Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
Hinn góði hirðir varstu
og göfuglynt var hjartað
og gæskurík þín hönd.
(Kristinn Reyr)
Með þessum orðum ávarpaði skáld-
ið Kristinn Reyr frænda sinn og vin,
sr. Jón M. Guðjónsson, í afmælisljóði
fyrir réttum tuttugu árum. Þau koma
ósjálfrátt í hugann á þessum degi,
þegar öld er liðin frá fæðingu sr. Jóns.
Þeirra tímamóta minnast afkomend-
ur hans, ættingjar og vinir með ýms-
um hætti. Meðal annars hafa Akra-
neskirkja, Akraneskaupstaður,
Byggðasafnið í Görðum og Listasetr-
ið Kirkjuhvoll sameinast um að heiðra
minningu sr. Jóns og konu hans, Lilju
Pálsdóttur, með afhjúpun minnis-
varða í Görðum og sýningarhaldi í
Listasetrinu Kirkjuhvoli.
Jón fæddist í barnaskólahúsinu á
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd
31. maí 1905 og var skírður fullu nafni
Jón Guðmundsson í minningu móð-
urföður síns. Seinna nafnið felldi hann
hins vegar niður síðar á ævinni og tók
upp í staðinn upphafsstafinn í nafni
móður sinnar, M(argrétarson).
Jón var frumburður hjónanna Guð-
jóns Péturssonar útvegsbónda og for-
manns, f. 1874, d. 1938, og Margrétar
Jónsdóttur ljósmóður, f. 1883, d. 1963,
sem gengið höfðu í hjónaband
skömmu fyrir jólin 1904 og byrjað bú-
skap á Efri-Brunnastöðum. Bæði
voru af sjósóknurum komin. Foreldr-
ar Guðjóns voru hjónin Pétur Jónsson
útvegsbóndi og Guðlaug Andrésdóttir
í Brekku og Nýjabæ í Vogum, en for-
eldrar Margrétar voru hjónin Jón
Guðmundsson útvegsbóndi og Guð-
rún Guðbrandsdóttir á Hópi í Grinda-
vík.
Skömmu eftir að Guðjón og Mar-
grét hófu búskap á Efri-Brunnastöð-
um brann íbúðarhúsið og bjuggu þau
þá skamma hríð í barnaskólanum, þar
sem Jón fæddist, en síðan um næstu
fjögur ár í þurrabúðinni Vorhúsum
skammt frá. Árið 1909 fluttu þau í ný-
byggt timburhús, þar sem Jón ólst
upp fram yfir fermingu ásamt yngri
systkinum sínum sem voru: Petrea
Guðlaug, f. 1909, d. 1968, húsfreyja á
Akranesi, Guðmundur Valdimar, f.
1913, d. 1920, og Óskar Valdimar, f.
1921, d. 1923. Hálfbróðir Jóns sam-
feðra var Karl Sigurður, f. 1895, d.
1986, sem ólst upp hjá föðurforeldr-
um sínum í Vogunum, en var síðar
rafvirki í Keflavík.
Margbýlt var í Brunnastaðahverf-
inu eins og annars staðar á Vatns-
leysuströndinni á þessum tíma.
Heimilin höfðu framfærslu af sjósókn
og fiskverkun, en einnig lítilsháttar
landbúskap. Litlir túnkragar voru
umhverfis bæina til að fóðra eina til
tvær mjólkurkýr og fáeinar kindur,
svo og garðholur til kartöflu- og
rófnaræktar. Guðjón var útvegsbóndi
að þeirrar tíðar hætti og aflasæll for-
maður á eigin báti. Gerði fyrst út
sexróið áraskip, en lengst af fjögurra
manna far. Skipshöfnin var oftast að-
komumenn austan úr sveitum og úr
Borgarfirði, en um leið og aldur leyfði
hóf Jón róðra með föður sínum. Mar-
grét var lærð ljósmóðir og fetaði að
því leyti í fótspor Jórunnar ömmu
sinnar sem lengi var yfirsetukona í
Grindavík. Ljósmóðurstarfið var er-
ilsamt og krefjandi í fjölmennu um-
dæmi, en því gegndi Margrét óslitið
þau ár sem hún bjó á Vatnsleysu-
strönd. Hún þótti nærfærin um sjúk-
dóma, kjarkmikil og hyggin ljósmóð-
ir. Árið 1946 fluttist hún á Akranes,
þar sem börn hennar bæði, séra Jón
og Guðlaug, voru þá búsett.
