Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TÍMABÆR ENDURSKOÐUN Það er brýnt að ráðast í endur-skoðun á kynferðisbrotakaflahegningarlaganna, eins og Morgunblaðið hefur fært rök fyrir. Það er því jákvætt skref sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur stigið með því að fela Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, að semja drög að lagafrumvarpi um viðurlög við nauðg- un og öðrum brotum gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrotum gegn börnum og vændi. Kynferðisbrot skera sig fyrir ýmsar sakir frá öðrum ofbeldisbrotum og réttarkerfinu hefur gengið illa að ná utan um þau með núgildandi löggjöf. Staðreyndin er því miður sú að fæstir kynferðisbrotamenn þurfa að gjalda fyrir brot sín. Tölurnar tala sínu máli. Árið 2003 bárust ríkissaksóknara 65 nauðgunarmál og af þeim voru 49 felld niður af embættinu. Ákært var í sextán málum og aðeins fjórum þeirra lauk með sakfellingu. Vissulega er oft erfitt um sönnun í kynferðisbrotamálum, en þegar raunin er sú að aðeins er sakfellt í um 6% mála sem berast saksóknara liggur í augum uppi að einhvers staðar er pottur brotinn, annaðhvort í löggjöf, við rannsókn mála eða í dómskerfinu. Þar að auki telja sérfræðingar að fjöldi þolenda leggi ekki í að kæra glæpinn, og það er kannski engin furða þegar dómskerfið sendir þeim þau skilaboð að það sé til lítils. Eins virðist ljóst að þyngd þeirra dóma sem þó eru kveðnir upp í kyn- ferðisbrotamálum er í litlu samræmi við réttarvitund almennings, eins og ítrekað hefur komið í ljós, ekki síst ef þeir eru bornir saman við dóma í til dæmis efnahagsbrota- eða fíkniefna- málum. Fáir myndu til dæmis telja það alvarlegra brot að draga sér nokkrar milljónir króna en að leggja líf lítils barns í rúst með því að misnota það kynferðislega, en það endurspeglast því miður lítt í dómsúrskurðum. Það er löngu tímabært að endur- skoðun fari fram á löggjöf um kynferð- isbrot og mikilvægt að vel verði til hennar vandað. Það er eðlilegt að ákvæði um vændi verði endurskoðuð samhliða, enda er vændi oft í raun ein birtingarmynd kynferðisofbeldis. Von- andi mun væntanlegt frumvarp fela í sér afnám fyrningarfresta í kynferð- isbrotamálum gegn börnum. Ef ekki reynist pólitískur vilji til að taka það skref til fulls ætti hið minnsta að af- nema fyrningarfrest vegna alvarleg- ustu brotanna. Þá er full ástæða til að leiða í lög sérstök ákvæði um heimilis- ofbeldi, sem hvergi er skilgreint í ís- lenskri löggjöf og gildandi ákvæði hegningarlaga ná illa utan um, eins og rakið hefur verið í Morgunblaðinu. Dómsmálaráðherra tilkynnti um fyrirhugaða endurskoðun á fundi með fulltrúum félagasamtaka og stjórn- valda sem aðgerðahópur gegn kyn- bundnu ofbeldi efndi til sl. föstudag. Á fundinum kom einnig fram í máli Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneyt- isstjóra í félagsmálaráðuneytinu, að verkefnið „Karlar til ábyrgðar“ verði endurvakið, en það stóð yfir í tvö ár í tilraunaskyni og var lagt niður vegna fjárskorts fyrir nokkrum árum. Verk- efnið gerði tugum manna sem gerst höfðu sekir um heimilisofbeldi kleift að leita sér aðstoðar og mun það hafa gef- ið góða raun. Það er vel að verkefnið verði endurvakið, en óskiljanlegt að það hafi yfir höfuð verið lagt niður. Það er ekki síður mikilvægt að með- ferðarúrræði standi til boða en að lög- gjöfin sé vel í stakk búin að taka á þessum alvarlegu brotum. SKORTUR Á ÍSLANDI Sennilega hefur aldrei verið meirivelmegun á Íslandi en um þessar mundir. Engu að síður líður hópur íbúa þessa lands skort. