Morgunblaðið - 31.05.2005, Page 6

Morgunblaðið - 31.05.2005, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR París síðustu sætin í júní frá kr. 12.990 a. l. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður frábært tækifæri í beinu flugi til Parísar í sumar, 16., 23., 27. og 30. júní. París er einstök borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar á einstökum kjörum. kr. 12.990 Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR MAGNÚS Skúlason, forstöðumað- ur húsafriðunarnefndar, telur ekki útilokað að nefndin geti stutt fjár- hagslega endurbyggingu Mjólkur- samlagshússins í Borgarnesi verði eftir því leitað. Magnús Sigurðs- son, formaður stjórnar hins ný- sameinaða MS/MBF, segist lítið hafa kynnt sér málið en ef erindi með ósk um stuðning við varð- veislu berst muni það verða tekið til athugunar. Sturla Böðvarsson, fyrsti þing- maður Norðvesturlands, mælti með því í Morgunblaðinu í gær að húsið yrði varðveitt og setti fram þá hugmynd að mjólkuriðnaðurinn og húsafriðunarnefnd tækju þátt í endurbyggingu hússins. Húsafriðunarnefnd hefur í ár 128 milljónir til ráðstöfunar í styrki og verkefni og segir Magnús Skúlason að fjárhæðin ráðist ann- ars vegar hjá fulltrúum nefndar- innar og hins vegar hjá fjárlaga- nefnd sem oft hafi lagt lið þegar ákveðin verkefni séu annars vegar. Geta má þess að Mjólkursam- salan í Reykjavík, Mjólkursamlag- ið í Búðardal og Mjólkurbú Flóa- manna tóku við framleiðslu á hinum ýmsu mjólkurvörum Mjólk- ursamlagsins þegar það var lagt niður árið 1981. Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi Ekki útilokað að húsafrið- unarnefnd leggi lið SVEINBJÖRN Sig- urðsson bygginga- meistari lést í Reykjavík sl. föstu- dag á 86. aldursári. Sveinbjörn var fædd- ur í Reykjavík 3. október árið 1919 og voru foreldrar hans Sigurður Oddsson og Herdís Jónsdóttir. Sveinbjörn lauk sveinsprófi í húsa- smíði árið 1940 og réðist fyrst til starfa hjá Almenna bygg- ingarfélaginu. Frá árinu 1942 stund- aði hann verktöku í eigin nafni þeg- ar hann stofnaði fyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson ehf. Sveinbjörn sérhæfði sig fyrstu ár- in í smíði hefðbundinna íbúðarhúsa en síðar var áhersla lögð á ýmsar stórbyggingar og mannvirki, opin- berar byggingar, brýr, sundlaugar, menningarstofnanir, m.a. Borgarleikhúsið, og nokk- uð á þriðja tug leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Sveinbjörn rak fyrir- tækið til ársins 1990 þeg- ar synir hans tóku við stjórnartaumunum en þrír þeirra starfa við fyr- irtækið. Þegar heiðra átti Sveinbjörn á sjötugsaf- mælinu og í tilefni starfs- loka afþakkaði hann gjaf- ir og óskaði þess að stofnaður yrði sjóður til skógræktar. Var trjám plantað í ná- grenni Korpúlfsstaða og er þar nú Sveinbjörnslundur. Þá var hann sæmdur riddarakrossi fálkaorðunn- ar fyrir störf að byggingarmálum. Eftirlifandi eiginkona Svein- björns er Helga Kristinsdóttir. Börn þeirra eru fimm, fjórir synir og ein dóttir. Andlát SVEINBJÖRN SIGURÐSSON BJÖRGVIN G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum, fagnar ákvörðun mennta- málaráð- herra um að fresta fyrir- ætlaðri styttingu stúdents- náms. „Ég er ekki á móti markmiðinu en tillögur ráðherra voru fjarri því að vera boðlegar,“ sagði Björg- vin í samtali við Morgunblað- ið. Að mati Björgvins var málatilbúningur ráðuneytis- ins ekki viðunandi grunnur fyrir þessa breytingu á menntakerfinu. Breyting sem þessi yrði að byggjast á sam- þættingu skólastiganna og vera gerð í nánu samráði við skólasamfélagið. En að mati Björgvins fór því fjarri að þessi skilyrði væru uppfyllt í tillögunum eins og þær voru kynntar. Að sögn Björgvins er stytt- ing á námstíma markmið sem stefna eigi að. Að þessum marki séu margar leiðir en aðferð ráðherra beinist fyrst og fremst að skólum með bekkjakerfi. „Eins og tillög- urnar litu út þá var þetta nánast dauðadómur yfir þess- um skólum,“ sagði Björgvin. „Tillögur ráðherra fólu í sér skerðingu, alvarlega gengisfellingu á stúdentspróf- inu og veikingu á framhalds- skólastiginu. En markmiðið hlýtur að vera að styrkja námið og efla það,“ sagði Björgvin