Eins og önnur börn á Vatnsleysu-
strönd gekk Jón í barnaskólann á
Brunnastöðum. Eftir fermingu vorið
1919 var hann jafnan í fiskvinnu á
sumrin, fyrst á Minni-Vatnsleysu og
síðar hjá Einari Þorgilssyni útgerð-
armanni í Hafnarfirði, en sumarið
1923 vann hann á síldarplani á Siglu-
firði. Með þessu aflaði hann sér tekna
til að kosta nám sitt við Flensborg-
arskóla sem hann hóf haustið 1921 og
lauk með gagnfræðaprófi vorið 1924.
Þá um sumarið vann hann sem fyrr í
fiski og reitavinnu í Hafnarfirði, en
gekk einnig til liðs við harðsnúinn
JÓN M.
GUÐJÓNSSON
vinnuflokk sem tók að sér í ákvæðis-
vinnu losun og lestun togara og upp-
skipun úr kola- og saltskipum í
Hafnarfjarðarhöfn.
Sumarið 1925 urðu nokkur kafla-
skipti í lífi Jóns, því þá afréð hann
frekara skólanám. Til að auka á aura-
ráðin réð hann sig í kaupavinnu norð-
ur í Skagafjörð, sigldi með strand-
ferðaskipi á Sauðárkrók, en
hugnaðist ekki vistin og sagði sig úr
henni að tveim dögum liðnum! Hélt
síðan til Siglufjarðar og gerðist kokk-
ur á mótorbáti sem gerður var þaðan
út um sumarið. Um haustið hóf hann
nám við nýstofnaða framhaldsdeild
Gagnfræðaskólans á Akureyri. Þar
var þá hafin kennsla í þriggja vetra
undirbúningsdeild með sama
kennsluefni og yfirferð og tíðkaðist í
Menntaskólanum í Reykjavík, en
skólinn hafði þó eigi ennþá heimild til
að brautskrá stúdenta. Vorið 1926
lauk Jón tilskildum prófum til að öðl-
ast inngöngurétt í fjórða bekk
Menntaskólans í Reykjavík. Er það til
marks um þröngan efnahag náms-
manna og aðstæður á þessum tíma, að
eftir vetrardvölina nyrðra afréðu Jón
og skólabróðir hans og nafni, Jón Á.
Gissurarson, síðar skólastjóri, að
ferðast fótgangandi suður til Reykja-
víkur. Um haustið innritaðist Jón í
menntaskólann. Hann tók nokkurn
þátt í félagslífi nemenda, var m.a. rit-
ari málfundafélagsins Framtíðarinn-
ar og einn af gangavörðum skólans
(inspector platearum). Á sumrin vann
hann ýmis störf, m.a. sem kaupamað-
ur austur í Holtum og við fjósbygg-
ingu Bændaskólans á Hvanneyri.
Vorið 1929 lauk hann stúdentsprófi
ásamt 34 skólasystkinum sínum.
Að loknu prófi var Jón óráðinn í
hvaða háskólanám hann ætti að
leggja fyrir sig. Þrennt togaðist á í
huga hans: arkitektúr, læknisfræði og
guðfræði. Honum óx í augum vegna
lítilla fjárráða að leggja til við húsa-
gerðarlistina, sem aðeins yrði numin
erlendis og gæfi auk þess tæpast fyr-
irheit um öruggt lifibrauð. Því hóf
hann nám í læknisfræði við Háskóla
Íslands haustið 1929. Honum snerist
þó fljótt hugur og innritaðist síðar um
veturinn í guðfræði, sem var tveimur
árum styttra nám og gaf góða von um
fastlaunað starf. Ein af ástæðum Jóns
fyrir þessu vali var einfaldlega sú, að í
vændum var heimilisstofnun með til-
svarandi ábyrgð. Þennan vetur
kynntist hann tvítugri stúlku úr
Reykjavík, en ættaðri af Vatnsleysu-
strönd, Jónínu Lilju Pálsdóttur, á
dansleik sem haldinn var í barna-
skólahúsinu á Brunnastöðum. Eftir
það áttu þau samleið til æviloka og
giftu sig 18. okt. 1930.
