velkomnir.
Háskólakapellan | Í dag kl. 17 verður
hátíðarsamkoma í kapellu Háskóla Ís-
lands en þann dag eru 60 ár frá því
að Geirþrúður Hildur Bernhöft hlaut
embættispróf í guðfræði frá HÍ, fyrst
íslenskra kvenna. Samkoman er á
vegum guðfræðideildar Háskóla Ís-
lands, Félags guðfræðinga og
Kvennakirkjunnar og er öllum opin.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns
Árna Eyjólfssonar héraðsprests.
Hjallakirkja | Bæna– og kyrrðarstund
kl. 18 í Hjallakirkju.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
EIN ógeðfelldasta senan í kvik-
myndinni Lömbin þagna sýnir
mannætuna Hannibal þar sem hann
er nýbúinn að myrða tvo lögreglu-
þjóna. Líkin af þeim liggja á gólfinu
og það flýtur allt í blóði. Hannibal
stendur yfir þeim, dreymandi á svip-
inn og er að hlusta á fagra tónlist.
Hann er nefnilega tónlistarunnandi
og elskar klassíska tónlist. Í mynd-
inni Rauði drekinn elskar hann hana
svo mikið að hann vílar ekki fyrir sér
að éta flautuleikara sem honum
finnst ekki spila nógu fallega. Það er
sko tónlistargagnrýni sem bragð er
að!
Tónlistin sem Hannibal er að
hlusta á eftir að hafa drepið lög-
regluþjónana er upphafið að Gold-
berg tilbrigðunum eftir Bach. Senan
í myndinni er gott dæmi um það sem
kallað hefur verið „kontrapunktur
hins heyranlega og sýnilega (audio/
visual counterpoint)“, þ.e. þegar tón-
listin er í öfugu samhengi við það
sem áheyrandinn sér. Þetta er al-
þekkt í kvikmyndaheiminum og er
stílbragð sem er notað til að draga
fram andstæður.
Morð Hannibals
verða enn við-
bjóðslegri við
hliðina á rólegri
tónlist Bachs, og
Hannibal sjálfur
verður enn af-
brigðilegri en
ella; það er eitt að
fremja morð en
annað að fremja morð og hlusta svo
á guðdómlega músík strax á eftir
eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Hvers konar geðsjúklingur er
Hannibal eiginlega?
Kannski er það þó engin tilviljun
að Hannibal, sem er ekki bara
mannæta og tónlistarunnandi, held-
ur einnig geðlæknir, hefur svona
miklar mætur á Goldberg tilbrigð-
unum. Sagt er að Bach hafi hugsað
þau sem nokkurs konar geðlyf,
a.m.k. voru þau samin að beiðni
greifa nokkurs er þjáðist af svefn-
leysi. Nemandi Bachs, Goldberg að
nafni, bjó hjá greifanum og átti hann
að stytta greifanum andvökustund-
irnar, og jafnvel spila hann í svefn
með tilbrigðunum.
Sem svefnlyf eru Goldberg til-
brigðin reyndar misheppnuð –
a.m.k. þegar þau eru leikin eins og
vera ber. Þau eru svo lifandi og björt
að þau fylla mann gleði, ekki svefn-
höfga. Í kraftmikilli túlkun Aladárs
Rácz á tilbrigðunum í Salnum í
Kópavogi sl. laugardag voru and-
stæðurnar í tónlistinni skýrt dregn-
ar fram, og það var alltaf eitthvað
spennandi að gerast. Tæknilega séð
var leikurinn lýtalaus; hröð hlaup
voru tær og jöfn, trillur og annað
skraut var skýrt, endurtekningar
voru aldrei eins; Rácz varpaði stöð-
ugt nýju ljósi á músíkina – hvert ein-
asta tilbrigði var ferskt, kom jafnvel
á óvart. Flutningurinn í heild var
öruggur og með áhrifamikilli stíg-
andi sem náði hápunkti í lokatil-
brigðinu. Rácz spilaði allt verkið
utanað, 32 tilbrigði ásamt
upphafslaginu, og gerði það án þess
að hika sem er þrekvirki út af fyrir
sig. Maður var svo sannarlega í góðu
skapi eftir tónleikana og ekki syfj-
aður!
Eina sem hægt var að finna að leik
Rácz var að fullmikill óróleiki ein-
kenndi upphafslagið. Það olli nokkr-
um vonbrigðum – þetta er einmitt
tónlist þar sem himneskur friður á
að ríkja í einu og öllu. Tilbrigðin sjálf
voru hinsvegar litrík og sannfær-
andi; vonandi verður Rácz, sem um
þessar mundir er búsettur á Húsa-
vík, meira áberandi í íslensku tón-
listarlífi en hann hefur verið hingað
til.
