Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞEGAR við borðum matvæli sem
innihalda kolvetni hækkar blóðsyk-
urinn. Sykurstuðull fæðutegundar
er mælikvarði á það hve hratt kol-
vetni skila sér út í blóðið eftir að við-
komandi fæðutegundar er neytt og
ræðst meðal annars af uppruna og
efnafræðilegri byggingu matvæla og
á hvaða formi fæðunnar er neytt.
Sykurstuðullinn eða glýkemískur
stuðull kolvetnaríkra matvæla var
upprunalega skilgreindur til þess að
hjálpa sykursjúkum að fylgjast með
blóðsykri sínum. Núna er stuðullinn
einnig notaður af hópi fólks í þeim
tilgangi að bæta heilsu, þyngd og
þrek allra en ekki eingöngu þeirra
sem hafa sykursýki. Miklar umræð-
ur eru þó meðal fræðimanna um
gagnsemi þess að flokka kolvetnarík
matvæli eftir áhrifum þeirra til
hækkunar glúkósa í blóði.
Gagn eða ógagn?
Það sem skiptir máli fyrir hækkun
blóðsykurs eftir máltíð er hversu
mikið er borðað og hvað er borðað
með kolvetnaríkum matvælum. Auk
þess er þýðing mataræðis með lágan
sykurstuðul mest fyrir þá sem eru of
feitir og virðist í klínískum rann-
sóknum skipta minna máli fyrir
aðra.
Það sem valdið hefur meðal ann-
ars upphafsmanni sykurstuðulsins
og öðrum fræðimönnum hvað mest-
um áhyggjum er misnotkun stuðuls-
ins, óvandaðra lista og ofuráherslu á
hann og þar með hækkun blóðsyk-
urs eftir máltíð. Mikið framboð er af
ýmsum listum sem gefa gildi um
sykurstuðulinn. Aðferðafræðilega
þarf mikla nákvæmni þegar mæla á
sykurstuðul og jafnvel mjög vand-
aðir listar eru ekki gallalausir. Mat-
væli eru heldur ekki stöðluð milli
landa og þurfa töflurnar því að vera
uppfærðar fyrir hvern stað eða land.
Hófleg hækkun blóðsykurs eftir
máltíð er eðlileg og ekki hættuleg.
Sá misskilningur að hækkun blóð-
sykurs sé eitthvað sem við almennt
eigum að forðast endurspeglast í
sínu mest misskilda formi í því að
kolvetni séu í sjálfu sér óholl og
neyta beri eingöngu fitu og próteina,
en það hefur neikvæðar heilsufars-
legar afleiðingar.
Margir telja að það sé best fyrir
heilsuna að hafa blóðsykurinn í jafn-
vægi eða ekki mjög háan eða mjög
lágan. Ef tekið er mið af rann-
sóknaniðurstöðum er þetta mikil-
vægt fyrir þá sem eru of þungir en
skiptir minna máli fyrir þá sem eru
innan kjörþyngdar, sérstaklega ef
þeir hreyfa sig mikið og borða fjöl-
breytt fæði.
Ef við borðum máltíð sem hækkar
blóðsykurinn mjög mikið veldur það
því að líkaminn framleiðir mikið af
insúlíni sem gerir það að verkum að
blóðsykurinn lækkar hratt. Lágur
eða hratt lækkandi blóðsykur getur
valdið þreytu, slappleika og höfuð-
verk, auk þess sem það getur gefið
hungurtilfinningu og aukið þess
vegna líkur á ofáti. Sykurstuðull ein-
stakra matvæla skiptir máli fyrir
blóðsykur eftir máltíð og einnig
hvernig máltíð er samsett, en rólegri
melting og þar með hægara frásog
eða upptaka næringarefna í kjölfar
máltíðar leiðir til minni hækkunar
blóðsykurs.
Þau matvæli sem hafa lægstan
sykurstuðul eru baunir, trefjarík
matvæli með rúg og höfrum og rót-
arávextir. Hæstan sykurstuðul hafa
hvítt brauð, gosdrykkir, kex og kart-
öflur. Kolvetnarík máltíð sem bygg-
ist á trefjaríkum matvælum og inni-
heldur auk þess svolítið af
próteinum og fitu meltist hægt og
hækkar blóðsykur lítið í samanburði
við mikið unna matvöru án trefja-
efna. Matvæli með lágan sykur-
stuðul sem neytt er með annarri
fæðutegund með háan stuðul í sam-
settri máltíð geta
hægt á meltingu og
minnkað blóðsykurs-
hækkun eftir máltíð-
ina. Hækkandi sykur-
stuðull með meiri
vinnslu og breyttu
formi er til dæmis epli,
eplamús og eplasafi.