Jónína Lilja eins og hún hét fullu
nafni fæddist á Ísafirði 15. janúar
1909. Foreldrar hennar voru Páll
Einarsson skipasmiður, vélgæslu-
maður og bátsformaður, f. 1871, d.
1914, frá Hvassahrauni á Vatnsleysu-
strönd, og sambýliskona hans, Pálína
Jónsdóttir, f. 1872, d. 1954. Systkin
Lilju voru sjö talsins, tvö alsystkin,
Guðbjörg Sigríður, f. 1907, og Guð-
mundur, f. 1910, d. 1941, fjögur hálf-
systkin samfeðra og ein hálfsystir
sammæðra. Foreldrar Lilju höfðu
flust vorið 1908 frá Reykjavík vestur
á Ísafjörð þar sem Páll stundaði mest
sjó sem formaður á vélbátum. Árið
1912 fluttust þau aftur til Reykjavík-
ur. Þar stundaði Páll sjóinn sem fyrr
og haustið 1914 fór hann til Seyðis-
fjarðar við þriðja mann til að sækja
vélbát, sem þeir hugðust sigla til
Reykjavíkur og gera út þaðan á vetr-
arvertíðinni. Lögðu þeir upp frá
Seyðisfirði um miðjan nóvember
ásamt fjórða manni, en hrepptu af-
takaveður undan Suðurlandi og urðu
tvívegis að snúa til baka. Hinn 24.
nóvember sigldu þeir frá Fáskrúðs-
firði og spurðist hvorki til bátsins sé
áhafnar hans upp frá því.
Eftir drukknun Páls bjó Pálína
ásamt börnum sínum þremur í
þröngu leiguhúsnæði víða í Reykjavík
og stundaði þá vinnu sem til féll, eink-
um fiskþvott og breiðslu. Á sumrin
dvaldist Lilja í sveit hjá frændfólki
sínu, gekk í Miðbæjarskólann á vet-
urna og vann ýmsa tilfallandi vinnu
uns fundum þeirra Jóns bar saman.
Búskap sinn hófu ungu hjónin við
kröpp kjör í tveimur leiguherbergjum
að Framnesvegi 50. Þar fæddist
fyrsta barn þeirra, 1. nóv. 1930, og var
skírt skemmri skírn, Ást, en lést dag-
inn eftir. Meðan Jón stundaði guð-
fræðinámið eignuðust þau tvö börn til
viðbótar með rösklega eins árs milli-
bili. Heimilinu aflaði Jón tekna með
ýmsu móti, var m.a. eitt sumar á síld
fyrir norðan og vann í Sænska frysti-
húsinu í Reykjavík um tíma. Sumrin
1931 og 1932 starfaði hann sem lög-
regluþjónn á Siglufirði, enda hávax-
inn og sterkur. Glaðlyndi hans, ein-
læg sáttfýsi og ljúft viðmót voru þó
þeir eðliskostir sem að bestum notum
komu þegar stilla þurfti til friðar á
róstusömum tímum í síldarplássinu.
Þessi sumur dvaldist Lilja einnig
nyrðra og vann m.a. við síldarsöltun.
Hinn 15. júní brautskráðist Jón frá
Háskóla Íslands með embættispróf í
guðfræði, og mánuði síðar eða sunnu-
daginn 16. júlí vígðist hann til aðstoð-
arprests í Garðaprestakalli á Akra-
nesi af Jóni Helgasyni biskupi. Það
þótti einstakt happ ungum kandídat
að hljóta prestsstarf í góðu brauði svo
fljótt að loknu prófi, en enginn hörgull
var á útkjálka- og rýrðarbrauðum á
þessum tíma. Í þessu efni naut Jón
eigin verðleika og góðs námsárang-
urs, en jafnframt þeirra óvenjulegu
kringumstæðna, að sóknarpresturinn
á Akranesi, sr. Þorsteinn Briem,
gegndi um þessar mundir tvöföldu
ráðherrastarfi í ríkisstjórn landsins.
