Réttur


Réttur - 01.06.1948, Side 1

Réttur - 01.06.1948, Side 1
RETTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 32. árgangur 2. hefti 1948 ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON: 100 ÁR Nokkur orð um aldarafmæli Kommúnistaóvarpsins Rússneskur maffur, Annenkof, hefur einhvers staðar sast frá viðræðum, seni fram fóru milli þeirra Marx og Engels annars vegar og Weitlings hins vegar. En Weitting þessi var þýzkur handverksmaður og kommúnisti nokkuð á „útó- piska“ vísu. Hann var áróðursmaður hinn mesti og liafði allmikil áhrif, enda komið á vísi að samtökum með verka- mönnum. Þessar viðræður fóru fram í Brússel vorið 184G. Marx og Engels höfðu þá hafizt handa um að lylkja. saman hinum dreifðu hópum evrópskra kommúnista undir eitt merki og stefnu. Slíkt var að sjálfsögðu ekki auðvelt verk, því að það var ærið mislit hjörð, sem þá kallaði sig konnn- únista eða sósíalista. Hlutverk þeirra Marx og Engels var tvíþætt, annars vegar liarátta gegn borgarastéttinni sjálfri og hins vegar gagnrýni á ýmis konar öfugsnúnum hugmynd- um um sósíalismann og frelsisbaráttu alþýðunnar. Fram að þessu höfðu þeir ekki ráðizt á Weitling og afstöðu hans, og líklegt, að þeir ltafi gert sér von um að vinna hann á sitt band. Og nú var liann kominn til viðræðna við þá.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.