Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Sigurjón G. Sig-urjónsson fædd- ist í Reykjavík 12. september 1943. Hann lést á heimili sínu, Birkigrund 71, 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, f. á Ytri- Veðrará í Önundar- firði 11. ágúst 1922, og Sigurjón Hólm Sigurjónsson, f. í Vesturhópi í Vestur- Húnavatnssýslu 21. apríl 1922. Systkini Sigurjóns eru Jóna M., f. 13. febr- úar 1942, d. 6. maí 2005, maki Þórður Adólfsson f. 14. nóvember 1938, Guðjón, f. 20. nóvember 1944, d. 3. júní 1990, Viðar, f. 5. nóvember 1951, maki Ólöf Jóns- dóttir, og Gunnhildur, f. 29. júlí 1955. Sigurjón kvæntist 2. júlí 1966 Önnu Ásgeirsdóttur, f. 22. mars 1947. Foreldrar hennar eru Ás- geir Jónsson, f. 7. des. 1920, og Sigurjón hóf störf hjá Flugmála- stjórn 1965 og starfaði sem flug- umferðarstjóri til ársins 1987. Hjá Flugmálastjórn starfaði Sig- urjón einnig við ýmis trúnaðar- störf, hann var prófdómari við starfsréttindapróf flugumferðar- stjóra, starfaði við kennslu og vann að gerð starfsreglna fyrir flugradíómenn. Hann starfaði í rannsóknarnefndum vegna flug- umferðaratvika. Eftir að hann hætti störfum hjá flugmálastjórn fól samgönguráðuneytið honum að starfa í rannsóknarnefnd flug- slysa á árunum 1990–1996. Sigurjón stofnaði Tengi 1981 ásamt eiginkonu sinni, Önnu Ás- geirsdóttur, og fyrstu árin var starfsemin á heimili þeirra. Þeg- ar fyrirtækið stækkaði og dafnaði var starfsemin flutt á Nýbýlaveg 18 árið 1989 og árið 1995 á Smiðjuveg 11 þar sem það er enn. Tengi mun í sumar flytja í nýtt og stærra húsnæði á Smiðjuvegi 76. Sigurjón starfaði ötullega í fyr- irtækinu allt til æviloka. Sigurjón var öflugur í ýmiskonar fé- lagsstörfum og starfaði meðal annars innan Frímúrarareglunn- ar og Rótarýklúbbs Kópavogs. Sigurjón verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðríður Jónsdóttir, f. 29. júlí 1924. Börn Sigurjóns og Önnu eru a) Guðrún Freyja, f. 18. nóvember 1966, gift Þóri Sigurgeirs- syni, f. 15. október 1966. Börn þeirra eru Arnar Freyr, Hlynur og Sigurjón Orri. b) Ásgeir, f. 30. júní 1969, kvæntur Silju Sverrisdóttur, f. 11. maí 1971. Börn þeirra eru Andrea Bára, Atli Steinn, Alexander Breki, Anna Yrsa og Aþena Kolka. c) Drífa, f. 20. maí 1973, gift Ólafi Baldurssyni, f. 10. apríl 1969. Börn þeirra eru Em- ilía Sara, Elísabet Mist og Baldur Nói. Sigurjón ólst upp í Skerjafirði fram á unglingsár og flutti þaðan í Kópavog. Hann fór ungur út á vinnumarkaðinn, fór á sjóinn á millilandaskip og vann við línu- lagnir um landið. Hann hóf nám í ljósmyndun á árunum 1962–1964. Það er erfitt að setjast niður og reyna að setja línur á blað til að minnast Sigurjóns. Ég átti ekki von á því að vera í þessum sporum fyrr en miklu seinna. Sigurjón hefur verið nátengdur mér í yfir 20 ár, ekki aðeins sem tengdafaðir, einnig sem samstarfs- félagi og síðast en ekki síst einn besti vinur sem hægt er að hugsa sér. Góð- ur drengur er fallinn frá, eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Þótt vitað væri í einhvern tíma hvert stefndi er enginn undirbúinn þegar dauðinn kemur, enginn er viðbúinn sorginni. Það er alltaf hald- ið í vonina fram á síðustu stundu. Höggið er þungt, en það eru líka svo margar góðar minningar sem draga úr höggþunganum, nánar samveru- stundir í mörg ár og samtöl sem við áttum, sum alveg undir það síðasta. Ekki grunaði mig þegar ég kynnt- ist Freyju að Sigurjón og Anna ættu eftir að vera svo nátengd mínu lífi eins og raunin varð. Þau tóku mér strax opnum örmum og mér fannst ég frá fyrstu stundu vera einn af fjöl- skyldunni. Sigurjón var duglegur maður og þurfti ungur að bjarga sér sjálfur. Fór á sjóinn upp úr fermingu og vann síðar við símalínulagnir á há- lendinu. Lærði svo flugumferðar- stjórn og starfaði við það í 22 ár. En það blundaði alltaf í honum að fara út í viðskiptalífið, hann átti sína drauma. Sigurjón hefur haft mikil