Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 31 Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar íFrakklandi endurspeglar þá gjá semmyndast hefur milli kjósenda og stjórnmálamanna, að mati þeirra Baldurs Þór- hallssonar, dósents í stjórn- málafræði við Háskóla Ís- lands, og Aðalsteins Leifssonar, stundakennara við Háskólann í Reykjavík. Þeir telja að stjórn- málamenn í Evrópu verði að reyna að ná betur til al- mennings og fá hann með sér í lið. „Maður skyldi ætla að stjórnmálamenn reyni í auknum mæli að hlusta á þennan stóra hóp kjósenda sem vill ekki ganga lengra í samrunaátt,“ segir Baldur og bendir á að neitun Frakka sé alls ekki neinn endapunkt- ur fyrir Evrópusambandið, enda hafi öðru hvoru alltaf komið upp erfiðleikar í tengslum við samrunann. T.d. megi rifja upp þegar De Gaulle hafnaði því að teknar yrðu upp meiri- hlutaákvarðanir innan sambandsins árið 1966 en sú ákvörðun setti framtíð sambandsins í óvissu. Skilvirkara ákvarðanatökuferli hefði komið okkur vel Baldur telur niðurstöðuna í Frakklandi ekki hafa bein áhrif á hugsanlega aðild Íslendinga að ESB. Hins vegar sé ljóst að ýmsar þær breytingar sem stjórnarskráin fól í sér hefðu komið Íslendingum vel, sérstaklega tillögur um skilvirkara ákvarðanatökuferli. Þá geti hægara samrunaferli leitt til já- kvæðra breytinga innan ESB sem geti laðað einhverja að sambandinu, sem eru ekki hrifnir af núverandi stefnu þess, að sögn Baldurs, sem er ekki sammála því sem haldið hefur verið fram að stjórnarskráin leiði til minni áhrifa smáríkja í sambandinu. Spurður um hvað hafi valdið andstöðu franskra kjósenda við stjórnarskrána segir Baldur ýmislegt spila þar inn í, t.a.m. andstöðu við Chirac, öryggis- og varnarstefnu stjórn- arskrárinnar, stækkun sambandsins til aust- urs og andúð í garð Tyrkja auk þess sem vinstri sinnaðir kjósendur í Frakklandi kjósi gegn hinu „kapítalíska Evrópusambandi“, þ.e innri markaðnum og fjórfrelsinu. Aðalsteinn segir að sambandið hafi gengið í gegnum miklar breytingar á stuttum tíma, sérstaklega með fjölgun aðildarríkja og eðli- legt sé að nokkurn tíma taki að melta þær breytingar. Hann segir að leiðtogar Evrópu- sambandsins hljóti núna að velta því fyrir sér hvort stjórnarskrársáttmál- inn taki á þeim málefnum sem eru almenningi efst í huga. Aðalsteinn telur að margt kunni að spila inn í þá ákvörðun meirihluta Frakka að hafna stjórnar- skránni og bendir þar á franska innanlandspólitík, hugsanlega aðild Tyrkja og óvissu um framtíðina. Þá verði að hafa í huga að hörðustu andstæðingar stjórnarskrárinnar séu yst á hægri og vinstri kanti stjórnmálanna. „Það væri hins vegar verið að gera lítið úr frönskum kjósendum að segja að það hafi ein- göngu verið óánægja með ríkisstjórn Chiracs sem réði úrslitum. Ég held að menn þurfi að rýna aðeins dýpra en það og horfast í augu við að það markmið stjórnarskrársáttmálans að færa Evrópusambandið nær fólkinu hefur ekki náðst,“ segir Aðalsteinn. Gjá milli kjósenda og stjórnmálamanna Aðalsteinn Leifsson Baldur Þórhallsson Ú rslit í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrá Evr- ópusambandsins á sunnudaginn marka á engan hátt endalok sam- bandsins en sýna að ráðamenn sambandsins verða að endurmeta stöðu sína, hægja á samrunaferlinu og auka samvinnu við íbúana, að því er fram kom í samtölum við for- menn stjórnmálaflokkanna hér á landi í gær. Flestir þeirra sögðu að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar hefði ekki áhrif á stöðu Íslands inn- an sambandsins eða hugsanlegar aðildarviðræð- ur okkar. Formaður VG segir niðurstöðuna þó vera löðrung fyrir Evrópusinna hér á landi. Draumur um sambandsríki úr sögunni Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segist vera þeirrar skoðunar að með þessari niðurstöðu sé draumur margra um sambandsríki Evrópu úr sögunni. „Ég held að Evrópusambandið muni halda áfram að þróast með þeim hætti að þar sé einkum lögð áhersla á frjáls viðskipti milli þjóða, frjálst flæði fjármagns, fólks, þjónustu og vöru eins og upphaflega var hugsunin, og það muni draga úr þeim áherslum sem menn hafa lagt á sameiginlega forystu, þannig að það verði lögð meiri áhersla á að hver þjóð geti haldið sinni sér- stöðu og einkennum,“ segir Halldór. Hann telur að niðurstaðan muni draga úr sam- runaferlinu innan sambandsins en telur að nokk- ur tími muni líða þar til Evrópuþjóðirnar átti sig á þessum nýju aðstæðum og leiði til lykta hvers konar samband Evrópusambandið eigi að verða í framtíðinni. „Með því mun stækkunarferlið hægja á sér,“ segir Halldór, sem telur að umræðan um sam- bandið muni breytast til framtíðar. Hann segir niðurstöðu Frakka ekki skipta máli fyrir Ísland eða hugsanlegar aðildarviðræð- ur við sambandið. „Við höfum haft það á okkar stefnuskrá að fylgjast mjög vel með framvindu mála og það er nauðsynlegt fyrir okkur áður en nokkrar frekari ákvarðanir eru teknar að átta sig á því hver þessi þróun kemur til með að verða. Ég á von á því að það skýrist á einum til tveimur árum,“ segir Halldór. Samvinna og samráð við fólkið Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, segir úr- slitin vera mjög afgerandi og munurinn meiri en hann hafi átt von á og síðustu spár gáfu til kynna. Í raun hafi þær kannanir sem sýnt höfðu hvað mestan mun á afstöðu Frakka gengið eftir. Hann segir úrslitin hafa þá þýðingu fyrir okkur helsta að þau sýni að þróun og samruni Evrópusam- bandsins eigi ekki að vera í höndum elítu sem öllu ráði, heldur verði að vinna slíkar breytingar í samvinnu og samráði við fólkið í viðkomandi löndum. „Miðað við það að allir stærstu stjórnmála- flokkarnir og helstu fjölmiðlarnir og hagsmuna- samtökin höfðu gengið hart fram í baráttunni, sem var af hálfu stjórnvalda mjög einhæf og öllu til kostað, þá er þetta afskaplega afgerandi, minnir nokkuð á evrukosningarnar í Svíþjóð þar sem að allir helstu flokkar og fjölmiðlar og hags- munasamtök og áróðursmaskínur stóðu allar á einni hlið en fólkið fór svo á hina hliðina, þannig að þetta er mjög merkilegt,“ segir Davíð. Hann segist ekki vera þeirrar skoðunar að niðurstaðan þurfi endilega að vera vond fyrir sambandið eða grafa undan því. „Það fer bara eftir því hvernig menn halda á þeim spilum. Ef menn halda vel á þeim spilum þá getur þetta al- veg eins styrkt sambandið til frambúðar. Þá geta menn vitnað til þess að fólkið eigi að hafa síðasta orðið og það eigi að laga sambandið að slíku og auka lýðræðið utan þess og innan þess og að- komu fólksins að ákvörðunum gagnvart því. Þessi stjórnarskrá var ekki til þess fallin að gera það,“ segir Davíð. Aðspurður hvort hann telji niðurstöðuna vera áfall fyrir Evrópusinna hér heima segir Davíð ekki líta svo á. „Þetta er í sjálfu sér ekki innlegg í það mál,“ segir Davíð en bætir við að sú tilhneig- ing hafi verið til staðar hjá Evrópusinnum að reyna að hræða fólk fyrirfram með því að segja