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir blaðamaður hefur á undan- förnum vikum dregið fram mynd af stöðu þessa fólks í greinaflokki, sem birst hefur undir yfirskriftinni „Brestir í velferðinni?“ Þar er rætt við einstæða móður, sem segir frá því að hún hafi ekki viljað láta sjá sig á mannamótum vegna þess að hún hafði ekki efni á að kaupa sér föt og skýrt fjarveru sína með upplognum afsökunum. Áttræð kona lýsir því hvernig hún á ekki fyrir mat út mánuðinn. Öryrki greinir frá til- raunum sínum til að leita aðstoðar bæði í félagslega kerfinu og hjá prestum og segir skilaboðin skýr: „Ef maður lendir í tímabundnum erfiðleikum kemur maður alls staðar að lokuðum dyrum. Manni mætir fyrirlitning og embættis- mannahroki. Maður sveltur …“ Í greinaflokknum kemur fram að þótt staða einstakra hópa hafi vissu- lega batnað undanfarið vanti talsvert upp á að þeir, sem búa við bágust kjör, geti lifað mannsæmandi lífi. Um leið berast fréttir af því að aldrei leiti fleiri á náðir samtaka á borð við Mæðra- styrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunn- ar eftir aðstoð. Jafnframt breikkar bil- ið milli þeirra, sem mest hafa milli handanna, og þeirra, sem minnst hafa, jafnt og þétt. Greinaflokknum lauk á því um liðna helgi að ýmis þau álitamál, sem komu fram í greinunum, voru bor- in undir Árna Magnússon félagsmála- ráðherra og Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Það er greinilegt að þeir sitja ekki auðum höndum í þessum málaflokki, en þó er eins og vanti tilfinningu fyrir því hversu brýnn vandinn er og þeirri stað- reynd að þegar fátækt er annars vegar er ekki aðeins um að ræða tölur á blaði heldur brýna neyð einstaklinga og smánarblett á íslensku samfélagi. Áhrif fátæktar eru af margvíslegum toga. Hún hefur áhrif á bæði andlegt og líkamlegt heilsufar. Fátækt virðist vera algengari meðal kvenna að því er fram kemur í greinaflokknum. Sú staða virðist einnig vera komin upp á Íslandi að einstaklingar festast í fátæktar- gildrum og fátækt erfist jafnvel frá einni kynslóð til annarrar. Ísland er lít- ið land og efnað. Hingað til hefur ná- vígið milli fólks af öllum stigum verið slíkt að í þeim skilningi hefur mátt segja að hér væri stéttlaust samfélag. Nú virðist það vera að breytast og er það verulega varhugaverð þróun í ís- lensku samfélagi. Enn fremur er áhyggjuefni að það virðist ekki í tísku að taka málstað þeirra, sem minnst mega sín – eins og það passi ekki inn í glansmyndina. Við höfum ekki aðeins efni á því að tryggja að enginn líði skort á Íslandi, heldur ber okkur skylda til að tryggja velferð þeirra, sem minnst hafa. Það er ekki bara sam- viskuspurning heldur þjóðarhagur að gera við brestina í velferðinni. N öfn tveggja Frakka, Jean Monnet og Ro- bert Schuman, eru tengd sögu samruna- ferlisins í Evrópu órjúfanlegum böndum. Ekki að ófyr- irsynju, þá má með réttu kalla upp- haflega hugmyndafræðinga Evrópu- samrunans. Árið var 1950, Schuman var utan- ríkisráðherra Frakk- lands og hagfræðing- urinn Monnet var háttsettur embætt- ismaður í París, hug- myndin var þessi: að stofna Kola- og stál- bandalag sex Evr- ópuríkja – Frakklands, Vestur-Þýskalands, Ítalíu og Benelúx- landanna þriggja, Lúx- emborgar, Hollands og Belgíu. Markmiðið var há- leitt, Schuman og Mon- net trúðu því að skapa þyrfti nýja pólitíska og efnahagslega umgjörð til að koma í veg fyrir frekari styrj- aldir í Evrópu. Flestir þekkja sennilega eitthvað til þessarar sögu. Kola- og