áhrif á líf mitt og kennt mér margt sem ég hef haft að leiðarljósi í lífinu, hann hefur mótað mig frá því að ég var ungling- ur. Honum fórst einstaklega vel úr hendi að fá aðra til að vinna með sér, mikill hugsjónamaður, alltaf að fá hugmyndir sem hann vildi vinna úr. Tengi átti stóran hlut í lífi hans, hann var maður með framtíðarsýn og einn af hans draumum er nú að rætast þegar fyrirtækið flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði. Hans aðalkostir voru hvað hann átti auðvelt með að kynnast fólki, skipti ekki máli hvort það var hér eða hvar sem er í heiminum. Hann var líka vel lesinn og inni í öllum málum, hvort sem það voru málefni dagsins eða heimsmálin að ég tali nú ekki um erlend fagtímarit um pípulagnir. Maður kom aldrei að tómum kofun- um, hann fylgdist vel með öllu. Þess vegna var það líka svo gott að leita til hans með ýmis málefni, stór og smá. Orð fá ekki lýst persónuleika Sigur- jóns, það var bara þessi tenging sem hann náði við fólk, það var ekki eitt- hvað sem hann gerði, heldur kom þetta bara fram í persónuleikanum, fólk fann það bara, það streymdi ein- faldlega mikill kærleikur frá honum, það er bara örfáum gefið. Ég var þeirrar gæfu njótandi að geta tekið þátt í rekstri Tengis næst- um því frá byrjun og fylgt fyrirtæk- inu frá því að vera í bílskúrnum og þangað sem það er í dag. Sigurjón vildi aldrei láta bera mikið á sér og fyrirtækinu, fannst best að láta verk- in tala. En hann var sniðugur og klókur í viðskiptum, þrautseigur og ýtinn þegar það átti við og hafði ótrú- legt lag á að fá fólk til að vinna með sér. Við ferðuðumst mikið saman og ég gleymi aldrei þeim móttökum sem hann fékk hjá viðskiptavinum okkar erlendis. Það var eins og aldagamlir vinir væru að hittast eftir langan tíma. Þetta voru ekki aðeins við- skiptafélagar, heldur einnig per- sónulegir vinir. Það var draumur Sigurjóns að koma fyrirtækinu í nýja húsnæðið og hann talaði um það að þegar rekst- urinn væri kominn í jafnvægi eftir flutningana myndi hann draga sig í hlé og njóta lífsins. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sá dýrmæti áfangi náðist þó nokkrum dögum fyrir andlátið að þau hjónin lögðu hornsteininn að nýja húsinu. Ómet- anleg stund fyrir þá sem þar voru. Eftir þá athöfn mátti skynja að hann væri sáttur. Sigurjón var mikill sögumaður og auðvelt var að halda að hann myndi eftir öllu fólki sem hann hefði hitt á lífsleiðinni, hversu stutt eða löng sem þau kynni voru. Hann sagði sögur úr Skerjafirðinum, lífinu á sjónum, símavinnunni, flugumferðarstjórn- inni og persónurnar sem hann sagði frá voru sveipaðar einhverjum dýrð- arljóma. Hann fékk alla til að hlusta, fékk alltaf athygli. Sigurjón greindist með krabba- mein í nóvember í fyrra. Hann sagði strax að hann ætlaði að berjast við sjúkdóminn af fullri hörku en líka að taka því sem kæmi með æðruleysi. Hann hjálpaði öllum í kringum sig með því að geta talað um hlutina opinskátt. Mér er minnisstætt þegar við starfsmenn Tengis fórum í jólahlað- borð í fyrra, Sigurjón komst ekki með vegna veikinda sinna, en bað mig fyrir kveðju til starfsfólksins. Hann bað fólk um að vera bjartsýnt og jákvætt, nú væri komið að því að hann færi að takast á við sjúkdóm- inn, hann orðaði það þannig að nú væri kominn tími til að taka í hornin á tudda og snúa hann niður. Svona var hann, baráttumaður sem vildi ekki að aðrir væru að hafa áhyggjur af sér, en sjálfur reyndi hann að hjálpa öllum. Passaði að láta ekki aðra finna fyrir veikindum sínum, bar sig með reisn allt til enda. Þótt fyrirtækið hafi átt stóran hluta huga hans verður að segja að það dýrmætasta sem hann átti hafi verið barnabörnin hans. Hann átti einstakt samband við syni mína, minningar sem þeir eiga eftir að ylja sér við um alla ævi. Sigurjón var mjög trúaður maður, hafði mannrækt og kærleika að leið- arljósi í lífi sínu. Hann opnaði mér leið til