Morgunblaðið - 31.05.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 31.05.2005, Síða 29
26% af heildar fjármunamyndun á Íslandi það ár. Ef litið er á fjár- munamyndun í mannvirkjagerð í heild þá var hún sama ár 118 millj- arðar eða 68% af heildar fjár- munamyndun í landinu. Annar mælikvarði, sem er mik- ilvægur, er fjármunaeign lands- manna í heild. Árið 2003 var hún í íbúðarhúsum 1,1 billjón (þúsund milljarðar) króna og í mannvirkjum í heild um 2,2 billjónir eða 84% af fjár- munaeign Íslendinga. Það eru því greinilega verulegir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi að ending og gæði mannvirkja séu sem best ekki síst, þegar rekstrarkostn- aður bætist við. Ekki er úr vegi að benda á það ósamræmi sem felst í því að fjármunir, sem veitt er til byggingarrannsókna (Rb) á fjár- lögum eru á þessu ári aðeins 91 milljón kr. Að lokum vil ég vekja athygli á því að Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins og Konunglegi tækniháskól- inn í Stokkhólmi halda alþjóðlega ráðstefnu um eðlisfræði bygginga 13.–14. júní en nánari upplýsingar um hana má nálgast á vefsíðunni www.rabygg.is/byggfys2005. Höfundur er forstjóri Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 29 UMRÆÐAN HINN 28. apríl sl. var haldinn fundur um skipulag Vatnsmýrar- innar í Ráðhúsi Reykjavíkur, á veg- um R-listans. Aðalræðumaður var Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, sem kynnti áætlun R-listans um al- þjóðlega hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar, sem haldin verður í haust, að loknum ýmsum rannsóknum og úttektum og auk þess nokkrum samráðsfundum með almenningi. Þessi boðskapur Dags hlaut nokk- uð góðar undirtektir fundarmanna, nema að flestir, sem til máls tóku, bentu Degi á að borgin þyrfti að hafa alveg á hreinu út frá hvaða grundvelli þátttakendur í samkeppninni ættu að skipuleggja svæðið, þ.e.a.s. annað- hvort með hálfum flugvelli með byggð í kring eða byggð án flugvallar. Af viðbrögðum Dags mátti ráða að hann væri þessu ósammála og teldi að unnt væri að fara út í þessa hug- myndasamkeppni án þess að hafa þennan grundvöll á hreinu. Á fundinum talaði einnig Pétur Ár- mannsson arkitekt. Hann sagði m.a. frá vel heppnaðri skipulags- samkeppni um miðbæ Akureyrar auk þess að upplýsa fundarmenn um ýmsar tegundir svona samkeppna og hvernig þær væru framkvæmdar. Hann nefndi tólf mikilsverð atriði sem væru forsenda þess að sam- keppni gæti átt sér stað. Atriði númer tvö var svohljóðandi: „Ekki er góð reynsla af því að fara með deilumál í samkeppni.“ Hvernig getur borgin farið út í svona samkeppni þegar stærsta mál- ið – Reykjavíkurflugvöllur í Vatns- mýrinni – er stórt deilumál? Annað mál en þessu tengt er hvernig eiga ný flugstöð – samgöngu- miðstöð, bensínstöð á LSH-lóðinni, fimm fótboltavellir við Valssvæðið + margir steypukassar á þeirri lóð og nýtt húsnæði fyrir HR (núna hugsað við hlið flugbrautar) eftir að hugnast væntanlegum þátttakendum í sam- keppninni? Lausn verður að finna á þessu áður en langþráð samkeppni fer fram. Stjórn betri byggðar leggur til að gert verði í grófum dráttum skipulag byggðar í kringum „hálfan flugvöll“ annars vegar og byggðar án flug- vallar hins vegar, ásamt ýmsum út- tektum fyrir báða þessa valkosti, þ.á m. þjóðhagslegri arðsemi þeirra beggja. Síðan verði kos- ið sérstaklega milli þessara valkosta í kosn- ingum vorið 2006, sam- hliða borgarstjórnar- kosningum. Forsenda þessara kosninga er þó að báðir valkostirnir verði skyn- samlega og heiðarlega kynntir og þá þykist ég viss um að Reykvík- ingar myndu kjósa með byggð í Vatnsmýri, án flugvallar. Þegar talið hefur verið upp úr kjör- kössum vorið 2006 og fyrir liggur hvorn kostinn borgar- búar hafa valið fyrir Vatnsmýrarbyggðina þá fyrst er tímabært að halda flotta alþjóðlega hugmyndasamkeppni um nánari útfærslu á þeirri lausn. Samkvæmt skýrslu, sem gerð var í Háskóla Íslands 2001, er verð- mæti þess fyrir þjóðar- búið að byggja í Vatns- mýrinni fyrir 42.000 íbúa + störf um 200 milljarðar króna, sem skiptast upp í 90 milljarða vegna nýrra byggingar- lóða, 90 milljarða vegna meðalhækk- unar upp á 15% allra fasteigna frá Kringlumýrarbraut að Hofsvallagötu og 20 milljarða vegna tvínýtingar úti- vistarsvæða í kringum Vatnsmýrina. Á sama hátt má finna út að fyrir- huguð byggð í kringum „hálfan flug- völl“ yrði um 36 milljarða króna virði fyrir þjóðarbúið. Það yrði borgarbúum og lands- mönnum öllum til heilla, að flugvöll- urinn yrði á þennan hátt kosinn í burt úr Vatnsmýrinni. Að lokum auglýsi ég eftir þing- mönnum Reykjavíkur. Reykvíkingar eru munaðarlausir. Enginn berst fyr- ir framtíðarskipulagi borgarinnar á Alþingi. Enginn lét í sér heyra varð- andi nýju Hringbrautina og sá eini mér vitanlega sem hefur minnst á verðmæti Vatnsmýrarinnar er Pétur H. Blöndal. Reykjavíkurflugvöllur – deilumál! Dóra Pálsdóttir fjallar um skipulagsmál ’Lausn verður að finnaá þessu áður en lang- þráð samkeppni fer fram. ‘ Dóra Pálsdóttir Höfundur er kennari og í stjórn Samtaka um betri byggð. Nú er tími til að mála ! Þú nærð góðum árangri með réttum efnum. Við höfum allt sem þú þarfnast. Afsláttur á útimálningu og viðarvörn í verslunum Hörpu Sjafnar 10 ltr. 4.990 kr. 1 0 1 8 7 9 Stórhöfða 44 Skeifan 4 Snorrabraut 56 www.harpasjofn.is Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 www.flugger.com Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Tilboð Flügger 97 Þekjandi alkýðviðarvörn, terpentínuþynnanleg. Flügger 98 Þekjandi akrýl-alkýðviðarvörn, vatnsþynnanleg. Texolín Þekjandi alkýðviðarvörn, terpentínuþynnanleg. Gæðamálning Fagleg ráðgjöf l Frábær hula

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.