Annað dæmi um áhrif
vinnslu er hveiti, en
hveitibrauð hefur há-
an stuðul og pasta lág-
an.
Lágur sykurstuðull
veldur því að seddu-
tilfinning helst lengur og ættu því að
vera minni líkur á narti á milli mála.
Varðandi þyngdarstjórnun og
þyngdartap ber niðurstöðum rann-
sókna þó ekki saman. Dönsk rann-
sókn gat til dæmis ekki sýnt fram á
að mataræði sem innhélt meira af
matvælum með lágan sykurstuðul
hjálpaði fólki að megra sig í sam-
anburði við fæði með meira af mat-
vælum með hærri sykurstuðul.
Reyndar byggði danska rannsóknin
á töflugildum yfir sykurstuðul frá
mismunandi rannsóknastofum í mis-
munandi löndum og hefur verið
gagnrýnd vegna þess.
Hvernig má lækka
sykurstuðulinn?
Hægt er að lækka sykurstuðul eða
minnka blóðsykursveiflur með því
að borða í sömu máltíð grænmeti
eins og rótarávexti og kál, þar sem
grænmetið hægir á meltingunni og
upptöku kolvetna úr meltingarvegi í
blóðið. Gott er t.d. að fá sér fisk og
kartöflur og grænmeti, þar sem
kartöflur hafa háan sykurstuðul en
grænmetið yfirleitt lágan og því
verður blóðsvarið ekki eins hátt, auk
þess sem prótein í fiskinum tempra
einnig sykursvarið. Ediksýra lækk-
ar sykurstuðul máltíðar, vinsælt hef-
ur verið í Svíþjóð að taka hylki eða
jafnvel eina matskeið af ediksýru
með mat. Ediksósa út á salat gerir
sama gagn.
Mataræði með lágan sykurstuðul
eða það sem líklegast er til að gefa
jafnari blóðsykurstyrk er í samræmi
við það sem almennt er ráðlagt og
talið hollt, eða fjölbreytt mataræði
með mikið af grófmeti, trefjaríku
korni, grænmeti og ferskum ávöxt-
um.
Hvað er sykurstuðull?
Íris Hlín Vöggsdóttir og Sig-
urður Jens Sæmundsson fjalla
um mataræði
’Margir telja að það sébest fyrir heilsuna að
hafa blóðsykurinn í jafn-
vægi eða ekki mjög há-
an eða mjög lágan.‘
Íris Hlín
Vöggsdóttir
Höfundar eru líffræðinemar í HÍ.
Sigurður Jens
Sæmundsson
EFTIR undirritun viljayfirlýs-
ingar um hugsanlegt álver í Helgu-
vík biðu Suð-
urhnesjamenn
spenntir eftir við-
brögðum Valgerðar
Sverrisdóttur iðn-
aðarráðherra. Mikla
undrun vakti þegar
ráðherra fagnaði ekki
yfirlýsingunni sér-
staklega heldur hvatti
sína heimamenn til
samstöðu um nýtt ál-
ver á Norðurlandi.
Samstaða til sigurs
Viðbrögð Suður-
nesjamanna létu ekki
á sér standa og hefur
undanfarið verið mikil
umræða í fjölmiðlum
vegna málsins. Helst
má lesa úr þeirri um-
ræðu óánægju með
það að ráðherra skuli
ekki fagna hugsanlegri
atvinnuuppbyggingu
svæðis þar sem fjölda-
uppsagnir hafa verið
tíðar undanfarin ár.
Ekki er langt síðan
mesta atvinnuleysi á
landinu var á Suðurnesjum og var þá
ekki gripið til neinna sértækra að-
gerða af hálfu hins opinbera til að
vinna gegn þeirri þróun. Heima-
menn hafa því sjálfir snúið vörn í
sókn og sýna nýjustu atvinnuleys-
istölur að það átak sé á réttri leið.
Um tíma virtist sem þverpólitísk
samstaða væri á Suðurnesjum um að
standa saman og krefjast þess að
ráðherra gerði öllum atvinnusvæð-
um landsins jafnt undir höfði. Það
vakti því undrun þegar Hjálmar
Árnason, eini stjórnarþingmaður
Suðurnesja, hvatti menn til að vera
góðir við ráðherra en slóst sjálfur
ekki í lið með heimamönnum.