Var honum ofviða að sinna söfnuði
sínum jafnhliða og leitaði hann því lið-
sinnis Jóns, samkvæmt ábendingu
Jóns Helgasonar, biskups.
Sr. Jón og Lilja fluttust á Akranes
þegar að lokinni vígslu og var fyrsta
guðsþjónusta hans í Akraneskirkju
sunnudaginn 23. júlí. Þau settust að á
Kirkjuhvoli, sem sr. Þorsteinn hafði
byggt sem embættisbústað réttum
áratug fyrr. Þessi vistaskipti voru
mikil viðbrigði fyrir hin ungu hjón
sem kúldrast höfðu frá því þau hófu
búskap í þröngu og misjöfnu leigu-
húsnæði. Um miðjan nóvember um
haustið var hins vegar fyrirséð að
prestþjónustu sr. Jóns á Akranesi
lyki um leið og ráðherradómi sr. Þor-
steins sumarið eftir. Hin stutta dvöl
meðal Akurnesinga var sr. Jóni þó
hollur og krefjandi skóli, því vandfyllt
var skarð sr. Þorsteins sem naut mik-
ils álits sóknarbúa og var landsþekkt-
ur ræðuskörungur. Þessa prófraun
stóðst sr. Jón með prýði og ávann sér
fljótt hylli ungra sem gamalla, ekki
síst sjómanna.
Í byrjun árs 1934 var auglýst laust
til umsóknar Holtsprestakall undir
Eyjafjöllum. Sr. Jón sótti um brauðið
og var kjörinn með miklum meiri-
hluta atkvæða. Fékk hann veitingu
fyrir Holti frá 1. júní að telja og flutt-
ist þangað skömmu síðar. Þótt Holt
mætti teljast hægt og fámennt brauð
miðað við Garðaprestakall var emb-
ætti sveitaklerks á þessum árum ekk-
ert værðarstarf. Holtsprestakalli til-
heyrðu þrjár sóknir, Ásólfsskála-,
Eyvindarhóla- og Stóra-Dalssóknir,
þar sem húsvitjað var reglulega og
messað allan ársins hring. Á prests-
setrinu hafði kirkja verið aflögð 1888
og flutt að Ásólfsskála. Leiðin var því
löng og tafsöm til þjónustugjörða
meðan allar ferðir voru farnar á hest-
baki.
Holt var ein mesta heyskaparjörð á
Suðurlandi og því sjálfgefið að sr. Jón
efndi til búskapar að hætti annarra
sveitapresta þeirrar tíðar. Bar þar
einnig nauðsyn til, því prestslaunin
voru lág, gestagangur mikill og börn-
unum fjölgaði ár frá ári eða um sjö á
tólf árum. Var því jafnan margt í
heimilinu, jafnvel milli 15 og 20 manns
þegar flest var. Auk fjölskyldunnar
dvöldust þar oft skyldmenni og heim-
ilisvinir um lengri eða skemmri tíma.
Einnig vinnustúlkur og vinnumenn til
aðstoðar við búverkin. Prestssetrið
var miðstöð byggðarinnar og gest-
kvæmt flesta daga, enda bréfhirðing
og símstöð á heimilinu.
Heimilishald og bústjórnin hvíldi
mjög á herðum Lilju þessi árin, því
auk embættisstarfa hlóðust á sr. Jón
ýmis félags- og trúnaðarstörf með til-
heyrandi ferðalögum og fjarveru frá
heimili. Hæst bar þar hlutdeild hans í
stofnun slysavarnadeilda víða um
land, sem síðar verður getið, en auk
þess var hann formaður skólanefndar
og sjúkrasamlags Vestur-Eyjafjalla-
hrepps og átti sæti í sýslunefnd Rang-
árvallasýslu um 10 ára skeið. Eitt síð-
asta verk hans á þeim vettvangi var
að bera fram tillögu um stofnun
byggðasafns fyrir Rangárvallasýslu.