stál- bandalagið stækkaði og starfsemin var víkkuð út. Efnahagsbandalag Evrópu varð til upp úr því, síðar það sem við þekkjum nú sem Evrópu- sambandið (ESB). Aðildarþjóðir þess eru nú 25 eftir stækkunarlotuna á síðasta ári. Einmitt þessi saga, það miðlæga hlutverk sem Frakkar hafa leikið á vettvangi ESB, skýrir hvers vegna það er slíkur pólitískur landskjálfti að franskir kjósendur skuli hafa hafnað stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu síðastliðinn sunnudag. Frakkland hefur einfaldlega allt frá upphafi verið ein helsta grundvall- arstoð samrunaferlisins. Afar afgerandi niðurstaða Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var afgerandi, 54,87% franskra kjósenda höfnuðu stjórnarskránni, aðeins 45,13% sögðu já. Á kjörskrá voru ríf- lega 41 milljón manna og kjörsóknin var mjög góð, um 70%, sem gerir for- svarsmönnum ESB erfitt fyrir að kasta rýrð á úrslitin (en rifja má upp að þegar Írar höfnuðu Nice- sáttmálanum 2001 var á það bent að þátttaka hefði verið léleg). Ýmsir forystumenn ESB reyndu að klóra í bakkann, sögðu úrslitin á sunnudag ekki marka endalok stjórn- arskrárinnar. Í raun eru fullyrðingar þeirra hins vegar óraunhæfar; eink- um ef svo fer fram sem horfir og hol- lenskir kjósendur fylgja fordæmi Frakka er þeir ganga að kjörborðinu á morgun, miðvikudag, og greiða at- kvæði um stjórnarskrána. Þannig háttar nefnilega til að öll aðildarríki ESB verða að fullgilda stjórnarskrána eigi hún að ganga í gildi (þó ekki endilega með því að bera hana beint undir almenning; sums staðar hefur hún aðeins farið til samþykktar hjá kjörnum fulltrúum á þjóðþingum aðildarríkjanna). Þegar hafa níu ríki samþykkt stjórnarskrána, afstaða franskra kjósenda er hins vegar líkleg til að verða sá ásteytingarsteinn sem allt mun stranda á. Ekkert aðildarríki má ganga úr skaftinu, þau verða að hafa fullgilt stjórnarskrána fyrir októ- berlok 2006. Að vísu er rætt um það á einum stað í stjórnarskránni að ráðherraráð ESB geti tekið málið til umfjöllunar hafi eitt eða fleiri ríki „lent í vand- ræðum með staðfestingarferlið“ og sá fræðilegi möguleiki er fyrir hendi að Frakkar „endurskoði“ hug sinn, þ.e. að haldin yrði önnur þjóð- aratkvæðagreiðsla líkt og gerðist þegar Danir höfnuðu Maastricht- sáttmálanum 1992, en þeir sam- þykktu hann í öðrum kosningum ári síðar eftir að hafa fengið nokkrar undanþágur í gegn. Sökum þess hversu afgerandi niðurstaðan í Frakklandi var nú þyk- ir hins vegar ósennilegt að þetta sé raunhæfur möguleiki. Á það er líka bent að Frakkland er ekki jað- arríki í ESB; þvert á móti er um að ræða eitt stærsta land Evrópu, þátttakanda í samruna- ferlinu allt frá upphafi eins og áður var vikið að. Frönsk stjórnvöld munu sjálf þurfa að leggja mat á hversu lík- legt sé að kjósendur komist að ann- arri niðurstöðu síðar, væntanlega verður það mat haft til hliðsjónar þegar leiðtogar ESB ákveða hvort halda skuli áfram með staðfesting- arferlið í aðildarríkjunum. Fyrstu viðbrögð Jacques Chirac Frakk- landsforseta voru að hvetja önnur ríki heldur til dáða í þessum efnum en eftir á að koma í ljós hvaða skref verða stigin hvað það varðar. Framundan eru þjóðaratkvæða- greiðslur í Lúxemborg, Danmörku og Portúgal; án efa verða þær mjög til umræðu á fundi leiðtoga ESB í Brussel um miðjan júnímánuð. Chirac í vondum málum Nokkrir þættir eru sagðir skýra úr- slitin í Frakklandi á sunnudag.  