ennfremur. Fagnar frestun á styttingu náms Björgvin G. Sigurðsson sinni. Í kjölfarið var leitað til Blaða- mannafélags Íslands sem tók vel í hugmyndina en ekkert hefur heyrst frá Félagi fréttamanna um málið en einnig var leitað til þeirra, að sögn Björns. Þá hafi ýmsir blaða- og frétta- menn lýst yfir efasemdum um hug- myndina. „Við fengum mikið af athugasemd- um frá blaða- og fréttamönnum, vegna þess að þeir töldu fundina ekki henta íslenskum aðstæðum,“ segir ÁSTÆÐA þess að reglulegir blaða- mannafundir á vegum forsætisráðu- neytisins hafa enn ekki farið af stað eru misjöfn viðbrögð blaða- og frétta- manna við hugmyndinni um slíka fundi, að sögn Björns Inga Hrafns- sonar, aðstoðarmanns forsætisráð- herra. Fyrr í vetur var því lýst yfir að for- sætisráðuneytið hygðist standa fyrir reglulegum blaðamannafundum um þau mál sem efst væru á baugi hverju Björn. Áhyggjurnar sneru að því að erfiðara yrði að ná í forsætisráðherra og að samskipti við fjölmiðla myndu færast alfarið yfir á blaðamannafund- ina. Áhyggjurnar misskilningur Björn segir þessar áhyggjur á mis- skilningi byggðar og tilgangurinn með hugmyndinni hafi ekki verið sá að draga úr samskiptum við fjölmiðla. „Við viljum gera þetta í samvinnu við aðila en ekki til þess að draga úr upplýsingaflæði. Þetta átti frekar að vera til þess að auka það.“ Hann segir að fyrsti blaðamanna- fundurinn hafi reyndar verið haldinn, en það var sameiginlegur blaða- mannafundur með utanríkisráðherra vegna 10 ára afmælis ríkisstjórnar- innar. Enn standi til að koma á reglu- legum fundum, eins og talað hafi ver- ið um og slíkir fundir gætu farið af stað á næstunni. Reglulegir blaðamannafundir forsætisráðuneytis eru enn ekki byrjaðir Blaða- og fréttamenn hafa tekið misvel í hugmyndina REYKJAVÍKURMARAÞON og Ís- landsbanki hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning. Markmið samningsins er að efla áhuga á hlaupinu og stuðla að auk- inni hreyfingu meðal almennings. Hlaupið fer fram laugardaginn 20. ágúst næstkomandi og því ekki seinna vænna fyrir áhugasama að koma sér í form. Á myndinni hlaupa þeir í mark við Kirkjusand í Reykjavík í gær, Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Knútur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurmara- þonsins. Morgunblaðið/Þorkell Íslandsbanki styrkir Reykjavíkurmaraþonið FERÐAFÉLAG Íslands er að láta gera barmmerki með mynd af Lauf- skörðum, milli Móskarðahnúka og Esjunnar, og geta allir þeir sem ganga í skörðin vitjað þeirra á skrifstofu félagsins. Merkin verða tilbúin í lok vikunnar. Útgáfa merkis- ins er liður í því að vekja athygli á þessari skemmti- legu en fáförnu leið. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hefur Ferðafélagið lagt nýjan göngustíg um skörðin og eftir þær umbætur er gönguleiðin flestum fær en áður þótti hún varasöm og nánast eingöngu fyr- ir vana göngumenn. Í greininni kom fram að Laufskörð eru á milli Mó- skarðahnúka og Hátinds Esjunnar. Ekki áttuðu allir sig á þessari lýsingu og því skal hér bætt um betur. Þegar spurt er um staðsetningu Laufskarð- anna hefur Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, sem hefur verið í for- svari umbótamanna í Laufskörðum, gjarnan sagt að þau séu á mótum Esjufjallgarðsins og Móskarða- hnúka og skerist ofan í brúnir fjallanna eins og tvöfalt vaff. Móskarðahnúkar eru austan við Esjufjallgarðinn og vegna þess að þeir eru úr líp- aríti virðist gjarnan sem þar njóti sólar betur og lengur en annars staðar í nágrenni höfuð- borgarinnar. Á vef Ferðafélagsins er lýsing á því hvernig komast má í skörðin: Ekinn er Þingvallavegur. Nokkru ofan Gljúfrasteins er beygt til vinstri inn á veg merktum Hrafnhólum. Sá vegur er ekinn og farið yfir Leirvogsá og þar er beygt til vinstri. Nokkru síðar er vegur á hægri hönd sem lokað er með hliði. Beygt er inn á þann veg og að brúnni yfir Skarðsá. Þar hefst gangan. Gengið er sömu leið til baka.                                                                                            !"  #          $                     #   Fá merki ef þeir ganga í Laufskörðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.