Sr. Þorsteinn Briem lét af embætti
sóknarprests á Akranesi af heilsu-
farsástæðum vorið 1946. Kvaddi hann
söfnuðinn í Akraneskirkju 23. júní, en
þann sama dag fór einnig fram kosn-
ing um nýjan sóknarprest í Garða-
prestakalli. Meðal umsækjenda var
sr. Jón M. Guðjónsson, en ástæður
þess að hann afréð að skipta um
prestakall og færa sig í þéttbýlið voru
einkum þær, að börn þeirra hjóna
voru eitt af öðru að komast á gagn-
fræðaskólaaldur. Héraðsskólinn í
Skógum var þá ekki tekinn til starfa.
Sr. Jón hlaut glæsilega kosningu og
naut þar þeirra miklu vinsælda sem
hann hafði áunnið sér meðal sóknar-
búa á árum áður. Var hann skipaður í
embættið frá 1. ágúst 1946 að telja og
kom til Akraness daginn eftir. Sem
fyrr settist fjölskyldan að á Kirkju-
hvoli, en hafði nú stækkað að miklum
mun frá því fyrr á tíð, – og nokkrum
árum síðar bættist yngsta barnið í
hópinn. Börnin voru, talin í aldursröð:
Pétur Guðjón, f. 1931, Margrét, f.
1933, Sjöfn Pálfríður, f. 1934, Ólafur
Ágúst, f. 1936, Helga Gyða, f. 1937,
Guðríður Þórunn, f. 1939, Valdimar
Óskar, f. 1940, Gyða Guðbjörg, f.
1943, Edda Sigríður, f. 1946, og Jó-
hanna, f. 1951. Eru þau öll á lífi, og að
þeim meðtöldum eru um þessar
mundir afkomendur Lilju og sr. Jóns
111 talsins.
Öll prestskaparárin eða til vors
1975 bjuggu sr. Jón og Lilja á Kirkju-
hvoli, sem í senn var að vissu marki
safnaðarheimili Akraness á þeim
tíma. Þar vann sr. Jón flest sín emb-
ættisverk, skírði börn og gifti hjón, og
þangað áttu sóknarbörn hans stöðugt
erindi á sorgar- og gleðistundum.
Kirkjuhvoll var sem opinn faðmur
hverjum þeim sem þar knúði dyra.
Öllum var mætt af hjartahlýju og vin-
semd húsráðenda og jafnframt veitt
af rausn og höfðingsskap allt það sem
heimilið hafði best að bjóða.
Á langri starfsævi var sr. Jón elsk-
aður, virtur og dáður af sóknarbörn-
um sínum og samferðamönnum.
Prestverk sín vann hann af stakri al-
úð og ræktarsemi. Hann var góður
prédikari og margar tækifærisræður
hans rómaðar, ekki síst útfararræður,
enda streymdi hjartahlýjan frá
hverju orði hans og athöfn. Öll emb-
ættisverk sín vann hann af listrænum
einfaldleik, látleysi og auðmýkt. Sér-
staka rækt lagði hann við ferm-
inguna, sem öll hans fermingarbörn
eiga um ljúfar minningar. Trúr sinni
jafnréttishugsjón ákvað hann að öll
börnin skrýddust hvítum kyrtlum og
gerði þar með alla jafna í klæðaburði í
húsi Drottins á þessari hátíðarstundu
lífs þeirra. Þetta gerði hann að eigin
frumkvæði og innleiddi notkun ferm-
ingarkyrtla í þjóðkirkju Íslands. Voru
kyrtlar fyrst teknir í notkun við ferm-
ingu í Akraneskirkju 9. maí 1954, en
höfðu að fáum árum liðnum rutt sér
til rúms í öllum kirkjum landsins.