að það væri hræðilegt ef Frakkar segðu nei, en þeir væru nú byrjaðir að éta það allt saman ofan í sig. Dregur úr trúverðugleika ESB Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, segir niðurstöðuna draga að vissu leyti úr trúverðugleika sambandsins. Hún segir Frakka vera kjarnaríki í Evrópusamband- inu og í ljósi þess að flest bendi til að stjórn- arskráin verði felld í Hollandi á miðvikudag, öðru kjarnaríki sambandsins, telur hún ólíklegt að stjórnarskrárferlinu verði haldið áfram. Hún telur afstöðu Frakka endurspegla ákveð- inn ótta við stækkun Evrópu og að fólki telji sér ógnað vegna íbúa fyrrum Austur-Evrópuríkja sem virðast streyma inn á vinnumarkaðinn í Evrópu. Einnig sé fyrir hendi ákveðinn ótti við aðildarviðræðurnar við Tyrki og hvaða áhrif þær muni hafa. Úrslitin marka þó alls ekki endalok sambands- ins, að mati Ingibjargar. „Þessi svokallaða stjórnarskrá er ekki þannig plagg að þetta sé einhver lokadómur yfir Evrópusambandinu eða samrunaferlinu þar en þetta hlýtur að kalla á það að ráðamenn Evrópu staldri við og reyni að átta sig á því hvað er þarna á ferðinni.“ Hún segir niðurstöðuna vera ákveðinn áfell- isdóm yfir Jacques Chirac, sem hafi ekki náð að veita þá pólitísku forystu sem þörf var á. Ingibjörg segist ekki geta séð að niðurstaðan hafi einhverja þýðingu fyrir Ísland og samband okkar við ESB eða hugsanlegar aðildarviðræð- ur. Ýmsir hafi talið stjórnarskrána færa Evrópu- sambandið nær því að vera sambandsríki og nið- urstaðan í Frakklandi ætti ekki að vera þröskuldur á þeirra vegi, að sögn Ingibjargar. Aðspurð hvort niðurstaða sé áfall fyrir Evr- ópusambandssinna, segir Ingibjörg ekki svo vera og bendir á að Evrópusambandið snúist um að takast á við pólitískar og efnahagslegar kreppur. „Slíkar kreppur eru alltaf að koma upp en menn hafa verið ótrúlega lagnir við að leysa þær og miklu betra að gera það við samninga- borðið í sæmilegri sátt heldur en eftir einhverj- um öðrum leiðum,“ segir Ingibjörg. Almenningur veitir yfirvöldum ráðningu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, segir niður- stöðuna í Frakklandi fela í sér heilmikil tíðindi og ljóst að franskur almenningur sé að veita yfir- völdum ráðningu. Hann segir að almenningur sé iðulega á annarri skoðun en forysta sambands- ins, þá sjaldan að hann fái tækifæri til að tjá sig. Hann er ekki sammála túlkun Evrópusinna, sem hafi haldið því fram að kjósendur hafi verið að refsa ríkisstjórninni í stað þess að kjósa efnislega um málið. „Ég held að almenningur sé alveg með á nótunum gagnvart því sem hann er að kjósa um.“ Niðurstaðan mun hafa áhrif á umræðuna hér heima, að mati Steingríms, sem telur að margt eigi eftir að þróast öðruvísi en menn hafi haldið í þessum efnum á næstu misserum. „Ég held að þetta hljóti að vera ákveðinn löðr- ungur á þau öfl sem hafa verið helstu talsmenn nauðhyggjunnar hér heima, að allt vatn rynni nú í eina átt í þessu máli,“ segir Steingrímur og á þar við talsmenn Evrópusambandsaðildar hér á landi. Hann segist búast við því að umræðan um sambandið muni róast og reiknar með að nú sljákki í þeim öflum sem hafi talað fyrir aðild, sérstaklega í Samfylkingunni og Framsóknar- flokki. Ekki náðist í Guðjón Arnar Kristjánsson, for- mann Frjálslynda flokksins, í gær. Ekki talið hafa áhrif á stöðu Íslands Niðurstaðan í kosningunum í Frakklandi um stjórnarskrá Evrópusambandsins mun að mati Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra hægja á sam- runaferlinu innan ESB. Árni Helgason ræddi við formenn stjórnmálaflokkanna og sérfræðinga í Evrópumálum um niðurstöðuna í Frakk- landi og áhrif hennar. Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Halldór Ásgrímsson Davíð Oddsson arnihelgason@mbl.is um um sam- sérílagi af stöðu margir agðir hafa rægi úr an ESB. Þó kýrendur rstöðunnar í verði sú, áhrif Frakka anskir kjós- treymi vrópu, marg- æðagreiðslu til að lýsa ri inngöngu a mjög í n fyrir ligg- hefja aðild- aust. Má ráða ra ráða- Frakklandi framhaldinu. rfitt að kom- u en þeirri, an í Frakk- njulegra sku stéttar, álamenn mþykkt nar er þetta nrýni á ESB ess hafi fjar- ðræðishalli gar að til- rnarskrár- ð mæta ta kosti var nna þegar af nnar. af þessum er það áfall, g erra kjósendur í e. hvaða i stjórn- ér ef hún ð stjórn- g áður kom ga lýðræð- sambandið törfum sín- r hún í sér ildarríki geti mis helstu inn meiri- l að sam- era þessa anlegt var orðið að aðildarríkjunum myndi fjölga um tíu, líkt og gerðist í fyrra. Þessi breyting nær ekki fram að ganga ef afstaða franskra kjósenda þýðir í raun, að stjórnarskráin sé úr sögunni. Til að auka áhrif Evrópu sem einn- ar heildar á alþjóðlegum vettvangi myndi einnig verða skipaður sér- stakur utanríkisráðherra ESB með gildistöku stjórnarskrárinnar. Jafn- framt yrði framvegis kjörinn forseti fyrir ESB til fimm ára, það félli ekki lengur í hlut aðildarríkjanna að sitja í forsæti sambandsins til skiptis um sex mánaða skeið. Þessar breytingar ná ekki fram að ganga að óbreyttu. Stjórnarskráin myndi einnig hafa í för með sér að dregið yrðu úr um- fangi skrifræðisbáknsins í Brussel, a.m.k. var lagt upp með slík áform, og áhrif Evrópuþingsins í Strassborg yrðu aukin, en það kjósa íbúar aðild- arlandanna í beinni kosningu. Var þessari breytingu því ætlað að svara þeirri gagnrýni að lýðræðishalli ein- kenndi ESB. Að því gefnu að úrslitin í Frakk- landi marki endalok stjórnarskrár- innar þá ná þessar breytingar ekki fram að ganga. En þýða úrslitin í Frakklandi endalok sjálfs Evrópusambandsins? Flestir fréttaskýrendur telja að ESB haldi áfram í núverandi mynd, eftir að menn hafa komist yfir versta áfallið, sambandið muni hökta áfram á grundvelli fyrirliggjandi sáttmála. Hugsanlegt er talið að einhverjar breytingar verði reyndar. Hafa ber í huga að stjórnarskráin felur í sér stjórnskipulega aðlögun að stækkun ESB sem þegar hefur farið fram, óhjákvæmilegt er af þeim sökum að aðlögun eigi sér stað á stofnanakerfi og vinnulagi sambandsins. Óumdeilanlega felur stjórn- arskráin í sér enn frekari samruna í Evrópu og að því leytinu til er eðli- legt að skilgreina niðurstöðuna í Frakklandi sem efasemdir um þá þróun alla. Og þar sem ljóst má vera að slíkar efasemdir þjaka ekki aðeins Frakka, heldur íbúa margra annarra ESB-ríkja, blasir við að forsvars- menn ESB og aðildarríkja þess þurfa að leggjast í naflaskoðun um fram- haldið. Verður ef til vill ekki gengið lengra í samrunaferli því sem staðið hefur yfir síðustu áratugi? Er hugs- anlegt að meirihluti fólks í Evr- ópuríkjunum telji jafnvel að nú þegar hafi verið gengið of langt? Þessar spurningar hljóta að koma til skoð- unar á næstu vikum og mánuðum. kynnu að hafna stjórnarskrá úrslitin á sunnudag sem pólitísk- tkvæðagreiðslunnar. Reuters skrárinnar evrópsku fagna niðurstöðum þjóð- r í Frakklandi á sunnudagskvöld. david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.