ljóssins, kenndi mér svo ótal- margt um lífið og trúna á Guð hinn hæsta. Hann hefur nú lokið sínu tímabili á þessu tilverustigi, er geng- inn á vit ljóssins og gengur í ljósinu. Mig langar að enda þessa grein á ljóði eftir ömmubróður Sigurjóns, Stefán frá Hvítadal sem hann orti um tímann og eilífðina, en Sigurjón flutti þetta ljóð á Rotaryfundi fyrir nokkrum árum. Yfir hverri eykt á jörðu, englar drottins halda vörð. Dúnmjúkt lífsins dægur falla, dropum lík í rakan svörð. Árin seytla eins og lindir, aldir hníga líkt og fljót. Eilífðin sem úthaf bíður, allra tíma stefnumót. Þórir Sigurgeirsson. Elsku afi. Okkur bræðurna langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka fyrir þennan dýrmæta tíma sem við áttum með þér. Við hefðum óskað að fá að hafa þig hjá okkur svo miklu lengur. Við er- um samt heppnir að eiga margar góðar minningar eins og frá ferðum okkar saman hér á Íslandi og í út- löndum. Þú varst svo oft að segja okkur sögur frá því þegar þú varst lítill að alast upp í Skerjafirði, en það voru sko mikil ævintýri. Þú hringdir líka oft í okkur og vildir fá einn strák að láni til þess að gista og þá var alltaf mjög góður matur sem amma bjó til. Við horfðum síðan oft saman á mynd og ef þú fékkst að ráða afi var alltaf horft á riddaramynd eða Guðföður- inn. Við kveðjum þig afi með uppá- haldsbænunum þínum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þínir afastrákar, Arnar Freyr, Hlynur og Sigurjón Orri. Elsku afi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Við mamma förum saman með þessa bæn á kvöldin eins og þú og mamma gerðuð þegar hún var lítil. Mamma sýnir mér líka hvernig best sé að sofa í ljónastellingunni áður en ég fer að sofa. Ég veit að þú ert hjá Guði núna með Apollo og að þið getið fylgst með mér. Ég hugsa oft til þín og bið þig um að passa mig þegar ég er að fara að sofa á kvöldin. Þín afastelpa, Elísabet Mist. Fallinn er í valinn fyrir aldur fram mágur minn og félagi Sigurjón G. Sigurjónsson. Hann beið lægri hlut fyrir skelfilegum sjúkdómi sem hann greindist með í nóvember sl. Sigur- jón tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi og karlmennsku. Lokaor- ustuna háði hann á heimili sínu, í faðmi ástvina og fjölskyldu, þar til yfir lauk 20. maí sl. þann sama dag fyrir 32 árum fagnaði hann fæðingu dóttur sinnar Drífu. Það mun hafa verið 1958 sem það fréttist að nýir strákar væru fluttir í hverfið. Nánar til tekið neðst á Álf- hólsveginn. Þetta voru stórir og stæðilegir strákar bræðurnir Sigur- jón og Guðjón Sigurjónssynir,. Þeir báru með sér ævintýrablæ voru langdvölum í símavinnu eða til sjós í millilandasiglingum. Áttu stóra og flotta bíla og slógu um sig. Kynni okkar Sigurjóns hófust þó ekki fyrir alvöru fyrr en þau fara að draga sig saman Anna systir mín og hann fyrir svo sem 45 árum. Ég man að ég tók honum með fyrirvara til að byrja með, hann var svo miklu for- framaðri en ég. En fljótlega kom í ljós að Sigurjón var búin einstökum hæfileikum til mannlegra samskipta. Það tók hann ekki nema nokkra daga að vinna hylli fjölskyldunnar og það svo rækilega að aldrei hefur borið skugga á. Starfsævi Sigurjóns var tvíþætt. Upp úr tvítugu hóf hann nám í flug- umferðastjórn, lauk hann því með prýði og varð flugturninn hans starfsvettvangur í 25 ár. Hann var farsæll í starfi og voru honum falin margvísleg trúnaðarstörf í tengslum við starfið. 1981 stofnar hann síðan Tengi ehf. sem átti eftir að verða hans starfsvettvangur upp frá því. Fyrst í hjáverkum en fljótlega sem aðalstarf. Einstakt hefur verið að fylgjast með þeim hjónum Önnu og Sigurjóni hvernig þau hafa byggt upp frá grunni þetta blómlega og trausta fyrirtæki. Þar naut Sigurjón þeirrar náðargáfu sinnar hvað hann átti einstaklega auðvelt með að um- gangast fólk og vinna það á sitt band. Hann eignaðist fljótlega fjölmarga vini í tengslum við viðskipti sín bæði hér á landi og erlendis. Ekki verður skilið við Tengi án þess að geta þátt- ar tengdasonar þeirra hjóna, Þóris Sigurgeirssonar, sem starfað hefur með þeim nánast frá upphafi. Það kemur nú í hlut Þóris að halda fán- anum á lofti og veit ég að hann er þar í góðum höndum. Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að vera samferða Sigurjóni í lífinu. Forgangsröð hans var alveg á hreinu. Fjölskyldan var honum ávallt efst í huga og hagsmunir henn- ar og velferð, „ég er að hugsa um börnin“ sagði hann svo oft. Fjöl- skylda Sigurjóns var stór. Sigurjón skilgreindi orðið fjölskylda mjög vítt það voru margir sem tilheyrðu hans fjölskyldu. Þannig var Sigurjón, hann gaf af sér og laðaði að sér fólk. Það er sárt að kveðja góðan dreng en vissan um endurfundinn þar sem við tökum upp þráðinn sem frá var horf- ið í léttu spjalli mildar sársaukann. Við Erla vottum Önnu systur minni, Freyju, Ásgeiri og Drífu og þeirra fjölskyldum, foreldrum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda okk- ar innilegustu samúð. Erling Ásgeirsson. Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins ljósi skín á öll vor spor. Ó, blessuð stund, er sérhver rún er ráðin og raunaspurning, sem mér duldist hér, og ég sé vel, að viskan tóm og náðin því veldur, að ei meira sagt oss er. Ó, blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum, sem eins og skuggi þá er liðin hjá. Ó, Guð minn, vek þá hugsun mér í huga við hverja neyð og sorg og reynslusár, þá styrkist ég og læt mig böl ei buga, og brosið skín í gegnum öll mín tár. (Matthías Jochumsson.) Innilegar samúðarkveðjur send- um við Önnu, Freyju, Þóri, Ásgeiri, Drífu og fjölskyldum þeirra. Starfsfólk Tengis. Hann Sigurjón, ágætur frændi minn og samstarfsmaður um 22 ára skeið var að kveðja, alltof snemma, aðeins 61 árs gamall. Ólæknandi vá- gestur sem kom í ljós sl. haust lagði þennan ljúfa og eftirminnilega mann að velli. Við sem eftir lifum finnum til tómleika og saknaðar en vegir guðs eru ofar okkar skilningi, við vitum þó að líkaminn er lánsflík sem við eigum öll eftir að missa, og sumir jafnvel fyrirvaralaust. Fullvíst tel ég að þessi hæfileika- og dugnaðarmaður fái að njóta hæfi- leika sinna og nóg að starfa í næstu tilveru. Það var í ársbyrjun 1965 sem kynni okkar Sigurjóns hófust, faðir hans Sigurjón Hólm var að skipta um hreinlætistæki í baðherbergi mínu og bauð mér vinnuskipti við að leiðbeina þessum syni hans sem hafði hug á að þreyta samkeppnis- próf um nám í flugumferðarstjórn. Mér leist strax vel á piltinn og mundi eftir Guðrúnu móður hans sem hafði alist upp á Veðrará and- spænis mínum bæ við innfjörð Ön- undarfjarðar. Hann hafði þá þegar töluverða lífsreynslu að baki, sjó- mennsku hjá Jöklum, Eimskipa- félaginu og Ríkisskipum og störf við símalagningu og lagnir rafveitna, nám í ljósmyndun og í lýðháskóla í Danmörku. Hann stóðst samkeppnisprófið og einnig grunnnámið og var ráðinn til verklegs náms í flugumferðarstjórn og hóf það nám í flugstjórnarmið- stöðinni í Reykjavík 15. ágúst 1965. Hann var mjög áhugasamur og tók námið föstum tökum, lauk flug- turnsréttindum í Reykjavík 1968, í Vestmannaeyjum 1970 og sama ár aðflugsstjórnarréttindum í Reykja- vík. Þá lauk hann réttindaprófi í út- hafsflugstjórn 1971og innanlands- flugstjórn 1972. Um þær mundir hafði flugstjórn- armiðstöðin í Reykjavík loksins fengið afnot af langþráðri svæðis- ratsjá varnarliðsins í Keflavík en til þess að öðlast réttindi til að stjórna flugumferð með ratsjá þurftu ís- lenskir flugumferðarstjórar að sækja námskeið hjá IAL í London. Við Sigurjón vorum í hópi 8 flugum- ferðarstjóra sem sóttu slíkt nám- skeið vorið 1972. Ég kynntist honum vel þetta tímabil, námið var fremur strangt og sumum reyndust prófin erfið en Sigurjón lauk þeim með glæsibrag og sannaði styrkleika sinn. SIGURJÓN G. SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.