Morgunblaðið - 31.05.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.05.2005, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E inmuna veðurblíða ríkti á Bessastöðum í gærmorgun þegar bílalest dr. A.P.J. Ab- duls Kalams, forseta Indlands, rann í hlað, en tveggja daga opinber heimsókn Indlands- forsetans hófst í gær. Tóku Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff á móti Indlands- forseta sem heilsaði fyrst ráðherrum ís- lensku ríkis- stjórnarinnar og því næst hópi grunnskólabarna frá Víðistaða- skóla og Öldu- túnsskóla, sem fögnuðu forset- anum glaðbeitt með því að veifa íslenskum og indverskum fán- um. Á blaða- mannafundi að loknum hálftíma fundi forsetanna sagði Ólafur Ragnar það sér mikla ánægju að taka á móti Ind- landsforseta þar sem heimsóknin veitti einstakt tækifæri til að styrkja vináttusamband landanna tveggja sem og samvinnu á sviði vísinda og tækni. „Heimsóknin er tákn um samvinnu á milli annars vegar stærsta lýðræðisríkis jarðar og hins vegar elsta lýðræðisríkis heims, sem jafnframt er eitt hið minnsta,“ sagði Ólafur Ragnar. Samvinna Íslands og Indlands öðrum þjóðum til hagsbóta Í ávarpi sínu lagði dr. Abdul Kal- am áherslu á að með heimsókn sinni nú vildi hann annars vegar styrkja vináttu landanna og hins vegar þakka íslenskum stjórnvöld- um stuðning þeirra við framboð Indlands til fastasetu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því næst gerði hann samvinnu landanna tveggja að umtalsefni og sagði sam- vinnu Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftavarna og lyfjaþróunar geta orðið stór- kostlegt framlag, ekki bara fyrir löndin tvö heldur einnig aðrar þjóð- ir. „Samvinna þjóðanna tveggja á sviði lyfjaþró- unar- og fram- leiðslu mun ekki einungis koma þeim sjálfum til góða heldur einn- ig öðrum þjóðum. Þá mun hún verða til þess að styrkja vináttu- bönd þjóðanna tveggja,“ sagði Abdul Kalam, en þess má geta að síðdegis í gær heimsótti hann höfuðstöðvar lyfja- fyrirtækisins Actavis í Hafnarfirði og lagði þar hornstein að nýrri byggingu fyrirtækisins. Abdul Kalam ræddi þvínæst um jarðskjálftavarnir og sagði Indverja mikið geta lært af íslenskum vís- indamönnum. Sagði hann jarð- skjálfta ekki einungis vandamál þess lands þar sem jarðskjálftinn ætti upptök sín heldur væri um að ræða sameiginlegt vandamál alls heimsins sökum þeirrar miklu eyði- leggingar sem fylgt geta í kjölfar jarðskjálfta. Sagði hann framfarir á sviði forspár jarðskjálfta gífurlega Styrkir vináttusamband landanna Morgunblaðið/Golli Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar tóku innilega á móti Indlandsforseta á hlaðinu við Bessastaði. Morgunblaðið/Golli Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Dorrit Mo- ussaieff á Bessastöðum í gær. Samvinna Íslands og Indlands á sviði jarðskjálfta- varna og lyfjaþróunar getur orðið stórkostlegt framlag, ekki bara fyrir löndin tvö heldur einnig aðrar þjóðir. Þetta kom fram í máli dr. A.P.J Ab- duls Kalams Indlandsforseta, en opinber heimsókn hans hófst í gær með móttökuathöfn á Bessastöð- um. Silja Björk Huldudóttir var á staðnum. FORSETI Indlands hitti stúdenta í Háskóla Íslands seinnipart dags í gær, og sagði þeim í stuttu máli frá hugmyndum sínum um hvernig þróun indversks samfélags geti orðið í framtíðinni til þess að það markmið náist að enginn verði undir fátæktarmörkum á Indlandi árið 2020. Kalam leggur alltaf mikla áherslu á að ræða við námsmenn á ferðalögum sínum, bæði heima fyrir og erlendis, og telst til að hann hafi hitt um 600 þúsund námsmenn frá því hann tók við embætti í júlílok 2002. Í dag eru um 26% af hinum rúmlega milljarði Indverja undir fátæktarmörkum, og sagði Kalam að vísindi og tækniþróun verði lyk- illinn í því að bæta lífsgæði þessara 260 milljóna Indverja. Leiðir að markmiðinu eru svo t.d. menntun og heilsugæsla, framfarir í land- búnaði og aukin uppbygging raf- orkukerfis fyrir smærri þorp víðs vegar um landið. Eftir erindi Kalam gafst nem- endum tækifæri til þess að spyrja hann spurninga, og var hann m.a. spurður um hvernig hægt væri að auka raforkuframleiðslu Indlands til þess að standa undir aukinni notkun á rafmagni sem framtíð- arsýn hans óhjákvæmilega kallaði á. Forsetinn sagði að áfram yrði notuð kjarnorka, aukin nýting á vetni og sólarorku sé einnig mik- ilvægur þáttur í þessu. Enginn undir fátæktar- mörkum 2020 Morgunblaðið/Þorkell Abdul Kalam leggur mikla áherslu á að ræða við stúdenta í ferðum sínum og er hér í Öskju í gær. „MÁLÞINGIÐ tókst afar vel og var vel sótt. Fyrirlesarar fóru yfir ýmsa samstarfsmöguleika ís- lenskra og indverskra fyrirtækja. Þarna var til dæmis fjallað um lyfjaiðnaðinn, sem og hugsanlegt samstarf á sviði hugbúnaðar og tölvutækni. Af hálfu Össurar hf. kom fram að fyrirtækið er farið að þreifa fyrir sér með starfsemi í Indlandi og Davíð Á. Gunnarsson flutti áhuga- vert erindi um hvernig smáar og stórar þjóðir geta starfað saman innan Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar,“ sagði Björn Aðal- steinsson, formaður íslensk- indverska viðskiptaráðsins og forstöðumaður viðskiptastefnu- mótunar hjá Actavis. Íslensk-indverska viðskiptaráðið, í samvinnu við Actavis, hélt mál- þing í gær þar sem sérstök áhersla var lögð á lyfja- og tæknigeirann. Erlendir og innlendir fyrirlesarar fluttu erindi, en sérstakir gestir voru Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands og Abdul Kalam, for- seti Indlands. Vefnaður, flug og fyrirsætur Félagar í íslensk-indverska við- skiptaráðinu eru t.d. Hagkaup, sem lætur framleiða ýmsa vefnaðarvöru fyrir sig í Indlandi, Sæplast og FL Group. Björn segist vita til að ís- lenskir bankar séu að svipast um eftir viðskiptatækifærum í Indlandi og bendir á að Eskimo Models hafi þegar haslað sér völl í indverska kvikmyndaheiminum, sem daglega kallast Bollywood. Fjölbreytnina skorti því ekki. Viðskiptasambönd við Indland reifuð Morgunblaðið/Þorkell Abdul Kalam lagði hornstein að nýbyggingu Actavis í Hafnarfirði með að- stoð sinna manna sem brugðu yfir hann skjóli fyrir bleytunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.