Guðdómleg tónlist
TÓNLIST
Salurinn í Kópavogi
Aladár Rácz flutti Goldberg tilbrigðin eftir
Bach. Laugardagur 28. maí.
Píanótónleikar
Jónas Sen
Aladár Rácz
Á AÐALFUNDI Bandalags þýð-
enda og túlka 26. maí sl. var Sig-
urður A. Magnússon, rithöfund-
ur og þýðandi, kjörinn fyrsti
heiðursfélagi samtakanna.
„Sigurður A. Magnússon hefur
um langt árabil verið ötull þýð-
andi, bæði á og af íslensku,“ seg-
ir í frétt frá félaginu. „Hann hef-
ur kynnt íslensk verk fyrir
öðrum þjóðum og undanfarna
tvo áratugi hefur hann verið sér-
lega afkastamikill og metnaðar-
fullur þýðandi á íslensku. Sigurð-
ur hefur einkum þýtt úr dönsku,
þýsku, ensku og grísku og þá
gjarnan verk sem máli skipta í
bókmenntasögunni. Meðal höf-
unda sem hann hefur íslenskað
má nefna H. C. Andersen, Walt
Whitman, Bertolt Brecht, Gíorg-
os Seferis, John Fowles, Kazuo
Ishiguro, Nag-
ib Mahfúz og
Ernest
Hemingway,
en hæst rísa
trúlega stór-
merkar þýð-
ingar hans á
verkum Írans
James Joyce,
einkum þýðing
hans á Ulyss-
es, sem nefnist Ódysseifur á ís-
lensku og hlýtur að teljast með
mestu afrekum á sviði þýðinga
hér á landi í seinni tíð.
Með starfi sínu hefur Sigurður
A. Magnússon unnið mikið og
þarft verk í þágu íslenskrar
tungu og menningar. Fyrir það
vill Bandalag þýðenda og túlka
heiðra hann.“
Bandalag þýðenda og túlka
Sigurður A. fyrsti
heiðursfélaginn
Sigurður A.
Magnússon
DAGBÓK
FORSTÖÐUMAÐUR Stofnunar
H.C. Andersens í Danmörku, sem
sett var á laggirnar í tilefni af 200
ára afmæli Andersens, lýsti því yfir í
gær að hann myndi láta af störfum í
kjölfar deilna um fjárhagshlið hátíð-
arhaldanna. Hann var gagnrýndur
harðlega eftir að söngkonunni Tinu
Turner voru greiddir milljón doll-
arar fyrir að koma fram og syngja
tvö lög á hátíðarsýningu sem sjón-
varpað var beint víða um lönd.
Forstöðumaðurinn, Anker Boye,
er borgarstjóri í Óðinsvéum. Kostn-
aður vegna hátíðarsýningarinnar,
„Einu sinni var,“ nam alls 59 millj-
ónum danskra króna, og var hallinn
á henni 35 milljónir.
Skipuleggjendurnir leituðu í ör-
væntingu að alþjóðlegri stjörnu sem
gæti fyllt Parken í Kaupmannahöfn
og á síðustu stundu var hringt í
Turner. Hún tengist á engan hátt
Danmörku eða Andersen en féllst á
að koma fram á hátíðinni fyrir téða
upphæð.
Forstöðu-
maður
segir af sér
♦♦♦
Í SUMAR bjóða Borgarbóka-
safn, Listasafn Reykjavíkur og
Minjasafn Reykjavíkur upp á
miðbæjargöngur á fimmtu-
dagskvöldum kl. 20. Farið
verður frá Höfuðborgarstofu,
þ.e. gamla Geysishúsinu,
Vesturgötumegin.
Borgarbókasafn sér um
fyrstu gönguna sem verður
næsta fimmtudagskvöld, 2.
júní. Það verður bókmennta-
ganga þar sem lesið verður úr
verkum eftir konur. Hólm-
fríður Gunnlaugsdóttir og Sig-
rún Jóna Kristjánsdóttir verða
leiðsögumenn, ásamt óþekkta
ljóðskáldinu. Gangan tekur um
1 1/2 tíma, m.a. er gengið um
Hverfisgötu, Skólavörðustíg og
Laugaveg og lesið úr verkum á
söguslóðum þeirra. Göngunni
lýkur í Iðu í Lækjargötu þar
sem göngumenn geta sest nið-
ur og keypt sér hressingu.
Aðgangur ókeypis og allir
velkomnir.
Gengið um
miðbæinn
í sumar