Sr. Jón hafði blóð sæfara í æðum og
kynntist sjálfur sjósókn með
áhættum og harðræði af eigin raun
þegar á ungum aldri. Því var sjó-
mannsstarfið honum einkar hugleikið
eins og allt innihald og yfirbragð
guðsþjónusta hans á árlegum hátíð-
isdegi sjómanna bar vitni um. Um-
hyggja og þjónusta sr. Jóns við sókn-
arbörnin verður þó hvorki vegin né
mæld fremur en önnur þau fórnfúsu
störf sem að stærstum hluta eru unn-
in í kyrrþey af kirkjunnar þjónum. Í
eftirfarandi umsögn Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups er þó dregin upp
mynd sem margur geymir í hugskoti
sínu:
Og alltaf var presturinn til taks, hvort sem
erindin við hann voru meiri eða minni. Allir
fundu, að það, sem þeir báru fyrir brjósti,
hafði óskipta, heilshugar athygli hans. Hag-
ir þeirra og hugðarefni, áhyggjur, gleði og
raun, vöktu honum persónulegan áhuga,
hljóðláta, einlæga, hjálpfúsa samkennd.
Hann var aldrei hlutsamur í mál manna
ófyrirsynju. En óspar á íhlutun og liðveislu,
beðinn sem óbeðinn, þegar hans var þörf.
Og þá lýsti hjartað bjartast úr augum hans,
þegar honum veittist náð til að styrkja
mædda með orðum sínum og handtaki og
gefa eilífa huggun og góða von.
Haustið 1973 óskaði sr. Jón lausnar
frá prestskap, en hann hafði þá jafn-
framt gegnt embætti prófasts í
Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 9.
október 1972. Vegna eindreginna til-
mæla sóknarnefndar dró hann lausn-
arbeiðni sína til baka og féllst á að
þjóna sem prestur og prófastur til 1.
janúar 1975. Á gamlárskvöld 1974
kvaddi sr. Jón formlega söfnuð sinn á
Akranesi og var þeirri guðsþjónustu
útvarpað. Hann gegndi þó áfram
ýmsum prestverkum á meðan nýkjör-
inn sóknarprestur og tengdasonur
hans, sr. Björn Jónsson, var enn
ófluttur á Akranes. Sitt síðasta prest-
verk vann sr. Jón í Akraneskirkju
hinn 6. september 1981, en það var
skírn dóttursonar hans.
Eins og gjarnt er um hæfileikaríka
menn var sr. Jón kallaður til ýmissa
trúnaðar- og félagsstarfa í heima-
byggð sinni. Árin 1946–1971 var hann
stundakennari við Gagnfræðaskólann
á Akranesi, prófdómari 1950–1979
(síðast við Fjölbrautaskólann) og við
Barnaskóla Akraness 1947–1974. Af
þátttöku hans í félagsstörfum má
helst nefna setu hans í sáttanefnd,
stjórn Vetrarhjálparinnar og Bíóhall-
arinnar. Einnig var hann formaður
fræðsluráðs kaupstaðarins og átti
sæti í menningarráði, náttúruvernd-
arráði, stjórn Skógræktarfélags
Akraness, Rótarýklúbbs Akraness og
Hallgrímsdeildar Prestafélags Ís-
lands. Þá gekkst hann fyrir stofnun
Stúdentafélags Akraness og Listvina-
félagsins á Akranesi og var formaður
þess á meðan það starfaði. Jafnframt
var hann meðstofnandi og í ritnefnd
Bæjarpóstsins.
Enn eru þó ónefnd þau frístunda-
störf sr. Jóns sem lengi munu lifa
meðal þeirra sem njóta. Listrænir
hæfileikar hans og einlægur eldmóð-
ur, umhyggja fyrir fornum menning-
ararfi og bættum slysavörnum á sjó
og landi hafa skipað honum á bekk
með bestu sonum þjóðarinnar.
Slysavarnafélag Íslands var stofn-
að 1928 af brýnni nauðsyn. Á þeim ár-
um drukknuðu árlega svo margir ís-
lenskir sjómenn að helst var jafnað
við mannfall annarra þjóða í styrjöld-
um. Stofnun félagsins leiddi til þjóð-
arvakningar, þannig að á 25 árum
fjölgaði félagsmönnum úr rúmlega
100 í nærri 30 þúsund! Prestar lands-
ins voru í hópi þeirra sem hvað ötul-
astir voru í útbreiðslustarfi slysa-
varnafélagsins í upphafi. Fullyrða má
Brúðkaupsmynd af sr. Jóni og Lilju Pálsdóttur.