Ráðherra sá að sér
Sú samstaða sem
skapaðist án tilstuðl-
unar framsóknarmanna
á svæðinu var þó næg
til þess að ráðherra sá
að sér og gekk á sátta-
fund með Suður-
nesjamönnum. Val-
gerður átti fundi með
bæjaryfirvöldum auk
þess að skoða aðstæður
á Suðurnesjum og þær
miklu framkvæmdir í
Helguvík sem Reykja-
nesbær hefur unnið að
um nokkurt skeið. Ekki
var annað að heyra í
fjölmiðlum en að ráð-
herra hefði verið upp-
numinn af þeim góðu
aðstæðum sem skap-
aðar hafa verið í Helgu-
vík. Eftir þennan fund
mun Valgerður án efa
gefa landsmönnum jöfn
tækifæri á að laða til sín
þau atvinnutækifæri
sem bjóðast á hverjum
tíma.
Áfram verður unnið
að uppbyggingu í Helguvík og von-
umst við Suðurnesjamenn eftir því
að fleiri stoðum verði skotið undir at-
vinnulífið á svæðinu. Til þess að það
geti orðið er nauðsynlegt að allir
standi saman. Sitji Suðurnesjamenn
við sama borð og aðrir í samkeppni
um atvinnutækifæri þá óttast ég
ekki framtíð svæðisins.
Samstaða
Suðurnesjamanna
skilar árangri
Viktor B. Kjartansson fjallar
um atvinnuuppbyggingu á
Suðurnesjum
Viktor B. Kjartansson
’Sitji Suð-urnesjamenn
við sama borð
og aðrir í sam-
keppni um at-
vinnutækifæri
þá óttast ég ekki
framtíð svæð-
isins.‘
Höfundur er formaður fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ.
MEÐ eðlisfræði bygginga er átt
við alla þá þætti í byggingum sem
lúta eðlisfræðilegum
lögmálum. Þótt unnt sé
að sérhæfa sig í eðlis-
fræði bygginga í verk-
fræði- og tæknifræði-
námi er sviðið það
breytt að algengast er
að menn sérhæfi sig á
einstökum fagsviðum
innan þessarar grein-
ar. Sem dæmi um
fagsvið, sem um er að
ræða má nefna: eigin-
leika byggingarefna,
varmastreymi og
varmaeinangrun bygg-
inga, rakastreymi í byggingum og
þá einkum í veggjum og þökum, loft-
þéttleiki og hreyfing lofts, loftræs-
ing og loftgæði í húsum, orkunotkun
og umhverfisvernd, umhverfisálag
og ytra byrði bygginga, ending,
mælitækni, hljóðtækni o.s.frv. Á
þessari upptalningu sést að um er að
ræða flesta þætti innan bygging-
arverkfræðinnar aðra en burðar-
þolshönnun og eru þessir þættir ráð-
andi um gæði bygginga.
Hönnun bygginga
Með framannefnt í huga er merki-
legt til þess að hugsa að margir
þessara þátta voru ekki teknir með í
hönnun fyrr en á seinni árum og
sumir lentu á milli arki-
tekta og verkfræðinga
þannig að enginn var
ábyrgur. Þetta var á
þeim tíma þegar verk-
fræðileg hönnun gekk
nánast eingöngu út á
burðarþol og styrk-
leika bygginga. Það er
því ekki að furða þótt
margir kannist við við-
haldsvandamál á ytri
byrðum húsa og leka-
vandamál, háan upphit-
unarkostnað vegna
ófullnægjandi varma-
einangrunar eða rangra deililausna,
rakauppsöfnun og þar af leiðandi
grotnun í veggjum og þökum, óþétt
hús með miklu orkutapi eða of þétt
hús með lélegu innilofti, ófullnægj-
andi hljóðeinangrun herbergja eða
íbúða í fjölbýlishúsum o.s.frv. Nú er
ástandið verulega breytt. Kemur
þar til að í byggingarreglugerð eru
nú fyrir hendi ákveðnar kröfur um
meginþætti s.s. varmaeinangrun,
hljóðeinangrun, rakasperrur í veggj-
um og loftum, brunaþol, þéttleika
húsa o.s.frv. Hafa þessar kröfur
stöðugt orðið strangari vegna þess
að þessir eiginleikar eru ráðandi um
endingu og rekstrarkostnað húsa og
svo eru þeir ráðandi varðandi gæði
íbúða og hafa veruleg áhrif á líðan
fólks sbr. hljóðeinangrun. Einnig
taka verkfræðistofur tillit til þessara
þátta í dag og hafa á sínum vegum
sérfræðinga á viðkomandi sviðum.
