Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 55
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Fötin sem Mariza klæddist frá Spaksmanns-
spjörum á laugardagskvöldið á Broadway.
Stefnir á að
koma aftur
Tíska | Mariza íklædd Spaksmannsspjörum
PORTÚGALSKA fado-söngkonan Mariza hélt tvenna vel heppnaða
tónleika á Listahátíð í Reykjavík um síðustu helgi. Líkt og Íslendingar
hrifust af henni hefur hún tekið ástfóstri við tvo íslenska hönnuði, Völu
Torfadóttur og Björgu Ingadóttur, hönnuði Spaksmannsspjara. Greint
var frá þessu í Morgunblaðinu á mánudag nema hvað myndin var ekki
af réttum kjól. Hið rétta er að Mariza hóf báða tónleikana í þeim kjól
með hefðbundið sjal um sig. Hún skipti hinsvegar fljótlega yfir í föt frá
Spaksmannsspjörum. Á föstudaginn var hún í svörtum síðkjól íklædd
ermum og á laugardaginn var hún í síðu pilsi, toppi og ermum. Bæði
pilsin eru með grind sem gefur þeim aukna vídd, sem fer vel á sviðinu.
Mariza kom ásamt fylgdarliði til landsins á miðvikudag en heimsótti
verslun Spaksmannsspjara við Laugaveg á fimmtudag. Hönnuðirnir
tveir voru ekki að afgreiða en Mariza óskaði eftir að hitta þær og gerði
svo á föstudeginum. Vala segir að söngkonan hafi sagt að föt Spaks-
mannsspjara hæfðu mjög ímynd hennar og geta tónleikagestir vottað
að hún tók sig mjög vel út í fötunum. Hún hefur áhuga á að koma aftur
til landsins og láta mynda sig í fötum Völu og Bjargar og eru þær að
vonum áhugasamir um það. Hönnuðirnir fóru á tónleika Marizu á
laugardaginn og fannst frábært og segir Vala hana vera einstaklega
ljúfa og góða konu.
NÆSTA kynslóð
af PlayStation-
leikjavélinni,
PlaySation 3, verð-
ur sett á markað
næsta vor. Þetta
var tilkynnt á
blaðamannafundi
sem haldinn var í
síðustu viku þar
sem vélin sjálf var
jafnframt af-
hjúpuð. PS3, eins
og vélin er kölluð,
verður með svo-
kallaðan Cell-
örgörva, sem „hefur
krafta á við ofurtölvur“, eins og segir
í fréttatilkynningu frá umboðsaðila
PlayStation á Íslandi, Senu.
Meðal nýrra byltingarkenndra
eiginleika PS3-tölvunnar er að tölvan
mun taka við BD-ROM (Blu-ray Disc
ROM), en þeir geta geymt 54 GB af
efni, sem gerir leikjaframleiðendum
kleift að framleiða leiki í háupplausn.
Hægt verður að tengja 7 þráðlausa
stýripinna við PS3 í gegnum Blue-
tooth-tæknina og einnig verður hægt
að tengja PSP-lófavélina við PS3.
PS3 er að sögn „ótrúlega kraft-
mikil“ og hefur reiknigetu uppá 2
teraflop, sem þýðir á mannamáli að
grafíkin á að vera betri en áður hefur
þekkst. Hreyfingar persóna og hluta
á við það að verða mun nákvæmari og
raunverulegri, en einnig
verður hægt að reikna út
grafík bakgrunna og
landslags í rauntíma, sem
ætti að gera upplifunina
mun raunverulegri en áð-
ur. „Leikmenn munu
geta dýft sér í raunveru-
lega heima sem hingað til
hafa aðeins sést í
kvikmyndum og
upplifað has-
arinn í raun-
tíma,“ segir í til-
kynningunni.
Sony Compu-
ters í Japan gaf
út fyrstu PlayStation-vélina 1994.