Í fyrsta lagi leikur enginn vafi á því að franskir kjósendur voru að nota þetta tækifæri til að lýsa mikilli óánægju með Jacques Chirac Frakk- landsforseta og ríkisstjórn hans. At- vinnuleysi í Frakklandi mælist 10,2% um þessar mundir og ýmislegt annað þjakar efnahaginn, svo aðeins sé hug- að að efnahags- og atvinnumálum. Fastlega var reiknað með því í gær að Chirac myndi bregðast við úrslit- unum með því að stokka upp í stjórn sinni, setja Jean-Pierre Raffarin af sem forsætisráðherra og skipa annan mann í hans stað. Afsagnar forsetans sjálfs hefur verið krafist, Chirac hefur hins vegar þeg- ar lýst því yfir að til slíks muni ekki koma. Að mati netútgáfu The Eco- nomist gera úrslitin á sunnudag þó næsta örugglega út um drauma Chi- racs um að sækjast eftir þriðja kjör- tímabilinu í embætti þegar núverandi umboð hans rennur út 2007.  Í öðru lagi virðist sem franskir kjósendur hafi talið að stjórnarskráin færi ESB í átt að „engilsaxneskri“ gróðahyggju, þ.e. frjálslyndri hag- fræði er Frakkar tengja mjög banda- rískum áhrifum í heiminum. Mun ein- mitt hafa sett svip sinn á kosningabaráttuna í Frakklandi um- ræða um mikilvægi þess að Frakkar standi vörð um ýmis frönsk gildi (andspænis frjálsri markaðshagfræði hins „engilsaxneska“ heims). Ósagt skal látið hér hvort þessar áhyggjur eiga sér stoð í raunveruleikanum (fréttaskýrandi BBC, Kirsty Hughes, telur svo ekki vera) en engum vafa virðist undirorpið að þær mótuðu skoðanir Frakka að einhverju marki.  Í þriðja lagi er niðurstaðan sögð lýsa almennum efasemdu runaferlið, en einkum og tengjast þær áhyggjum a Frakklands innan ESB; m franskra kjósenda eru sa álitið að stjórnarskráin dr áhrifum Frakklands inna er það nú svo, að fréttask telja að ein afleiðing niðu Frakklandi á sunnudag v a.m.k. fyrst um sinn, að á í ESB muni minnka.  Í fjórða lagi virðast fra endur hafa óttast aukið st verkafólks frá Austur-Ev ir álitu þessa þjóðaratkvæ jafnframt gott tækifæri t andúð sinni á hugsanlegr Tyrklands í ESB. Er ljóst að þau mál verða brennidepli á næstunni e ur sú ákvörðun ESB að h arviðræður við Tyrki í ha af viðbrögðum tyrkneskr manna við úrslitunum í F að þeir hafa áhyggjur af f  Síðast en ekki síst er er ast að annarri niðurstöðu að þjóðaratkvæðagreiðsla landi afhjúpi gjá milli ven kjósenda og hinnar pólití en flestir helstu stjórnmá landsins börðust fyrir sam stjórnarskrárinnar. Raun mikilvægt stef í allri gagn síðustu ár, að stofnanir þe lægst kjósendur og að lýð ríki á þessum vettvangi. Hið merkilega er hins veg gangurinn með gerð stjór innar var að hluta til sá að slíkri óánægju, að minnst það yfirlýst markmið man stað var farið við gerð hen Kannski er það ekki síst a sökum sem niðurstaðan e sem raun ber vitni. Enginn forseti ESB og enginn utanríkisráðhe En hverju voru franskir k raun og veru að hafna, þ.e breytingar helstar myndi arskráin hafa í för með sé gengi í gildi? Tilgangurinn með gerð arskrárinnar var, eins og fram, að hluta til sá að lag ishallann í ESB og gera s öflugra og skilvirkara í st um. Fyrir það fyrsta felur að sú regla, að einstök að beitt neitunarvaldi um ým málefni, yrði aflögð. Auki hluta þyrfti hins vegar til þykkja tiltekin mál. Þótti nauðsynlegt að g breytingu þegar fyrirsjáa Fréttaskýring | Þó að skoðanakannanir hafi bent til að Frakkar k ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu er engu að síður óhætt að tala um ú an landskjálfta. Davíð Logi Sigurðsson rýnir hér í niðurstöður at Andstæðingar stjórnars aratkvæðagreiðslunnar Forysturíki gengur úr skaftinu Jacques Chirac
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.