Varma-, raka- og hljóðtæknihönnun
bygginga er því orðin algeng og ekki
síður nauðsynleg en burðarþols-
hönnun til þess að byggingar upp-
fylli væntingar eigenda sinna til
framtíðar. Að síðustu má nefna að
með byggingarrannsóknum hefur
verið aflað betri þekkingar á öllum
þessum sviðum sem nýtist við hönn-
un, byggingu og rekstur.
Mikilvægi þess að gæði og ending
húsa sé góð sést best á því að fjár-
munamyndun í íbúðarhúsum var ár-
ið 2003 um 45 milljarðar króna eða
Eðlisfræði bygginga –
Hvað er átt við?
Hákon Ólafsson fjallar um
byggingar ’Það eru því greinilegaverulegir þjóðhagslegir
hagsmunir í húfi að end-
ing og gæði mannvirkja
séu sem best …‘
Hákon Ólafsson
Í FRÉTTABLAÐINU sunnudag-
inn 17. apríl lýsti frú Mary Robinson
hryggð sinni vegna ungbarnadauðans
í þriðja heiminum. 30
þúsund börn dæju dag-
lega. Þessari hryggð
heimsins yrði að ráðast
gegn – væntanlega
með mínum peningum
og þínum.
Er þessi kona að
leggja til að auka á
fólksfjölgunar- og
fæðuskortsvandamálið
í heiminum? Sér í lagi í
Afríku þar sem spilling,
styrjaldir og skortur er
sá veruleiki sem þessi
börn fæðast til? Vill
hún fleiri fréttir frá
Darfur og stærri
myndir af hörmung-
unum, sem offjölgun,
stjórnmálaspilling og
afleidd grimmd hefur
fært þessu fólki? Er
það til bóta við þessar
aðstæður að bæta við
fólki til þess að taka þátt í frekari
hörmungum hinna eldri sem nota
meira að segja handvopn til að búa til
fleiri börn að sögn frú Robinson?
Í forystugrein, sem Kári Jónasson
skrifar sama dag, harmar hann nei-
kvæða afstöðu íslenzkra unglinga til
innflytjenda. Af hverju telur höfund-
urinn að unglingar, sem verða með
fullorðinsskoðanir á morgun, noti
safnorðið innflytjandi um alla sem til
landsins flytja? Af hverju kynna
menn sér ekki hvort unglingarnir geri
sér mannamun þegar að innflytj-
endum kemur?
Getur verið að þeir sem taka við
völdunum á morgun noti ekki safn-
orðið innflytjandi um afstöðu sína til
þess hvaða fólk þeir vilja hingað og
hvaða fólk þeir vilja ekki að flytjist til
landsins sem þeir eiga að erfa? Getur
verið að trúarbrögð, menntun, menn-
ingaruppeldi og rasi innflytjenda hafi
áhrif á innflytjendaskoðanir íslenzkra
unglinga? Hafa skoðanir
unglinganna mótast af
umræðum á heimilum
þeirra eða hafa þeir
fundið þær upp hjá sjálf-
um sér? Hugsar ungt
fólk nú til dags sjálf-
stætt og lætur ekki aðra
búa til skoðanir fyrir
sig?
Margir halda því fram
að einu réttu og leyfi-
legu skoðanirnar í inn-
flytjendamálum séu þær
að Ísland eigi að vera
opið land sem býður alla
innflytjendur velkomna.
Þannig megi létta undir
með þeirri hryggð
heimsins sem þjakar frú
Mary Robinson. Þessar
skoðanir virðast margir
stjórnmálamenn álíta til
atkvæðavinsælda fallnar
þó svo að afstaða ung-
linganna sem kjósenda virðist önnur.
Getur verið að unglingar vilji að Ís-
land varist sömu stöðu í innflytjenda-
málum og sumar nágrannaþjóðirnar
hafa aflað sér? Getur verið að þeim
finnist ekki sjálfgefið að Íslendingar
leggi land sitt undir hryggð heimsins í
vaxandi mæli? Gæti verið að þeim
þætti vænt um sitt íslenzka þjóðerni,
tungu og sögu? Eða er það bannað?
Hvaða skoðun hafa unglingar til
dæmis á offjölgun mannkyns? Hver
er hryggð heimsins að þeirra mati?
Hryggð heimsins
Halldór Jónsson lýsir skoð-
unum sínum á ungbarnadauða í
þriðja heiminum og málefnum
innflytjenda
Halldór Jónsson
’Hvaða skoðunhafa unglingar
til dæmis á of-
fjölgun mann-
kyns? ‘
Höfundur er verkfræðingur.