PlayStation 2 kom út 2000 og lófavél-
in PSP kom út í Japan í fyrra og kem-
ur á markað á Vesturlöndum nú í ár.
Yfir 13 þúsund leikir fyrir Play-
Station hafa komið út og seljast nú að
jafnaði yfir 250 milljónir eintaka ár
hvert. Hægt verður bæði að spila
PlayStation 1 og 2 leiki á nýju PS3-
vélinni.
PlayStation-vörur eru seldar í
meira en 120 löndum um allan heim.
Samanlögð sala á PS1 er meira en
102 milljónir og um það bil 89 millj-
ónir eintaka hafa selst af PS2.
Nú þegar eru allir stærstu fram-
leiðendur tölvuleikja byrjaðir að
hanna og þróa leiki fyrir Play-
Station 3.
PlayStation 3
kemur út næsta vor
Nýr og betri
Miðasala opnar kl. 17.00
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
HL mbl l
Sýnd kl. 10 B.I 16 ÁRA
HL mbl
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
Sýnd kl. 6 og 8
SK.dv Ó.H.T. Rás 2
Sýnd kl. 6 og 9
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
25.000 gestir
Frá framleiðendum
Lock Stock & Snatch
r fr l i
t t
Breskur glæpatryllir
eins og þeir gerast
bestir.
Svartur húmor,
ofbeldi og cool
tónlist með
Cult, Starsailor, FC
Kahuna og Duran
Duran.
- BARA LÚXUS
JENNIFER LOPEZ JANE FONDA
KOMIN Í BÍÓ
553 2075☎
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
ATH! THE INTERPRETER ER EKKI SÝND Í DAG B.I 16 ÁRA
T H E INTERPRETER
www.laugarasbio.is
DIARY OF A MAD
BLACK WOMAN
ÓVÆNTASTA
GRÍNMYND ÁRSINS
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
Sýnd í kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 8
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
Sýnd í kl. 6, 9 og 10.30 B.I 10 ÁRA
kl. 5.30, 8.30 og 11.30 B.I 10 ÁRA kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I 16 ÁRA
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu
25.000 gestir
25.000 gestirá aðeins 10 dögum
25.000 gestirá aðeins 10 dögum
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 55
LAGIÐ „Wonder-
wall“ með hljómsveit-
inni Oasis hefur verið
valið besta breska lag
sögunnar í könnun
sem Virgin-útvarps-
stöðin gerði meðal
hlustenda sinna. Alls
tóku 8.300 manns þátt
í könnuninni og völdu
flestir þeirra þessa vinsælu ballöðu
sem kom út árið 1995. Í öðru sæti
lenti „Bohemian Rapsody“ með
Queen, „Stairway To Heaven“ með
Led Zeppelin í því þriðja, „Let it Be“
með Bítlunum í fjórða og „Imagine“
með John Lennon í fimmta sæti.
Queen og Bítlarnir áttu flest lag-
anna sem komust á blað, eða átta lög
hvor sveit. Mikið karlaveldi er á list-
anum því aðeins eitt lag komst á
topp hundrað lista flutt af konu, en
það var „Wuthering Heights“ með
Kate Bush sem náði 16. sæti. Alison
Moyet og Annie Lennox syngja
reyndar tvö lög á listanum, sem hluti
af dúett; Moyet syngur Yazoo-lagið
„Only You“ sem lenti í 73. sæti og
Lennox Eurythmics-lagið „Sweet
Dreams“ sem hafnaði í 93. sæti.
Athygli vekur að topplagið,
„Wonderwall“, náði aldrei toppsæti
breska vinsældalistans á sínum tíma
því þar sat Michael nokkur Jackson
með lagið „Earth Song“. Oasis var
hins vegar velt af toppi breska
listans nú um helgina af hvimleiðri
símhringingu fluttri af Crazy Frog.
Tónlist | Niðurstöður könnunar
Wonderwall best
breskra laga
Oasis nýtur mikillar alþýðuhylli í heimalandi sínu.